29.4.2018 | 17:37
Ástæða að hafa áhyggjur af fjandskap Trumps gagnvart Íran
Ef einhver vissi ekki, þá var Angela Merkel í heimsókn hjá Trump, viku eftir að Macron var í Washington. Og sjálfsagt kom engum á óvart að Merkel og Trump voru ekki sammála.
En ummæli Trumps um Íran, sem hann lét hafa eftir sér er Merkel og hann stóðu hlið við hlið frammi fyrir blaðamönnum vöktu athygli mína:
Trump and Merkel find little common ground
Donald Trump - "In our meetings today, the chancellor and I discussed Iran, the Iranian regime, bloodshed and chaos all across the Middle East," - "We must ensure that this murderous regime does not even get close to a nuclear weapon . . . No matter where you go in the Middle East and wherever there is a problem, Iran is right there."
Ágætt að hafa uppi mynd er sýnir hve Íran er fjöllótt!
Í íran búa 81 milljón manns - til samanburðar Írak 37 milljón.
Meirihluti íbúa eru Íranar - rúmlega 60%.
Stærstu þjóðarbrotin, Azerar um 16% - Kúrdar um 10%. Kraðak síðan af fámennum hópum.
Írak hefur einnig ríkjandi hóp - Araba með shíta trú, rúmlega helmingur íbúa. Súnní trúar íbúar skiptast síðan í Súnní trúar Araba og súnní trúar Kúrda.
- Í megninu af Íran séu Persar eða Íranar alger meirihluti.
- En Kúrdar búa í tilteknum fjallahéruðum, og Azerar í héruðum nærri - Azerbaijan.
--Í þeim héruðum séu þeir hópar meirihluti íbúa!
Tæknilega gætu Bandaríkin gert tilraun til að egna þá hópa til uppreisnar - en þeir væru ólíklegir til að geta orðið að umtalsverðri ógn fyrir ríkisstjórnina í Teheran.
--Auk þess, að íbúar á öðrum svæðum væru meirihluta Íranar.
Sýn Trumps er svo fullkomlega einhliða!
Málið er að ég sé ekki hvernig Trump getur hindrað Íran - nema með innrás!
Hinn bóginn, er ég óviss að Trump hafi íhugað það mál gaumgæfilega.
Í tíð George Bush forseta yngra - þá kom fram í æfimynningum er hann gaf út eftir að hann lauk forsetatíð sinni 2009, að hann hafi verið að íhuga innrás í Íran.
Hann hafi látið PENTAGON vinna áætlun um það, hvernig kjarnorkuáætlun Írans gæti verið stöðvuð.
Og PENTAGON kom upp með áætlun um, skammvinna innrás!
Áætlunin gerðir ráð fyrir því að Bandaríkjaher mundi ráðst inn á þau landsvæði þ.s. vitað er um tilvist tiltekinna mannvirkja, og mundi hersytja þau nægilega lengi til þess að verkfræðingasveitir Bandaríkjahers gætu eyðilagt þau mannvirki gersamlega.
Síðan mundi herinn hverfa á braut frá Íran! PENTAGON lét vera að taka afstöðu til þess hvað mundi gerast eftir það.
Augljóslega væri það stríðsaðgerð, og engin leið væri að vita að Íranar mundi vera tilbúnir að hætta í stríði, eftir að Bandaríkin væru væntanlega búin að sprengja um landið vítt með lofthernaði og ráðast þar inn - jafnvel þó landherinn síðan mundi fara!
- Jafnvel þó vopnahlé semdist í kjölfarið, yrði fjandskapurinn þaðan í frá miklu mun meiri.
- Það algerlega örugglega, mundi ekki gera Íran afhuga kjarnavopnum - né Íran afhuga stuðningi við andstæðinga Bandaríkjanna innan Mið-Austurlanda.
Síðan er það náttúrulega ekki svo, að allt slæmt sem hefur verið í gangi innan Mið-Austurlanda, sé Íran að kenna!
- Íran bjó ekki til borgarastríðið í Sýrlandi.
--Reyndar bjuggu Bandaríkin það ekki til heldur. - Íran varð síðan þáttakandi í því, kaus að styðja stjórnina í Damaskus, gegn margvíslegum hópum í uppreisn - ímisst sjálfsprottnum hópum í uppreisn, en það var að sjálfsögðu sjálfsprottin uppreisn til staðar, eða tækifærissinnuðum hópum sem blönduðu sér í átökin eftir að þau hófust.
--Slíkir aðkomuhópar urðu síðan smám saman fyrirferðamiklir - en áhrif þeirra efldust vegna þess að þeir nutu frekar aðstoðar utanaðkomandi landa.
--Hezbollah er auðvitað utanaðkomandi hópur - þeir blönduðu sér í átökin með stuðningi Írans - síðan voru nokkrir aðrir aðkomuhópar er nutu stuðnings arabalandanna. - Þó aðkomuhópar hafa verið fjölmennir -- var Sýrlandsstríðið samt sem áður, áfram borgaraátök Sýrlendinga sjálfra.
--Samlíking væri borgarastríðið á Spáni 1936-1939, en fjölmennir utanaðkomandi hópar börðust með báðum megin fylkingum - fjöldi útlendinga fórst, en mun fleiri Spánverjar.
Sú fullyrðing að Sýrland hafi orðið fyrir innrás - er afar villandi, en til eru þeir sem gera ekki greinarmun á ISIS og öðrum hópum sem börðust -- sannarlega kom ISIS frá Írak upphaflega.
--En tilgangur ISIS var allt annar en uppreisnarhópa. Sá að búa til eitt Múslimaríki er næði yfir öll Mið-Austurlönd.
--Flestir uppreisnarhópar höfðu miklu mun takmarkaðri tilgang, að ná völdum í Sýrlandi - að steypa stjórninni í Damaskus -- þeir voru ekki eins og ISIS að berjast vítt um Mið-Austurlönd, né voru flestir þeirra að stunda hryðjuverk utan Sýrlands.
ISIS var aldrei hluti af uppreisninni í Sýrlandi frekar en að ISIS hafi verið það innan Íraks.
ISIS réðst ekki síður á uppreisnarhópa en hermenn stjórnarinnar í Damaskus.
- Útkoma Sýrlandsstríðsins er síðan - að Íran greinilega stendur uppi sem sigurvegari.
- Íran bjó ekki heldur til stríðið í Yemen. Þar er sannarlega Shíta hópur er ræður yfir stórum svæðum í landinu - þar á meðal höfuðborg landsins.
--Líklegt er að Íran styðji þann hóp. - En ég get ekki samþykkt að aðgerðir Írans hugsanlega til stuðnings Húthí fylkingunni, séu verra mál - en aðgerðir Saudi-Arabíu og Sameinuðu-arabísku-furstadæmanna, sem hafa í 3 ár viðhaldið linnuælausum loftárásum á byggðir undir stjórn Húthí manna.
--SÞ hefur oft fordæmt þær loftárásir er hafa orðið miklum fjölda manna að fjörtjóni.
Til að gæta sanngyrni, þá voru aðfarir Húthí manna sjálfra ekki endilega fallegar, er í fyrsta hluta stríðsins er þeir sóktu fram.
En þá beittu þeir oft stórskotahríð og þ.s. þeir höfðu náð flugher landsins, þá beittu þeir um hríð sjálfir loftárásum - eða þangað til Saudi-Arabar eyddu þeim flugher.
Það má alveg einnig gagnrýna stíðsaðgerðir Írans innan Sýrlands - þ.s. þeirra eigin her og hermenn sem studdir hafa verið af Íran, hafa í fjölda tilvika svo vitað sé farið mjög hart gegn þeim svæðum landsins er hafa verið lengi í uppreisn.
--Vitað er t.d. að Hesbollah hefur beitt þjóðernishreinsunum á svæðum meðfram landamærum Sýrlands við Lýbanon, þ.s. Hesbollah hefur búið til -- hrein Shíta svæði undir sinni stjórn.
- Það sem ég er í raun að segja er -- að engvir hafa í þessum stríðum hreinan skjöld.
- Sú nálgun sem Trump er með, sé engum til gagns að kenna Íran um allt sem miður fer!
Niðurstaða
Trump þarf að tala skýrar um hvað hann meinar. En skv. niðurstöðu PENTAGON í tíð George Bush, er innrás eina leiðin ef leggja á gersamlega í rúst kjarnorkuprógramm Írans. Vegna þess að Íranar grófu mikilvæga þætti þess undir fjöll - þau byrgi það örugg að lofthernaður getur ekki tryggt eyðileggingu þeirra mannvirkja. Þess vegna lagði PENTAGON fram innrásaráætlun, sem Bush notaði ekki þegar til kom. Enda hefði innrás margar alvarlegar afleiðingar og örugglega einhverjar þeirra af því tagi sem erfitt sé að sjá fyrir.
Menn hafa velt fyrir sér nýlegum ráðningum Trumps, sbr. Pompeo og Bolton - báðir Íranshaukar.
Afstaða Trumps hefur allan tímann verið skír - en hótanir Írana einnig eru skírar, ef kjarnorkusamningnum er sagt upp, að kjarnorkuprógrammið verði þá endurræst.
Hvernig ætlar Trump þá að standa við stóru orðin, að hindra Íran þegar flest bendi til þess að hann fyrirhugi uppsögn samningsins frá 2015 við Íran? En ég sé enga ástæðu til að efast um það að Íranar meina þ.s. þeir segja, að kjarnorkuprógrammið verði þá endurræst!
- Það er ekki af ástæðulausu að menn íhuga það hvort Trump stefnir á stríð.
Ég er einungis viss um eitt, að ef Trump veður í Íran, að það verði mun stærra stríð en Írak.
Samlíkingin við Víetnam verður þá freystandi! Fjöllin í Íran, meira fjölmenni en í Afganistan.
--Bandaríkin yfirgáfu fyrir rest Víetnamsstríðið, nú ef þeir ráðast á Íran og síðan hverfa á braut, þá grunar mig að sú aðgerð mundi fyrst og fremst tryggja fullan fjandskap Írana.
Hættan yrði mjög mjög mikil á því að slíkt stríð yrði umtalsvert útbreitt, þ.e. Írak, Sýrland, Yemen, Afganistan gæti blandast inn í jafnvel - ásamt líklega Ísrael, Saudi-Arabíu og einhverjum bandalagsríkjum Saudi-Arabíu líklega í liði með Bandaríkjunum.
--Endanlegur stríðskostnaður gæti orðið meiri en af stríðunum í Asíu á sínum tíma.
--Og flóttamannafjöldi líklega miklu meiri en vegna Sýrlandsátakanna einna sér.
- Áhrif á heimsolíuverð yrðu líklega svakaleg - svo mikil að alveg möguleiki að orsaki heimskreppu.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hafa starfmenn SAMEINUÐUÞJÓÐANNA (undir sínum merkjum)
ekki greiðan aðgang að öllum byggingum í þessu landi án fyrirvara;
sem að gætu geymt eitthvert ólóglegt kjarorkufikt?
Y/N?
Jón Þórhallsson, 29.4.2018 kl. 17:59
Jón Þórhallsson, allar þekktar byggingar - ekki algerlega hægt að útiloka að Íran hafi leynt einhverjum slíkum - en án nokkurra skýrra vísbendinga um slíkt, sé ég ekki ástæðu til að rengja upplýsingar SÞ starfsmanna á þann veg, að Íran hafi staðið fram að þessu við samkomulagið.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 29.4.2018 kl. 18:45
Trump komst inn á þeim forsendum, að hætta þessum stríðsrekstri ... því 30 ár af þessari endaleysu, sýnir að allur stríðsrekstur Bandaríkjanna, Breta og annarra hefur einungis haft í för með sér verra ástand. En alla tíð, síðan Trump komst til valda hefur verið jagast í honum ... með þeim afleiðingum, sem við sjáum nú. Maðurinn er orðin sama "stríðstól" og George Bush og aðrir. Trump hefur ekkert vit á þessu, frekar en George W. yngri ... það eru "haukarnir" innan Bandaríkjastjórnar sem standa að baki þessu. Og Trump hefur verið hótað öllu illu, ef hann ekki hlíðir ... og nú sjáum við árangurinn.
Niðurstaðan: Bandaríkin eru ekki Lýðræði
Innan bandaríkjanna er svokallað "Deep state", það eru þeir sem eru "electorates" og ráða ríkinu. Þeir eru "Praetorians" í þessu Rómverska veldi nútímans ... á tímum Rómar, réðu "Praetorians" oft meir en keisarinn ... því þeir gátu ráðið lífi hans og líðan ...
Margir hafa séð þetta fyrir löngu ... meðal annars ég.
Þess vegna þarftu að endurskoða sögn þína að "Trump" sé þetta, eða hitt.
Málin eru ekki svona einföld ... og allt sem þessir "haukar" snerta, verður að ösku ... því miður, hefur Evrópa ekkert annað en kjána við völd, sem bara hjálpa til að gera hlutina að ösku.
Við verðum að bíða og sjá ...
Örn Einar Hansen, 29.4.2018 kl. 18:49
Bjarne Örn Hansen, óttalegt bull er þetta - Trump talaði nákvæmlega með sama hætti um Íran fyrir kosningar 2016. Það t.d. kom vel fram á frægu samsæti hans með helstu fjáraflamönnum gyðingasamtakanna bandar. - tveim mánuðum fyrir kosningar, þ.s. Trump kom með nákvæmlega sömu fullyrðingar um Íran sem miðju þess illa í Mið-Austurlöndum.
--Síðan margtyggði Trump að Íranssamningurinn hefði verið mistök.
--Og auðvitað, hann gagnrýndi Obama harðlega fyrir að hafa ekki staðið nægilega vel með bandamönnum Bandar. -- innan Mið-austurlanda.
Þeir sem virkilega héltu að Trump ætlaði væri maður friðarins, tóku greinilega ekki vel eftir gagnrýni hans á Mið-Austurlandastefnu Obama, að gagnrýni Trumps á þá stefnu snerist um það - að Obama væri ekki að mati Trumps nægilega fjandsamlegur gagnvart Íran, að Obama að mati Trumps væri ekki nægilega vinsamlegur Ísrael, og að Obama að mati Trumps væri ekki nægilega að styðja Saudi-Arabíu og önnur Arabalönd hliðholl Saudi-Arabíu.
"Innan bandaríkjanna er svokallað "Deep state", það eru þeir sem eru "electorates" og ráða ríkinu. Þeir eru "Praetorians" í þessu Rómverska veldi nútímans ... á tímum Rómar, réðu "Praetorians" oft meir en keisarinn ... því þeir gátu ráðið lífi hans og líðan ..."
Geisp -- Trump er að standa við sína kosningastefnu, þegar kemur að þjónkun við Ísrael - andstöðu við Íran, og vinskap við Saudi-Arabíu.
Trump var einn af þeim haukum sem gagnrýndu föður George Bush yngri, fyrir það að ekki hafa steypt Saddam Hussain á sínum tíma.
--Málið er að það villti fyrir mörgum sýn, hvað Trump er hraðlýginn.
Hann laug því að hafa ekki stutt innrásina, þó hann hefði stutt hana - og þó hann hefði verið einn í hópi þeirra hægri manna er á seinni hluta 10. áratugarins, gagnrýndu Bush eldri fyrir linkind.
En á sama tíma, hafði Trump mikil viðskiptasambönd við Rússland!
Fyrir kosningar hafði Trump aldrei útskýrt hvernig hann ætlaði sér að "skvera" harðlínustefnu gagnvart Íran -- við vinskap gagnvart Rússlandi.
Þú kannski tókst ekki eftir athugasemdum mínu frá þeim tíma - þ.s. ég m.a. spurði upphátt, hvernig hann ætlaði að láta - þjónkun við Saudi-Arabíu, Ísrael og andstöðu við Íran -- vinna saman með vinskap gagnvart Rússlandi.
Það var augljóst -- að eitthvað varð að láta undan!
Greinilega -- að fyrir Trump skiptir hatrið á Íran meira máli, og vinskapur gagnvart Ísrael -- mundu hann á gyðing sem tengdason.
--Þannig hann hefur látið Rússland róa.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 29.4.2018 kl. 22:56
Það er mjög líklega rétt hjá þér, þegar maður hugsar eftir á. Getur vel verið að Trump sé í slagtogi með haukunum, og þess vegna sem T-Rex kallaði hann "moron".
En ég er alveg sammála því, að í þessari stöðu sem við erum nú ... er maðurinn hættulegur, og að öllum líkindum stór klikkaður.
Viðurkenni að ég féll fyrir lygunum í honum.
Örn Einar Hansen, 30.4.2018 kl. 10:38
Einar ég held eins og Bjarne að Deep State sé hér að verki. Trump var einlægur í byrjun en nú hefir margt breyst hjá honum. Hann er sífellt undir pressu og við skulum trúa því þar sem deep state er þar ráða þeir. Það eru mörg lönd með deep state og eins og sagt hefir verið hér og annarstaðar þé ráða stóru bankafjölskyldurnar og munu ráða áfram nema Trump geti leikið á þá.Hann mun gera margt rangt þ.e. leggja mikið undir til að reyna að ná vinningnum. Poker game.
Valdimar Samúelsson, 30.4.2018 kl. 15:11
PS Deep state á íslandi ræður enda gengur ekkert eftir loforðum hjá pólitíkusunum.
Valdimar Samúelsson, 30.4.2018 kl. 15:13
Valdimar, það sem þetta jú sýnir ... er að USA er eins og EU, ekki lýðræði og verður aldrei.
Fólkið kýs "frið" og hætta öllu stríðsbrölti ... vill "betri" samgöngur við Rússa, þó ekki sé verið að tala um "vina" samband. En, ekkert af þessu verður af ... það er ekki verið að hlusta á vilja fólksins. Heldur öllum heiminum "hótað" með kjarnorkustyrjöld, af stór klikkuðu fólki ... sem engin kaus í embætti.
Örn Einar Hansen, 30.4.2018 kl. 17:09
Bjarne. Já það er nú málið við búum í sýndarheimi með fallegan stundum front sem svo breytist í skrímsli fyrr en varir. Ísland er líka sýndarland og bara með hverjum við leikum. Ég myndi veðja á Norður Ameríku ef maður væri ekki hræddur um annað borgarastríð California vill verða sjálfstætt og það er verið að safna undirskriftum fyrir leifi til þjóðaratkvæðagreiðslu.
Valdimar Samúelsson, 30.4.2018 kl. 20:11
Valdimar Samúelsson, þ.e. ekker "deep state" að stjórna Trump - þarna er einfaldlega að krystallast, stefna Trumps sjálfs.
Ég sagði alltaf, að það eina sem við getum gert, er að fylgjast með þar til stefna Trumps birtist -- úr þeirri móðu sem var til staðar í framboði Trumps, þ.s. Trump sagði æði margt, og margt af því stangaðist á.
Hatur Trumps kom ágætlega fram meðan hann var enn í framboði til forseta, það er alls ekkert nýtt við það -- og hann gagnrýndi Obama harðlega þ.s. Trump sagði vera linur stuðningur Obama að mati Trumps, við Íran - Saudi-Arabíu, og hann var alltaf mjög harður á móti samkomulaginu við Íran.
--M.ö.o. sé þetta stefna Trumps sjálfs - hann sé ekkert nú með aðra stefnu en þá, er hann lýsti yfir meðan hann var í framboði.
Það eina sem hefur breyst, er að hann talar ekki lengur um vinskap við Rússland.
--En Trump varð að velja, þ.e. hann gat ekki samtímis hjólað í bandamann Rússlands - Íran, og ákveðið að draga í land í deilum við Rússland.
Trump greinilega hefur valið, sem sagt - að hatur gagnvart Íran sé málið, og stuðningur við Ísrael og Saudi-Arabíu.
--Þarna sé ekkert "deep state" á ferð, heldur Trump sjálfur.
Þú hefur þá eitthvað misskilið Trump.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.5.2018 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning