28.3.2018 | 10:03
Óvíst að fundur Kim Jong Un og Donalds Trump leysi kjarnorkudeiluna
Skv. fréttum virðist leiðtogi NK og Bandaríkin hafa mjög ólíkar hugmyndir um hvað átt er akkúrat við með "denuclearification" sem mætti nefna - afkjarnorkuvæðingu.
Hugmynd stjórnvalda í Washington virðist í þá átt, að gereyða öllum mannvirkjum sem notuð hafa verið þar á meðal kjarnorkuverum, og auðvitað sama gildi um eldflaugaprógramm NK að gereyða öllum mannvirkjum sem og verksmiðjum sem framleiða eldflaugar - - m.ö.o. gera það nær ómögulegt fyrir NK að endurræsa sín prógrömm aftur síðar.
Í forsetatíð Bills Clinton 1993-2003, var önnur kjarnorkukrísa, og hún var leyst á endanum með samkomulagi -- sem ekki gekk það langt að rífa mannvirki, en eldflaugum var eytt og NK þurfti að heimila eftirlits-menn SÞ, sem fylgdust með því að innsigli á mannvirkjum væri óhreifð og höfðu eftirlit með eyðingu kjarnakleifra efna sem og langdrægra eldflauga sem til voru á þeim tíma.
Í forsetatíð George W. Bush, 2001-2009, tókst NK að yfirgefa þetta samkomulag og hefja kjarnorkuvæðingu og eldflaugavæðingu að nýju -- án þess að Bush forseti brigðist við með þeim hætti sem dygði.
--Virðist sem að ríkisstjórn Bush hafi þá ekki haft afl eða fókus til skilvirkra viðbragða, samtímis og sú ríkisstjórn Bandaríkjanna var að glíma við Talibana í Afganistan og skærustríð í Írak í kjölfar innrásarinnar 2003.
--Rétt að nefna, að Pútín einnig um svipað leiti notfærði sér -getuleysi- Bush stjórnarinnar þegar Bandaríkjaher var önnum kafinn á öðrum slóðum -- og réðst á Georgíu sem þá var vaxandi mikilvægt bandalagsríki Bandaríkjann, í innrás Rússlands gereyddi Rússlandsher að mestu ríkisher Georgíu - og hersat landið um hríð að hluta -- viðbrögð Bush stjórnarinnar voru aftur í því máli, vanmáttug.
Í ljósi þessarar forsögu má væntanlega skilja það, af hverju Washington nú krefst algerrar af-kjarnorkuvæðingar sem má einnig kalla algera af-eldflaugavæðingu a.m.k. þegar kemur að langdrægum eldflaugum -- sem þá mundi einnig fela í sér gereyðingu allra mannvirkja sem notuð hafa verið til framleiðslu hvort sem er kjarnorkusprengja eða langdrægra eldflauga.
--En ef það væri gert, yrði það nær ómögulegt síðar meir fyrir NK -- að hefja með litlum fyrirvara aftur kjarnorkuvæðingu og eldflaugavæðingu.
- Hinn bóginn, gæti stíf krafa Washington leitt til -- einskis samkomulags.
- Því væntanlega, getur Washington ekki mætt móttkröfu Pyongiang -- um trúverðugar öryggis tryggingar fyrir landið.
- Það er þó spurning, hvort Donald Trump getur eftir sínar ítrustu kröfur, til að ná t.d. sambærilegu samkomulagi við NK - og Bill Clinton náði á sínum tíma, eftir mikinn þrýsting einnig þá á NK af hálfu ríkisstjórnar Bills Clinton.
--Sjálfsagt muna margir ekki eftir þeirri eldri kjarnorkudeilu í dag.
Differing views of 'denuclearization' complicate North Korea talks
Russia sees Xi-Kim meeting as important step to resolve Korean crisis
China says Kim pledges denuclearization during friendly visit
Ef marka má fréttir Reuters virðist stuðningur í Kína og Rússlandi, við sambærilega nálgun og náðist fram á sínum tíma í tíð Bills Clinton.
Og forseti SK virðist til í að sætta sig við slíka lendingu, ef það þíddi að sú mikla spenna á Kóreuskaga sem hefur verið sl. ár mundi þá fjara út - málin róast.
- Hinn bóginn, ef Donald Trump heldur ítrustu kröfum til streitu -- gæti aftur litið út fyrir hugsanlegt stríð Bandaríkjanna og NK.
- Og nýverið hefur Donald Trump gert breytingar á sinni ríkisstjórn -- tveir haukar eru nú í mikilvægum ráðherrastöðum, þ.e. John Bolton nú í stöðu Þjóðar-öryggisráðgjafa, en Bolton hefur beinlínis hvatt til kjarnorkuárása á NK - til að eyða getu þess ríkis til að vera ógn við Bandaríkin, ef ekki reynist mögulegt með öðrum hætti að stöðva NK.
--Vart þarf vonandi að nefna, að kjarnorkurárásir á NK - gætu dreift geislavirkum skýjum um allan skagann, eiginlega nær öruggt - en enn verra, geislavirkni gæti dreifst yfir landamærin við Kína -- vart þarf að nefna að það gæti leitt til átaka við Kína. - Trump einnig hefur skipað - Mike Pompeo utanríkisráðherra, og sá er litlu minni haukur en John Bolton.
- Hafandi í huga að Trump sjálfur hefur nefnt möguleikann á kjarnorkuárás af fyrra bragði á NK -- þá er mjög áhugavert að Trump skuli hafa skipað tvo einstaklinga í þetta mikilvægar stöður, sem líklegir væru að styðja slíkar aðgerðir.
Hafandi það í huga, þá gæti -ekkert samkomulag- leitt til stríðs.
Og það stríð, gæti leitt til stríðs við Kína!
--En rétt að nefna að síðast þegar Bandaríkin voru með her í NK - fór her Kína yfir landamæri NK við Kína, og réðist að her Bandaríkjanna þar -- bróðurpartur svokallaðs Kóreustríðs var í reynd stríð Bandaríkjanna og Kína. Í dag ræður Kína yfir kjarnorkuvopnum og langdrægum eldflaugum sem Kína gerði ekki í tíð Kóreustríðs. Landher Kína sem og flugher er hvoru tveggja einnig miklu öflugari í dag en þá.
Sannarlega hef ég bent á það atriði, að Pompeo - Bolton og Trump eru einnig miklir Írans haukar.
En Trump hefur greinilega fókusað á undan á NK, og hann greinilega vill lausn á því máli - áður en hann hugsanlega snýr sér að Íran.
--Mér virðist það sama eiga við og ég sagði um hugsanleg áhrif ráðningar Trumps inn í sína ríkisstjórn, að það auki einnig stríðshættu við NK.
--Það væntanlega einnig þíðir aukna stríðshættu við Kína. En þeir sömu einstaklingar, að auki eru -- Kína haukar. Eiginlega eru Pompeo og Bolton -- haukar gagnvart sérhverjum mótherja Bandaríkjanna, þar á meðal Rússlandi.
Þegar sérstaklega kemur að Bolton -- á orðið "ofstæki" fullkomlega við.
Niðurstaða
Ég held að alls ekki sé enn ástæða að afskrifa stríð Bandaríkjanna og Norður-Kóreu, þrátt fyrir fyrirhugaðan fund Kim Jong Un og Donalds Trump, og tal landstjórnanda NK um - afkjarnorkuvæðingu. En það virðist ósennilegt að Kim samþykki svo róttæka og algera afvæðingu sem ríkisstjórn Bandaríkjanna virðist líkleg að krefjast miðað við orð talsmanna ríkisstjórnarinnar í Washington.
Þá gæti fundurinn endað án niðurstöðu, deilan blossað upp aftur af fullum þunga.
En nú er Trump búinn að ráða tvo afar róttæka einstaklinga í mikilvægar stöður innan ríkistjórnar sinnar - þ.e. t.d. alveg öruggt miðað við hans fyrri orð, að Bolton mundi styðja það að Bandaríkin hæfu af fyrra bragði stríð gagnvart NK. Pompeo gæti verið til í það einnig.
Hafandi í huga að á sl. ári nefndi Trump sjálfur slíkt sem möguleika, og hann er greinilega fókusaður á NK - á undan hugsanlegri deilu við Íran.
Þá gæti verið mjög rík ástæða að tala um hættu á nýju Kóreustríði, ef fundurinn milli Trumps og Kims fer út um þúfur. Og eins og ég benti á, er stríð við Kína alls ekki útilokað í ljósi sögunnar, ef Bandaríkin ákveða að hefja stríð hugsanlega með beitingu kjarnorkuvopna til þess að eyða norðurkóreanska ríkinu.
--En ég sé ekki hvernig Kína getur leitt hjá sér beitingu kjarnorkuvopna á Kóreuskaga, né heldur hvernig Kína gæti leitt hjá sér fulla innrás bandarísks landhers í NK.
Aðvaranir Mattis varnarmálaráðherra Bandaríkjanna (ætli Trump skipti honum ekki út) frá sl. ári að stríð yrði "catastrophic" eiga sannarlega við. En NK mundi án nokkurs hins minnsta vafa beita þeim kjarnorkuvopnum sem NK ætti, í slíkri lokavörn.
Þannig ef bæði Bandaríkin og NK beita kjarnavopnum -- farast sennilega milljónir manna.
Og geislavirk ský ferðast um allan skagann og einnig út fyrir hann -- þau geta borist til Japans, til Kína og hugsanlega til Rússlands -- fer eftir vindáttum.
--Kannski jafnvel til allra ríkjanna samtímis, ef margar kjarnorkusprengingar verða víða um skagann.
Viðbrögð umheimsins við slíku yrði alger hryllingur, ég sé ekki að nokkur stuðningur við aðgerðir Bandaríkjastjórnar ef þær væru þetta hryllilegar yrði til staðar.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:43 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning