Robert Mueller sérstakur saksóknari Bandaríkjaþings - halar inn einn stórfisk

Um er að ræða Robert Gates er skv. fréttum virðist hafa gefist upp á slagnum við Mueller, og gert sambærilegt samkomulag "plea bargain" eins og Flynn í desember, þar sem Robert Gates lofar fullri samvinnu við rannsókn Muellers á samskiptum framboðs Donalds Trumps við aðila tengdum ríkisstjórn Rússlands mánuðina og vikurnar fyrir forsetakosningar 2016.

Paul Manafort og Robert Gates

Paul Manafort and Richard Gates arrive at the Prettyman Federal Courthouse for a bail hearing November 6, 2017 in Washington, DC.

Former Trump campaign aide pleads guilty in Russia probe

Á föstudag var sagt frá því Mueller hefði lagt fram nýjar kærur á hendur Gates og Paul Manafort: Fyrrum kosningastjóri Donalds Trumps - sætir viðbótar ákærum, ásamt kollega hans sem einnig var starfsmaður framboðs Trumps.

Báðir þeir Gates og Manafort gegndu trúnaðarstörfum fyrir framboð Trumps, þar á meðal var Manafort um tíma - kosningastjóri. En Gates virðist hafa séð um daglegan rekstur framboðsins - gert það áfram eftir að Manafort hætti á sínum tíma. Gates veit örugglega margt!

  1. "Rick Gates, pleaded guilty on Friday to conspiracy against the United States and lying to investigators, and he is cooperating with a federal probe into Russia’s role in the election."
  2. "The plea increases pressure on Paul Manafort, who was Trump’s campaign manager for five months in 2016, to also seek a plea deal." - "However, Manafort said in a statement issued after Gates’ plea deal that he maintained his innocence."

Manafort er greinilega harður nagli - en augljóslega sverfur nú harkalega að honum, þegar samstarfsmaður hans - hefur samþykkt tilboð Muellers, að játa sekt - veita fulla samvinnu, gegnt vægari dómi síðar meir!
--Eins og ég benti á í færslu minni sl. föstudag, ætlar Mueller sér greinilega að draga þá báða að landi.
--Þ.e. alveg hugsanlegt, að samningar séu í gangi milli fulltrúa Muellers og lögfræðings Manaforts - að einfaldlega hafi Manafort ekki náð fram samningi við Mueller, sem honum líki.

Það eru auðvitað vangaveltur - en þó klárlega rökréttar slíkar!

 

Aðilar í Hvítahúsinu hafa svarað fjölmiðlum að kærurnar gegn Gates og Manafort tengist ekki Trump með nokkrum hætti!

Vissulega rétt, hinn bóginn - hef ég haft á tilfinningunni, að Mueller væri að bauna þeim kærum að Gates og Manafort -- sem hann teldi bestar líkur á að stæðust.
--Samkomulagið við Flynn á sínum tíma hafi snúist um fulla samvinnu við rannsókn Muellers á tengslum framboðs Trumps við rússneska aðila tengda stjórnvöldum Rússlands.

Ég á von á því að Gates hafi samþykkt einnig að veita fullar upplýsingar um allt tengt þeirri rannsókn Muellers -- þannig að þó kærurnar sem hingað til hafa fram komið tengist ekki með nokkrum beinum hætti akkúrat þeirri rannsókn; sé tilgangur Muellers líklega samt sá að knýja aðila er voru hátt settir innan Framboðs Trumps - til þess að veita einmitt upplýsingar um það akkúrat hvað þar fór fram!

Sem þíði að ég held að Mueller væri ekki að þessu, ef hann teldi sig ekki geta með því hugsanlega náð í gegnum þær tilraunir - einhverju tangarhaldi á sínu rannsóknar-viðfangsefni.

Nokkur fjöldi Repúblikana hafa hvatt Trump til að veita öllum þeim sem eru undir fókus Muellers, fulla forseta náðun: Conservatives urge Trump to grant pardons in Russia probe.
--Það sem þeir leggja til, er náðun fyrirfram!

  1. Ég er ekki viss þó að heimild forseta nái til þess að náða fyrir það sem ekki hefur áður verið dæmt. Og er alls óvíst að dómur falli um.
  2. Síðan hefur verið bent á að forsetanáðun getur verið tvíeggjuð.

Því náðun þíðir einnig, að viðkomandi getur opnað sig upp á gátt - sagt frá án þess að eiga nokkurt á hættu.

M.ö.o. Trump þyrfti að hafa mjög mikið traust til þeirra - sem hann hugsanlega veitti slíka opna náðun fyrir allt sem hann kann að hafa gert sem stangast hugsanlega við lög meðan sá vann að framboði Trumps.
--Auðvitað gæti því fylgt nokkur pólitísk áhætta fyrir Trump.

 

Niðurstaða

Greinilega er Robert Mueller á skriði við það að draga inn þá aðila sem voru háttsettir innan framboðs Donalds Trumps - áður hafði Michael Flynn seint í desember 2017 gert sambærilegt samkomulag við Mueller. Næstur í röðinni er greinilega Paul Manafort, rökrétt virðist því að ætla að starfsmenn Muellers einbeiti sér að því að herða sem mest skrúfurnar á hann - en hann hefur um skeið verið að berjast við starfsmenn Muellers fyrir rétti, á föstudag var kærum gegn honum fjölgað - það mundi ekki koma mér á óvart ef Mueller reynir að fiska fram eitthvað meira á hann. En lokamarkmið gagnvart Manafort er líklega, að fá hann einnig til að gera samkomulag fulla samvinnu gegnt að einhverju leiti vægari refsingu.
--En ef marka má fjölmiðla ætlar Manafort bersýnilega að berjast áfram a.m.k. um einhverja hríð.

En ef Mueller tekst að hala inn Manafort einnig, þá verður hann væntanlega kominn með afar umfangsmikla vitneskju um það hvað akkúrat fór fram milli næstu ráðgjafa Trumps og Trumps sjálf, síðustu mánuðina og vikurnar fyrir kosningar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Vondi

Ég er ekki viss þó að heimild forseta nái til þess að náða fyrir það sem ekki hefur áður verið dæmt. Og er alls óvíst að dómur falli um.

Að sjálfsögðu gerir hún það. Svipað hefur gerst áður: sjá Ford og Nixon.

En í greinini er að finna þetta:

Gates had been potentially facing decades in prison on much more serious charges, including bank fraud and conspiracy to launder money. Under the charges he pleaded guilty to, he faces a maximum sentence of nearly six years.

Ætli karlinn sé tilbúinn til að skreyta svolítið til þess að Mueller fái að heyra það sem hann vill? Þrátt fyrir allt hefur Mueller þegar notast við málaskjal Steeles sem er eins og menn vita lygaskjal borgað af Demokrötum.

Egill Vondi, 24.2.2018 kl. 23:49

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Egill Vondi, Steele hið fyrsta er fyrrum leyniþjónustumaður breskur. Hann falbauð þær upplýsingar sem hann sagðist búa yfir til margra aðila í Bandaríkjunum -- Demókratar voru einungis meðal margra er keyptu -- þar á meðal fjöldi fjölmiðla innan Bandar. Repúblikanar sjálfsögðu fengu sitt eintak.
--Að sjálfsögðu eðlilega skoðaði FBI þau gögn sem hann sagðist hafa, en rökrétt voru þau þess eðlis að engin leið var að sanna af eða á um sannleiksgildi þeirra -- ég hef enga trú um að þau séu grundvöllur núverandi rannsóknar; enda var sú rannsókn löngu hafin - áður en herra Steele falbauð sín gögn þó ekki á þeim punkti væri búið að ráða Mueller.
**Skemmtileg tilraun til að dreifa málinu, að láta sem að gögn herra Steele skipti einhverju verulegu máli.
--Það liggur algerlega fyrir staðfest, að tiltekinn fundur fór fram í Trump turni - þ.e. ekki neitað; en umdeilt akkúrat hvað fór fram á þeim fundi -- staðfest gögn sýna þó fram á að sá rússneski aðili er mætti á þann fund kom til hans til að bjóða gögn er áttu að koma Clinton illa. Hinn bóginn, neitar Trump yngri, Kushner og Manafort - að kaup/sala gagna hafi farið fram.
**Ég á von á því að tilgangur Muellers m.a. sé sá að sanna að kaup/sala hafi farið fram.
**Þess vegna sé hann að elta Manafort - þess vegna sé hann að fara á hvern aðilann innan framboðs Trump hvern á fætum öðrum.

"Ætli karlinn sé tilbúinn til að skreyta svolítið til þess að Mueller fái að heyra það sem hann vill?"

Ha, ha - auðvitað, næst verður reynt að kalla hann lygamörð. En Mueller er fyrrum yfirmaður FBI - hefur lengi starfað sem lögfræðingur einnig sem saksóknari -- hann ætti að þekkja hvernig þessi mál virka. Að sjálfsögðu keypti hann ekki neitt nema að Gates hefði e-h í pokahorninu, til að sýna fram á að hann færi ekki með fleipur - eða það mundi maður ætla að maður með áratuga reynslu mundi tryggja.
--Auðvitað stendur samkomulagið ekki ef Gates væri staðinn að lygum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.2.2018 kl. 05:12

3 Smámynd: Egill Vondi

Einmitt það, Mueller er lögga, þess vegna er allt sem hann gerir á tæru. En það verður varla sagt að gögn Steele séu ekki mikilvægar í þessu sambandi, né heldur að það sé verið að dreifa málinu með því að minnast á það. Hlerunin sem FISA dómstóllinn heimilaði hefði varla verið leyfð nema með málaskjölum Steele - málaskjölum sem voru uppspuni. Og svo þetta:

Mueller Still Relying on Discredited Steele Dossier

https://www.realclearinvestigations.com/articles/2018/02/20/robert_mueller_continues_using_the_steele_dossier.html

Punkturinn er sá að Mueller hefur sýnt að hann er ekki eins rammheiðarlegur eins og menn vilja halda fram.

--Það liggur algerlega fyrir staðfest, að tiltekinn fundur fór fram í Trump turni - þ.e. ekki neitað; en umdeilt akkúrat hvað fór fram á þeim fundi -- staðfest gögn sýna þó fram á að sá rússneski aðili er mætti á þann fund kom til hans til að bjóða gögn er áttu að koma Clinton illa. Hinn bóginn, neitar Trump yngri, Kushner og Manafort - að kaup/sala gagna hafi farið fram. 

En einmitt þess vegna er málið um Steele mikilvægt. Það er ekki umdeilt að Clinton hafi borgað fyrir umfjöllun Steeles og að málagögn Steeles hafi tengst Rússum. Það er sýnt og sannað að kaup og sala við Rússa hafi einmitt farið þar fram, og að Clinton sé því sekari en Trump. Og það er einungis toppur ísjakans:

https://www.realclearpolitics.com/articles/2018/02/22/the_paradoxes_of_the_mueller_investigation_136333.html

Ha, ha - auðvitað, næst verður reynt að kalla hann lygamörð. En Mueller er fyrrum yfirmaður FBI - hefur lengi starfað sem lögfræðingur einnig sem saksóknari -- hann ætti að þekkja hvernig þessi mál virka. Að sjálfsögðu keypti hann ekki neitt nema að Gates hefði e-h í pokahorninu, til að sýna fram á að hann færi ekki með fleipur - eða það mundi maður ætla að maður með áratuga reynslu mundi tryggja.

Hinn möguleikinn er sá að hann er undir miklum pólitískum þrystingi til að koma höggi á Trump, eða jafnvel pólitískur maður sjálfur, og er því að teygja lopann eins lengi og hann getur í þeirri von um að Repúblíkanar missi stjórn á þinginu, og að Demokratar geti því vikið Trump úr forsetastól, með eða án sannana.

Egill Vondi, 25.2.2018 kl. 13:21

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Egill Vondi, "Það er ekki umdeilt að Clinton hafi borgað fyrir umfjöllun Steeles" -- síðan hvenær?

Eins og ég benti á, keyptu fjölmargir aðilar gögnin af Steele -- þ.e. ekki það sama og hafa fjármagnað hann. Hann kom fram -- lak áhugaverðu í fjölmiðla. Síðan sagðist hafa mun meira í farteskinu -- bauð allan bunkann til kaups.
--Fjöldi aðila keypti þá pakkann!

"Það er ekki umdeilt að Clinton hafi borgað fyrir umfjöllun Steeles og að málagögn Steeles hafi tengst Rússum."

Sannast sagna efa ég að Clinton hafi sjálf keypt þau - hún hefði vitað að það væri ekki löglegt. En flokkurinn keypti þau án vafa -- ekki ósennilegt að framboð hennar hafi fengið að sjá þau.
--Hinn bóginn, var Steele þá búinn að leka þeim gögnum mikil til - til fjölmiðla.

Og nokkrir fjölmiðlar að auki- höfðu keypt allan pakkann, og birt í heilu lagi.
--Ég sá það á netinu.

Eftir að pakkinn var lekinn á netið hvort sem er -- er erfitt að hengja Clinton fyrir það, að hafa einnig séð þau skjöl. Þá er þetta lagalega ekki lengur neitt!

Spurning hvern ætti að hengja -- þá þyrfti einnig að lögsækja alla fjölmiðlana er voru búnir að birta að hluta eða í heild, en þeir voru fjölmargir.

"...né heldur að það sé verið að dreifa málinu með því að minnast á það..."

Það er einmitt málið, að verið er að dreifa málinu - með því að tönnslast á gögnum Steele -- þau skipta engu máli varðandi þá rannsókn sem er í gangi.
--Akkúrat, skipta nákvæmlega engu máli -- vegna þess að þ.s. hann heldur á lofti varðandi hluti sem gerðust í Rússl. er engin leið að sanna af eða á -- kannski áhugavert; en ekki atriði sem raunhæft er að rannsaka!

Til þess þyrfti samvinnu rússn. stjv. og gagnkvæmt traust - sem klárlega getur ekki verið til staðar, meðan rússn. stjv. eru sjálf - málsaðili.

"Punkturinn er sá að Mueller hefur sýnt að hann er ekki eins rammheiðarlegur eins og menn vilja halda fram."

Því hafna ég fullkomlega sem staðlausum stöfum. Vandinn við málið allt -- eru þessar pólit. sprottnu ásakanir.
Og ég meina, þær ásakanir er beinast að FBI - CIA og dómsmálaráðuneytinu.
--Sjálfsögðu er pólitík á hinni hliðinni líka - en engin ástæða að ætla hið minnsta að rannsóknin á Trump sé að nokkru leiti pólit. sprottin.

Það kalla ég - aðdróttanir að heiðarlegum starfsmönnum hins opinbera - sem hafa það hlutverk, að gæta hagsmuna almennings þegar pólitíkusar eiga það til að vera óheiðarlegir.
--Ég kalla Trump alls ekki fífl -- en hann hefur langa viðskiptasögu, eftir hann liggja margir aðilar sárir eftir viðskipti við hann - þegar hann hefur ítrekað sett félög í þrot, síðan skilið mikinn fj. viðsk. aðila eftir með stórfé í tapi.

Maðurinn er harður nagli -- hann er óvitlaus -- en samtímis er hann þess efnis, að hann er óvandur af meðölum.
Þannig að áskanirnar eru atriði sem ég get trúað honum til, vegna þess að í ofanálag, þá leggur hann allt í sölur til að vinna.
--Hann hélt lengst af að hann mundi tapa kosningabaráttunni, þess vegna trúi ég því fullkomlega á hann, að hann hafi verið að versla "dirt" hvar sem hann gat hugsanlega fundið slíkt -- og það geti verið þ.s. hann hefur lengi stundað rússl. viðsk. að hann hafi beitt hugsanlega samböndum þar, til að aðstoða sína kosningabaráttu.
--Þetta rúmast allt innan þess ramma, sem ég get trúað Trump til.

Ekki vegna þess að ég styðji endilega Demókrata - heldur vegna þess að ég held vegna þess að ég veit eitthvað um hans langa feril, að hann beitir gjarnan ítrustu hörku og brögðum til að vinna.
--Ég kem ekki auga á nokkra skynsama ástæðu til að efast um, að full ástæða sé til að rannsaka Trump, þar af leiðandi.

"Hinn möguleikinn er sá að hann er undir miklum pólitískum þrystingi til að koma höggi á Trump, eða jafnvel pólitískur maður sjálfur, og er því að teygja lopann eins lengi og hann getur í þeirri von um að Repúblíkanar missi stjórn á þinginu"

Mueller er ekki pólitískur - allar skýringar í þá átt eru ekki þess virði að íhuga þær. Hann er gamall íhaldsmaður - skipaður af Bush á sínum tíma, eins og átti einnig við um Comey.
--Það að Comey var síðar meir endurráðinn af Obama, markaðist af því að þá gat Obama ekki skipað sinn mann - vegna þess að Demókratar höfðu misst þingmeirihluta.

Báðir gamlir Repúblikanar - sem síðan köstuðu flokkskírteininu - eftir að þeim bar að vera hlutlausir. Ekki sé ástæða að ætla að þeir séu aðdáendur Trumps -- en alls engin ástæða að ætla þeir séu frekar stuðningsmenn Demókrata.
--Þessar ásakanir allar séu pólit. subbuskapur að mínu mati, þ.e. pólit. sprottnar ásakanir er beinast að Comey og Mueller.

Það sé verið að gera tilraun til að skapa "narrative" eða sögusagnir - til þess að hafa áhrif á áheyrendur meðal almennings, til þess að rugla þá áheyrendur í ríminu -- þetta er eldgömul aðferð.

    • Sannast sagna veit enginn hvaða gögn þetta voru akkúrat sem þeir áttu að hafa keypt -- vegna þess að enginn veit hvort nokkuð af því var birt, a.m.k. komu þau aldrei fram í heild.
      --Né veit nokkur hvort þeir keyptu nokkuð af rússn. lögfræðingnum.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 25.2.2018 kl. 22:20

    5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Áhugaverð ný frétt: 

    Supreme Court rejects Trump over 'Dreamers' immigrants
    https://www.reuters.com/article/us-usa-court-immigration/supreme-court-rejects-trump-over-dreamers-immigrants-idUSKCN1GA1UO.

    In setback for Trump administration, Supreme Court declines to enter controversy over ‘dreamers’: https://www.adn.com/nation-world/2018/02/26/supreme-court-turns-down-trump-appeal-to-end-protections-for-dreamers/.

    Málið virðist þó enn í gangi.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 26.2.2018 kl. 15:14

    6 Smámynd: Egill Vondi

    "Það er ekki umdeilt að Clinton hafi borgað fyrir umfjöllun Steeles" -- síðan hvenær?

    Þetta er út um allt á netunu:

    https://www.nytimes.com/2017/10/24/us/politics/clinton-dnc-russia-dossier.html

    Fleiri upplýsingar var að finna í hlekkjunum sem ég gaf að ofan, hví ekki kíkja á þá?

    Sannast sagna efa ég að Clinton hafi sjálf keypt þau - hún hefði vitað að það væri ekki löglegt. En flokkurinn keypti þau án vafa -- ekki ósennilegt að framboð hennar hafi fengið að sjá þau. --Hinn bóginn, var Steele þá búinn að leka þeim gögnum mikil til - til fjölmiðla.

    Hún ekki bara keypti þau heldur fjármagnaði þau áður en þau voru orðin til.

    Það er einmitt málið, að verið er að dreifa málinu - með því að tönnslast á gögnum Steele -- þau skipta engu máli varðandi þá rannsókn sem er í gangi.

    Þetta skiptir máli að því leytinu að búið er að sýna að Clinton hafi gert það sem Trump sætir rannsókn fyrir að hafa gert - og það kom í ljós sem aukaáhrif af rannsóknini á Trump! Samt gengur hún laus, og hann er sakaður um landráð af hinum og þessum.

    Því hafna ég fullkomlega sem staðlausum stöfum. Vandinn við málið allt -- eru þessar pólit. sprottnu ásakanir.... Það kalla ég - aðdróttanir að heiðarlegum starfsmönnum hins opinbera.

    Heyrðu nú, menn eru ekki yfir það hafnir að vera gangrýndir, né heldur að liggja undir grun bara vegna þess að þeir eru opinberir starfsmenn. Sjá einnig hlekkina í færsluni minni að ofan. FBI er engan vegin fullkomin stofnun, né starfa þar englar.

    Maðurinn er harður nagli...

    Ég sé enga ástæðu til að véfengja greiningu þína á Trump, en það merkir ekki út af fyrir sig að menn eiga að gera ráð fyrir hinu versta um hann. Aukinheldur vil einnig benda á að sams konar greiningu má gera á Clinton.

    Mueller er ekki pólitískur - allar skýringar í þá átt eru ekki þess virði að íhuga þær. Hann er gamall íhaldsmaður - skipaður af Bush á sínum tíma, eins og átti einnig við um Comey. --Það að Comey var síðar meir endurráðinn af Obama, markaðist af því að þá gat Obama ekki skipað sinn mann - vegna þess að Demókratar höfðu misst þingmeirihluta ---Báðir gamlir Repúblikanar - sem síðan köstuðu flokkskírteininu - eftir að þeim bar að vera hlutlausir. Ekki sé ástæða að ætla að þeir séu aðdáendur Trumps -- en alls engin ástæða að ætla þeir séu frekar stuðningsmenn Demókrata.--Þessar ásakanir allar séu pólit. subbuskapur að mínu mati, þ.e. pólit. sprottnar ásakanir er beinast að Comey og Mueller.

    Hvort þeir eru íhaldsmenn eða ekki skiptir minna máli í þessum kosningum, enda voru margir Repúblíkanar sárir yfir því að Trump vann kosningarnar - svo sem John McCain, Lindsey Graham, sem og margir aðrir. Margir í embættismanna stéttini voru einnig slegnir og litu á Trump sem vandræðamann sem væri illstjórnanlegur.

    Það sé verið að gera tilraun til að skapa "narrative" eða sögusagnir - til þess að hafa áhrif á áheyrendur meðal almennings, til þess að rugla þá áheyrendur í ríminu -- þetta er eldgömul aðferð.

    Það sama má segja um meinloku fjölmiðla á borð við CNN og NBC sem tönglast á þessu Rússamáli þegar engar sannanir um Trump eru komnar fram. Samt hefur þessum fjölmiðlum tekist að sannfæra marga í BNA um að Trump sé örugglega svikari við þjóð sína.

    Sannast sagna veit enginn hvaða gögn þetta voru akkúrat sem þeir áttu að hafa keypt -- vegna þess að enginn veit hvort nokkuð af því var birt, a.m.k. komu þau aldrei fram í heild. --Né veit nokkur hvort þeir keyptu nokkuð af rússn. lögfræðingnum.

    Ég veit ekki alveg hvern þú ert að tala um hérna.

    Egill Vondi, 26.2.2018 kl. 20:40

    7 Smámynd: Egill Vondi

    Afsakaðu, hér vantaði einn hlekk:

    https://www.investors.com/politics/editorials/memo-fbi-used-tainted-steele-dossier-paid-for-by-hillary-clinton-as-reason-to-spy-on-trump/

    Egill Vondi, 26.2.2018 kl. 20:44

    8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Egill Vondi, - "Þetta skiptir máli að því leytinu að búið er að sýna að Clinton hafi gert það sem Trump sætir rannsókn fyrir að hafa gert - og það kom í ljós sem aukaáhrif af rannsóknini á Trump! Samt gengur hún laus, og hann er sakaður um landráð af hinum og þessum."

    Ekki nákvæmlega sami hluturinn - 1)Er Steele Breti áður í leyniþjónustu Breta. 2)Trump er sakaður um að hafa ætlað að kaupa "dirt" af lögfræðingi í tengslum við stj. Rússlands.
    --Mér virðist alveg klárt, að menn líti ólíkum augum - tengls við bandamann Bandaríkjanna, eða annan höfuðandstæðing Bandaríkjanna í heimsmálum.

    Ef Trump hefði reynt að versla þetta af frönskum aðila eða kanadískum -- er ólíklegt að FBI og CIA hefðu hafið rannsókn!
    --En um leið og þetta eru Rússlands-tengsl, verður það að máli er varðar hugsanlega öryggi ríkisins.

    Fyrrum breskur leyniþjónustumaður er ekki sjálfkrafa álitinn hugsanleg öryggisógn, fyrir utan að hann kvá enn hafa sambönd innan CIA.

      • Landráðabrigsl spretta mun síður fram, vegna tengsla við aðila frá mikilvægu bandalagsríki -- en ef um er að ræða tengsl sem hugsanlega eru metin grunsamleg við stjv. óvinaríkis eða a.m.k. höfuðkeppinauts í heimsmálum -- eru landráðabrigsl a.m.k. ekki sögulega óvenjuleg.

      Allir sæmilega hugsandi ættu að geta séð muninn á því að kaupa "dirt" af rússn. stjv. -- vs. að fjármagna "dirt" með því að nota fyrrum leyniþjónustumann mikilvægs bandalagsríkis, þegar kemur að pælingum um hugsanleg landráð.

      "Heyrðu nú, menn eru ekki yfir það hafnir að vera gangrýndir, né heldur að liggja undir grun bara vegna þess að þeir eru opinberir starfsmenn...FBI er engan vegin fullkomin stofnun, né starfa þar englar."

      Nema, að fram að þessu - hefur enginn nefnt sosum eina góða ástæðu fyrir því, að það ætti að hafa helstu öryggisstofanir bandaríska ríkisins undir grun.
      --Svo ég endurtek mína höfnun á pólitískt sprottnum aðdróttunum.

      Það að enginn sé hafinn yfir gagnrýni - er ekki ein og sér næg ástæða, fyrir þeirri klárlega pólitískt sprottnu aðför sem hefur nú í rúmt ár verið í gangi gagnvart - tilteknum lykilstofnunum Bandaríkjanna.
      --Að mínu mati sé sú aðför gríðarlega slæm fyrir bandaríska hagsmuni, eiginlega aðför að þeim - því með þeirri pólit. aðför, sé vísvitandi grafið undan trausti almennings á þeim stofnunum, sem geti skaðað þeirra starfa til margra ára eftir að núverandi málum er lokið.

      "Hvort þeir eru íhaldsmenn eða ekki skiptir minna máli í þessum kosningum, enda voru margir Repúblíkanar sárir yfir því að Trump vann kosningarnar - svo sem John McCain, Lindsey Graham, sem og margir aðrir. Margir í embættismanna stéttini voru einnig slegnir og litu á Trump sem vandræðamann sem væri illstjórnanlegur."

      Ítreka, enginn hefur enn nefnt eina góða ástæðu til að gruna þessa aðila um græsku -- ég sé ekkert sem mér virðist ekki passa við skilgreininguna, pólitík -- þegar ég horfi á þær ásakanir er beinast að FBI og Mueller.

      "Það sama má segja um meinloku fjölmiðla á borð við CNN og NBC sem tönglast á þessu Rússamáli þegar engar sannanir um Trump eru komnar fram. Samt hefur þessum fjölmiðlum tekist að sannfæra marga í BNA um að Trump sé örugglega svikari við þjóð sína."

      Það að CIA og FBI meta ástæðu að rannsaka þau mál - segir aðra sögu. Ég hef fullt traust á þeim stofnunum - sé enga ástæðu að efa heiðarleik Mueller eða Comey, enda kem ég ekki auga á nokkurt atriði sem mér virðist í þeirra persónulega fari -- sýna fram á kláran "bias."

      Það er mjög eðlilegt að fjölmiðlar fjalli um rannsóknir á mikilvægum aðilum í bandar. þjóðlífi - ef þær fara fram af hálfu FBI - tala ekki um ef þingið hefur skipað sérstakan rannsóknarsaksóknara til að rannsaka málið frekar.

      Það eina furðulega væri - ef fjölmiðlar væru ekki óskaplega áhugasamir.

      "Ég veit ekki alveg hvern þú ert að tala um hérna."

      Ég er að vísa til gagnanna - sem rússn. lögfræðingur bauð til sölu. Enginn utan við raðir þeirra sem voru háttsettir í "Trump team" vita hvað hugsanlega var boðið til kaup - akkúrat.
      --Enginn augljós leki sem unnt er að bera kennsl á, hefur heldur borist.

      Það er þar með ekki hægt að segja það sannað að kaup hafi farið fram - af hálfu "Trump team" frá rússn. lögfræðingnum, sem máli kunnug var rússn. stjv.
      --En mér finnst ekkert undarlegt við það, að slíkt mál vekji athygli CIA og FBI - enda er það eitt af hlutverkum þeirra stofnana, að gæta öryggis ríkisins.

      Við skulum bíða og sjá hvort að eitthvað kemur fram á endanum - það er að sjálfsögðu óvíst. En ég hafna því að sjálfsögðu, að rannsókn sé tilhæfulaus eða ástæðulaus -- ég hefði örugglega gefið svipaðar skipanir ef ég hefði verið yfirmaður FBI og frétt af þess konar tengslum.

      Öryggi ríkisins er alltaf alvörumál - sérstaklega þegar samskipti við hugsanlega óvini ríkisins eiga í hlut.

      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 27.2.2018 kl. 00:41

      9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

      Egill Vondi, mér virðist síðasti hlekkurinn ákaflega "opinionated" en sá sem ritar hann - virðist alls ekki gera ráð fyrir því, að FBI og CIA séu færar um að afla sér eigin upplýsinga; að líta á gögn Steele er ofur eðlilegur hlutur. Það að rannsaka Trump - bendi til þess frekar að þær stofnanir hafi búið yfir gögnum eftir öðrum leiðum.
      --En skv. minu minni var CIA sem fyrst kom með aðvaranir um hugsanleg Rússl. tengsl Trumps.

      Á sama tíma var FBI önnum kafið að skoða mál Clinton.

      En menn eiga ekki sjálfkrafa að gera ráð fyrir því að rannsókn sé tilhæfulaus - þó þeir styðji einhvern tiltekinn pólitíkus. CIA hefur örugglega aðila innan Rússl. sem hefðu ágætlega verið færir um að framkvæma sjálfstæða rannsókn á sömu atriðum - og öðrum.

      FBI fór síðan í kjölfar samskipta við CIA - og vegna upplýsinga er bárust um fund í Trump turni, að rannsaka mál Trumps.
      --Ég sé enga ástæðu að ætla að þær rannsóknir sem FBI vildi gera hafi verið pólit. sprottnar.

      Þvert á móti mundi ég rökstyðja að hegðan t.d. Comey er sneris að rannsókn Clinton, sýni fram á hlutleysi hans.
      Það að FBI hafi síðan ákveðið að einnig rannsaka Trump -- ætti frekar að varpa spurningum upp meðal þeirra er hafa stutt Trump.

      Það er mín skoðun.
      --Mitt traust og FBI stendur óhaggað.

      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 27.2.2018 kl. 00:56

      Bæta við athugasemd

      Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

      Um bloggið

      Einar Björn Bjarnason

      Höfundur

      Einar Björn Bjarnason
      Einar Björn Bjarnason
      Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
      Des. 2024
      S M Þ M F F L
      1 2 3 4 5 6 7
      8 9 10 11 12 13 14
      15 16 17 18 19 20 21
      22 23 24 25 26 27 28
      29 30 31        

      Eldri færslur

      2024

      2023

      2022

      2021

      2020

      2019

      2018

      2017

      2016

      2015

      2014

      2013

      2012

      2011

      2010

      2009

      2008

      Nýjustu myndir

      • Mynd Trump Fylgi
      • Kína mynd 2
      • Kína mynd 1

      Heimsóknir

      Flettingar

      • Í dag (21.12.): 0
      • Sl. sólarhring: 5
      • Sl. viku: 31
      • Frá upphafi: 0

      Annað

      • Innlit í dag: 0
      • Innlit sl. viku: 28
      • Gestir í dag: 0
      • IP-tölur í dag: 0

      Uppfært á 3 mín. fresti.
      Skýringar

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband