Til þeir sem gagnrýna Trump fyrir ákvörðunina að hitta Kim Jong Un

Ástæðan er sú að Trump virðist ekki hafa krafist nokkurra sérstakra fyrirfram trygginga af hálfu Kim Jong Un. Það má því álíta ákvörðun Trumps nokkra eftirgjöf, a.m.k. fyrst á litið.

En allt og sumt sem Kim virðist hafa lofað, er:

  1. Engar kjarnorkutilraunir eða eldflaugatilraunir tímabilið þangað til fundurinn verður haldinn.
  2. Og að N-Kórea mun ekki vera með nokkurn pyrring, þó Bandaríkin haldi áfram að stunda heræfingar með her S-Kóreu - yfir það sama tímabil.

--Að vísu nefndi Kim, að það gæti komið til greina hugsanlega að semja um kjarnorkuvopn og langdrægar flaugar NK - m.ö.o. hvort NK afvopnist.

Donald Trump, Kom Jong Un

screen showing U.S. President Donald Trump, left, and North Korea’s leader Kim Jong Un

Kim græðir á þessu, burtséð frá hvað síðar gerist!

Kim hefur sjálfsagt í 1. lagi grætt, öryggi. En hann veit að Trump er ólíklegur að gríðar til nokkurra drastískra ákvarðana gegn NK - þær vikur eða jafnvel mánuði, sem það tekur að skipuleggja - að fundurinn fari fram.

Trump's condition for Kim meeting is no nuclear, missile test

Kim að sjálfsögðu græðir athygli umheimsins, það er að sjálfsögðu viss sigur NK að forseti Bandaríkjanna hitti hann augliti til auglitis, svona eins og þeir séu jafningjar. Þetta lyftir a.m.k. eitthvað orðstír Kims og NK sjálfrar.

Kim fær á þessum fundi, gríðarlegt tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við heimspressuna. En hún verður þarna öll - og þá ekki bara stærstu nöfnin. Heldur mæta blaðamenn frá fjölda landa, og þar með fjölmiðlum sem við hér þekkjum lítt til en hafa án vafa milljónir lesenda í sínum löndum. Pressa í 3-heims löndum, er ekki endilega eins fyrirfram neikvæð gagnvart sjónarmiðum NK og pressa frá Evr. eða Bandar.

En þau sjónarmið NK - að tiltekin lönd eigi engan einkarétt á kjarnavopnum. Að þetta snúist um öryggi NK. Geta alveg notið samúðar í einhverjum löndum. Kim gæti vel talað til slíkra landa með þeim hætti, að tilgangur NK sé friðsamur -- en að NK þurfi að tryggja öryggi sitt, og fá ásættanlegar tryggingar fyrir því öryggi.

  1. Það er þá spurning hversu mælskur Kim Jon Un reynist vera!
  2. En þ.e. sú áhætta sem Trump hefur tekið, að hann hefur nú veitt Kim Jong Un - stall - "podium" eða sviðsljós.

--Trump getur ekki vitað það fyrirfram, að mælska hans taki mælsku Kims fram.
--Kim þarf ekki annað en að koma fram, líta ekki út eins og skrímsli, ræða um atriði eins og þörf fyrir öryggi -- til að virðast sanngjarn!

Ef Kim gerir þetta rétt, getur hann notfært sér ágætlega tortryggnina sem til staðar er í heiminum gagnvart Bandaríkjunum - ef honum tekst að setja fram sem mörgum virðist sanngjarnar kröfur, og fær síðan hnefann í borðið.
--Þá gæti hann breytt töluvert ímynd þeirrar baráttu sem staðið hefur milli Bandar. og NK - án þess að í raun hafa gefið nokkurt mikilvægt eftir, eða hafa lofað nokkru slíku.

  • Þetta gæti orðið stærsta prófraun Trumps fram að þessu!

 

Niðurstaða

Ég ætla ekki fullyrða að á fundinum verði Trump ofurlyði borinn. En þ.e. sú áhætta sem Trump tekur að fyrir Kim - er það sigur út af fyrir sig það eitt, að fá þennan fund - fá það tækifæri sem í því felst að athygli fjölmiðla alls heimsins verður á þeim báðum um hríð, einstakt tækifæri fyrir Kim að fá athygli á sín sjónarmið - að koma skilningi stjórnvalda NK á framfæri við heiminn, fyrir þau að rökstyðja þ.s. mætti kalla sína hlið. Að það gæti hreinlega verið nægilegur árangur fyrir NK - það eitt og sér að fundurinn fari fram án nokkurs annars sjáanlegs árangurs. Kim m.ö.o. þarf ekki annað en að mæta, nota tækifærið til að halda ræður fyrir blaðamönnum, fá þannig tækifæri til að láta ljós sitt skína. Síðan láta í viðtali við Trump að hugsanlega komi til greina að semja, án þess að lofa í reynd nokkru.

Ég efa að Kim í reynd veiti Trump nokkuð það sem Trump mundi þurfa fá, svo hann geti með sanni líst yfir sigri.

En það getur alveg verið að formlega viðræður hefjist -- það hefur áður gerst t.d. í tíð Bill Clinton. Viðræður sem þá stóðu töluverða hríð, náður á enda fram samkomulagi er NK um tíma virtist sína lit að framfylgja en síðan skipti NK um skoðun eða ætlaði í reynd aldrei í raun og veru.

Það er vandinn, að mjög erfitt er að tryggja nokkra útkomu!
Yfirvöld í NK eru virkilega hálir sem álar!

  • Þau gætu virkilega séð það þannig, þeim hafi tekist að fá Trump að ræða við sig - þá sé hálfur sigurinn í höfn - restin af honum, náist fram smám saman hægt og rólega.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband