6.2.2018 | 00:48
Trump virðist hafa tekist að sannfæra Repúblikana að FBI sé með pólitískt samsæri gegn sér
Þetta kemur úr skoðanakönnun á vegum Reuters/Ipsos sem fjallað var um í frétt Reuters. Það sem er áhugavert við útkomuna er - að Repúblikanar hafa sögulega séð fram að þessu, verið "law and order party" þ.e. sá flokkur sem staðið hefur þéttar að baki þeim stofnunum landsins sem berjast gegn lögbrotum og glæpum, sem og dómstólum landsins.
--Það þarf ekki að fara langt aftur í tímann til þess að sjá yfirgnæfandi stuðning og traust Repúblikana gagnvart FBI.
Most Republicans believe FBI, Justice Dept. trying to 'delegitimize' Trump
- "Nearly 84 percent of Republicans said in a January 2015 Reuters/Ipsos poll that they had a favorable view of the FBI."
--Yfirleitt var það svo, að Demókratar voru tortryggnari gagnvart lögreglustofnunum landsins sem og dómstólum.
--Meðan að Repúblikanar voru frekar sá flokkur, sem stóð vörð um þær stofnanir.
Þetta er því hreint mögnuð breyting sem Donald Trump hefur afrekað!
- "Some 73 percent of Republicans agreed that "members of the FBI and Department of Justice are working to delegitimize President Trump through politically motivated investigations.""
- "The same proportion of Democrats said they believed a competing narrative that "members of the Republican Party and the White House are working to delegitimize the FBI and DOJ in the investigation of Russian tampering in the 2016 presidential election.""
Við skulum aðeins íhuga kenninguna, að FBI-sé tæki Demókrata gegn Trump!
- Af hverju hóf Director Comey þá rannsókn á e-mail máli Hillary Clinton, ef FBI væri raunverulega tæki Demókrata -- ætti manni að virðast svo að FBI hefði fundið leið til að láta ekkert verða af rannsókn?
- Síðan, nokkrum vikum fyrir forsetakosningar 2016 - endurræsti Director Comey að nýju e-mail rannsókn á Hillary Clinton -- þó augljóslega mundi það skaða hennar kosningabaráttu.
--Síðan lauk hann rannsókn aftur nokkrum dögum fyrir kosningar, en þá var örugglega alltof seint fyrir hana að laga þann skaða fyrir hennar kjörmöguleika sem enduropnuð rannsókn hafði framkallað.
- Augljósu ábendingarnar eru þær - að FBI undir stjórn Demókrata, FBI að vinna fyrir Demókrata -- hefði undir engum kringumstæðum, opnað aftur rannsókn á Clinton nokkrum vikum fyrir kosningar.
--Og eins og ég benti á að ofan, líklega þæft það að hefja rannsókn í fyrsta lagi.
Punkturinn er augljós, að það standist ekki að FBI-sé að vinna pólitískt á bandi Demókrataflokksins -- því ef svo væri, væri Hillary Clinton líklega forseti í dag.
En eftir allt saman, var sigur Trumps afar naumur í fjölda ríkja sem hann hafði sigur í -- það virðist fremur sennilegt að enduropnun rannsóknar hafi verið hvað gaf honum sigurinn.
Trump auðvitað þakkaði Comey aldrei fyrir greiðann -- þó svo að ég muni hve kátur Trump var um hríð dagana sem Comey var með rannsóknina opna, þá greinilega skapraunaði það Trump herfilega er Comey lokaði rannsókninni að nýju.
--Jafnvel þó það hafi líklega engu máli skipt, skaðinn fyrir Clinton hafi þegar verið skeður.
Málið er afar einfalt, að ég hafna algerlega þeirri kenningu að FBI sé að vinna með pólitískum hætti gegn Donald Trump.
Aftur á móti er það þekkt aðferð hjá Trump - ófræingarherferðir - hann beitir þeirri taktík, hann var með mjög velheppnaða slíka herferð gegn Clinton á sínum tíma; en málið er að hann hefur beitt slíkum meðölum oft áður.
Ein áhugaverð ófræingarherferð Trumps var gegn Mohawk indíánum, en lög frá 1988 heimiluðu indiánaþjóðflokkum að opna spilavíti á svokölluðum verndarsvæðum - Trump á sínum tíma barðist gegn þeim lögum, í tíð Ronald Reagan.
--Enda sá hann samkeppnina sem ógn við sinn spilavítisrekstur í Atlantic City - þar rak hann á tímabili 2-spilavíti. Bæði urðu gjaldþrota, eitt þeirra tvisvar m.ö.o. 3 gjaldþrot.
Trump stands by casino scandal claim
US presidential campaign: Trumps casino war
Á endanum var herferð Trumps kærð, og málið endaði í dómsátt þ.s. hann greiddi 250þ.$.
"Are these the new neighbors we want?" - "The St Regis Mohawk Indian record of criminal activity is well documented."
Þetta er texti úr einni auglýsingunni -- m.ö.o. íjað var að því að glæpahneigð væri almenn meðal Mohawk, að gestir á verndarsvæðinu gætu ekki verið öruggir.
--Mér fannst þetta alltaf mjög subbuleg nálgun hjá Trump.
--Þetta er auðvitað langt síðan!
En punkturinn er sá, að mér virðist Trump enn beita sömu aðferðum!
M.ö.o. ef honum finnst að sér vegið - leitar hann allra leiða til að skaða orðstír þess eða þeirra, sem hann telur ógna sinni stöðu!
Þetta hafi hann ítrekað gert í sínum viðskiptum - hegðan hans sem forseti, sé einfaldlega í takt við hvað sennilega er orðið að venju hjá honum, er hann sjái eitthvað sem ógnar honum.
- Herferð Trumps gegn FBI, Dómsmálaráðuneytinu og CIA -- sé klassískur Trump, m.ö.o.
--Greinilega kann Trump sitt fag þegar kemur að ófræingu, þ.s. greinilega er þetta mjög umtalsvert að virka hjá honum.
--Trump sé ófyrirleitinn, og að mörgu leiti tel ég fullkomlega samviskulaus -- en á sama tíma sé hann mjög fylginn sér, alls ekki heimskur í sinni ófyrirleitni.
--En með ófræingarherferð sinni gegn FBI, dómsmálaráðuneytinu og CIA, sé hann að sá efasemdum innan þjóðfélagsins gegn mikilvægum grunn stofnunum, til þess að vernda sjálfan sig.
Þær efasemdir sem hann hefur sáð, geta átt eftir að valda þeim stofnunum langvarandi skaða.
En ég er ekki í nokkrum vafa, að Trump er að þessu, til þess að sá vafa hjá sem flestum gagnvart því ef Trump fær slæma niðurstöðu - t.d. einhver nærri honum er kærður.
--Tilgangur Trumps sé að verja sjálfan sig.
--Það geti vel virkað, að honum takist að fá marga til að trúa því að þeir sem standa honum nærri séu saklausir m.ö.o. beittir rangindum, þannig frýjað sjálfan sig tjóni hvað stuðning áhrærir.
En á hinn bóginn, þá skaðar hann mikilvægar grunn stofnanir sem hafa veg og umsjón með því að viðhalda lögum og rétti í Bandaríkjunum.
--Ég get ekki ímyndað mér t.d. að Ronald Reagan hefði nokkru sinni gert nokkuð því um líkt.
--Að vísvitandi leitast við að veikja FBI og dómsmálaráðuneytið, sem og CIA -- allt samtímis.
Þegar Trump ver sjálfan sig -- þá hreinlega virðist honum standa fullkomlega á sama, hvað er í veginum eða hvað fær að finna fyrir því.
Niðurstaða
Þetta er eiginlega eitt af því sem ég er mest ósáttur við varðandi Trump - hvernig hann skipulega ófrægir langsamlega líklegast fullkomlega að saklausu mikilvægar grunnstofnanir Bandaríkjanna -- í því markmiði að verja eigið skinn.
--Einhvern tíma hefðu Repúblikanar sjálfir verið fremstir í flokki að fordæma slíka hegðan.
--En áður fyrr þá stóð Repúblikanaflokkurinn þéttur vörð um bandaríska réttarríkið, og auðvitað mikilvægar stofnanir sem sjá um að verja það.
Það gæti verið eitt mesta tjónið sem Trump hugsanlega veldur á hagsmunum Bandaríkjanna, að veikja FBI - ráðuneyti dómsmála og CIA, allt á sama tíma.
Til þess að verja sína persónulegu hagsmuni og sinnar fjölskyldu.
En í augum Trump virðist öllu til fórnandi er kemur að persónulegri vörn og vörn hans fyrir sína eigin.
Mér finnst hreint magnað hve Trump hefur tekist að spila með Repúblikana.
Algerlega snúið að mörgu leiti Repúblikanaflokknum á haus.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einar góð grein en þú ert dálítið mikið Anti Trumpari. Hefir þú t.d. kynnt þér spilavítin á Indjána svæðunum. Þau borga sem dæmi enga skatta né skyldur og engir njóta góðs af nema eigendurnir sjálfir.
Valdimar Samúelsson, 7.2.2018 kl. 14:52
Valdimar Samúelsson, þau starfa skv. sérlögum frá 1988 sett undir lok forsetatíðar Ronalds Reagan - eru starfandi innan verndarsvæða indíána. Hef ekki lesið lögin en tilgangurinn á sínum tíma var að draga úr fátækt sem þá var útbreidd á verndarsvæðum indíána.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.2.2018 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning