31.12.2017 | 15:47
Írönsk yfirvöld virðast ætla beita hörku gegn mótmælum í borgum Írans
Það hefur verið áhugavert að veita athygli - óvæntri og að því er virst hefur fram að þessu, stærsthum hluta óskipulagðri hreyfingu mótmæla er sprottið hefur fram innan Írans. Stærstum hluta virðist á ferðinni ungt fólk óánægt með stöðu mála, sennilega atvinnuhorfur en mikið atvinnuleysi er í Íran og stöðu efnahagsmála en Íran hefur ekki tekist að efla efnahag sinn í kjölfar samkomulags við svokölluð 6-veldi "Bandaríkin, Rússland, Kína, Frakkland, Bretland, Þýskaland" í forsetatíð Obama þar sem Íran samþykkti að stöðva frekari tilraunir sem taldar voru stefna í átt að smíð kjarnavopna!
Hvers vegna Íran hefur mistekist, liggur hluta til í því að enn eru til staðar einhverjar efnahagsþvinganir -- en hinn bóginn, má ekki vanmeta eigin þátt íranskra stjórnvalda, þar sem harðlínumenn hafa staðið þverir gegn erlendri fjárfestingu!
--Stöðvað þær margar!
Unga fólkið sennilega upplyfir brostnar vonir!
Einhverju leiti minnir þetta á svokallað -- arabískt vor.
En þau mótmæli spruttu einnig fram "spontant" og voru leidd af ungu fólki, óánægt með sinn hlut - með þá framtíð sem stjórnvöld Arabalanda voru að veita sínu fólki.
--Illu heilli drukknaði það vor í blóðbaði í Sýrlandi og Líbýu, og Egyptaland sneri aftur til baka til fyrri tegundar af stjórnarfari - Egyptaland nánast á sama stað og áður.
Fyrir nokkrum árum var önnur sambærileg bylgja mótmæla í Íran, sem lognaðist af í kjölfar kjörs núverandi forseta landsins - hann náði síðan endurkjöri; en hefur ekki náð m.a. vegna andstöðu innan Írans sjálfs gagnvart breytingum innan stjórnkerfis Írans, að uppfylla vonir og drauma yngri hópa innan Írans.
Anti-regime protests erupt across Iran
Iran warns protesters who pose major challenge to country's leadership
Iran temporarily restricts access to social media
Iran blames foreign agents for death of two protesters: state TV
Iran's Rouhani will address nation Sunday evening: ISNA news agency
Áhugavert er viðkvæði stjórnvalda Írans - sem sakar útlönd um að æsa upp mótmæli!
- Þessi tegund viðbragða eru í dag orðin klassísk --> Þ.e. ekkert er að hjá okkur, við viljum engu breyta, þess í stað er þeirri samsæriskenningu haldið á lofti að vondir útlendingar -- séu að sá slæmum hugmyndum í ungt fólk í landinu, eða jafnvel að haldið sé á lofti að erlendir flugumenn standi fyrir þessu öllu --> Þá þeir sem standa fyrir mótmælum - sakaðir um samsæri með erlendum leyniþjónustum.
- Viðbrögð af þessu tagi, sást stað t.d. fyrir nokkrum árum í Kína, vegna stúdentamótmæla í Hong Kong, umtal af þessu tagi var haldið á lofti af stjórnöldum Sýrlands er héldu því strax fram að fjölda mótmæli hundruða þúsunda væru búin til og að erlendir útsendarar væru að kynda undir, sambærilegar fullyrðingar sáust einnig í tengslum við mótmæli í Kíev borg sem á enda leiddu til falls ríkisstjórnar þáverandi forseta Úkraínu.
- Slíkar ásakanir heyrast einnig reglulega frá Rússlandsstjórn - að ef einhver óánægja sprettur fram, séu illir erlendir útsendarar að baki.
--Stjórnvöld þar hafa gengið svo langt að skilgreina alla erlenda fjölmiðla starfandi í landinu, sem "foreign agents" og einnig sérhver sjálfstæð alþjóða-samtök burtséð frá þeirra tilgangi.
--Það þíðir, að rússneskur borgari sem hefur samvinnu af einhverju tagi - getur tafarlaust lent í vanda við stjórnvöld -- þó að starfsemi viðkomandi sé forsmlega ekki bönnuð, sé þessi nálgun stjórnvalda afar takmarkandi á möguleika til að sinna sínum störfum þeirra aðila.
--Í hvert sinn er því sem sagt hafnað, að óánægja sé sjálfsprottin.
--Þar með um leið því hafnað, að ungmennin hafi ástæðu til að mótmæla.
En í slíkum tilvikum virðist það ekki passa við þá ímynd fullkominleika sem t.d. valdaflokkurinn í Kína - eða stjórnvöld í Íran - eða Bath valdaflokkurinn í Sýrlandi - eða fyrri stjórn Úkraínu og hennar stuðningsmenn héldu á lofti.
Í öllum tilvikum var greinilega óhugsandi að slík óánægja gæti hlaðist upp, að víðtæk fjöldamótmæli væru sennileg að spretta fram -- án meintra erlendra útsendara.
Málið er að allar einræðisstjórnir í eðli sínu eru dauðhræddar við sína borgara!
Meira eða minna allt skipulag einræðisstjórna - snýst um að halda eigin borgurum undir stjórn - ekki síst að stjórna sem mest þau geta, aðgengi sinna borgara að upplýsingum -- þess vegna sé aðgengi erlendra fjölmiðla takmarkað og starfsemi erlendra aðila af öllu tagi.
Auðvitað þess vegna, skipuleggja einræðisstjórnvöld yfirleitt sitt kerfi þannig að allir fjölmiðlar séu annaðhvort í beinni eigu stjórnvalda eða bandamanna stjórnarflokksins - þannig að þeirra umfjöllun sé ávalt í samræmi við línu stjórnvalda.
- Það skemmtilega er, að þegar stjórnvöld einræðisríkja saka erlenda fjölmiðla um lygar.
- Þá er það yfirleitt tilraun til að verja þann lygaveg sem þeirra eigin fjölmiðlar halda á lofti.
- En nútíma einræði miðar fjölmiðlaumfjöllun við hagsmuni stjórnvalda hverju sinni - og þar með þær frásagnir sem henta stjórnvöldum hverju sinni -- það þíði ekki að það henti aldrei að segja sannleikann, en hann sé einungis sagður eftir hentugleikum stjórnvalda.
Vegna þess að einræðisstjórnvöld vilja ekki viðurkenna blett í eigin ranni.
Þá hentar þeim að saka mótmæli fyrir að vera tilkomin vegna erlendra útsendara.
Það sé væntanlega einnig þægilegt, að hóta skipuleggjendum mótmæla, að fá dóm fyrir landráð.
Í löndum eins og Kína og Íran -- jafngildir það dauðadómi.
Tilvist lýðræðisríkja er stöðug tilvistarógn við einræði
Málið er að lýðræðisríki eru fyrirmynd. Lýðræði er í eðli sínu aðlaðandi hugmynd fyrir íbúa landa sem búa við það að einræðiskerfi er til staðar - sem ákveður alla helstu þætti fyrir íbúa. Ekki síður vegna þess, að einræðiskerfi sögulega leiða ávalt fram það ástand, að þröngur valdahópur og hagsmunahópur - ræður yfir öllum afurðum og björgum ríkisins -- og skammtar þær bjargi til sinna nánu stuðningsmanna. Slík hegðan sést t.d. ákaflega vel innan Rússlands - þ.e. Pútín skammtar ríkiseignir til vildarmanna er fá að nota þær sem sínar eigin og meðan þeir haldast í náðinni -- gjarnan fá þeir einnig að reka margvíslegan annan rekstur í samvinnu við stjórnvöld, meðan þeir haldast í náðinni. Þeir sem þannig tengjast stjórnvöldum verða óskaplega auðugir -- eiginlega að "nobility" sem um margt minnir á fyrirkomulag fyrri alda. Aðalsstéttin tengist valdaflokknum nánum böndum, hún hafi flestar bjargir landsins til umráða -- sé háð því að halda þeim áframhaldandi stuðningi við ríkjandi einræði. Þannig myndist náið hagsmunasamband sem ráðist ávalt með offorsi gegn hverri ógn og hafi vilja til að beita öllum tækjum ríkisins sé og sínum til varnar.
--Þessi kerfi fela alltaf í sér skipulagða spillingu.
--Þau séu ávalt afar óhagkvæm, þ.s. ríka hagsmunastéttin er verndar ríkið henni sé haldið góðri með stöðugu aðgengi að ríkisjötunni og gæðum hennar.
Dæmigerðar nútíma-aðferðir til þess, séu í gegnum útboð að velja til þess gæðinga.
Sannarlega hefur Kína mikinn hagvöxt ennþá - það stafi af uppbyggingu mjög öflugs einkahagkerfis -- sem starfi við hliðina á stóru ríkiskerfi með fjölda risastórra ríkisfyrirtækja í höndum flokksgæðinga.
--Það hliðstæða einkahagkerfi hafi orðið hagkvæmt vegna þarfar fyrir það að standast í samkeppni við fyrirtæki í öðrum löndum.
Hinn bóginn, gildi annað í Rússlandi -- Þ.s. nánast sé ekki til staðar nokkurt slíkt sjálfstætt einkahagkerfi.
--Tæknilega séu mörg einkafyrirtæki -- en þau séu nánast alltaf í eigu aðila tengdum ríkinu.
Ríkið í Rússlandi eigi um 80% framleiðsluverðmæta til útflutnings.
Meðan að einkahagkerfið í Kína sjái um útflutning.
--Munurinn sé sá að til staðar sé hagkvæmt hagkerfi í Kína - til hliðar við ríkisbáknið. En slíkt hagkvæmt hagkerfi til hliðar ríkisbákninu, skorti nær algerlega í Rússlandi.
- Íran sé einhvers staðar þarna á milli.
Málið er að þegar íbúar slíkra landa komast í snertingu við lýðræði t.d. í ferðalögum eða með öðrum hætti -- er alltaf hluti slíkra sem sjálfur kemst á þá skoðun að vilja innleiða slíkt í sitt heimaland.
--Punkturinn sé sá, að meðan að til eru lýðræðislönd, sé slík "hugmyndafræðileg mengun" ávalt hætta fyrir einræðislönd -- að nálgun og grunnhugmyndafræði lýðræðis berist til borgara slíkra landa; og að hluti þeirra borgara taki sjálfir upp á því að berjast fyrir breytingum til lýðræðis.
Arabíska vorið hafi verið slík sjálfsprottin bylgja -- sama hafi átt við vorið í Kíev og það sama virðist eiga við hreyfingu mótmælenda í Íran.
--Stjórnvöld í Kína hafa nýlega ákveðið að bregðast gegn þessari tegund af vá, með því að gerast mjög virk í því að breiða hugmyndfræði sem heldur því á lofti að einræði sé betra stjórnarfar -- vonin virðist vera að unnt sé að snú þessu við.
--Þetta minnir um margt á tilraunir ráðstjórnarríkjanna í "den" að breiða út hugmyndfræði kommúnisma -- sem um hríð sannarlega hafði áhrif og nokkurn stuðning en á endanum mistókst sú hugmyndafræðilega útbreiðslutilraun.
Í raun og veru þurfa lýðræðisríkin sjálf ekkert annað að gera en að vera áfram til, til að vera slík viðvarandi tilvistarhætta fyrir einræðisríki.
--Það hentar einræðinu aftur á móti að koma með þessa "foreign agent ásökun" alveg burtséð frá sannleiksgildi þeirrar ásökunar hverju sinni.
Niðurstaða
Mótmælin virðast ekki nærri það útbreidd að vera líklega veruleg ógn a.m.k. enn við stjórnvöld Írans er ráða yfir afar öflugum öryggisstofnunum, sbr. lögregla og her, en einnig íranska byltingaverðinum sem er afar fjölmennur og að mörgu leiti - stofnanleg hliðstæða við her og aðrar öryggisstofnanir landsins.
--Það er mjög óvenjulegt, eina tilvikið sem ég þekki er þegar SS í þýskalandi viðhélt eigin her, eigin öryggislögreglu, eigin leyniþjónustu - sama tíma og ríkið hélt uppi annarri öryggislögreglu, eigin her og leyniþjónustu.
Ég er ekki segja Íran hliðstæðu við 3-ja ríkið. Einfaldlega benda á það hversu óvenjulegt fyrirbæri íranski lýðveldisvörðurinn er - að hann skuli hafa fengið það svigrúm að byggja sig upp sem nokkurs konar; hliðstætt ríki við ríkið sjálft - með öllu tilheyrandi. Þar á meðal, eigin menntastofnunum - fyrirtækjum - sjúkrahúsum, o.s.frv.
--Það hlýtur vera óskaplega kostnaðarsamt fyrir Íran að hafa 2-falt stjórnkerfi, og fjölda annarra kerfa í tvíriti.
Það er þegar mótmælendur standa gegn öllu þessu - að íranski lýðveldisvörðurinn hefur milljónir fylgismanna, að maður verður fremur skeptískur á að þessi mótmæli eigi raunhæfa möguleika.
Þau þyrftu að verða að milljóna hreyfingu - og þá stæði Íran frammi fyrir hættu á borgarastríði. Mundi þá leiðast fram - einhvers konar sátt milli aðila? Eða yrðu borgaraátök?
Svarið í Sýrlandi var - borgaraátök, að kerfið sem fyrir var reyndist ekki tilbúið að gefa nokkurt eftir -- ég efa ekki heldur að ef það sprytti fram ný fjöldahreyfing í Kína gerði valdaflokkurinn hvað sem er til að halda völdum, óháð hve miklu blóði þá yrði úthellt.
--Það sama eigi einnig við Rússland, að valdakerfið í kringum Pútín mundi eins og Assad gerði, frekar drekka landinu í blóði - leggja það í rúst ef það væri þ.s. það kostaði að verja völdin; en gefa nokkurt eftir.
Ég á því von á að hinni nýju mótmælahreyfingu í Íran verði drekkt með einhverjum hætti, í blóði ef minna dugar ekki -- en að hún síðan hverfi undir yfirborðið.
--Hvað þá gæti til lengdar kraumað undir er önnur saga.
En líklega nær valdakerfið í Íran að verjast að þessu sinni a.m.k.
-------------------
Ég á von á að það spretti fram netverjar sem halda á lofti frásögnum íranskra stjórnvalda - eins og til virðast netverjar sem verja hagsmuni einræðiskerfisins í Rússlandi og Kína, og einræðiskerfi þeirra einræðisherra sem eru bandamenn þeirra landa.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:53 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856024
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við hverju bjóst þú Einar?
Hélst þú kanski að ráðamenn allir í Íran mundu segja af sér?
Ekki bjóst ég við neinu öðru en að hernum verður sigað á hinn almenna borgar í Íran.
Nú kemur spurningin; hvar eru Evrópu lyddurnar? Heyrist ekki hósti né stuna frá Brussel, enda er það í anda ESB að að bæla niður mótmæli borgarana samber Barcelona.
Með innilegri nýárs kveðju frá Houston
Jóhann Kristinsson, 1.1.2018 kl. 22:52
Jóhann, ég stórfellt efa að ef upp mundi koma sjálfstæðishreyfing t.d. í Texas - og þar væru mál svipað að þingmeirihluti innan fylgisþingsins væri fyrir sjálfstæði, meðan íbúar fylkisins væru ca. klofnir til helminga í málinu -- og saman fer að stjórnarskrá Bandaríkjanna heimilar ekki fylki að einhliða hætta í Bandaríkjunum.
--Að bandarísk stjórnvöld mundu þá ekki bregðast við með sambærilegum hætti og stjórnvöld Spánar.
Reyndar rámar mig í að sjálfstæðishreyfing nokkurra fylkja hafi sprottið fram fyrir margt löngu og verið barin niður af ríkisstjórn Bandaríkjanna -- skv. lagarökum á þann veg að uppreisnin væri ólögleg.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.1.2018 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning