Geta Bandaríkin valdið annarri olíukrísu?

Það hefur verið áhugaverð verðþróun á mörkuðum fyrir olíu - sl. 6-8 mánuði eða svo.
--Verðlag er komið í um 75 dollara fatið.

Þetta er 65% hækkun á 10 mánuðum!
--Menn eru auðvitað að leita skýringa, af hverju verðlag hafi rokið upp.

Iran deal looms over rising oil price

 

Einn möguleikinn, að markaðir hafi áhyggjur af afstöðu Donalds Trumps til Írans!

Rétt að benda á, að þegar George Bush yngri - réðst á Írak 2003, þá hækkaði heims olíuverð í kjölfarið og fór yfir 100 dollara fatið - á því verðbili hélt olíuverð, þar til að það snögg lækkaði sumarið 2015.
--2016 var meðalverðið nærri 50 dollurum!

  1. Það koma auðvitað til aðrar mögulegar skýringa - eins og að eftirspurn hafi aukist, vegna betri hagvaxtar í heiminum sl. 12 mánuði.
  2. Síðan hefur framleiðsla í Venezúela minnkað um 1/3 sl. 12 mánuði, sem augljóslega hefur einhver áhrif á heims verðlag.

--Á móti hefur framleiðsla í Bandaríkjunum vaxið aftur, eftir að hafa minnkað um hríð.
--Virðist framleiðsla í Bandaríkjunum vera aukast nokkurn veginn í takt við vaxandi heims eftirspurn!

"US oil production is indeed growing fast, and Opec expects an increase of 1.5m b/d this year, roughly equal to the entire increase in global consumption."

  1. Ef Bandaríkin eru að ná að framleiða upp í vöxt heims eftirspurnar.
  2. Þá sé aukinn hagvöxtur í heiminum, vart ástæða olíuverðs hækkana!

--Þá kemur til, hugsanleg áhrif minnkunar framleiðslu í Venezúela!
--Og hugsanleg áhrif ótta aðila að deila Bandaríkjanna við Íran, fari úr böndum!

  1. En menn eru ekki endilega að óttast stríð.
  2. Tæknilega geta Bandaríkin gert Íran erfitt fyrir að selja olíu í dollurum.

Evrópusambandið getur auðvitað keypt af Íran í evrum!
Og Kína tæknilega í renminbi.

  • Það sé hugsanlegt, að óttinn beinist að truflunum á olíuviðskiptum Írans.
    --En slíkar truflanir gætu sannarlega leitt fram verðsprengingu.

 

Ný verðsprenging, mundi auðvitað bæta mjög efnahag landa háð útflutningi á olíu

En slík verðsprenging gæti haft bælandi áhrif á heims hagkerfið.
Og auðvitað, bælandi áhrif á bandaríska hagkerfið!

  1. Ef maður gerir ráð fyrir því, að viðskiptastríð Trumps við Kína fari af stað af alvöru innan skamms.
  2. Þá bætast efnahagslega bælandi áhrif þess þar við.

Samanlagt gæti olíuverðkreppa!
Og áhrif viðskiptastríðs Bandaríkjanna við Kína, og hugsanlega fleiri lönd til.

Haft verulega bælandi áhrif á heims hagkerfið!
--Sama gildi auðvitað innan Bandaríkjanna!

Tímasetningin gæti verið óheppileg fyrir Repúblikana og Donald Trump.
Því þingkosningar eru í Bandaríkjunum nk. haust!

Ef almenningur er innan Bandaríkjanna verður farinn að finna fyrir neikvæðari horfum það haust.
Gæti það bitnað á vinsældum Repúblikana - þegar kosið verður til Fulltrúadeilar Bandaríkjaþings nk. haust.

 

Niðurstaða

Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort Donald Trump geti startað heims kreppu. Og ég hef ályktað að -- viðskiptastríð við Kína dugi ekki til.

En kannski geta sameiginleg áhrif nýrrar olíuverðs-kreppu.
Og viðskiptastríðs Bandaríkjanna og Kína.
--Dugað til að skapa slíkan neikvæðan viðsnúning.

Gamla sagan um það, hve oft menn högga í sama knérunn.


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband