1.2.2018 | 22:59
Stefnir met ríkishalla í Bandaríkjunum í efnahagslegu góðæri
Financial Times vakti athygli á greiningu "Congressional Budget Office" sbr. mynd að neðan.
Ég bendi á að rauða línan -- er við 5% ríkishalla!
- Takið eftir, að ríkishallinn eðlilega náði hámarki á kreppuárunum er hófust 2007 - þá vex hallinn hratt eðlilega, þ.s. kreppa veldur tekjusamdrætti ríkisins.
- Síðan fer ástandið smá skánandi, 2016 hefur hann minnkað verulega.
- En síðan segir stofnunin sem veitir bandaríska þinginu ráðgjöf, að stefni aftur í aukinn ríkishalla - og spá honum aftur í um 5%.
Economists warn of Trump deficits dark trajectory
"The Bipartisan Policy Center, predicts that Congress will settle on plans that drive the deficit to 5.7 per cent of US gross domestic product in 2019 as annual borrowing exceeds $1.1tn."
M.ö.o. reikna þeir með því að skuldir bandaríska alríkisins frá og með 2019 vaxi með hraðanum -- 1.000 milljarðar dollara per ár.
Sem ef rétt verður yrði afskaplega sérstök staða að safna skuldum það hratt í efnahagslegu góðæri -- hvað gerist, ef góðærið hættir allt í einu?
Shai Akabas: "Having such large deficits during peaceful, strong economic times is reckless fiscal policy. We saw in 2008 how the economy can turn on a dime. If something like that were to happen in the next few years with these kinds of deficits particularly with the ageing of the baby boomers on top of that wed be in a very dangerous fiscal position."
- "Mr Trump entered office with debt at post-second world war highs of 77 per cent of GDP,..."
- "...that may be on course to be around 100 per cent of GDP or more in a decades time depending on policy decisions, according to the CRFB."
Miðað við greiningu stofnunarinnar, þá virðist núverandi stefna ætla að leiða til -- mesta hallarekstrar í sögu Bandaríkjanna.
Þegar miðað er við hvar í hagsveiflunni Bandaríkin eru stödd þessa stundina!
--M.ö.o. nýtt met í góðæris-ríkishalla undir Trump.
En menn eiga ekki að hafa halla á hagsveiflutoppi.
Niðurstaða
Ef marka má Congressional Budget Office þá stefni í að öll fyrri met um hallarekstur á bandaríska alríkinu -- þegar miðað er að góðæri sé til staðar í efnahagsmálum -- verði slegin. Og að skuldir alríkisins stefni miðað við framreiknaðan hallarekstur í um 100% eftir ca. áratug -- miðað við óbreytta stefnu.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki ætla ég að rengja þetta, en benda á svolítið ósamræmi.
Skuldir Bandaríkjanna, voru aldrei meiri en á stríðsárunum ... og það má segja að Bandaríkinn lifðu á gullaldar tímabili sem fór hægt dalandi eftir stríðið. Þ.e.a.s. skuldir ríkisins, og "hagur" landsmanna ganga hönd í hönd. Ef maður skoðar til dæmis
https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/3/36/Federal_Debt_Held_by_the_Public_1790-2013.png
og
https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/e/e1/Public_debt_percent_of_GDP.pdf
og
https://en.wikipedia.org/wiki/National_debt_of_the_United_States#/media/File:USDebt.png
Sér maður ýmislegt áhugavert. Eins og að á efra ritinu eru skuldirnar reiknaðar í "2010 dollurum", en neðra sem % af GDP. Skuldir, eru eignir ... og skoði maður ritin vel, sér maður að skuldir voru "littlar" á kreppuárum Bandaríkjanna. En skuldir háar, á gullaldartímabilunum ... þ.e.a.s. eftir "skuldafenið" tekur við góðæri. Enda "allt sem fer upp, fer aftur niður" eins og Isaac Newton fékk lærði.
Örn Einar Hansen, 2.2.2018 kl. 18:38
Þetta er mjög einfalt.
Peningar eru aðeins bókhald.
Þegar allir eru að vinna, notar hverja vinnandi hönd, þarf bókhald fyrir allt sem gert er.
Þegar allir eru í vinnu við að þjónusta þjóðfélagið, eða byggja upp innviði, verksmiðjur og heimili, þá þarf peninga, bókhald til að þeir sem komu með efnið og vinnuna fái kvittun, nótu, pening, samkvæmt framlagi.
Þá geta þeir farið í verslunina, og borga með peningi, nótu, bókhaldi, sem þeir fengu fyrir vinnuna.
Þjóð sem hamast þarf meira bókhald en þjóð sem takmarkar umsvif sín.
KREPPAN 1930
Við munum að fyrir 1913 skrifaði Bandaríska þjóðin peningabókhaldið sjálf.
Þá skuldaði hún engum.
1913 náðu einkaaðilar Federal Reserve, og þóttust lána þjóðinni bókhaldið, þeir spiluðu á okkur.
Ég er löngu búinn að skrifa um þetta.
Skoða bloggið mitt.
Egilsstaðir, 02.032018 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 2.2.2018 kl. 22:27
Paper money -- (Stjórnarskrá - peningana -- Constitution - Of money jg) ----
Central-banks ----
Try to understand the money masters
Learn, learn, learn. Læra, læra, læra.
Jónas Gunnlaugsson, 2.2.2018 kl. 22:30
Bjarne Örn Hansen, hafðu í huga að eftir stríð stóðu Bandar. frammi fyrir algerlega einstakri stöðu - að vera eina stóra iðnríkið er slapp alveg við tjón af stríðinu. Það þíddi að það komu 20 ár þegar hagkerfi Bandar. var nánast alveg allsráðandi í heiminum - bandarískar vörur flæddu um allt.
--Þetta skýrði af hverju, Bandar. á þeim árum höfðu efni á að veita fj. landa umtalsverða efnahagsaðstoð.
En krafturinn í hagkerfinu sem varð vegna þess að Bandaríkin voru um hríð nánast ein standandi -- hafi gert þeim mögulegt að lækka skuldirnar hratt á þeim 20 árum.
-------------
Bandaríkin standa fyrir miklu mun óhagstæðari stöðu í dag og á nk. árum - ekki einungis séu íbúa meðaltali eldri, sem dragi eitt og sér niður mögulega hagvaxtargetu, heldur standa Bandaríkin frammi fyrir miklu mun harðara samkeppnisumhverfi innan alþjóðakerfisins - nokkurn veginn algerlega burtséð frá því hvernig það er skoðað.
Punkturinn sé sá, að Bandaríkin verði í framtíðinni fyrirsjáanlega - mun síður fær um að skapa slíkan hagvöxt, að þau geti auðveldlega vaxið frá erfiðri skuldastöðu, eins og þau beittu hagvexti einna helst til að losna við skuldastöðu fyrstu 20 ár að lokum Seinna Stríði.
Vegna mun erfiðara umhverfis og vegna minni hagvaxtargetu -- verði erfiðara fyrir Bandaríkin, að koma sér upp úr skuldaklandri ef þeir skapa sér nýtt slíkt; en þegar staða Bandaríkjanna var miklu mun hagstæðari þeim árin rétt eftir stríð og þegar á þeim árum hagvaxtargeta hagkerfisins einnig var meiri.
--Það þarf alltaf að skoða þessa þætti í heildarsamhengi -- skuldaaukning nú sé mun áhættusamari fyrir Bandar. en fyrir 70 árum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 3.2.2018 kl. 02:32
Stjórnkerfið í Bandaríkjunum er farið að átta sig á því, að það er engin skuld,
það er aðeins spilað á fólkið.
Nú eru samskiptin á internetinu, búin að koma upp um svindlið.
Jafnvel Trump, komst að með því að hafa beint samband við fólkið á internetinu.
Þá er ekki hægt að blekkja fólkið, með því að eiga og stjórna gömlu fjölmiðlunum.
Við komum okkur sem fyrst út úr svindlinu, og verðum eins og ný þveginn hvítvoðungur.
Við erum farin að búa til nýjan Adam og Evu.
Einnig erum við að búa til Róbot Adam, og Robot Evu.
Þá erum við nær því, að við getum lagað öll mannana mein, og er kominn tími til.
Egilsstaðir, 03.02.2018 Jónas Gunnlaugsson
En svona áfram, sjálfvirku tækin, róbotarnir, eru komnir í mannsmynd, og eru svo föngulegir, bæði róbot karlinn, og róbot konan að við venjulega fólkið veljum trúlega alltaf róbotinn.*
000
Og Guð skapaði þau, Adam og Evu, eftir sinni mynd.- Er hér verið að tala um Adam og Evu númer tvö? - Skilur viskan söguna? - Kærleikurinn, ástúðin, umhyggjan leiði gerðina.
000
Jónas Gunnlaugsson, 3.2.2018 kl. 11:24
Þessar greinar hjá þér eru góðar. Mér sýnist að þetta sem ég set hér, auki skilninginn. Ég ætla að halda mig ti hlés.
Trump Is Right: Here Are 100 Reasons Why We Need To Audit The Federal Reserve. Lesa þetta vel og dreyfa því út um allt, á öllum tungumálum. The greatest period of economic growth in U.S. history was when there was no central bank.
Jónas Gunnlaugsson | 1. febrúar 2017
Trump Is Right: Here Are 100 Reasons Why We Need To Audit The Federal Reserve Lesa þetta og dreyfa því út um allt. http://truthfeed.com/trump-is-right-here-are-100-reasons-why-we-need-to-audit-the-federal-reserve/12971/ #13 The greatest period of
Jónas Gunnlaugsson, 3.2.2018 kl. 12:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning