Samyrkjubú í Venezúela stofnar eigin gjaldmiðil - eigið svar við hratt vaxandi peningaskorti í Venezúela

Þetta segir mér að efnahagskerfið í Venezúela sé að brotna niður, enn frekar. En landið er þjakað af óðaverðbólgu langt yfir 1.000%. Ástand sem þíðir - ef seðlabankinn er ekki fljótur að innleiða seðla með enn fleiri núllum - að líklega þarf að borga fyrir flesta hluti; með gíðralega stórum haugum af seðlum.

Slíkt þíðir auðvitað óskaplega seðlanotkun.
Ég hugsa að frekari ástæðna fyrir peningaskorti sé ekki þörf.

Líklegast sé tregða við að innleiða seðla með verulega fleiri núllum.

Venezuelan community group launches currency to combat cash shortage

Poor Venezuelans launch local currency amid cash crunch

Mynd sýnir Panalinn

Dálítið sérstakt að það sé samyrkjubú rekið af stuðningsmönnum stjórnarinnar, sem hefur útgáfu gjaldmiðils -- sem reka skal samhliða opinbera gjaldmiðlinum

""There is no cash on the street," said Liset Sanchez, a 36-year-old housewife who plans to use her freshly printed panals to buy rice for her family. "This currency is going to be a great help for us.""

Skv. fréttinni ætlar samyrkjubúið að selja seðlana sína - Panal - á verðinu 5.000 -Bolivares. Einmitt, fimmþúsund bólivara.

Skv. frétt jafngildi það einum bandar. dollar og 50 bandar. centum.

"Initially 62,000 bills have been printed — ones, fives and 10s, he said."

Samyrkjubúið sem starfar í einu fátækrahverfa Caracas - framleiðir hrísgrjón, og ætlar að heimila verslunum í hverfinu að taka við Panalnum, þ.s. hrísgrjónaframleiðsla samyrkjubúsins verði til sölu.

Væntanlega notar samyrkjubúið Bólivarana sem það fær þá í skiptum - til kaupa varnings fyrir samyrkjubúið.

  • Von samyrkjubúsins sé þó að Panallinn fái víðtækara samþykki síðar.

Það sé óneitanlega áhugavert að samyrkjubúið skuli verðleggja sinn eigin gjaldmiðil í hlutfallinu -- 1/5.000 á móti gjaldmiðli landsins.

Sérstaklega hafandi í huga að þeir telja sig enn vera stuðningsmenn stjórnarinnar.

 

Niðurstaða

Það bendi til niðurbrots hagkerfis þegar svæðisbundnir gjaldmiðlar fara að spretta fram. Síðast frétti ég af slíku í því efnahagslega niðurbroti sem Argentína gekk í gegnum upp úr 2000. Áður en Argentína gafst upp á "currency bord" kerfi sínu.

En "currency bord" getur einmitt orsakað peningaþurrð innan hagkerfis - í tilteknum krísutilvikum. Þá spruttu um hríð fram fjöldi ópinberra svæðisbundinna gjaldmiðla - er svæðisbundnir aðilar leituðust við að halda uppi fúnkerandi hagkerfi á þeirra svæðum.

--Þetta sé viðbótar vísbending líklega að efnahagsástand Venezúela sé á ysta barmi hengiflugs.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband