Emmanuel Macron - gerir tilraun til að, selja Donald Trump þá hugmynd að ekki skuli segja upp samningnum við Íran, þess í stað undirbúa gerð nýs samnings!

Þetta hljómar dálítið fyrir mig eins og Macron hafi mætt til Hvítahússins, sem sölumaður. Stóra hugmyndin virðist - að selja hugmynd að nýjum samningi við Íran. Sem skv. Macron ætti að stefna að því að laga alla meinta og raunverulega galla, við þann samning sem verið hefur í gildi.

Macron lagði mikla áherslu á, að ósnjallt væri að slá núverandi samning af - án þess að hafa annan samning í staðinn þegar tilbúinn.

Macron - "I always said we should not tear apart the JCPOA and have nothing else,..." - "This would not be a good solution."

Image result for macron trump

Greinilegur tilgangur Macron var - lokaatlaga að því að sannfæra Trump um, að slá ekki af svokallaðan 6-velda samning við Íran!

Macron var greinilega búinn að búa til -- söluvænlegt nafn fyrir gildandi Írans samning, sbr: "Joint Comprehensive Programme of Action JCPOA" - sem ég man ekki eftir að hafa heyrt áður.

Stjórnvöld í Bretlandi og Þýskalandi, áréttu að nauðsynlegt væri að halda í Írans samninginn.

Mér finnst dálítið skemmtilegt hvernig Macron virðist hafa gert tilraun til að selja -- samning sem enn hefur ekki verið gerður, og lítil ástæða er að ætla að Íran hafi áhuga á að taka þátt í því að gera -- sem lausn allra þeirra helstu galla, sem Trump hefur haldið á lofti með réttu eða röngu.

Macron pitches new Iran deal to sweeten existing agreement for Trump:"He said that while the JCPOA restricted Iran’s major nuclear activities until 2025, a new deal would go further, imposing a permanent check on those activities, while also limiting the country’s development of ballistic activities, and its military operations across the region, particularly in Syria."

Þetta hljómar eins og óskalysti - eða þ.s. mætti kalla á ensku "wet dream."

En ég get ekki ímyndað mér - hvaða þrýstingi, jafnvel þó sá væri tæknilega mögulega sameiginlegur - sem unnt væri að beita Íran; til að eftirláta drottnun þá sem Íran hefur náð fram á landsvæði er nær frá Lýbanon - Sýrlandi - Írak og síðan að landamærum Írans.

Þannig að á einungis 1/3 Sýrlands megi segja að Bandaríkin hafi einhver veruleg áhrif, þ.e. svæði sem bandamenn Bandaríkjanna innan Sýrlands enn ráða!
--Ég er að tala um Kúrda svæðin, og nokkur svæði sem Kúrdar ásamt sýrlenskum her sem Bandaríkin hafa búið til, hafa á sínu valdi er ná út fyrir Kúrda svæðin í Sýrlandi.

  1. Punkturinn í þessu er sá, að ég sé ekki að -- hugmynd Macrons, sé trúverðug.
  2. Þó tæknilega geti Bandaríkin og nokkur ríki í Evrópu komist að sameiginlegri niðurstöðu um það -- hvað þau vildu að Íran gerði.
  3. Þá væri það allt annar hlutur -- að ná þeim kröfum fram!

Image result for iran map

Þetta er spurning um "leverage" - ég sé ekki hvernig ætti að beygja eða þvinga Íran!

Þ.e. rétt að skv. núgildandi samningi - er Íran laust allra mála með það, hvort Íran ákveður að halda áfram með kjarnorkuprógrammið eða ekki -- frá og með 2025.

  1. Fjölmargir hafa alltaf verið ósáttir við þá niðurstöðu, Trump þar á meðal - þetta er ein megin ástæða þess, af hverju hann og margir hægri menn í Bandar. kalla samninginn ómögulegan.
  2. Hinn bóginn, er afar erfitt að finna þær þvinganir á Íran er ættu að virka.

Íran er auðvitað eitt að helstu olíuríkjum heims!
--Kortið sýnir að Íran nær alla leið að Kaspíahafi, þ.s. einnig er að finna mikilvæg olíu- og gassvæði.
--Turkmenistan, er einnig gas- og olíuauðugt land, t.d.

Íran er þarna í algerlega einstakri stöðu landræðilega!
--Mikilvægar gas- og olíulyndir Írans sjálfs.
--Og aðgengi Írans að öðrum mikilvægum sambærilegum svæðum í Mið-Asíu.

Síðan, stórar útflutningshafnir Írans sjálfs, sem hafa næga flutningsgetu til útflutnings á stórum stíl.

Íran sé það mikilvægt fyrir framboð af olíu og gasi í heiminum, að það hefði mjög neikvæð áhrif á verðlag, ef leitast væri við að -- þvinga Íran með einhvers konar, tilraunum til sölubanns.

Slíkt mundi auðvitað bitna á efnahag ríkja sem flytja mikið inn af olíu og gasi, t.d. Evrópu.

  • Síðan má ekki gleyma því, að Íran gróf undir fjöll mikilvægustu þætti kjarnorkuáætlunar sinnar - þ.s. þeir þættir hennar séu óhultir gagnvart lofthernaði hverskonar.
  • Vart þarf að efast, að slíkum lofthernaði hefði verið beitt -- ef nokkrar líkur væru á að slíkur skilaði tilætluðum árangri.

Íran er auðvitað - of fjölmennt, og of fjöllótt. Til þess að innrás sé raunverulega praktískur möguleiki!

Þetta sé minn skilningur á því, af hverju Írans samningurinn kom út eins og hann kom út.
Það hafi einfaldlega stafað af því, að engin leið hafi verið að ná lengra með málið.
--Fyrir utan að Íran hafi verið komið nærri því, að geta sprengt kjarnorkusprengju.

Þ.s. Íran þegar ræður yfir eldflaugum er tæknilega gætu borið kjarnavopn.
Og þær flaugar eru nægilega langdrægar þegar, til að draga a.m.k. um alla S-Evrópu.
--Þá auðvitað, er þetta alvörumál.

  1. Fajr-3 (missile)
  2. Shahab-3

Hinn bóginn, þó svo sé að ógnin geti verið raunveruleg. Þá sé ég ekki að nokkuð sé raunverulega unnt að gera - sem sennilega dygði til að þvinga Íran til að gefa frekar eftir!

  1. Ég meina, ef viðskiptaþvinganir yrðu aftur færðar í sama far og áður.
  2. Þá liti Íran svo á að Vesturlönd hefðu slitið samningum, og mundi líklega fljótlega koma sér upp kjarnorkusprengjum.

Og þannig einfaldlega væri það - áhættan af innrás, sé einfaldlega of mikil.
Það væri í raun ekkert sem Vesturlönd gætu gert, til að hindra Íran!

  1. Þetta er atriðið sem virðist alls ekki skiljast meðal hægri sinnaðra Repúblikana innan Bandaríkjanna!
  2. Að geta Bandaríkjanna, geta Vesturlanda, til að þvinga fram þá niðurstöðu sem Donald Trump vilji, ásamt fjölmörgum öðrum hægri sinnuðum Repúblikönum.
  3. Sé einfaldlega ekki til staðar.

Samkomulagið við Íran - hafi sannarlega verið veikt. En það hafi verið í réttu hlutfalli við raunverulega getu Vesturlanda, til að hafa áhrif á ákvarðanatökur Írana.

 

Niðurstaða

Ég ætla samt að segja að ég óska Macron góðs gengis í tilraun hans til að selja Donald Trump -- draum. En það sé allt og sumt sem hann hafi verið að leitast við að selja, þ.e. votan draum sem litlar sem engar líkur séu á að rætist.

Trump virtist að einhverju leiti uppveðraður yfir tillögum Macrons og heimsókninni, sbr. orð hans á þá leið - að menn yrðu að sýna sveijanleika.

Persónulega prívat, efa ég þó að sölumennska Macrons dugi til. En Trump þyrfti að vera afar vitlaus til að fatta ekki hversu óskaplega smáar líkurnar eru á að unnt væri að semja um óskalysta hans - við Íran.

Íran sé ekki fara að samþykkja að loka á það með varanlegum hætti, að geta átt kjarnorkuvopn.
Né líklegt að samþykkja að hætta eldflaugatilraunum.
Enn síður líklegt að samþykkja, að draga sig til baka frá Sýrlandi og Lýbanon.

Trump getur auðvitað sagt upp Írans samkomulaginu <--> Íran mun þá örugglega fljótlega koma sér upp kjarnavopnum, og samtímis því að Íran á þegar eldflaugar er ná a.m.k. til helstu borga í S-Evrópu; og það mun ekki vera nokkur skapaður hlutur sem Bandaríkin munu geta gert til að stöðva málið.

Það væri verið ágæt lexía í takmörkum valds.
--Ofangreint er auðvitað af hverju Evrópuríkin leggja svo mikla áherslu á að ekki megi segja upp kjarnorkusamkomulaginu við Íran.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það grunar mig að Íran sé neðarlega á forgangslistanum.

Það grunar mig líka að Íranir eigi atómbombur - en haldi þeim leyndum.  (Þær eru ekkert flókin tæki, bara alveg ofsalega dýr.)

Held ég að best væri að taka ekki þátt í neinum amningum uppfundnum af einhverjum evrópumönnum.  Þeir eru eitthvað svo militant núna, fullir löngunar til að viðhalda og/eða koma af stað erjum, og ekkert gott mun hljótast af því.

Sjá: Bush & Obama höfðu Íran umkringt.  (Skoðaðu þa&#39; á korti með hliðsjón af hvar þeir hafa gert innrás og létu mannafla)

Trump hefur alltaf haft einhverjar allt aðrar hugmyndir.  Tel ólíklegt að hann stofni til stríðs þó ruglaðir menn vilji etja honum út í slíkt.

PS: hvenær ætla þeir að setja Trump í djeilið eins og þú varst búinn að spá?

Ásgrímur Hartmannsson, 26.4.2018 kl. 23:20

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ásgrímur Hartmannsson, sýn þín á veruleikann er stórskrítin - enginn er að etja Trump. Hann sjálfur hefur kallað Íran - illa aflið í Mið-Austurlöndun, gerði það svo snemma sem tveim til þrem mánuðum fyrir forsetakosningar 2016. Og hann réð nýverið Íran hauka - annan sem utanríkisráðherra, hinn sem Þjóðaröryggisráðgjafa.
--Ef einhverjir æsingamenn eru að æsa hann í stríð, eru það væntanlega þessir tveir herramenn er hann sjálfur réð.
--Annar þeirra, hefur t.d. lagt til að Bandar. gerðu kjarnorkuárás af fyrra bragði á Norður-Kóreu, og ítrekað lagt til "regime change" í Íran - erfitt að sjá hvernig Bandar. gætu náð því fram, friðsamlega.

Það eru einmitt Evrópumenn, sem eru milli vonar og ótta með það, hvað gæti gerst - í kjölfarið á því ef Trump segir upp samningnum við Íran, hafandi í huga Írans haukana í kringum Trump.

--Varðandi rannsókn á málum Trumps -- fór það virkilega framhjá þér að nýverið var framkvæmd húsleit hjá einum lögfræðinga Trumps.
--Að sú leit, snerist um að komast yfir samskipti þess lögfræðings við skjólstæðinga hans - einn þeirra sem er Trump sjálfur.
--Að til þess að sú leit færi fram, þurfti Mueller að sannfæra svæðis-saksóknara í NewYork sem hafði verið skipaður af Trump sjálfum, því tæpast til vinstri -- vegna þess, að það þurfti skv. bandar. reglum að vera sá maður, er óskaði formlega eftir þeirri húsleit við dómara á sama svæði í NewYork - sem sá maður gerði, og dómarinn eins og allir vita, samþykki að veita þá heimild.

Skv. nýjustu upplýsingum, hefur verið skipaður -- fyrrum dómari, til að fara yfir gögnin sem tekin voru lögtaki. En Mueller er ekki með þessi tilteknu gögn - heldur skrifstofa þessa tiltekna svæðis-saksóknara.
--Það verði háð mati þessa skipaða dómara, hvaða gögn eða einhver af þeim, Mueller fær á endanum í hendur.

Um það er þá eðlilega einhver spenna, hvað var í þeim gögnum sem tekin voru lögtaki.
Ef í þeim finnast gögn er sýna fram á að þessi lögfræðingur Trumps tengdist glæpsamlegu athæfi - þá gæti sá vandi leitt til Trumps sjálfs, ef lögfræðingurinn stóð í einhverju ólöglegu fyrir Trump persónulega.
--Ef slíkt kemur í ljós, mundi Trump vera kominn í sama vanda og Nixon komst í er Watergate gaus upp.

Ef mál lykta með þeim hætti - yrði það einungis spurning um tíma, hvenær Trump yrði þvingaður til að hætta.

Enn veit enginn utanaðkomandi hvað er í þeim gögnum sem lögtakið var framkvæmt um.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.4.2018 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband