Aldrei þessu vant sammála Donald Trump - er hann gagrýnir stjórnvöld Pakistans

Donald Trump -twítaði- á nýárinu eftirfarandi:

Þó svo að ég sé miklu mun oftar ósammála Trump en sammála - er allt í lagi að nefna það er ég er sammála; eins og ég hef áður verið duglegur að nefna það er ég hef verið honum ósammála!

Trump blasts Pakistan 'deceit' in first tweet of the year

Donald Trump threatens to withhold US aid to Pakistan

Svar stjórnvalda Pakistans: Pakistan hits back after Trump accuses its leaders of 'lies and deceit'.

Málið er að Pakistan hefur nú samfellt síðan 2003 veitt Talibönum skjól innan landamæra Pakistans!

Talibanar eru ekki fram að þessu - ósigranlegir, vegna þess að Talibanar séu skipaðir öfurmennum -- meðan að þann rúma áratug er sameinaðar hersveitir NATO landa voru þar; hafi þær sveitir eingöngu verið skipaðar lyddum.

Vandinn er sá, að Talibanar hafa ávalt notið skjóls innan fjallahéraða nærri landamærum Afganistan - innan landamæra Pakistans. Þar er enn að finna fjölmennar flóttamannabúðir fólks er upphaflega flúði innrás Sovétríkjanna 1978/9.

Að auki virðast Talibanar njóta umtalsvert samúðar íbúa þeirra fjallahéraða.

Ef þetta er ekki nóg - hefur lengi verið sterkur grunur að leyniþjónusta Pakistan "ISI" leynt og ljóst - styrki starfsemi Talibana innan Afganistans.

Og ekki má gleyma því - að Osama Bin Laden fannst í Pakistan - þ.s. hann reyndist hafa notið skjóls aðila innan pakistanska hersins, en nánast útilokað sé að aðilar innan hers Pakistans og leyniþjónustu - hafi ekki haft nokkra vitneskju um málið.

En Pakistan neitaði alltaf að hafa nokkra vitneskju um Osama Bin Laden. Þar til að bandarísk sérsveit drap hann - eins og frægt er og síðan var gerð áhugaverð kvikmynd um.

Samvinna við pakistönsk stjórnvöld hefur alltaf verið mjög erfið.

  1. Það má því alveg kasta fram þeirri spurningu, hvort það sé þess virði að vera að púkka upp á Pakistan.
  2. Rétt þó að halda til haga, að hingað til hefur Pakistan verið álitið of mikilvægt land - til að leiða hjá sér. Auk þess hefur verið umfangsmikil samvinna milli Pakistans og Kína -- m.a. þróað sameiginlega skriðdreka (Al-Khalid) og orrustuflugvél (JF-17).
    Það geta alveg verið rök, að leitast við að viðhalda einhverjum áhrifum innan Pakistan - svo landið verði ekki að óskoruðu áhrifasvæði Kína hugsanlega.

En það þíðir, að stjórnvöld Pakistan hafa getað að því er virðist farið sínu fram - í trausti þess að Kína annars vegar og Bandaríkin hins vegar, hafa bæði tvö verið til í að selja Pakistan háþróuð vopnakerfi -- burtséð frá hegðan stjórnvalda Pakistans.
--Minnir mig helst á 9. áratuginn, er í um áratug Saddam Hussain tókst að spila Bandaríkin á móti Sovétríkjunum, fá aðstoð frá báðum!

Ekki viss hvort að Pakistan er að slíku - að spila Kína gegn Bandaríkjunum, eða öfugt -- í von um að geta leikið sitt eigið spil þar á milli.

 

Niðurstaða

Ég er ekki með nokkrar ráðleggingar um það hvernig Bandaríkin eiga að hegða sér gagnvart Pakistan. En augljóslega hefur Pakistan ekki verið í nokkru samhengi - auðsveipt gagnvart Bandaríkjunum. Heldur komist upp með að hegða sér með hætti er hefur greinilega skaðað hagsmuni Bandaríkjanna. Ég er ekki klár á því, hvort að hegðan Pakistans er síður ógn við hagsmuni Kína. En rétt þó að nefna, að útbreiðsla öfgaíslam er að sjálfsögðu hugsanleg ógn við Kína, er á landamæri að mörgum löndum Mið-Asíu. Sem eru Súnní Íslam.

Það mætti jafnvel hugsa sér að Bandaríkin ættu einfaldlega að draga sig út. Og skilja Kína eftir með þá pyllu - hvernig Kína ætti að ráða fram úr þeim vanda, sem eru Talibanar og hvernig Pakistan virðist hafa spilað sinn eigin leik innan Afganistan.

En það virðist rökrétt að þá mundi aftur Afganistan umbreytast í miðstöð alþjóða hryðjuverka -- verða að uppsprettu vanda fyrir löndin í kring ekki síður en lönd lengra í burtu.

  • Trump gæti alveg rætt það við Kína - að þeir nenni þessu eiginlega ekki lengur, og þá fundið út hvort áhugi vakni hugsanlega ekki innan Kína, að sjálft beita Pakistan þrýstingi.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 43
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 265
  • Frá upphafi: 857734

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 232
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband