Þjófaræðið í Venezúela útskýrt

Ég rakst á afskaplega trúverðuga útskýringu á ástandinu í Venezúela - rökin eru það góð að mínu mati að ég er þess fullviss, að sérhvert atriði sé rétt álytkað: The crisis in Venezuela and its lessons for the left.

Það skapar þessu aukna vikt - að þarna virðist fara, vinstrimaður.
Ástæðan að ég segi það - að þeir sem enn verja Maduro, halda í hugmyndir um að stjórn hans sé fórnarlamb - hægri sinnaðs samsæris.
--Vinstrimaður ætti vart að vera að þjóna einhverju slíku!
--Að sjálfsögðu er það algert bull, að Maduro og stjórn hans sé fórnarlamb í nokkrum skilningi.

En Chris Carlsson svarar því sjálfur lið fyrir lið, hvernig stjórn Maduro hafi sjálf skapað krísuna í landinu - með eigin athöfnum.

 

I. Misnotkun á fastgengisstefnu og gjaldeyrisskömmun!

 

  1. Þetta hef ég frétt eftir öðrum leiðum, að þjófagengi tengt Maduro sjálfum - aðilar í núverandi innri valdakjarna landsins.
  2. Væri skipulega að auðgast á gríðarlegum mismun milli opinbers gengis - og markaðsgengis Bólivarsins.

En hvernig það fer fram er afar einfalt! Sambærileg svindl voru einnig stunduð á Íslandi á svokölluðum haftaárum - milli 1946-1959.

En gjaldeyrishöft sem fela í sér skömmtun á gjaldeyri, skapa mikla spillingarhættu. Ef innanbúðarmenn komast í að - geta skammtað sér skammtaðan gjaldeyri að vild.

Þá er gróðarvon því meiri - sem munurinn á milli opinbers gengis og markaðsgengis er stærri.

  1. Menn sem sagt, skammta sér gjaldeyri á opinberu gengi.
  2. Annaðhvort flytja hann síðan úr landi á reikninga í útlöndum, eða selja heima fyrir og fá miklu fleiri Bólivara fyrir -- þó mig grunar að í núverandi óðaverðbólgu ástandi, sé sennilegra að viðkomandi sendi féð beint til útlanda á falda reikninga.

Sterkar vísbendingar séu uppi að a.m.k. hundruðir milljóna dollara andvirði gjaldeyris - hafi horfið sporlaust. Það sé líklega einungis - toppurinn á ísjakanum.

Á sama tíma skorti gjaldeyri - fyrir innflutningi nauðsynlegra lyfja.
Og til að létta þá hungursneyð sem skollin sé yfir landið.

 

II. Hann bendir á gríðarlega aukningu fátæktar í landinu!

 

Andvirði lágmarkslauna - sé nú einungis 5 bandarískir dollarar. Mörg þúsund prósent óðaverðbólga hafi holað upp tekjur landsmanna það harkalega -- að fátækt sé mun alvarlegri en nokkru sinni í tíð svokallaðra hægri sinnaðra ríkisstjórna fyrri áratuga.

Fólk á einfaldlega ekki fyrir mat - hungursneyð og alvarlegt vannæringar ástand ríki í landinu.
Gríðarleg aukning fátæktar sé stór hluti ástæðunnar.

 

III. Hann bendir einnig á hrun í fæðuframleiðslu!

 

Hann segir einfaldlega sannleikann - að fæðuskorturinn í landinu, sé af völdum rangra stjórnvalds ákvarðana.

En landið býr við þá sérkennilegu stöðu, að meira segja í sveitum landsins sé fæðuskortur.

 

IV. Hrun í olíuframleiðslu!

Þetta hef ég ekki eftir Svíanum ágæta - heldur öðrum heimildum.

  1. En skv. þeim heimildum, hefur olíuframleiðsla dregist saman um 1/3 síðan á sl. ári, og sé í ár sú minnsta í yfir 30 ár.
  2. Hún sé helmingi minni, en árið sem Chavez komst til valda.

Ég hef fulla trú á að hrunið í olíuframleiðslunni - sé upphafið á eiginlegu dauðastríði Maduro stjórnarinnar.

Halliburton writes off investment in crisis-hit Venezuela

Under military rule, Venezuela oil workers quit in a stampede

Chevron evacuates Venezuela executives following staff arrests

Óstjórnin í olíuiðnaðinum í Venezúela - virðist hafa náð nýjum hæðum sl. mánuði

En skv. fréttum hafa yfir 90 háttsettir yfirmenn í ríkisolíufyrirtækinu verið handteknir - vísbending um valdaátök innan valdahópsins í landinu, líklega.

En á sl. ári virðist Maduro hafa ákveðið að láta herinn í landinu, sjá um stjórnun ríkisolíufyrirtækisins - þó herinn hefði ekki nokkra hina minnstu reynslu á því sviði.

Afleiðingin virðist - hæg hnignun er virðist hafa verið til staðar, hafi umbreyst til hins mun verra, í hratt versnandi ástand.

  1. Eins og sést, færði Halliburton eignir sínar í landinu niður í "0." Þó fyrirtækið formlega sé ekki hætt, hafi það sent flesta starfsmenn sína úr landi.
  2. Chevron virðist nú einnig lent í krísu með samvinnu við ríkisolíufélagið undir stjórn hersins -- eftir að tveir háttsettir yfirmenn voru snögglega handteknir eftir að þeir virðast hafa neitað að skrifa undir samning.
    --Skv. frétt, er vísbending að ákært verði fyrir landráð.

Meðan sífellt versnandi drama virðist til staðar innan ríkisfélagsins - berast fréttir af fjöldaflótta starfsmanna, að hratt vaxandi vandræði innan þess séu vegna þess - að lykilstarfsmenn hverfa og leggja á flótta úr landi.

Líkur á að ástandið innan fyrirtækisins sé orðið óbærilegt, annars vegar og hins vegar, skipti örugglega einnig máli að laun séu orðin nánast að engu í stjórnlausu verðbólgubálinu.

 

V. Ofan í allt þetta, ætlar Maduro sér enn eitt kjörtímabilið sem forseti!

Samtímis sé hann að láta skrifa nýja stjórnarskrá - er ef marka má orðróm, á að tryggja honum völd með varanlegum hætti.

Samtímis skreppa olíutekjur landsins hratt saman, sem eru 90% gjaldeyristekna.
Og fjöldaflótti landsmanna úr landi, ágerist hratt - vegna hungursástandsins í landinu.

Ef eins og flest bendi til, væntanlegar forsetakosningar leiða fram - að Maduro tryggi sér völd áfram. En hans fólk ræður í dag öllu í valdastofnunum landsins, sem og kærunefndum.
--Þannig getur hann í reynd ákveðið úrslitin sjálfur, og kærunefndir skipaðar hans fólki mundu líklega vísa frá málum eða hafna þeim.

Vart þarf að efa að þá eflist enn frekar fjöldaflóttinn úr landi.

Og hratt minnkandi tekjustreymi - hlýtur að naga greinina smám saman undan ríkisstjórninni, sem hún sjálf sytur á.

En herinn virðist nú síðasta haldreipið - en hermenn hljóta eins og aðrir að vera í þeim sama vanda, að fjölskyldur svelta!

  • Á einhverjum punkti, fer herinn sjálfur að hrynja saman!

Þá ef Maduro hættir ekki eða er steypt - hlýtur stjórnleysi smám saman að taka yfir.

 

Niðurstaða

Mér virðist ekki mögulegt annað en að ríkisstjórnin í Caracas hrynji á enda. En þjófagengið sem ráði landinu - sé líklegt að hanga eins lengi og það getur, meðan enn sé til staðar fé sem hægt sé að stela.

Mér virðist sennilegt, að sú ákvörðun að láta herinn taka yfir ríkisolíufélagið - lýsi örvæntingu Maduros; nokkurs konar lokagambýttur til að halda hernum góðum.

En spilling innan hersins hlýtur að vera töluverð, en slík ákvörðun að hleypa hernum beint að kjötkötlum ríkisolíufélagins -- en handtökur 90 stjórnarmanna þess hefjast í kjölfarið á þeirri ákvörðun Maduro á sl. ári -- hlýtur að auka á slíka spillingu.

Punkturinn með - sennilegt hrun hersins sjálfs fyrir rest. Snúist um þetta stöðugt áframhaldandi hrun, þ.s. tekjur til alls skreppa stöðugt saman.

Það sé nú útbreitt vitað innan landsins, að ríkið sé nú gerspillt. Með því að breiða þá spillingu út til hersins líka, þá hljóti óánægjan sem tengist þeirri spillingu einnig að beinast að hernum sjálfum.

Hermenn eru auðvitað hluti íbúa landsins, og eiga fjölskyldur. Þeir hljóta að lenda í sama vanda að launin hafi brunnið upp.

Spilling yfirmanna geti þá orðið síðasta stráið - sem leiði fram fjöldaóhlýðni innan hersins sjálfs.

En ef eitthvað getur steypt Maduro - sé það uppreisn innan hersins. Sögulega séð þegar spilling verður djúpstæð innan hers, séu það lágt settir herforingjar er leiða slíka uppreisn.

Hinn möguleikinn sé einfaldlega sá, að hermenn lendi í sömu örvæntingunni og margir aðrir landsmenn, að hungrið neyði þá til að leggja á flótta með fjölskyldur sínar úr landi.

Slík þróun gæti einnig holað herinn að innan, með þeim hætti að þeim hermönnum fækki stöðugt sem ríkisstjórnin ráði yfir -- eftir því sem aðgengi ríkisins að fjármagni hnignar áfram.

Slík þróun - gæti leitt til stjórnleysis innan landsins!
Það lít ég reyndar á sem - umtalsverða hættu nú eins og komið er!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Tilfinning mín í þessu sorgarmáli er sú að 1500 Steingrímar stjórni þessu og að ástandið sé að verða eins og hér!

Eyjólfur Jónsson, 27.4.2018 kl. 04:52

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Eins og hér -- er hérna hungursneyð, en meirihluti íbúa Venezúela hafði tapað þyngd skv. spurningakönnun sem óháðir aðilar gerðu á sl. ári? Er hér margra tuga þúsunda prósent óðaverðbólga, sem hafi gert tekjur nánast allra - nær einskis virði?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.4.2018 kl. 10:31

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ástandið sé að verða eins og hér? Ehemm, nei. Það er einmitt að fara í hina áttina. Það versnar og versnar. Hverjum dettur eiginlega í hug að líkja efnahagsástandi á Ísland, þar sem það er með besta móti í heiminum, við ástandið í landi sem hefur verið lagt í rúst af glæpaklíku í krafti sósíalisma?

Þorsteinn Siglaugsson, 27.4.2018 kl. 11:01

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

 

Þorsteinn Siglaugsson,  þegar þetta er orðið hreint þjófaræði, eru þjófarnir líklega raunverulega búnir að afleggja hugmyndafræðina sjálfir. Hún sé þá einungis notuð til að blekkja blinda fylgismenn - sem séu utan þjófaklíkunnar sem stjórnar.

Bæti öðru við, gættu þess að rugla ekki hugtökunum - "sósíalisma" eða skv. ísl. þíðingu "félagshyggja" við - marxisma.
--Það er ekki það sama!

Alltof margir - tala um félagshyggju, en meina gagnrýni sína - á Marxisma.
--Chavez var Marxisti - þjóðskipulag sem hann kom á, var á grunni hugmynda Marx.

Hinn bóginn, eru öll Vesturlönd stórum hluta sósíalísk þ.e. með mis stórfelld stuðningskerfi sem byggjast á grunni - félagshyggju-hugmynda, sem eru ekki endilega marxískar.

En félagshyggja er miklu stærra hugtak en Marxismi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.4.2018 kl. 14:05

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sósíalismi, eða sameignarstefna, er nú eiginlega ekki það sem fólk á yfirleitt við þegar það talar um félagshyggju. Þeir sem kenna sig við félagshyggju hérlendis eru sósíaldemókratar og það er allt önnur stefna en sósíalismi þótt báðar eigi að miklu leyti rætur hjá Marx. Hvorki Samfylkingin né VG stefna t.d. að því að afnema einkaeignarrétt, sem er grundvallaratriði í sósíalísku hagkerfi.

Hagkerfi vesturlanda eru blönduð markaðshagkerfi, þau eru ekki sósíalísk.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.4.2018 kl. 22:14

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn Siglaugsson, ég sem lærður stjórnmálafræðingur, bendi á að félagshyggja er ískensk þíðing á hugtakinu "socialism."

Bendi á að "social" vísar til - samfélags. Sumir vildu því þíða "socialism" sem "samfélagshyggju" - en þíðingin, "félagshyggja" sé ekkert út í bláinn.

Sannarlega kenndi Karl Marx sig við félagshyggju - og um langa hríð, þá var hluti félagshyggjumanna hrifinn af marxískum hugmyndum. M.ö.o. þær áttu fylgi meðal félagshyggjumanna eða sósíalista - ef maður íslenskar orðið "socialists" í stað þess að nota ískensku þíðinguna, félagshyggjufólk eða félagshyggjumenn.
En eftir 1991, hafa langsamlega flestir félagshyggjumenn í heiminum, viðurkennt að Marxismi sé ekki á vetur setjandi.

Marxismi hafi verið yfirgefinn af langsamlega flestu félagshyggjufólki í heiminum.
En einhverra hluta vegna, eru alltaf til einhverjir tiltölulega örfáir - sem vilja ekki viðurkenna staðreyndir.

    • Eins og ég benti á, sé félagshyggja eða "socialism" mun stærra hugtak en Marxismi.
      --Það má hugsanlega ganga svo langt, að kalla Marxisma kenningarlegan skóla innan félagshyggju.

    • En það hafi meira að segja í Kalda-stríðinu verið svo, að meirihluti félagshyggjumanna hafi ekki verið hallir undir Marxisma.
      --Þó samt hafi stór minnihluti þeirra samt hallast í þá átt.

    Það sé orðið í dag mikill ruglandi í því hvernig fólk ræðir um félagshyggju eða "socialism" -- sérstaklega á netinu!
    --Vandinn þar um tel ég vera vísvitandi rangfærslur sem eiga uppruna í umræðu innan Bandaríkjanna, sem hefur síðan dreifst um veraldarvefinn.
    --Þar sem tilraunir virðast til að skapa þá sýn, að félagshyggja sé einhvers konar kommúnismi.
    Sjálfsagt vegna þess, að það var rétt að hluti félagshyggjufólks á fyrri tíð - hélt um hríð að Marxismi gæti virkað.

    Hinn bóginn hafi það aldrei verið svo, að félagshyggja eða "socialism" hafi - óhjákvæmilega jafngilt Marxisma eða Kommúnisma.
    En bandarískir hægrimenn lengst til hægri - gjarnan vilja teikna upp þá mynd - að þannig sé málum háttað.

    Þegar menn segja - "socialism" eða félagshyggja hafi alltaf leitt til ófarnaðar; þá eru men greinilega að rugla saman hugtökunum, félagshyggja eða "socialism" og Marxisma.
    En það sé sannarlega rétt, að engin dæmi séu þess að marxískar stjórnunaraðferðir hafi reynst vel.
    --Venezúela sé sannarlega afar gott dæmi um einmitt það.
    --Það sé sem sagt villandi að segja -- Venezúela gott dæmi um það, að "socialism" eða félagshyggja bregðist alltaf.

    En geti bent til þess að tilraunir hægri sinnaðra Repúblikana til að rugla umræðu um félagshyggju - séu að takast.
    En þeir eins og ég benti á - virðast vilja að fólk tengi í huga sér, hvers konar félagshyggju, sjálfkrafa við kommúnisma.
    --Þess vegma tönnslist þeir á hugtökunum "socialism" í sérhvert sinn - þegar ný-marxistar eru að valda glundroða.
    --En réttara sé að nefna Chavez og hugmyndafræðinga stjórnarinnar í Venezúela, Ný-marxista, en að kenna þá við félagshyggju eða "socialism."

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 28.4.2018 kl. 00:37

    7 Smámynd: Borgþór Jónsson

    Hofði nýlega á heimildarmynd þar sem er útskýrt að íbúar Venesuela séu aðallega að léttast vegna þes að þeir neyta minna af sykri og kolvetnum og hafa snúið sér nær alfarið að lambakjöti. Þetta er afar jákvæð þróun og mun skila sér í bættu heilsufari í framtíðinni.

    .

    Gjaldeyrishöftum fylgir alltaf spilling eins og við þekkjum svo vel. Rússar brugðust hárrétt við efnahagsörðugleikum sínum með að láta Rúbluna fljóta ,og koma þar með í veg fyrir að spilling næði fótfestu í landinu.

    Borgþór Jónsson, 28.4.2018 kl. 00:43

    8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Borgþór Jónsson, það er nú meira ruglið sem þú horfir á -- fólk sem á ekki fyrir mat, á ekki heldur fyrir lambakjöti í matinn.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 28.4.2018 kl. 01:10

    9 Smámynd: Borgþór Jónsson

    Það var bara smá svefngalsi í mér. Ég reikna ekki með að það sé til svona mynd.

    Borgþór Jónsson, 28.4.2018 kl. 07:55

    10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

    Ég veit að margir rugla saman sósíaldemókratisma og sósíalisma Einar. En þessu tvennu má ekki rugla saman. Hér er skilgreining Webster á sósíalisma. Hún er skýr:

    "1

    any of various economic and political theories advocating collective or governmental ownership and administration of the means of production and distribution of goods 

    2a a system of society or group living in which there is no private property b a system or condition of society in which the means of production are owned and controlled by the state 

    3a stage of society in Marxist theory transitional between capitalism and communism and distinguished by unequal distribution of goods and pay according to work done 

    "

    Þorsteinn Siglaugsson, 28.4.2018 kl. 10:16

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Jan. 2025
    S M Þ M F F L
          1 2 3 4
    5 6 7 8 9 10 11
    12 13 14 15 16 17 18
    19 20 21 22 23 24 25
    26 27 28 29 30 31  

    Eldri færslur

    2025

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (20.1.): 10
    • Sl. sólarhring: 10
    • Sl. viku: 65
    • Frá upphafi: 859307

    Annað

    • Innlit í dag: 10
    • Innlit sl. viku: 57
    • Gestir í dag: 10
    • IP-tölur í dag: 10

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband