3.4.2018 | 00:06
Viðskiptastríð Kína og Bandaríkjanna - virðist formlega hafið, með yfirlýsingu Kína um tolla á innflutning Kínverja á bandarískum landbúnaðarvörum
Að Kína mundi setja toll á landbúnaðarvörur frá Bandaríkjunum var eiginlega augljóst:
- Trump fékk mörg atkvæði í landbúnaðarríkjum Bandaríkjanna, þannig að slíkir tollar setja þrýsting á marga sem studdu Trump.
- Landbúnaðarvörur virðast verðmætasti innflutningurinn frá Bandaríkjunum.
Hafandi í huga að tollar Trumps eiga að vera að verðmæti 50-60 milljarða Dollara.
Þá er höggið af móttollum Kína - tiltölulega smávægilegt.
Trump to unveil China tariff list this week, targeting tech goods
China hits U.S. goods with tariffs
Trump trade adviser does not see U.S.-China tariff response 'spiral'
En kenning Trump stjórnarinnar - um vísan sigur, snýr einmitt að þeim mikla mun í verðmætum milli innflutnings Bandaríkjanna frá Kína vs. innflutnings Kína frá Bandaríkjunum.
Hinn bóginn, er kálið ekki sopið þó í ausuna sé komið.
En Kína getur -tæknilega séð- gert mun meira.
- Stórar slemmur væri starfsemi bandarískra fyrirtækja starfandi í Kína - einkum tæknirisa.
- Kína stjórn gæti vel farið að beita þau fyrirtæki þrýstingi!
En athygli vekur verðfall á WallStreet - sem leitt var af verðfalli bréfa í stórum bandarískum hátæknifyrirtækum -- kannski eru markaðir að byrja að hafa áhyggjur af því, að átök Bandaríkjanna og Kína gæti hugsanlega skaðað hagsmuni þeirra fyrirtækja!
Wall Street tumbles on tech sector, trade worries
--Stærsta hótunin í því samhengi væri - fullkomin yfirtaka!
--Að starfsemi bandarískra fyrirtækja innan Kína, væri með valdi færð yfir til kínverskra aðila.
- Spurning hvort líklegt að slíkri hótun væri beitt, en það mætti hugsa sér að þegar kínverskir aðilar og bandarískir stjórnarerindrekar ræða deiluna -- þá má reikna með því miðað við afstöðu Trump stjórnarinnar, að þar telji menn sig með mun sterkari spil.
--En Bandaríkin geta auðvitað hótað frekari tollum, þ.e. á flr. vöruflokka. - Talsmenn Kína stjórnar, geta þá beitt hótunum um aðgerðir gegn starfsemi bandar. fyrirtækja innan Kína -- það má þó velta því fyrir sér hversu viðkvæm stjórnin í Washington væri gagnvart slíkri hótun.
En tæknifyrirtækin hafa ekki beinlínis verið helstu bandamenn Trump stjórnarinnar.
Það mætti jafnvel ímynda sér, að Trump og co mundu ímynda sér, að slík yfirtaka leiddi til þess að bandarísku tæknifyrirtækin yrðu að - snúa heim, þannig séð.
En tap þeirra yrði að sjálfsögðu óskaplegt - t.d. Apple.
Það væri auðvitað stór tækni-yfirtaka slík aðgerð, og ef hún færi fram - leiddi hún líklega til langvarandi sambandsslita - Washington og Peking.
--Ég efa þar af leiðandi Kína noti þetta, nema að Kína telji sig ekki geta -- samið við Washington.
- En líklegast virðist, að Kína-stjórn muni fyrst bjóða margvíslegar litlar eftirgjafir.
- En Kínastjórn á enn mörg ríkisfyrirtæki, og getur skipað þeim t.d. að kaupa bandarískt stál - og hugsanlega eitthvað flr. bandarískt.
--Hinn bóginn, augljóslega -- gæti Kína stjórn hvenær sem er síðar meir hætt slíku.
- Spurningin er eiginlega um það, hvert er akkúrat markmið Washington.
- Um það, hverjar líkur á samkomulagi eru.
En ef Washington vill þurrka út viðskipta-hallann við Kína - er hann líklega alltof stór til þess, að Kína-stjórn geti með einhverjum fiffi, sjálf þurrkað hann út.
En meirihluti viðskiptalífs Kína er í dag einkarekinn, og því takmörkunum háð hve mikið Kína-stjórn getur náð fram, með kaupum þeirra ríkisfyrirtækja sem Kína stjórn á.
Útflutningurinn til Bandar. er líklega of mikill magni, til að aðrir markaðir geti snögglega tekið við honum öllum - eða að stórum hluta.
--Þ.e. líka spurning, hvort - þriðju lönd mundu geta framleitt með skömmum fyrirvara í þá hugsanlegu holu á bandar. markaði, ef maður ímyndaði sér að Kína stjórn væri virkilega fær um að fyrirskipa kínverka iðnaðinum, að minnka framleiðslu til Bandar.
- Og þ.e. einnig spurning, hvort Kína mundi þá yfir höfuð vilja semja í slíku tilviki.
- Því, þó minna hagstætt sé að selja til Bandar. með tollum, gæti það samt verið skárra - en að samþykkja samkomulag af slíku tagi.
--Punkturinn er sá, að það blasir ekki við mér - að Trump mundi geta sannfært Kína um að afnema viðskiptahallann, ef maður ímyndar sér að Kína stjórn sé fær um það stórfelld inngrip í viðskiptalíf innan Kína.
--Því sennilega, sé meiri gróði samt fyrir Kína, að selja til Bandar. með tolla, en að samþykkja slíkt samkomulag.
- Hinn bóginn, ef mál enduðu þannig - þ.e. með hætti sem mætti kalla, án samkomulags eða m.ö.o. viðvarandi ástand viðskiptastríðs.
- Þá væntanlega gilti það einnig, að aðgengi bandar. fyrirtækja að kínv. markaði - yrði afar miklum takmörkunum háð.
Þó Kína per haus sé enn miklu fátækara, vegna óskaplegs fjölmennis - er innan Kína líklega hærri fjöldi raunverulegra neytenda, en innan Bandaríkjanna!
- Því má ekki heldur gleyma, að Kína hefur einnig markaði utan Bandaríkjanna.
- En Kína er sterkt eiginlega í dag, í öllum heimsálfum.
Samanlagt er auðvitað markaður annars staðar í heiminum mun verðmætari.
- Það má því velta fyrir sér, hvort það er því ekki gegnt hagsmunum Kína - að ganga langt til samkomulags við Bandaríkin.
- Því, ef Kína það geri - mætti vera að einhver önnur stór lönd, gætu hugsanlega séð slíkt samkomulag, sem fyrirmynd/fordæmi.
--Það gæti hugsanlega verið of stór áhætta fyrir Kína.
- Það getur raunverulega þítt - að sá þungi eða "leverage" sem Washington geti beitt, sé í raun og veru ekki nándar nærri eins mikill - og Washington virðist halda.
- En talsmenn Washington virðast telja, Bandaríkin svo mikilvæg - að Kína verði að semja.
En Kína þarf einnig að horfa til annarra markaða - annarra landa!
M.ö.o. það gæti verið hugsanlega varasamt fyrir Kína að skapa þær hugsanlegu fyrirmyndir/fordæmi fyrir aðra, sem það gæti reynst vera -- ef Kína veitti Bandaríkjunum stóra tilslökun.
Það geti þítt, að hótanir Trumps um að loka Bandaríkjamarkaði, hafi ekki nándar nærri þá miklu vikt eða þunga - sem Trump og Lighthizer virðast halda.
Niðurstaða
Mikið af þessu eru auðvitað vangaveltur mínar - en ég virkilega samt held að það skipti miklu máli í samhenginu, að á sviði viðskipta er Kína heimsveldi. Það þíðir að hagsmunir þess teygja sig á viðskiptasviðinu um heim allan, eins og hagsmunir Bandar. á hernaðarsviðinu teygja sig um heim allan.
Það væntanlega þíði, að Kína verði nauðbeygt að íhuga deiluna við Trump stjórnina, í samhengi sinna -- hnattrænnu hagsmuna.
Það sé út af því, sem mig grunar að raunverulegt tangarhald Trumps og Lighthizers á Kína - með hótunum um hugsanlega sífellt fleiri og hærri refsitolla, sé ef til vill ekki eins mikið og þeir félagar virðast halda.
Því Kína líklega verði þegar samið er við Washington, að íhuga áhrif sérhvers þess sem rætt er í samhengi sinna hnattrænu hagsmuna - m.ö.o. eins og ég álykta.
Setji það líklega verulegar takmarkanir við því, hversu langt Kína stjórn líklega treystir sér að teygja sig til móts við núverandi landstjórnendur Bandaríkjanna.
Það getur þítt, að möguleikar til samkomulags séu litlir sem engir, nema að Washington einhverntíma í ferlinu - framkvæmi stórt bakk.
--Ætli Trump og Lighthizer gætu hugsað sér slíkt, eftir hástemmdar yfirlýsingar?
M.ö.o. virðast mér líkur á viðskiptastríði svo lengi sem Trump er á valdastóli.
Það komi þá væntanlega í hlut næsta forseta að semja að nýju.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning