25% tollur sem Donald Trump hefur ákveðið að leggja á innflutt stál, mun líklega fækka störfum innan Bandaríkjanna

Ástæðan er einföld, að mun fleiri starfa við starfsemi innan Bandaríkjanna sem notar stál, en þeir sem starfa við það að framleiða stál: Thousands of jobs at risk over tariffs, US manufacturers warn.

  1. "...the National Tooling and Machining Association and the Precision Metalforming Association..." - said in a joint statement: "President Trump campaigned on the promise to protect manufacturing jobs but . . . his plan to impose tariffs will cost manufacturing jobs across the country."
  2. "They added that 6.5m people were employed in the US in businesses that use steel and aluminium, compared to just 80,000 working in the steel industry."

Að sjálfsögðu eru þetta hagsmuna-aðilar, en ég er á því að þessi ábending sé án nokkurs raunhæfs vafa - örugglega rétt.
En risastór stáliðjuver krefjast ekki verulega margra starfsmanna.
Að því leiti virka þau eins og álver sem við þekkjum hér á Íslandi.

Meðan að rökrétt sé að margvísleg framleiðsla hluta úr málmum, skapi miklu mun fleiri störf - líklega í háu margfeldi fleiri.
Þannig að það geti mjög vel verið að munurinn á fjölda starfsmanna milli málmbræðsla og framleiðenda er nota málma, sé þetta gríðarlega mikill.

  1. Þá standast alveg rök framleiðendanna er nota málma, að framleiðslan þeirra verði óhjákvæmilega dýrari, því þeir geti ekki fjárfest í málmum þaðan sem málmar fást gegnt lægsta verðinu.
  2. Meðan að erlendir keppinautar, búi ekki við sama vanda - og geti þar með enn frekar en fyrir toll; boðið vörur sínar á hagstæðari verðum en bandarískir framleiðendur.
  • M.ö.o. bitni tollurinn á samkeppnishæfni bandarískrar framleiðslu, er notast við málma.

--Þar sem störf í geirum er framleiða úr málmum séu miklu mun fleiri, en í málmbræðslugeirum.
--Jafnvel þó hugsanlega fjölgi málmbræðslustörfum - fækki líklega á móti störfum í annarri iðnframleiðslu á móti það mikið, að heilt yfir fækki aðgerð Trumps líklega störfum innan Bandaríkjanna!

Trump to impose steep tariffs on steel, aluminum, stoking trade war talk

 

Niðurstaða

Trump er greinilega annt um bandarísk stálver er árum saman hafa kallað eftir tollvernd. Hinn bóginn, þá sé ég ekki betur en líklega sé umkvörtun samtaka bandarískra iðnframleiðenda er framleiða úr málmum líklega rétt. Nefnilega að í stað hugsanlegra nýrra starfa hjá málmbræðslum komi fækkun starfa líklega í iðnframleiðslu innan Bandaríkjanna er notast við málm til sinnar framleiðslu. Þannig að heildaráhrif tollaðgerðar Trumps líklega verði á þá leið að fækka störfum.

Þetta sýni hve vanhugsaðar tollaðgerðir geta verið skaðlegar.
--Fyrir utan að erlend ríki munu að auki án vafa leggja sambærilegan toll á bandarískan útflutning á stáli, þannig að bandar. stálver líklega missa af útflutningsmörkuðum á sama tíma.

Verndarstefna er sögulega séð yfirleitt ákaflega efnahagslega skaðleg.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Nú er ég sammála þér Einar, Trompið drullaði algjörlega í buxurnar með tollhækkunum á stál og ál.

Þar með hurfu skattalækkanir á fyrirtæki og einstaklinga.

Síðasta mánuð hefur Trompið klúðrað í aðal málunum sem að hann hefur komið að, svo sem að stinga upp á því leifa tæpum 2 miljonum ólöglegra innflytjenda greiðan aðgang að USA ríkisborgara rétti.

Svo dettur Trompinu í hug að hann geti gengið í hús og gert skotvopn upptæk án þess að hafa leifi frá dómara. Þetta er augsýnilega brot á IV grein svo kölluðu bill of rights, þannig að þessi hugmynd Trompsins að hann geti hagað sér eins og nýi keisarinn í Kína er algjörlega út í hut.

Sem sagt, síðasti mánuður hefur ekki verið góður fyrir Trompið.

MAGA

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 2.3.2018 kl. 13:29

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jóhann Kristinsson, bendi á að ísl. skotvopnalög banna öll hálfsjálfvirk vopn, allar skammbyssur eða litlar handbyssur - auk þess setur takmörk við stærð skothylkja ef ég man rétt 5-skot.

Ég væri persónulega ekki andvígur því að bandar. skotvopnalöggjöf tæki mið af þeirri ísl.
--Á Íslandi fyrir nokkrum áratugum þegar þessi stranga löggjöf var sett, voru vopn gerð upptæk sem eftir það voru óheimil.
**Það voru auðvitað sett lög - það þarf að setja bann í lög.

Eftir það gæti eins og á Íslandi verið veittur frestur t.d. til eins árs að skila öllum slíkum vopnum.
Ef vilji er til þess, mætti veita féskaðabætur á móti, það væri eðlilegt hafandi í huga að það væri upptaka á eign, eðlilega er að bæta skaða með mótgreiðslu.

Ég held vel sé unnt að mæta ákvæðum stjórnarskrár Bandar. -- með svipuðu ákvæði og gildir í Sviss, þ.e. unnt er að eiga hálfsjálfvirka byssu og eða skammbyssu -- ef viðkomandi er í skotvopnafélagi; en þá þarf vopnið alltaf að vera í læstum skáp í hyrslu skotfélagsins ekki heima við hjá viðkomandi -- eigandi má einungis skjóta á skotmörk á klúbbsvæði félagsins.
--Ég hugsa að það mæti ágætlega kröfu stjórnarskrár -- að tryggja að svokallaðar "militas" sem náttúrulega hefur nútíma form í "National Guard" hafi nægt framboð af einstaklingum er kunna með vopn að fara.

Ég er persónulega á því að það sé snargalið í Bandar. eins og hlutir eru í dag -- að menn geti fjárfest í "assault rifle" löglega, breytt honum síðan með "bump stock" í vélbyssu, og þ.e. löglegt einnig.
--Það þíðir einfaldlega það, að byssubrjálæðingar geta alltaf drepið marga í einu.

Ef byssubrjálæðingur getur ekki útvegað sér sjálvirkt vopn, þarf alltaf að færa skotið með handvirkum hætti í skotklefann, hefur einungis 5 skot eða jafnvel þarf alveg að hlaða eftir hvert skot.

Þá greinilega eiga fórnarlömb árása miklu meiri möguleika á að afvopna glæpamanninn.
En ef sá er vopnaður með vélbyssu - getur hann skotið allan hópinn.
Með einungis eitt skot upp í 5 -- getur hópurinn afvopnað viðkomandi fljótt.
--------------------
Varðandi þá einstaklinga sem komu sem börn til Bandaríkjanna.

Þá vonandi veistu að bannað er skv. bandar. stjórnarskrá - að refsa börnum, börn get ekki borið ábyrgð á glæpum sinna foreldra -- það er væntanlega ekki hægt að refsa viðkomandi fyrir þ.s. sá gat ekki borið ábyrð á því sá var barn.
--Þetta líklega þíðir að ekki sé unnt með löglegum hætti vísa þeim úr landi.

Þ.e. örugglega þess vegna að Trump er til í að sættast á að sá hópur sé í landinu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.3.2018 kl. 15:13

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Second amendment rights, það eru lögin sem stjórna í skotvopna eign í USA.

Hef ekki og kem ekki til með að eiga skotvopn, en finnst alveg sjálfsagt að þeir sem vilja eiga skotvopn, fái að gera það.

Finnst það hjákátlegt þegar fólk telur eitthvað skotvopn sé eitthvað meira svokallað “assult skotvopn” frekar en eitthvað annað. Öll skotvopn geta drepið fólk, þar af leiðandi eru öll skotvopn “assult skotvopn”.

Ef fólk vill breita stjórnarskrá USA, þá er það hægt. Af hverju gerir fólk I USA það ekki ef það er mikill meirihluti í USA sem eru á móti eign skotvopna. Sennilega,af því að vinstravælið um að meirihluti vilji afnema eign skotvopna, er ekki fyrir hendi.

Nú er það svo að það eru fleirri sem eru drepnir með hníf heldur en með AR-15, eigum við þá að banna hnífa líka og kalla hnífa assult hnífa?

það eru fleirri sem deyja í baði en eru drepnir með AR-15, eigum við þá að banna að fólk fari í bað?

Svona mætti lengi telja, ég held að flest allir viti að það eru hættur alstaðar og við þurfum ekki Nanny State til að stjórna okkur, við getum séð um okkur sjálf betur en Nanny State.

Utburðarvæl vinstraliðsins um að það þurfi að setja lög og banna allan andskotan er afskaplega leiðigjarnt og fólk er farið að sjá í gegnum þetta leiðindarvæl vimstralyðsins.

Flórída vandamálið þurfti ekki að verða að veruleika, ef Nanny State hefði gert vinnuna sína, en svo var ekki og 17 manns létu Lífið. Ef kennarar hefðu verið vopnaðir og af því að Nanny State gerðu ekki vinnuna sína, þá hefði þessi vesæli ræfill mist Lífið áður en að náði að fella 17 manns.

Hættu þessu utburðavæli um skotvopn Einar og augljóslega fyrirlitningu þína á USA, snúðu þér að vandamálum Íslendinga.

MAGA

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 4.3.2018 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband