Loforð Norður-Kóreu, að taka kjarnorkutilraunasvæði úr notkun, að hætta kjarnorku- og eldflaugatilraunum, ekki endilega sama það að Norður-Kórea samþykki að hætta vera kjarnorkuveldi

Mér virðist ríkisstjórnin í Washington, þar á meðal forsetinn sjálfur - Donald Trump, átta sig á því að yfirlýsing Kom Jon Un frá sl. föstudegi - þó mikilvæg opnun. Að þá sé sú yfirlýsing ekki samþykki um - afvopnun.

Trump says 'long way' to go on North Korea crisis

North Korea says will stop nuclear tests, scrap test site

Donald Trump: "We are a long way from conclusion on North Korea, maybe things will work out, and maybe they won’t - only time will tell,"

Nokkru á undan, hafði Trump greinilega misskilið tilboð Kom Jong Un.

Donald Trump: "Wow, we haven’t given up anything & they have agreed to denuclearization (so great for World), site closure, & no more testing!"

Ég reikna með því, að ráðgjafar Trumps hafi útskýrt málið fyrir honum - milli Twíta.

Nokkru síðar, bætti Trump við:

Donal Trump: "Funny how all of the Pundits that couldn’t come close to making a deal on North Korea are now all over the place telling me how to make a deal!"

Trump má alveg mín vegna hlægja að fjölmiðlum - ef hann landar samningi við Kim Jong Un, er væri betri en -- samningurinn sem Bill Clinton landaði á sínum tíma, við forvera Kims í embætti.

  1. En rétt að ryfja eina ferðina upp, að í tíð Bills Clinton var önnur kjarnorkukrísa í kjölfar fyrstu tilraunasprenginga Norður-Kóreu á kjarnorkusprengjum, og þá var Norður-Kórea einnig að gera tilraunir með sínar - fyrstu langdrægu eldflaugar, er þó voru töluvert tæknilega minna fullkomnar -- en þær flaugar sem Kom Jong Un hefur verið að fyrirskipa tilraunaskot á.
  2. Samkomulag náðist, en Clinton eins og Trump viðhafði harðar efnahagslegar refsiaðgerðir -- og samkomulag fól í sér að tilraunasvæði NK - væru innsigluð, einnig kjarnorkuver sem notað var til að framleiða kjarnakleyf efni - auk aðstöðu til að smíða langdrægar flaugar.
  3. Síðan voru reglulegar eftirlitsferðir af hálfu skoðanamanna á vegum SÞ - sem fylgdust með því, að innsigli væru ekki rofin.

Þetta eldra samkomulag Bills Clinton, setur auðvitað viðmið fyrir Donald Trump.

M.ö.o. það mundi ekki líta vel út, ef Trump skilaði slakari árangri - en Clinton.

Það er auðvitað góð spurning, hvort hann getur náð lengra með Kom Jong Un, en Bill Clinton náði með forvera núverandi Kims.

  • Það virðist full ástæða að efa, að Kim Jong Un, gangi að ítrustu kröfum - um fulla afvopnun, þ.e. eyðingu kjarnvopna NK - og allrar þeirrar kjarnorkutækni sem NK ræður yfir.

--Spurning hvort Trump getur náð fram, eyðingu langdrægra flauga NK.
--En tæknilega væri það sennilega næg aðgerð til að Trump gæti sagst hafa tryggt öryggi Bandaríkjanna, ef hann tryggði að langdrægar flaugar NK - væru ekki lengur til staðar.

Sem væntanlega þíddi, að þá yrði hann tryggja að öllum eintökum slíkra flauga væri eytt, og að auki að þeirri aðstöðu sem framleiðir eða smíðar slíkar flaugar - væri einnig eytt.

  • Ég er ekki viss, að Trump mundi líta sambærilegan samning við það sem Clinton náði fram, sem nægjanlegan árangur.

Hinn bóginn, virðist líklegt af viðbrögðum stjórnvalda í Pekíng, að þau mundu líta slíkt samkomulag - líklega ásættanlegt.

Það virkar ekki á mig ósennilegt, að stjv. í Suður-Kóreu, mundu einnig sætta sig við slíka lendingu.

 

Niðurstaða

Fundur Trumps og Kims nálgast, og það eina sem við hin getum gert er að fylgjast með fréttum.
Eins og ég raunverulega bendi á, sé ástæða að ætla að Kim Jong Un verði afar tregur til að samþykkja fulla afvopnun -- sennilegt að Trump geti ekki náð slíku fram.
--Þá meina ég, þegar snýr að kjarnorkuvopnum.

Þá sé spurningin, hvað Trump getur akkúrat náð fram -- umfram það sem Bill Clinton náði fram 1994. En klárlega mætti Trump ekki landa slakari samningi, eftir allt neikvæða talið um Clintona í gegnum árin meðal Repúblikanaflokksins bandaríska.

Samningur Bills Clinton hélt um nokkra hríð, eða þangað til Bush forseti -- klúðraði því að halda Norður-Kóreu við efnið, eftir 2003.

Svo það var ekki Demókrati sem lét Norður-Kóreu komast upp með að sleppa frá gerðu samkomulagi.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þetta er svolítið einhliða hjá þér.

Hvað finnst þér að Kóreumenn ættu að fá út úr samningnum þannig að þeir verði aðgengilegir fyrir þá.

Bush klúðraði ekki að halda Kóreumönnum við efnið,hann sagði Kóreumönnum stríð á hendur árið 2003 um leið og hann réðist ólöglega inn í Írak.

Borgþór Jónsson, 23.4.2018 kl. 08:50

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, ertu ekki að rugla þessu saman við - stríðsyfirlýsingu Bush gagnvart stjórn Talibana í Afganistan, og síðan gagnvart stjórn Saddams Hussain í Írak? Man ekki ekki eftir nokkurri stríðsyfirlýsingu frá Bush til Norður-Kóreu.

Bush var með allan bandaríska herinn samanlagt í Afganistan og Írak, þ.e. allar þær liðssveitir sem voru auðfæranlegar.
Norður-Kórea greip þá tækifærið þegar allar bandar. hótanir mundu vera - innantómar.
Sama gilti um Pútín, er um svipað leiti réðst á bandalagsríki Bandar. Georgíu - að hann einnig greip það tækifæri að Bandar. væru ófær um að beita her sínum þegar sá her væri þegar önnum kafinn á öðrum slóðum.

"Hvað finnst þér að Kóreumenn ættu að fá út úr samningnum þannig að þeir verði aðgengilegir fyrir þá."

Þeir vilja einhvers konar öryggistryggingu, er talið víst - væntanlega er einhver smávegis skilningur á því vaknaður í Washington, er skýri tal um - að opna formlegar friðarviðræður.

NK hefur hinn bóginn ekki formlega skilgreint nokkrar tilteknar kröfur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.4.2018 kl. 10:05

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ertu búinn að gleyma öxulveldi hins illa. Fyrir Kóreumenn var varla hægt að túlka þetta öðruvisi en stríðsyfirlýsingu, sér í lagi af því að Bush réðist á hina hluta öxulvelldisins hvert á fætur öðru. 

 Kóreumenn hljóta að gera þá kröfu að Bandaríkjamenn semji um stríðslok og dragi her sinn frá Kóreuskaganum.

Gallinn er sæa ap akkæurat þessa dagan eru Bandaríkjamenn að svikja samninginn við Íran. Kóreumenn hjóta að taka mið af því. Reynadr sviku Bandaríkjamenn samninginn strax innan mánaðar,en nú ætla þeir að snúa algerlega baki við honum.

Borgþór Jónsson, 23.4.2018 kl. 14:13

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, skv. minu minni - átti það við Írak og Íran. En öxulveldin voru sögulega tvö. Líkinging á ekki við - ef löndin eru fleiri.
--Bush réðst á Írak. 
--Stóð síðan í harðri deilu við Íran í kjölfarið.
Hann var sem sagt búinn að ráða niðurlögum annars öxulveldisins.

En þetta tal hafi ekki átt við - Norður-Kóreu.
Bush var starandi á Mið-Austurlönd.

Á endanum eins og síðar kom fram í æfisögu Bush, þá ákvað hann að ráðast ekki á Íran - einnig. En hafði þó látið vinna árásaráætlun, sem hann hrinti ekki í framkvæmd.

Svo ég endurtek, að mig rekur ekki minni til nokkurrar stríðsyfirlýsingar gagnvart NK.

"Kóreumenn hljóta að gera þá kröfu að Bandaríkjamenn semji um stríðslok og dragi her sinn frá Kóreuskaganum."

Suður-Kórea er Kórea einnig. Bandar. her hefur verið þarna skv. vilja SK.

"Reynadr sviku Bandaríkjamenn samninginn strax innan mánaðar,en nú ætla þeir að snúa algerlega baki við honum."

Obama tókst ekki að fá Bandaríkjaþing til að samþykkja afléttingu tiltekinna refsiaðgerða. En slíkt sé háð samþykki þingsins.

"Gallinn er sæa ap akkæurat þessa dagan eru Bandaríkjamenn að svikja samninginn við Íran. Kóreumenn hjóta að taka mið af því."

Sú ákvörðun er ekki enn tekin.

En, ríkisstjórnin í Washington hefur verið margsinnis vöruð við því af fulltrúum hinna 6-veldanna er gerðu þann samning með Bandar. og Íran, hvaða afleiðingar það hefði.
--Og Íranssstjórn hefur einnig veitt sömu aðvaranir.

Ég sé í reynd ekkert sem Washington getur gert til að hindra Íran þá í að endurræsa sitt kjarnorkuprógramm - enda mikilvægustu þættir þess í byrgjum sem Íranar grófu undir fjöll - líklega það örugg að verið getur að þau dugi meira að segja gegn kjarnorkuárás.

--Þess vegna kemur fram í æviminningum Bush, að áætlun sem Bush lét vinna - kvað á um innrás, þ.s. það væri eina leiðin til að eyðileggja þau mannvirki sem grafin voru undir fjöll.

Þau séu algerlega óhult gagnvart lofthernaði hverskonar.
Íranar lærðu af mistökum sinna granna sbr. Sýrland og Írak - m.ö.o. vörðu fé í það að grafa mikilvægustu þætti niður á nægilega örugga staði.


Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.4.2018 kl. 15:12

5 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ég held að þetta hafi verið öðruvísi. Bandaríkjamenn afléttu viðskiftahömlununum ,en gerðu jafnframt kröfu umm að fá að senda eftirlitsmenn til að skoða eldflaugaáætlun Íran. Þegar það varð ekki orðið við þessari kröfu settu þeir á viðskiftahömlur aftur.

Mjög líklega endurræsa Íranir áætlun sína ef Bandaríkjamenn endurnýja ekki samninginn,en það breytir ekki því að Kóreumenn hljóta að horfa á þessa hluti og draga sínar áliktanir. Heyrst hefur að Kína sé tilbúið að hjálpa upp á þá.

Í ljósi þessa held ég að það væri glapræði fyrir Kóreumenn að sættast á annað en að Bandaríkjamenn fari frá Kóreu. Mjög líklega verður það krafan. Ef N Kóreumenn fá ekkert út úr þessu,er þetta enginn samningur,heldur skiyrðislaus uppgjöf. Ég held að það sé ekki í kortunum.

Þá er spurning hvernig Suður Kóreumenn bregðast við. Þeir eru fullfærir um að verja sig,en það er spurning hvort þeir geti fengið Kanann til að yfirgefa landið,af því að þeir eru að sjálfsögðu þarna fyrst og fremst til að ógna Kína. Líkleg eru það aðallega Bandaríkjamenn sem standa í vegi fyrir að samningar náist.

Borgþór Jónsson, 23.4.2018 kl. 16:36

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, ég man ekki eftir nokkrum nýjum viðskiptahömlum - fyrr en í tíð núverandi ríkisstjórnar Donalds Trumps.
--Í tíð Obama hafi þetta verið skv. mínu minni eins og ég nefndi.

"Í ljósi þessa held ég að það væri glapræði fyrir Kóreumenn að sættast á annað en að Bandaríkjamenn fari frá Kóreu."

Það gæti ekki gerst nema, í samhengi endanlegra friðarsamninga - sem þá þyrfti einnig að fela í sér; samdrátt í hefðbundnum herafla.

Her NK kvá fjölmennari en her SK - en her SK tæknilega séð mun fullkomnari, á móti hefur NK kjarnavopn - getur líklega beitt þeim með skammdrægum flaugum a.m.k. en þá þarf ekki "reentry vehicle" þ.s. skammdrægar flaugar yfirgefa ekki alveg lofthjúpinn.

SK hefur hingað til, viljað hafa bandaríska herinn til staðar.

Þú ert þá að tala um miklu mun flóknara samkomulag - en samkomulag er tengdist eingöngu kjarnorku- og eldflaugaáætlunum NK.

Og ég get ekki ímyndað mér annað en, að herirnir yrðu skornir niður - smám saman yfir tímabil, sbr. her SK og NK og Bandar. - minnkaði í skrefum.

Einungis ef öll skrefin á undan hefðu verið stigin, og það staðfest væntanlega af skoðanamönnum aðila - að svo væri í reynd.
--Yrði hugsanlega slíkt endanlegt skref stigið að hugsanlega síðasti bandar. hermaðurinn færi.

Slíkt ferli gæti tekið áratug eða lengur -- væntanlega yrði SÞ þarna á svæðinu einnig, fulltrúar frá Kína til mótvægis við fulltrúa frá Bandar. - ásamt fulltrúum Kóreuríkjanna tveggja.

"Þá er spurning hvernig Suður Kóreumenn bregðast við. Þeir eru fullfærir um að verja sig"

Þ.e. ekki alveg rétt - SK hefur ekki kjarnavopn. NK getur tæknilega, gersigrað SK - ef NK mundi beita kjarnavopnum - ef maður ímyndaði sér að NK gæti treyst á að ekkert þriðja ríki skipti sér af.

--Vegna kjarnavopna NK - er ég algerlega viss, að SK mundi einungis sætta sig við slíkt langt ferli sem ég lýsi að ofan.
--Að þá væntanlega yrði því einnig að lykta - með algerri staðfestri kjarnorkuvopna-afvopnun NK.

Ég held að SK sætti sig ekki við brottför Bandar. -- nema að hafa tryggingu fyrir því, að NK ráði ekki lengur yfir kjarnavopnum.
--Annars mundi SK hugsanlega sjálft afla sér kjarnavopna, sem mótvægi við kjarnavopn NK.

Ég efa að Kína mundi vilja þá síðustu útkomu -- ég hugsa að Kína geti vel sætt sig við slíka kröfu SK; ef það þíddi á sama tíma að almenn afvopnun á skaganum færi fram - og að NK hætti að hafa kjarnorkuvopn.

--En ég get vel trúað því að kjarnorkuvopn NK séu í reynd, óþægileg tilvist í augum kínv. yfirvalda.

Kína vill örugglega kanana burt - en trúi því vel upp á leiðtoga Kína, að einnig styðja kröfu frá SK - um kjarnorkuafvopnum, ef það héngi á spítunni að það væri eina leiðin til þess að tryggja endanlegt friðarsamkomulag á skaganum.

"Ef N Kóreumenn fá ekkert út úr þessu,er þetta enginn samningur,heldur skiyrðislaus uppgjöf. Ég held að það sé ekki í kortunum."

Rétt að muna að Kína hugsar málið frá sínum hagsmunum. Kína mun ráða miklu um það - hve mikið NK gefur eftir.

Og þar um getur ráðið miklu, nýjar deilur Trumps við Kína.
--Þær deilur og samningar um Kóreuskaga, geta mjög vel fléttast saman.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.4.2018 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband