20.4.2018 | 15:42
Bandaríkin í vandræðum með 54 tonn af plútóníum - fullkomlega augljóst Bandaríkin og Rússland þurfa ekki allan sinn kjarnorkuvígbúnað
Þetta er ekkert smáræðis magn af hættulegasta efni í heimi - það skrítna við þetta efni er þó, að þú getur haldið á því - geislavirknin er í formi svokallaðra "alpha" bylgna sem komast t.d. ekki í gegnum föt, en efnið er bráðbanvænt ef það eigi síður kemst inn í líkamann t.d. ef þú andaðir að þér efninu í rykformi - þetta þíðir, að tæknilega mögulegt væri að ferðast með efnið í ferðatösku.
--Þannig að hugmyndin um að hryðjuverkamenn ræni efninu, er ekki í nokkru - galin.
Þetta minnir á Polonium 210 sem notað var til að drepa, Alexander Litvinenko.
En munurinn á efnunum er sá, að svokallaður helmingunartími Polonium 210 er einungis 138 dagar, því um skammlíft efni að ræða er fljótt hættir að vera hættulegt!
- Í samanburði er helmingunartími Plutonium-239 24.110 ár, og það þarf einungis 11kg. í sprengju.
- Sem þíðir, 54 tonn jafngilda: 4.909 sprengjum.
--Að sjálfsögðu, plútóníum kjarnorskusprengjum.
--Óbein sprengja eða "dirty bomb" þyrfti minna af efninu.
En hættulegasta væri að sprengja efnið með þeim hætti að það yrði að ryki er þyrlaðist upp, enda bráðbanvænt eins og Polonium-210 um leið og það kemst inn fyrir húð.
America's nuclear headache: old plutonium with nowhere to go
MOX eldneytisverksmiðjan ókláruð, Savannah á, Suður-Karolínufylgi
Bandaríkin virðast í reynd í nokkrum vandræðum hvað á að gera við efnið!
Vandræðin við að grafa það, er auðvitað -- hve rosalega langan tíma þyrfti að tryggja öryggi geymslunnar -- þannig að djúpt í jörðu, í jarðfræðilega stöðugu bergi.
--Það þíðir auðvitað, fjarri öllum jarðskjálftasvæðum - þarf að vera langt undir öllum grunnvatnslögum, bergið þarf auðvitað vera vatnsþétt.
- Hugmyndin um svokallað MOX eldsneyti, hefur því virst aðlaðandi á sínum tíma.
- Bandaríkin hafa þegar varið miklum fjárhæðum í byggingu á MOX verksmiðju, en verkið er kostnaðarsamt -- þegar hafa tveir forsetar reynt að drepa það.
- Þ.e. Obama vildi setja öxina á það vegna kostnaðar, og Trump er að íhuga það sama.
Svokallað MOX eldsneyti er á hinn bóginn, engin töfralausn!
"The content of un-burnt plutonium in spent MOX fuel from thermal reactors is significant greater than 50% of the initial plutonium loading. However, during the burning of MOX the ratio of fissile (odd numbered) isotopes to non-fissile (even) drops from around 65% to 20%, depending on burn up. This makes any attempt to recover the fissile isotopes difficult and any bulk Pu recovered would require such a high fraction of Pu in any second generation MOX that it would be impractical. This means that such a spent fuel would be difficult to reprocess for further reuse (burning) of plutonium. Regular reprocessing of biphasic spent MOX is difficult because of the low solubility of PuO2 in nitric acid."
- Greinilega, er enn verulega mikið af plútóníum eftir - þannig samt þarf að grafa efnið í afar langan tíma.
- Eini kosturinn sem ég kem auga á - er að verið getur að það sé erfitt, að hreinsa Plútónið frá - eins og útskýrt er í textanum að ofan, eftir að hafa farið eina umferð í gegnum kjarnaofn.
Þetta yrði samt sem áður -- afar hættulegur úrgangur, líklega til muna varasamari og dýrari í varðveislu, en venjulegur úrgangur með notkun - úrans stanga.
- Hugmyndir Trumps um nýjar kjarnasprengjur.
- Þíðir auðvitað, að rífa þarf í sundur eldri sprengjur - en sennilega er unnt að nota plútónið aftur í nýjar.
--Þannig að kannski stækka ekki við það byrgðir í geymslum.
En til þess að standa við samninga við Rússland um heildar fjölda kjarnasprengja, yrði að taka úr noktun í staðinn gamlar sprengjur - og rífa í sundur.
- Ég stórfellt efa að nokkur hafi framreiknað ótrúlegan kostnaðinn af þessu dæmi öllu.
- En að sjálfsögðu þyrfti þá að framreikna hann 24.110 ár fram í tímann!
Rússland auðvitað stendur frammi fyrir nákvæmlega sama vandamáli!
Ekki fer sögum af því, hvað Rússland fyrirhugar að gera við öll sín tonn af plútóníum-239.
--Líklegast virðist, áætlunin þar sé að grafa það niður.
--Og vona að vandræði síðar meir séu svo langt inn í framtíð, að það komi fólki í dag ekki við.
- Rétt að benda á að hagkerfi Rússlands er miklu smærra, þó er Rússland með svipað mikinn fjölda kjarnavopna -- og sögulega eins og Bandar. áttu þeir miklu flr. sprengjur áður.
--Líkur séu á að umfang vandans hljóti að vera svipað! - En með mun smærra hagkerfið, er þunginn á hagkerfinu af slíku dæmi að sjálfsögðu verulega hærri hlutfalllslega.
--Spurning hvort það sé raunverulega þess virði fyrir Rússland, að keppa við Bandar. í fj. kjarnasprengja?
En það sé augljóst að Rússland þarf ekki nærri þetta margar sprengjur, til að tryggja Rússland gegn hugsanlegri land-innrás.
--Rússland gæti sparað óhugnalegar upphæðir fyrir framtíðar kynslóðir Rússa, með því að -- taka sjálft ákvörðun að minnka til mikilla muna sinn kjarnorkuvígbúnað.
- Bendi á að Kína viðheldur einungis -- litlu brotabroti af þeim fjölda sprengja og flauga, sem Rússland enn viðheldur.
--Samt sé alveg klárt að innrás í Kína er samt sem áður óhugsandi.
Eru þá ekki leiðtogar Kína mun skynsamari?
Að hengja ekki á Kína til allrar framtíðar hengingaról af slíkri stærð?
--En framreiknaður kostnaður Kína er augljóslega lítið brot, af framreiknuðum kostnaði Rússlands sem og Bandaríkjanna.
--Bendi auki á að hagkerfi Rússlands er einnig verulega smærra en hagkerfi Kína, því kostnaðurinn hlutfallslega stærri fyrir íbúa Rússlands -- sem íbúar Rússlands þurfa að standa straum af, til eiginlega -- allrar framtíðar.
- Menn eru oft að horfa á svokallaða -- fyrstu árás. Það þurfi eiga það margar sprengjur að tryggi örugga gereyðingu andstæðingsins.
- Hinn bóginn, þrátt fyrir öll ár Kalda-stríðsins miklu færri sprengjur, hefur aldrei verið ráðist á Kína.
Menn gleyma einu atriði, að kjarnaveldi er réðist af fyrra bragði á annað land með kjarnavopnum. Mundi uppskera í kjölfarið, stórfellt aukna tilvistarkreppu, vegna þess að árás af slíku tagi mundi tryggja fjölgun andstæðinga búnir kjarnavopnum.
En fjöldi landa mundi taka slíkri árás afar illa, þó þau lönd hefðu ekki orðið fyrir henni. Og upplyfa eigin þörf á að útvega sér slík vopn - það þíddi fjölgun kjarnorkuvelda líklega andstæð því landi er beitti kjarnavopnum í það skipti.
Sú eina ástæða líklega sé næg að afar ósennilegt sé að annað kjarnorkuveldi ráðist á land, sem búið sé kjarnavopnum -- þó vopn þess lands séu til muna færri, t.d. 1/10 af heildarfj. þess sem það land sé búið sem framkvæmi árás.
--Ég er auðvitað að gera ráð fyrir að við völd sé ekki leiðtogi sem einungis hugsi málin til eins árs í senn - eða nokkurra mánaða.
Hinn bóginn má einnig benda á, að tæknin í dag, með hreyfanlegum skotpöllum þíðir, að jafnvel með tiltölulega fáum flaugum -- er vel unnt að tryggja "retaliation" þ.e. að geta svarað á móti - en ef þeir eru meira eða minna stöðugt á hreyfingu, er nær ómögulegt að miða á þá úr mikilli fjarlægð.
- Ég get t.d. ekki ímyndað mér, að Bandaríkin réðust á Kína með hugarfarinu, við getum gereytt landinu -- það farast bara 30 milljón Bandaríkjamenn.
- Punkturinn er sá, að Rússland getur tryggt nægilegt öryggi, með miklu mun færri vopnum -- með þeirri tækni sem það ræður yfir í dag -- þ.e. færanlegir skotpallar, sem eru mun ódýrari t.d. en að halda uppi kjarnorkuknúnum kafbáum búnum langdrægum eldflaugum búnum vetnisprengjum.
--Hreyfanlegir pallar, þíðir að litlar líkur séu á að þeim sé öllum eytt þó svo að fjöldinn væri ekki mikill.
Auðvitað gildir það sama fyrir Bandaríkin.
Niðurstaða
Ég er í raun og veru að segja, að þessi gríðarlega umfangsmikli kjarnorkuvígbúnaður sem Rússland og Bandaríkin ráða yfir - sé ónauðsynlegur. Kína hafi tryggt öryggi sitt greinilega með kjarnorkuvígbúnaði sem einungis sé lítið brot af umfangi kjarnorkuvígbúnaðar Rússlands og Bandaríkjanna!
Vandamálið fyrir löndin tvö, er auðvitað óskaplegur framtíðar kostnaður sem fylgir þeim kjarnorkuvígbúnaði -- ekki einungis núverandi rekstrarkostnaður.
Að sjálfsögðu er sá kostnaður mun meira vandamál fyrir Rússland, út af hlutfallslegri smæð rússneska hagkerfisins.
Eina ástæðan sem ég kem auga á fyrir Rússland að halda áfram að keppa í umfangi kjarnorkuvígbúnaðar við Bandaríkin.
--Sé misskilið þjóðarstolt.
En klárlega væri Rússland fullkomlega öruggt, þó heildar umfang væri minnkað um 90%.
Rússland gæti líklega að auki, minnkað umfang landhers a.m.k. um helming, miðað landherinn eingöngu við -- innanlands öryggi.
En fáar sprengjur í notkun sé yfrið næg trygging gegn innrás.
Í staðinn gæti öllum þeim óhugnanlegu fjármunum verið varið til efnahags uppbyggingar, eða til að bæta samgöngukerfi, eða heilbrigðistkerfi eða skólakerfi - eða allt í bland.
- Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að áhersla stjórnenda Kína, sem hafa einmitt haldið umfangi herafla Kína -- því sama í hlutfalli við hagkerfið - til muna skynsamari.
- En áhersla á hagvöxt, hafi eigi síður leitt fram hraða uppbyggingu herafla -- en þegar það umfang vex einungis í hlutfalli við vöxt hagkerfisins, þíði það að þunginn fyrir hagkerfið sé samt áfram ca. hinn sami.
--M.ö.o. viðráðanlegt!
Hröð efnahagleg uppbygging hafi verið mun snjallari nálgun!
Ég meina, hvar eru rússnesk smíðuðu tölvurnar - símarnir - þvottavélarnar - sjónvörpin?
- Mér virðist Rússland fast í sama farinu -- í dag sé Rússland líklega með fullnýtta alla sína efnahagslegu möguleika miðað við núverandi uppbyggingu.
--Þess vegna sé rökrétt, að hagvöxtur sé numinn staðar.
--Einungis sveiflur í olíuverði virðast nú stjórna honum. - Ég hef beitt samlíkingu við það, er Ísland var 70% háð fiski ca. 1980.
--Þá var hagvöxtur smá tíma ef fiskverð hækkuðu, einnig ef veiðar voru hagstæðar.
--En samdráttur strax ef verð lækkuðu, eða samdráttur varð í vinnslu.
**Þetta sé nákvæmlega farið sem Rússland virðist í í samhengi olíu og gass.
Sömu 20 ár og Pútín hefur verið við völd, hefur Kína byggt upp sennilega stærsta framleiðsluhagkerfi heimsins og er í dag ráðandi í framleiðslumagni í fjölda vöruflokka - í fjölda hátækni vöruflokka.
--Þetta er það sem ég á við, þegar ég kalla Pútín misheppnaðan leiðtoga.
--En svokallaðan árangur Pútíns, megi útskýra nærri fullkomlega með því að olíuverð með innrás Bush 2003 hafi farið þá í rúma 100 dollara fatið og haldist í rúmum 100 dollurum fram á vor 2015 - á móti hafi neysla í Rússlandi vaxið.
- Smávægilegur mældur hagvöxtur 2017 útskýrist af því að olíuverð hafi hækkað úr lægstu lægðum en lægst fór það í niður fyrir 40 dollara 2016, að það sveiflast milli 50-60 dollara 2017, og í mars sl. var það að sveiflast milli 60-70 dollara.
- Það sé enginn efnahagsárangur í gangi, samlíkingin við sveiflur á fiskverði á Íslandi á árum áður - haldi fullkomlega.
Mín niðurstaða sé því, að niðurstaða sögunnar eigi eftir að vera slæm fyrir Pútín.
Hann hafi haft tækifæri að leggja áherslu á uppbyggingu efnahags, árin einmitt er olíuverð var hátt -- hann hafi fullkomlega glutrað því tækifæri niður.
--Þvert á móti að hafa verið snjall, hafi hann verið eins heimskur og nærri hugsast gat.
Lágar skuldir rússn. ríkisins, útskýrist frekar af þessu framkvæmdaleysi.
En enn sé Rússland eins langt að baki í meðalaldri íbúa, og það var er Pútín tók við.
--Hann hafi verið nær aðgerðalaus leiðtogi, nema þegar kom að uppbyggingu hersins.
- Auðvitað mun einhver koma fram, segja að hagkerfið hafi stækkað miðað við hrunið rétt fyrir 2000 - en þá fór saman lágt olíuverð, og misheppnuð uppbygging er hrundi -- auðvitað lækkaði þá rúbblan mjög mikið tímabundið -- -- þegar ríkið varð gjaldþrota skamma hríð.
--Síðan hækkaði olían aftur, neysla fór aftur upp - en ekki löngu síðar var Pútín svo rosalega heppinn, að Bush réðst á Írak - sem gaf Pútín hækkun olíuverð í rúma 100 dollara, og þar með gríðarlega aukningu í olíuinnkomu Rússlands - er fjármagnaði drjúgan hagvöxt samfellt í áratug - ef neyslu-aukning er tekin með.
--Að öðru leiti, hefur engin uppbygging orðið - sem ég kem auga á.
Ég get ekki annað en kallað þetta - stöðnun. Eða það var það með réttu nefnt á Íslandi, er Ísland var búið að jó-jóa nokkrum sinnum upp og niður, eftir því sem gekk að selja/veiða fisk.
Þetta er að sjálfsögðu, stöðnun!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:49 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bandaríkjammenn eru ekki í neinum vandræðum með Plutonium. Vandamálið er að þeir vilja ekki eyða því.
Þetta er enn eitt dæmið um að það þýðir ekkert að gera samning við þá,það hvarflar ekki að þeim að standa við gerða samninga.
Bandaríjamenn bera því við að þeir geti ekki reyst verksmiðju til að eyða efninu,eða að kostnaðurinn sé of mikill. Ástæðan er auðvitað að þeir ætluðu aldrei að standa við samninginn.
Þeim stóð til boða að fá Rússnesku verksmiðjuna til að eyða þessu. Rússar gátu þetta og stóðu við sitt eins og venjulega.
.
Sama gegnir um eyðingu efnavopna,það hvarflar ekki heldur að Bandaríkjamönnum að standa við samninginn. Sama gegnir um Íran kjarnorkusamningin,Bandaríjamenn sviku hann í sama mánuðinum sem þeir skrifuðu undir. Þetta leiðir af sér að þjóðir eru sífellt tregari að skrifa undir samning við Bandaríkin.
Fyrir tveimur árum tóku þeir einkaleyfi á Novochok. Til hvers ætli það sé,ef þeir ætla að hætta framleiðslu efnavopna. Þeir ætla ekki að hætta norkun efnavopna ,augljóslega. Síðast notuðu þeir Novochok í Salsbury fyrir mánuði í samvinnu við Breta.
.
Ég hugsa að þú sért ekki mjög góður í meðfereð á tölum.
Árið 2000 var þjóðarframleiðsla Rússa 193 milljarðar dollara. Þegar olíuverðið var sem lægst ,árið 2016 , var þjóðarframleiðsla Rússa 1289 milljarðar dollara ,eða ca tíföld miðað við árið 2000.
Ef "útreikningar" þínir eru réttir,að það hefði engin þróun orðið, hefði þjóðarframleiðslan hrunið aftur niður í töluna frá 2000 eða um það bil. En það gerðist ekki,og þjóðarframleiðslan er um það bil tíföld. Þú ert bara með einhverja mítu sem þú tyggur á,hafandi ekki hugmynd um hvað þú ert að tala. Þetta er frekar einfalt að sjá þetta svo ef þú gerðir einhverja lágmarkstilraun til að skilja þetta mundurðu gera það. Ég hef margsinnis hvatt þig til að kynna þér hagtölur ef þú ætlar að tala um efnahag þjóða. Það er alveg augljóst að Putin hefur náð gríðarlegum árangri.
Raunhagkerfi Rússlands (GDP PPP)er svo svipað og Þýskalands. Þýskaland 4.149.573 millj dollara Rússland 4.000.096 millj dollara.
Bretland og Frakkland eru nokkru neðar með 2.800.000 millj dollara. Þetta skýrir af hverju Rússland og Þýskaland eru miklu öflugri ríki en Bretland og Frakkland. Efnahagur þeirra er 30% stærri.
Við þetta bætist svo ,að fjárhagur Rússlands er miklu betri en þessara ríkja.
Erlendar skuldir Rússlneska þjóðarbúsins eru nú 525 milljarðar dollara ,en Þjóðarskuldir Þjóðverja eru ca tífalt hærri. Þetta er ekki hagstætt fyrir Þjóðverja þegar haft er í huga að þjóðarbúin eru álíka stór.
Þýska þjóðarbúið gengur mjög vel,en þetta sýnir að þeir eiga mjög erfitt með að fást við samdrátt eða meiriháttar áföll af einhverju tagi.
Lágar skuldir rússa gera hinsvegar af verkum að þeir eiga mjög auðvelt með að fást við erfiðleika.
Þetta sést greinilega á því að þeir sleppa sæmilega þó að öll stæðstu efnahagsveldi heims berji á þeim með öllu sem þeir geta.
Borgþór Jónsson, 20.4.2018 kl. 16:43
Tölurnar um GDP PPP eru tölur frá IMF fyrir árið 2017
Borgþór Jónsson, 20.4.2018 kl. 16:45
Verð að leiðrétta. Tók óvart töluna frá því að olíuverð var í toppi,en þá var þjóðarframleiðslan ca tíföld. Árið 2016 var hún að sjálfsögðu tæplega sjöföld.
Borgþór Jónsson, 20.4.2018 kl. 17:09
Borgþór Jónsson, þ.e. ekki hægt að eyða Plútóníum.
Segðu mér hvaða nýja útflutning Rússar hafa byggt upp sl. 25 ár?
Þetta er enn olía og gas í mjög svipuðu hlutfalli og er Jeltsín réð Rússlandi.
M.ö.o. nákvæmlega sama hagkerfið og áður.
Fyrir utan er það stórfellt villandi að segja hagkerfið hafa stækkað það mikið -- skoðaðu t.d. tölur yfir þróun þjóðartekna per haus:
https://en.wikipedia.org/wiki/Economy_of_Russia#/media/File:Average_per_capita_income_in_Russia,_1995-2015.png
Þ.e. alltaf ósanngjarnt að miða við lægsta punkt á niðursveiflu.
Ef t.d. er tekið 1995, þá er 2015 500 -- þ.s. 5 sinnum.
Hinn bóginn, þyrfti að núvirða þær tölur - því þ.e. verðbólga á Dollarasvæðinu þó hún sé ekki há.
--Sem þíðir, að 20 árum síðar -- eru þjóðarkjör í raun ekki 5-sinnum hærri.
Ísland hafði einnig töluverðan hagvöxt árin 1970-1980 eftir að erlend skip voru hrakin úr lögsögunni, og Ísland gat aukið veiðar.
--En á endanum, á seinni hl. 9. áratugarins, hafði Ísland fullnýtt allan þann viðbótar vöxt sem Ísland gat náð úr fiskveiðum eingöngu.
Rússland er á sama stað í dag!
Það hafi fullnýtt allt sem það getur náð úr olíu og gasi.
--Við taki stöðnun, nema nýtt hagkerfi sé byggt upp.
En tæifærið hafi verið -- árin 2003-2015 þegar olían var mjög dýr, og tekjurnar enn meiri.
En nú hafi Rússl. minni tekjur en þau ár -- og það verði ekki eins þægilegt, eins og þegar meira var til af peningum, að ætla nú loks að hrinda af stað þeirri nútímavæðingu, sem Pútín hefði átt að vera að framkvæma - árin á undan.
Ég ætla ekki að sleppa Pútín með það, að hann hafi glutrað miklum efnahagstækifærum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 20.4.2018 kl. 18:23
Þið eruð spakir, og kennið hvor öðrum og okkur.
Sagt var að Thoríum kjarnaofnar gætu brennt eldsneytinu úr gömlu kjarnaverunum,
og gömlu kjarnasprengjunum, og að eldsneytis úrgangurinn frá Thóríum verunum væri munhættu minni.
Er þetta raunin?
Egilsstaðir, 20.04.2018 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 20.4.2018 kl. 22:06
Nota þóríum ofna til að hreinsa allan geislavirkan úrgang frá gömlu kjarnorkuverunum. Thóríum verin geta brennt öllum kjarnorkusprengjunum.
12.8.2016 | 19:10
Jónas Gunnlaugsson, 21.4.2018 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning