Trump enn í vandræðum með dómara - útkoman sennilega veikir stöðu Trumps

Trump var alls ekki kátur:

"Nothing’s as bad as the 9th Circuit," - "It’s really sad when every single case filed against us is in the 9th Circuit. We lose, we lose, we lose and then we do fine in the Supreme Court," - "But what does that tell you about our court system? It’s a very, very sad thing."

Kannski smávegis hofmóðugt, að líta það áfellisdóm á sjálfu dómskerfi landsins, að eiga í erfiðleikum með að sannfæra dómara landsins.

En það sem Hæstiréttur hafnaði, var tilraun Trump til að vísa máli - sem enn er til umfjöllunar á millidómstigi, til Hæstaréttar.

Hæstiréttur hafnaði að taka málið yfir án skýringa: US Supreme Court declines to review order

Talsmaður Hvítahússins, tjáði sína óánægju með málalyktir:

"The DACA program -- which provides work permits and myriad government benefits to illegal immigrants en masse -- is clearly unlawful. The district judge’s decision to unilaterally re-impose a program that Congress had explicitly and repeatedly rejected is a usurpation of legislative authority,"

Sannast sagna sé ég ekki að "DACA" hafi verið ólöglegt - enda var það sett til bráðabirgða, og hefði fallið úr gildi um leið og þingið hefði sett lög um málefni þess hóps.

En síðan leið og beið, og engin komu lögin - vegna deilna um málið innan þingsins.
--Trump sagðist hafa slegið "DACA" af vegna þess að það væri hlutverk þingsins að setja reglur um slíka hluti!

En ég veit ekki betur en að ríkið bandaríska hafi frekar víðtækar heimildir til að veita tilskipanir - þegar má færa rök fyrir því, að það skorti lög.
--Enda hefur Trump sjálfur verið iðinn við útgáfu tilskipana.

 

En málið er að útkoman sennilega veikir samningsstöðu Trumps!

Ég held persónulega Trump hafi klárlega slegið "DACA" af til að beita Demókrata þrístingi -- til að samþykkja fjármögnun á veggnum hans.

En sá hópur sem oft í fjölmiðlaumræðu í Bandar. eru kallaðir "dreamers" komu sem börn til Bandar. - skv. vestrænum lagahefðum eru börn saklaus, ekki unnt að refsa þeim.

Brottrekstur í því tilviki gæti talist refsing og hugsanlega brotið grunnreglu.

  1. Málið er að Trump stendur í hörðum deilum við þingdemókrata - vill fá vegginn sinn, en einnig víðtækar breytingar á innflytjendalöggjöf til að draga mjög úr aðflutningi fólks til Bandar.
  2. Mér virðist að útkoma málsins þíði - þ.s. að þá stendur klárlega úrskurður frá millidómstili "9th Circuit Court" í því tilviki - að "DACA" prógrammið starfi áfram, meðan dómsmál er varða réttmæti tilskipunar Trumps um afnám "DACA" eru til umfjöllunar fyrir rétti.
  3. Þ.s. væntanlega tekur það nokkurn tíma. Þá virðist mér samningsstaða Trumps í núverandi deilum um fjárlög - sem hann vill fá inn tilteknar breytingar.
    --Að sú samningsstaða sé klárlega veikt.

Trump stendur þá frammi fyrir því að lokar hugsanlega aftur á ríkið - en án þess að þá geta hugsanlega beitt hótun að reka fólk sem tilheyri "dreamers" til að þrýsta á Demókrata.

  1. Sem auki sennilega líkur þess að málin sigli aftur í lokun.
  2. En Trump virðist halda uppteknum hætti, að hafna öllu samkomulagi sem ekki innihaldi vegginn hans eða þær aðrar breytingar sem hann vill setja í fjárlögin - þar á meðal fleiri landamæraverði.

--Tæknilega geta Repúblikanar og Demókratar myndað sameiginlegan 2/3 meirihluta.

Slíkt hefur gerst a.m.k. einu sinni áður - en flokkarnir hafa virst nærri samkomulagi, en þó af því tagi sem Trump er greinilega enn ósáttur við.

Það á eftir að koma í ljós hvað gerist - en Trump mundi án vafa hrauna yfir þingið ef það afgreiddi málin með slíkum hætti. Ekki þá hlífa Repúblikönum á þingi heldur.

 

Niðurstaða

Það verður forvitnilegt að veita því athygli þegar aftur dregur nær þeim degi sem aftur lokast á ríkið í Bandaríkjunum. En ef Trump tekst áfram að stoppa samkomulag sem ekki uppfyllir hans skilyrði -- gæti lokun blasið við að nýju innan skamms.

En nú án þess að hann geti hótað Demókrötum með "dreamers."

Það gæti leitt til lokunar er gæti staðið í nokkurn tíma hugsanlega, nema auðvitað að 2/3 meirihluti mundi myndast á þinginu - þingið þannig gera Trump hornreka.

En ef lokun stendur nægilega lengi hætta bætur að vera greiddar til bótaþega - þá má reikna með fjölmennum mótmælum aldraðra og fatlaðra við "Capitol." En mig grunar þar frekar, því sennilegar væri að þrístingur á þeim slóðum hefði áhrif.

Það a.m.k. virðist ekki augljóst að Trump hafi betur í þeirri rimmu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband