6.5.2018 | 20:29
Erdogan forseti Tyrklands hótar ríkisstjórn Bandaríkjanna
Um sumt er Erdogan að endurtaka fyrri hótanir, en einnig er um nýjar!
- Fyrsta lagi, hótar Erdogan því að herja á sýrlenska Kúrda, þar til að hernaðararmi Kúrda í Sýrlandi - hafi verið gereytt.
--En Erdogan kallar hersveitir Kúrda, hryðjuverkasveitir þannig að þegar hann talar um að gereyða hryðjuverkaöflum meðfram landamærum Tyrklands, á hann við sveitir Kúrda í Sýrlandi. - Síðan, hótar Erdogan Bandaríkjunum - ónefndum aðgerðum, ef Bandaríkin frysta vopnasölu til Tyrklands!
--En Tyrkland ætlar að kaupa 100 F-35 herflugvélar, þær nýjustu frá Bandaríkjunum, sú sala yrði þá blokkeruð a.m.k. tímabundið.
--Þangað til að rækileg endurskoðun hafi farið fram innan Bandaríkjanna, á samskiptum Tyrklands og Bandaríkjanna!
--Þetta er skv. frumvarpi er liggur fyrir Bandaríkjaþingi.
Turkey's Erdogan says will carry out new military operations after Syria offensives
Turkey says it will retaliate if U.S. halts weapons sales
Mér virðist að taka þurfi þessar hótanir alvarlega!
- Erdogan er í raun og veru að ítreka sína áður framkomnu kröfu - að Bandaríkin hypji sig frá Sýrlandi. En Bandaríkin halda í raun verndarhendi yfir YPG hersveitum sýrlenskra Kúrda á þeim svæðum sem þær sveitir ráða yfir í dag.
--Bandaríkin voru ekki með vernd á Afrin héraði, sem Erdogan notfærði sér er hann fyrirskipaði Tyrklandsher að ráðast þar inn (rétt að nefna að Íslendingur lét lífið í þeim átökum). Sveitir Kúrda hafa verið hraktar þaðan. - Óvíst er hvaða stefnu Trump hefur í þessu máli, en í annan stað hefur hann talað um að - taka allar bandarískar liðssveitir út úr Sýrlandi, sem þíddi að - eftirláta það til Erdogan að gera þ.s. honum sýnist við sýrlenska Kúrda. Það væru augljós svik við Kúrda, er hafa barist með stuðningi Bandaríkjanna síðan 2014 við ISIS með ákaflega vel heppnuðum hætti. Enn er Bandaríkjaher með samvinnu við Kúrda um að þrengja að síðustu leyfum sveita ISIS innan Sýrlands.
--Augljóslega mundi slík ákvörðun Trumps, binda endi á frekari baráttu gegn því sem eftir er af sveitum ISIS á svæðinu. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og nýr utanríkisráðherra - hafa báðir hvatt Trump til að halda núverandi stöðu mála óbreyttri.
--Það gerði einnig forseti Frakklands nýverið í heimsókn í Hvítahúsið. - Síðan gengi það klárlega gegn yfirlýstri stefnu Trumps sjálfs, að veikja stöðu Írans í Mið-austurlöndum, þ.s. vitað er að Erdogan er með samvinnu við Íran um aðgerðir gegn Kúrdum, og hefur lofað því - að hersveitir Tyrklands hefðu ekki áform um að leggja landsvæði Kúrda í Sýrlandi með varanlegum hætti undir sig.
--Sem væntanlega þíðir, að Tyrkland mundi eftirláta leppstjórn Írans í Sýrlandi þau svæði í kjölfarið, þar með að þau yrði hluti af umráðasvæði Írans.
--Með öðrum orðum, að Trump mundi styrkja stöðu Írans með slíkri ákvörðun - samtímis og hann segist vilja stuðla að veikingu valdastöðu Írans í Mið-Austurlöndum.
- Ef ég geri ráð fyrir því, að Trump átti sig á því að ef hann fyrirskipar brottflutning frá Sýrlandi - væri það gjöf til Írans.
- Þá mundi blasa við stálin stinn - þar sem að sérhver tyrknesk árás mundi þá skapa möguleika á hernaðarátökum við Bandaríkin.
En Bandaríkjaher hefur varað við því, að þeirra liðssveitir mundu verja sínar hendur, ef á þær væri ráðist. Og þær eru til staðar á nokkrum stöðum á umráðasvæðum Kúrda!
Þeirra hlutverk er m.a. það, að halda aftur af Tyrklandi! Það er ekkert leyndarmál að svo sé!
Bandaríkin hafa m.ö.o. stundað þann leik, að staðsetja þær einmitt á lykilsvæðum þ.s. Erdogan hefur verið með hótanir.
- Ég held að enginn vafi geti verið að, ef Erdogan ræðst að bandarískum hersveitum, sé úti með bandalag Bandaríkjanna og Tyrklands.
- Það sé augljós aðvörun til Tyrklands - að verið sé að ræða á Bandaríkjaþingi, að frysta vopnasölu til Tyrklands a.m.k. um einhverja hríð.
- Þó Erdogan hafi nýverið fyrirskipað kaup á loftvarnarkerfi frá Rússlandi!
- Er nær allur vopnabúnaður Tyrklandshers bandarískt smíðaður!
Það gæti lamað Tyrklandsher frekar hratt, ef Bandaríkin frystu vopnasölu.
Sérstaklega ef þeirri frystingu mundi fylgja frysting á sölu varahluta!
Ef bandarískir hermenn falla undir árásum Tyrklandshers væri enginn vafi að lokað yrði hvort tveggja á sölu varahluta og nýrra vopna!
--Ég treysti mér ekki að gíska á það hvort Erdogan lætur samt vaða!
--En það sé alveg hugsanlegt að Erodgan hafi einungis - já menn í kringum sig!
Þá sé kannski enginn til staðar að vara hann við því ef hann er við það að taka heimskulega ákvörðun!
Niðurstaða
Líkur virðast vaxa á endalokum bandalags Bandaríkjanna og Tyrklands. Ér er ekki viss að til staðar í NATO sáttmála sé ákvæði um brottrekstur - en líklega geta önnur NATO lönd lokað á samvinnu við aðildarland, er færi að hegða sér gegn hagsmunum annarra NATO landa!
Manni virðist órökrétt af Tyrklandi að ráðst að svæðum innan Sýrlands, þ.s. bandarískir herflokkar eru til staðar - en Erdogan hefur nú margítrekað verið með hótanir einmitt þar um.
Hafandi í huga að hann lét verða að herför gegn Kúrdum í Afrin héraði, þó þar hefðu ekki verið nokkrar bandarískar hersveitir -- þá treysti ég mér samt ekki að vera algerlega viss, að það komi ekki til greina að Erdogan láti verða af sínum frekari hótunum um hernaðarárásir á svæðum Kúrda innan Sýrlands.
Bendi á að það sé hugsanlegt að Erdogan misreikni sig, að hann ofmeti sína stöðu - vanmeti vilja Bandaríkjanna til að halda í sína núverandi stöðu.
En hann gæti haldið, að ef hann lætur slag standa - muni Bandaríkin láta undan, því Tyrkland sé svo mikilvægt.
En á hinn bóginn, hafi vantraust gagnvart Tyrklandi stóreflst - og klárlega gengi það algerlega gegn þeirri stefnu að veikja stöðu Írans, fyrir Bandaríkin að taka ákvörðun er efldi þá stöðu frekar!
Það gæti jafnvel gengið svo langt, að bandarískar flugvélar létu sprengjum rygna yfir tyrkneskar hersveitir - eins og á sl. ári herflokkur er virðist hafa haft nokkra tugi rússneska málaliða var sprengdur í Sýrlandi er sá reyndi atlögu að svæði undir stjórn liðssveita innan Sýrlands er njóta verndar Bandaríkjanna!
Ég legg áherslu á óvissuna! Að mál geta lent mjög harkalega! Í því felst enginn spádómur!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Erdogan er þegar búinn að kaupa S400 frá Rússum. Hann kaupir þá kannske Sukhoi flugvélar frá þeim líka? Græjur sem virka?
Kolbeinn Pálsson, 6.5.2018 kl. 22:24
Kolbeinn Pálsson, lítill munur á þeim og F-15. Annars efa ég stórfellt að Erdogan sé áhugasamur á að vera frekar háður Rússlandi með hergögn. Tyrkland hefur verið að efla eigin framleiðslu á hergögnum seinni ár - en gengur hægt þar um.
--Eiginlega vænlegra að semja við Indland. Mun minni áhætta, en við land sem er náttúrulegur keppinautur Tyrklands. Meðan eru engir árekstrar hugsanlegir milli Indverja og Tyrkja.
--Indverjar eru með "license" á að framleiða háþróaða útgáfu af Sukhoi - kölluð SU-30MKI.
Indland er með metnað um að vera risaveldi í framtíð.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 6.5.2018 kl. 22:48
Einar Björn
Sæll - Erdogan er ekki sein í að gefa fyrirmæli til fólk sem samkvæmt trú sinni eru kuffars - vantrúuðu. Um daginn sagði hann EU að gera islamaphobia ólöglegt - og ef ekki er um bata þá getur fólk í Evrópu hætta að ganga göturna í öryggi - bein ógn af ofbeldi gagnvart evrópskum fólki. Hann talar um trúarlegu stríði.
Merry, 7.5.2018 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning