Ríkisstjórn Trumps virðist standa sterkar að vígi upp á síðkastið

Það hefur verið hreyfing til batnaðar fyrir Trump - sem má rekja ca. til miðs desember, í kjölfarið á því að þingrepúblikönum tókst að fá samþykkt sem lög breytingar á skattalögum, sem fólu í sér umtalsverðar skattalækkanir fyrir fyrirtæki og tímabundnar skattalækkanir fyrir millistéttar-einstaklinga, varanlegar þó fyrir hæstu tekjuhópana.
--Þetta virðist vekja slíka lukku meðal Repúblikana almennt, að deilur um Trump meðal Repúblikana sjálfra sem voru til staðar áður -- hafa að því er virðist, þagnað alveg.
--Þetta sást líka á flutningi stefnuræðu Trump um daginn, þegar Repúblikanar höfðu greinilega skipulagt reglulegt klapp meðan á flutningi ræðunnar stóð, það skar enginn Repúblikani frá.
--Til viðbótar græðir Trump á stöðu efnahagsmála, en atvinnuleysi hefur haldið áfram að minnka eftir að hann tók við -- er nú nærri sögulegu lágmarki.

2 kjörtímabil Obama, 2008-2016, Trump frá 2017

..............Hagvöxtur...Atvinnuleysi...Verðbólga: U.S. GDP Growth Rate by Year Compared to Inflation and Unemployment

  1. 2008........-0,3%........7,3%........0,1%
  2. 2009........-2,8%........9,9%........2,7%
  3. 2010.........2,5%........9,3%........1,5%
  4. 2011.........1,6%........8,5%........3%
  5. 2012.........2,2%........7,8%........1,7%
  6. 2013.........1,7%........6,7%........1,5%
  7. 2014.........2,6%........5,6%........0,8%
  8. 2015.........2,9%........5,0%........0,7%
  9. 2016.........1,5%........4,7%........2,1%
  10. 2017.........???.........4,1%........2,1%

Tæknilega stóð kreppan bara 2-ár, hinn bóginn tók mörg ár að vinna á þeirri miklu aukningu atvinnuleysis er skall yfir -- þegar Obama var svo óheppinn að taka við akkúrat í þann mund er hagkerfið skall fram af brún.

Líklega upplyfir fólk ekki kreppulok -- fyrr en atvinnuleysi hefur minnkað verulega.

  1. Tölur um hagvöxt liggja ekki enn fyrir, en vísbendingar að hann hafi 2017 verið nærri 3%, m.ö.o. nærri svipuðum slóðum og 2014 eða 2015.
  2. Ekki vísbendingar a.m.k. enn um aukinn vöxt -- en kannski skila skattabreytingarnar einhverju á þessu ári.

--Hinn bóginn, græði Trump á því að atvinnuleysi minnkar enn -- sem skilar sér rökrétt í aukinni bjartsýni fólks. Fólk þakkar yfirleitt alltaf, sitjandi ríkisstjórn, þegar vel gengur. Sama tíma, kennir það sitjandi nær alltaf ef illa gengur.

Nálgast Bandaríkin næstu kreppu?

Bendi á að lesa eftirfarandi: U.S. economic expansion to last another two years or more: Reuters poll.

  • Skv. könnun Reuters á viðhorfum spekinga í hagvísindum, þá er afstaða þeirra að meðaltali sú -- að næsta kreppa hefjist innan tveggja ára, sem þíddi að hún hefst áður en kjörtímabili Trumps lýkur -- eða rétt undir lok þess.
    --Ætla ekki gefa mér fyrirfram endurkjör 2020.

Skv. því verði uppsveiflan 8 ára löng, áður en hagkerfið dettur aftur niður.
Verulegur fjöldi hagfræðinga, bendir á að atvinnuleysi sé að detta niður fyrir 4%, sem þeir segja benda til þess - að hagkerfið sé nærri sveiflutoppi.

Er donald Trump mikill "deregluation genius?"

Bendi á eftirfarandi: Trump's war on regulations is real. But is it working?.

  1. Þetta getur verið stóra breytingin sem Trump kemur á, en skv. greiningu Politico er stóra málið -- reglubreyting sem Trump setti í byrjun kjörtímabilsins.
  2. Þegar hann fyrirskipaði stofnunum að taka tillit til kostnaðar við reglugerð, bjó til nokkurs konar reglugerðar-fjárlög fyrir hverja stofnun -- og henni bar síðan að skoða eldri reglugerðir til afnáms á móti hverri nýrri.

Ekki er enn komin almennileg reynsla á það hvernig það gengur að framfylgja þessu seinna atriði -- hinn bóginn vekur eitt atriði stóra athygli.
--Það hafa verið miklu færri reglugerðir innleiddar eftir að Trump tekur við!

Helsta vísbendingin fram að þessu virðist -- nokkurs konar reglugerðarstífla.
Hinn bóginn vill samstarfkona Trumps meina -- að endurskoðun taki tíma, og mun meira muni gerast á þessu ári.

  • Í raun og veru hafi ekki nein umtalsverð "deregluation" gerst enn.
    Neomi Rao - "Unraveling the biggest rules from the past requires a careful process, all new cost-benefit analysis, all of the rulemaking that needs to take place to unravel a big rule. We will see more, deeper, substantive deregulation in the coming year."
    --Rao réttilega bendir á, að ef menn ætla að starfa með ábyrgð, taki það tíma.

Kannski verður fyrir rest - Donald Trump - sá "deregulation" meistari hann segist í dag vera -- en er ekki enn orðinn.

Donald Trump er ekki enn búinn að hafa sigur í veggmálinu, en honum hefur tekist að setja andstæðinga sína þannig séð -- upp að vegg!

Eins og ég hef bent á, hefur honum tekist að setja málið upp sem -- viðskipti!
Á sl. ári afnam Trump kerfi alríkisins sem hélt utan um hóp af fólki sem kom til Bandaríkjanna sem börn -- svokallaðir "dreamers."
--Trump hefur síðan sett málið þannig upp, að Demókratar geti fengið þann hóp varanlega varðan innan Bandaríkjanna, gegnt því að hann fái á móti stórherta innflytjenda-löggjöf plús vegginn sinn full fjármagnaðan.

  • Viðurkenni, að Trump hefur tekist að setja Demókrata upp að vegg.
    --Því ef þeir hafna samkomulagi, fer Trump örugglega að hefja brottrekstur á því fólki -- til að beita Demókrata frekari þrýstingi.
    --Ef þeir samþykkja, þá kemur stórhert innflytjenda-löggjöf, sem mun minnka mjög aðflutning fólks til Bandaríkjanna -- auk þess að Trump hefur sigur í vegg málinu.

--Eins og ég sagði, hörð pólitík hjá Trump - en ekki heimsk.

Skoðanakannanir hafa verið ívið jákvæðari gagnvart Trump!

Hann var um hríð að mælast með svo lítið fylgi sem 38% -- en nú virðist hann hafa bætt við sig allt að 10% - þ.e. sumar kannanir sýna hann rétt innan við 50% meðan þær lægri sýna hann með rúmlega 40%.

--Trump er skv. því enn óvinsælli en hann er vinsæll, en þó ekki eins óvinsæll og áður.

 

Niðurstaða

Trump er greinilega sterkari sl. 2-mánuði en áður en hann hefur verið, fyrir utan rétt eftir hann náði kjöri.

Hann getur átt eftir að styrkjast frekar -- en ef eins og sennilegt virðist, að hann svínbeygi Demókrata til að fjármagna vegginn hans - og ef honum tekst einnig að ná fram stórhertri innflytjenda löggjöf.
--Þá mun hann hafa náð fram sínu stærsta baráttumáli.

"Dereglulation" málið er minna líklegt að verða að hitamáli meðal almennings.

Hinn bóginn - - er rétt að ryfja upp, að Trump skerti verulega stuðning við kaup fátækra Bandaríkjamanna á heilbrigðis-tryggingum.
--Það verður væntanlega á nk. mánuðum, sem milljónir fyrir bragðið missa sínar tryggingar. Það gæti átt eftir að valda óánægju.

Rannsókn sérstaks saksóknara Muellers á meintu misferli í tengslum við framboð Donalds Trump, er ekki enn lokið -- en Trump hefur verið iðinn við tilraunir til að sá efasemdum um rannsókn Muellers og FBI.
--Vísbendingar séu að almenningur sé a.m.k. einhverju verulegu leiti farinn að hlusta á þær efasemdir.

Það gæti dregið úr högginu fyrir Trump - ef hann fær einhverju leiti slæma niðurstöðu.
--En tilraunir Trump til að sá efasemdum, geta verið klassísk "damage control" aðgerð, þ.e. ef dómsmál hefjast gegn einhverjum nærri Trump sjálfum, muni fræ efasemda meðal almennings, einhverju leiti verja Trump sjálfan gagnvart neikvæðum áhrifum á almennings-álit.

Bendi síðan á þessa áhugaverðu skoðun -- hún varð að frétt hjá RÚV: Trump may be making a comeback.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband