Trump virðist gera ævintýralegar kröfur á Kína - fyrir fund helgarinnar með fulltrúum stjórnvalda Kína

Ég get eiginlega ekki kallað það annað en ævintýralegt -- kröfu að viðskiptahalli Bandaríkjanna gagnvart Kína, yrði lækkaður um 200 milljarða Bandaríkjadala - á tveim árum.
--Á sl. ári var viðskiptahallinn 337ma.$

Fyrir utan að það er langt í frá eina krafan sem ríkisstjórn Trumps setur fram!

US demands China cut trade deficit by $200bn

Trade war looms as US and China take hardline stance

Trump team demands China slash U.S. trade surplus, cut tariffs

Trump says to meet Saturday with trade officials back from China

 

Óþekkt hve mikil alvara er að baki kröfum ríkisstjórnar Trumps
--En Trump sé þekktur fyrir að beita þeirri taktík í viðskiptum, að setja fram upphafskröfu langt ofan við það sem hann væntir að ná fram, sennilega í von um að mótaðilinn - gefi meir eftir en sá annars hefði.

Ef þetta er svo, að einungis sé um samningataktík að ræða, má vænta að í viðræðum - verði gefið mikið eftir.

  1. Hinn bóginn er algerlega augljóst - að ómögulegt er að minnka viðskiptahallann um eitthvað nándar nærri þetta stórfellt, án þess að Kínastjórn mundi beinlínis -- framkvæma bein inngrip í viðskipti kínverskra einkafyrirtækja, og það í mjög stórum stíl.
  2. Það sé áhugavert, að ríkisstjórn Trumps - setji fram kröfu sem ekki sé klárlega unnt að ná fram, nema með -- mjög stórfelldum ríkisinngripum af hálfu kínverska ríkisins í utanríkisviðskipti landanna.

Persónulega stórfellt efa ég, að svo stórfelld inngrip í löglega starfsemi einkafyrirtækja - séu lögleg, í samhengi Heimsviðskiptastofnunarinnar.

  1. Kína auðvitað heimtar líka - fyrsta krafan að bandaríkjastjórn hætti að hindra það í samhengi Heimsviðskiptastofnunarinnar, að Kína fái skilgreininguna -- markaðshagkerfi.
    --En í dag, hefur Kína enn skilgreininguna -- þróunarland.
    --Áhugavert að Bandaríkin hafa í reynd verið að blokkara þá breytingu -- hafandi í huga að þ.e. ekki langt síðan, að Trump gagnrýndi það að Kína enn væri skilgreint sem þróunarland, sagði það eitt dæmið um það hve "WTO" kerfið væri ósanngjarnt gagnvart Bandaríkjunum.
    --Kannski vissi hann ekki, að Bandaríkin sjálf hafa verið að hindra þá breytingu.
  2. Kína heimtar, að Bandaríkin - hætti tilteknum viðskiptahindrunum í hátæknigeiranum, og heimili kínverska ríkisfjarskiptafyrirtækinu að kaupa bandarískan hátæknibúnað.
    --Þarna virðast Bandaríkin vera að hindra Kína í því að afla sér tiltekinnar tækni.

Bandaríkjastjórn vill auk ofangreindrar kröfu, að Kína falli frá nýrri iðnaðaruppbyggingarátaki, sem stefnir að því að Kína verði fremst í heiminum í tilteknum greinum -- fyrir 2025.

Og að Kína falli frá málssókn hverskonar gagnvart Bandaríkjunum fyrir "WTO."
--Að m.ö.o. að Kína hætti að beita málsvörn fyrir dómstól Heimsviðskiptastofnunarinnar, gagnvart þeim aðgerðum ríkisstjórnar Trumps - er líklega brjóta lög stofnunarinnar.

Fram að þessu hefur Kínastjórn ekki sjáanlega lofað nokkrum umtalsverðum tilslökunum.
Og talsmáti stjórnvalda í Pekíng, virtist leggja áherslu á að Kína væri óhrætt við Bandaríkin.

  1. Rétt að benda á, að Kínastjórn á í viðskiptum við mörg önnur lönd.
  2. Það sennilega takmarkar umfang þess svigrúms sem kínversk stjórnvöld hafa til að mæta kröfum bandarískra stjórnvalda.
  3. Vegna þess, að Kína þurfi væntanlega gæta þess - hvaða fordæmi Kínastjórn veitir, hafandi í huga að Kína á einnig í viðskiptum við flest önnur lönd heims fyrir utan Bandaríkin.
  • Punkturinn er augljóslega sá, önnur lönd gætu einnig gert kröfur á Kína!

Heilt yfir séu viskipti Kína og annarra heimshluta, mun verðmætari en viðskipti Kína við Bandaríkin.
Þó viðskipti Kína við Bandaríkin séu meiri en Kína við nokkurt annað einstakt heimsríki.

M.ö.o. að þó viðskipti Kína við Bandaríkin skipti miklu máli - sé það mikilvægi ekki ótakmarkað.
Mig grunar að það geti verið, að núverandi Bandaríkjastjórn ofmeti sína stöðu.

 

Niðurstaða

Augljóslega veit enginn hvað gerist - tollarnir hans Trumps á Kína hafa ekki enn tekið gildi, en gera það fljótlega ef ekki nást nokkrir samningar við Kína. Hafandi í huga gjána milli afstöðu stjórnvald Kína og Bandaríkjanna - virðast manni sára litlar líkur á að samningar náist áður en - viðskiptastríð skellur formlega á.

Það síðan ráðist líklega meir af því hve fast Trump heldur í þá kröfu til Kína um stórfellda minnkun viðskiptahalla, hverjar líkur séu á samningum meðan Trump er enn forseti en nokkru öðru.

En mig grunar persónulega að engar líkur séu á að Kína samþykki kröfur nokkru staðar nærri því takmarki sem Trump hefur nú virst hafa sett.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Ég myndi segja að viðskipti Kína við bandaríkin væru lítils virði fyrir Kína, í heimssamhengi.  Vissulega valda "þvinganir" Bandaríkjanna Kína vandræðum, en í raun er hægt að segja að þessar þvinganir séu Kína í hag ... ef maður hugsar til lengri tíma.  Kína getur á einfaldann hátt, með núverandi þekkingu sinni gert "reverse engineering" á þeirri tækni sem Bandaríkin blokkera.  Myndu því verða með eigin tækni og betri sölu við önnur lönd.

Í raun, má segja sama hlut um viðskiptaþvinganir bandaríkjanna gegn Rússum ... "fight or flight", vissulega ... en er í raun enginn hindrun fyrir þessi ríki, annað en að það "þvingar" þá til að vera sjálfum sér nógir.

Alveg eins og með þvinganir gegn "Norður Kóreu" ... eina sem þær hafa haft í för með sér, er hatur Kóreu manna gegn vesturlöndum og að þau hafa þróað "kjarnavopn".

Þannig eru þessar viðskiptaþvinganir kanans afskaplega "furðulegar".

Nú ætla ég ekki að segja að "málum" sé svona farið ... en hvað "ef" áætlun Bandaríkjanna sé í raun ekki að refsa "Rússum" eða "Kína", heldur að koma í veg fyrir þau viðskiptasambönd sem Evrópa með Rússum og Kína, verði að raunveruleika.  Að "makrmið" kanans sé að veikja Evrópu, ekki Kína.

Því að, þau lönd sem fara verst úr þessu ... eru Evrópulönd.  Þýskaland nýtur ekki lengur ódýrs Gas og Olíu frá Rússum.  Silki leiðin, dregst og dregs ... svo ódýr framleiðsla í Kína, eykur ekki hag Evrópu.  Þetta eru hinar "duldu" afleiðingar stefnu Kanans.

Örn Einar Hansen, 5.5.2018 kl. 14:05

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne Örn Hansen, geisp - Bjarne. Bandaríkin eru þarna einfaldlega að neita að selja Kína tilteknar vörur -- ekkert land er skildugt að selja vöru sem það vill ekki selja.
--Sbr. Rússland er ekki skildugt að selja Evrópu gas, en gerir það því í því er efnahagslegur gróði fyrir Rússland.
--Bandaríkin greinilega telja, að sala til Kína á þessum tilteknu vörum, væri tap fyrir Bandaríkiin -- þá að sjálfsögðu er órökrétt að selja.
------------------
Að kalla þetta þvingun, er rugl!
--Viðskiptaþingun, er ekki að neita að selja þína eigin vöru til annars lands.
--Heldur að þrengja að getu annars lands til að selja sínar vörur annað.

Það værir ágætt ef þú hugsaðir áður en þú skrifar slíka augljósa dellu.
------------
Síðan eru Bandaríkin ekki með viðskiptaþinganir á Rússland! 
--Þar fer della til viðbótar hjá þér, en það gildir sama og í tilviki Kína, að Bandaríkin neita að selja tilteknar vörur til Rússlands - t.d. vopn, og tiltekinn hátæknibúnað, sem mundi styrkja rússn. vopnaframleiðslu - ef Rússl. kæmist yfir þann búnað.
**Ég er alveg viss um, að ef Rússland hefur vopnatækni - sem væri að einhverju leiti betri, mundi það einnig neita að selja þá tækni til Bandaríkjanna.

Þarna er einfaldlega um eðlilega nálgun að ræða, hjá ríkjum sem eru í keppni um völd og áhrif, og vantreysta hverju öðru.
Ekkert óeðlilet við þetta.

"Í raun, má segja sama hlut um viðskiptaþvinganir bandaríkjanna gegn Rússum ... "fight or flight", vissulega ... en er í raun enginn hindrun fyrir þessi ríki, annað en að það "þvingar" þá til að vera sjálfum sér nógir."

Það er einungis ein tegund varnings - sem viðskipti frá Rússlandi eru í einhverju takmörkuð - þ.e. hernaðartól.
--En allt annað sem Rússland framleiðir má það óhindrað selja til Vesturlanda ef Rússland kýs.

Þegar sala á framleiðslu lands er næg algerlega opin - þá er ekki um viðskiptaþvinganir gegn því landi að ræða.

"Nú ætla ég ekki að segja að "málum" sé svona farið ... en hvað "ef" áætlun Bandaríkjanna sé í raun ekki að refsa "Rússum" eða "Kína", heldur að koma í veg fyrir þau viðskiptasambönd sem Evrópa með Rússum og Kína, verði að raunveruleika.  Að "makrmið" kanans sé að veikja Evrópu, ekki Kína."

Þú veist vonandi - að Pútín hefur bannað Íslandi að selja alla sína framleiðslu til Rússlands?
Að sama skapi, hefur Pútín bannað innflutning á flestum vörutegundum frá Evrópu.

Á sama tíma, er eina hindrunin á sölu Rússlands á varningi til Evrópu - vopnasala.
--Alla almenna vöruflokka má Rússland selja til Evrópulanda algerlega óhindrað.

Augljósi punkturinn er sá -- að það er Pútín sem er hindrunin á viðskiptum Rússlands við Evrópu. 
--Mín skoðun er sú, að Pútín hafi einmitt valið átök við Vesturlönd - sbr. aðgerðir hans gegn Úkraínu, til þess - að hindra vísvitandi fá afsökun til að takmarka viðskipti milli Vesturlanda og Rússlands.
--En ég kem ekki auga á nokkra aðra skýringu sem nokkurt vit sé í.
**En Pútín hefur regluelga talað um hættu á svokölluðum - flauelsbyltingum, talað um hættu á Vestrænum áhrifum.
**Þag komi skýringin, hann hafi viljað - takmarka Vestræn áhrif.

Þetta hafi hann gert, með þeim hætti að skapa krísu við Vesturlönd, til að fá hentuga afsökun til þessa. Sökin liggi alfarið hjá honum.

---------------
Aftur á móti er það rétt, að Bandaríkin eru með viðskiptabann aðgerðir á Norður-Kóreu.
Þú mættir muna, að Kína tekur þátt í þeim aðgerðum - að takmörkuðu leiti.
Og greinilega mat að það þjónaði hagsmunum Kína - að beita NK slíkri þvingun.

    • Þ.e. engin leið að gíska á hver eru viðhorf almennings í NK -- enda NK alræðisríki, þ.s. stjv. láta fjölmiðla flytja hvað sem hentar þeim sjálfum á hverjum tíma.

    • Að auki sé þetta lögregluríki, vitað að þar hafa lengi verið reknar fjölmennar fangabúðir, eins og þekktust í Austantjaldsríkjum í tíða Kalda-stríðsins.

    --Í slíku landi, þorir enginn að segja nokkurt opinberlega, nema það sem viðkomandi heldur að ríkisstjórnin vilji að sé sagt.
    --Það sé því mjög erfitt að vita nokkurt um það, hver raunverulegur vilji almennings sé í slíku landi.

      • Kim Jon Un er ekki að þróa kjarnorkuvopn - til að vernda almenning, heldur til að verja sig persónulega og þann valdakjarna sem stjórnar landinu.

      --Ef hann væri að verja almenning, hefði hann minnkað herinn um 2/3 strax við valdatöku, af fyrra bragði - hætt öllum áformum um eldflaugasmíði af fyrra bragði.
      --Enda kostar það brambolt allt, gríðarlegar upphæðir - sem hefðu í staðinn getað bætt aðstæður almennings stórfellt.

      Þetta er langt með miklu smærra hagkerfi en t.d. Holland - að halda uppi kjarnorkuáætlun, og smíða kerfi langdrægra eldflauga. Ekkert annað land í heiminum, með hagkerfi það smátt - stendur í slíku.
      --Þú ættir að vetla því fyrir þér, af hverju NK er eina landið í heiminum með svo smátt hagkerfi, sem á kjarnorkuvopn - hefur þróað langdrægar eldflaugar.
      **Kostnaðurinn við þetta, getur ekki annað en verið mjög hátt hlutfall af þjóðarframleiðslu landsins.

      Að sjálfsögðu er það gríðarlegt tjón fyrir almenning, að landstjórendur hafi varið gríðarlegum upphæðum í slíka hluti - sem gagnast almenningi nákvæmlega ekki neitt.
      --Ég veit ekki um nokkurt land í heiminum, sem Bandar. hafa ráðist á, sem þeir hafa ekki litið á sem ógn!

      Veltu því t.d. fyrir þér -- af hverju samskipti Víetnams og Bandaríkjanna hafa snarbatnað svo síðustu árin - að Bandaríkin hafa aftur heimilað vopnasölu til Víetnams?
      --Víetnamsstjórn einfaldlega ákvað, að stunda - bara viðskipti, hætta öllu brambolti er tengist hernaðarlegri keppni, og öllum stuðningi við aðila sem standa gegn Vesturlöndum.
      **Þ.s. Víetnam er ekki lengur á radarnum sem ógn, þá er búið að galopna á öll viðskipti - og vopnasölu að auki.

      ---------------
      Vesturlönd refsa ekki löndum, sem vinna með kerfinu.
      Einungis þeim, sem vísvitandi vinna gegn því.
      **Og hvað fá löndin í staðinn? Tja, fjöldi landa sem vinna með kerfinu, uppskera hagvöxt og bættan efnahag.
      **Ég get bent þér á langa röð landa sem hafa valið vegferð viðskipta, og forðast allt það sem gæti leitt til þess að þau yrði hugsanlega skilgreind, ógn.

      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 6.5.2018 kl. 04:01

      Bæta við athugasemd

      Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

      Um bloggið

      Einar Björn Bjarnason

      Höfundur

      Einar Björn Bjarnason
      Einar Björn Bjarnason
      Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
      Des. 2024
      S M Þ M F F L
      1 2 3 4 5 6 7
      8 9 10 11 12 13 14
      15 16 17 18 19 20 21
      22 23 24 25 26 27 28
      29 30 31        

      Eldri færslur

      2024

      2023

      2022

      2021

      2020

      2019

      2018

      2017

      2016

      2015

      2014

      2013

      2012

      2011

      2010

      2009

      2008

      Nýjustu myndir

      • Mynd Trump Fylgi
      • Kína mynd 2
      • Kína mynd 1

      Heimsóknir

      Flettingar

      • Í dag (21.12.): 0
      • Sl. sólarhring: 4
      • Sl. viku: 31
      • Frá upphafi: 0

      Annað

      • Innlit í dag: 0
      • Innlit sl. viku: 28
      • Gestir í dag: 0
      • IP-tölur í dag: 0

      Uppfært á 3 mín. fresti.
      Skýringar

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband