Undirritun 11 þjóða á viðskiptasamningi - gefur vísbendingu hvernig þjóðir heims líklega taka viðskiptastríði við Bandaríkin

Um er að ræða svokkallaðan TPP samning sem Trump sagði Bandaríkin frá á sl. ári. En í stað þess að það ónýtti samninginn hafa hinar þjóðirnar 11 samið um breytingar á honum, sem greinilega er lokið skv. fréttum um undirritun hins nýja samkomulags.

Eleven nations - but not U.S. - to sign Trans-Pacific trade deal

 

Málið er að ég held þetta gefi vísbendingu um að afstaða Trumps njóti lítils stuðnings á alþjóðavettvangi!

En meðan Trump bölsótast yfir alþjóðaviðskiptasamningum - þá virðast flestar aðrar stórþjóðir stefna í þveröfuga átt.

  • "The 11 remaining nations, led by Japan and Canada, finalized a revised trade pact in January"
  • "It will enter force when at least six member nations have completed domestic procedures to ratify the agreement."
  • "The final version of the agreement was released in New Zealand on Feb. 21."
  • Australia, Brunei, Canada, Chile, Japan, Malaysia, Mexico, New Zealand, Peru, Singapore and Vietnam.

Það er áhugavert að tvö landanna eru þegar í viðskiptadeilu við Bandaríkin. Með vissum hætti finnst mér þjóðirnar 11 reka Trump langt nef - með því að þjóðirnar skuli hafa ákveðið að standa við samninginn - eftir Trump hraunaði yfir hann.

  1. Það sem þessi lönd líklega eiga öll sameiginlegt, sé að standa uggur af vexti Kína.
  2. En samtímis má segja þau hafni í reynd afstöðu Trumps til alþjóðasamninga - óneitanlega er þetta í og með stuðningsyfirlýsing við alþjóðasamninga módelið.

En mjög áhugavert er að Víetnam rottar sig með Japan og Kanada - en japanskir hermenn voru um hríð í Víetnam. Kanada hefur fram til þessa verið mjög náinn bandamaður Bandar.

En núna eru þessi lönd að rotta sig saman, það virðist a.m.k. einhverju leiti nokkurs konar varnarbandalag í efnahagslegum skilningil

 

Ég held þetta veiti vísbendingu um líkleg viðbrögð annarra þjóða gagnvart hótunum Trumps um viðskiptastríð!

En ég hef verið þeirrar skoðunar, að alþjóðakerfið muni líklega ekki brotna niður - þó svo alþjóðakerfi 4. áratugar 20. aldar hafi brotnað niður í kjölfar Smoot/Hawley tollalaga í tíð Hoovers forseta.

En það ber að nefna að Kyrrahafssvæðið er miklu muna sterkara en áður. Þróuð hagkerfi eru miklu mun fleiri í heiminum.

En síðast en ekki síst - alþjóðasamninga módelið virðist hafa víðtækan stuðning.

Ég held að þjóðirnar fari ekki í hart hverjar við aðra, ef og þegar Trump hefur sitt viðskiptastríð, heldur einfaldlega svari tollum Trumps - hver fyrir sig.

En haldi sig gagnvart hverri annarri við lágtollaumhverfi - en heimili Bandaríkjunum að prófa hátollaumhverfi.

Ég held að það að TPP lifði Trump af, sýni hvaða stefnu aðrar þjóðir eru líklegar að taka.

 

Niðurstaða

Sannast sagna er afstaða Trumps til alþjóðasamninga heimskuleg, og mun verða skaðleg einkum fyrir Bandaríkin sjálf. En viðskipthalli Bandar. sýnir ekki fram á ósanngjörn viðskipti - heldur val bandarískra neytenda. Viðskiptahallinn stjórnast fyrst og fremst af - gengi dollarsins. En vanalega er það hærra þegar vel gengur í bandar. hagkerfinu, og þá vaxa kaup bandarískra neytenda á innfluttum vörum.

  1. En þ.e. engin leið að útiloka viðskiptahalla, nema búa til nokkurs konar "sovéska" samninga.
  2. Þá á ég við, beina skiptisamninga á gæðum milli landa, þ.s. skráð væri nákvæmlega tonn fyrir tonn hvað mætti skiptast og af hvaða varningi akkúrat.

Það þíddi auðvitað skelfilegt skrifræði og væri skelfilega óhagkvæmt.
Mér finnst það merkilegt að svokallaður hægrimaður sé að berjast fyrir - sovésku fyrirkomulagi af slíku tagi.
--Þetta er ekki venjuleg hægri afstaða, alls ekki.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband