Saudi-arabísku plotti kollvarpað í Yemen af bandamönnum Írans

Fyrir 1990 var Yemen skipt upp í Suður-Yemen eða Alþýðulýðveldið Yemen annars vegar og hins vegar í Arabalýðveldið Yemen eða Norður Yemen -- sjá kort:

Norður Yemen vs. Suður Yemen - skipting landsins til 1990

https://www.acaps.org/sites/acaps/files/datacards/maps/yemen.gif

Dramatísk atburðarás hófst fyrir sl. helgi, þegar bardagar hófust milli fylkinga sem hafa barist í 3-ár gegn bandalagi Saudi-Araba við önnur Persaflóa Araba furstadæmi; þ.e. hersveitir hollar Ali Abdullah Saleh fyrrum forseta sameinaðs Yemen, í 30 ár "de facto" einræðisherra landsins og hersveitir hollar fylkingu svokallaðra Hútha sem hafa risið frá fjölmennum minnihlutahóp Shíta í því sem áður var -- Norður Yemen, eða Arabalýðveldið Yemen.

Þessi atburðarás náði hápunkti með yfirlýsingu, Ali Abdullah Saleh sl. sunnudag, sem ekki varð skilin með öðrum hætti - en að hann ætlaði að söðla um; segja skilið við bandalag sitt við Hútha.

  • Atburðarásinni lyktaði síðan á mánudag - með dauða, Ali Abdullah Saleh.

Fregnir benda til þess, að hersveitir Saleh hafi verið ofurliði bornar af hersveitum Hútha í höfuðborg landsins -- Sana. Virðast hersveitir Hútha hafa tekist að ná svæðum í Sana áður stjórnað af hersveitum er hollar voru, Ali Abdullah Saleh.

Skv. fréttaveitum Hútha - var bílalest Saleh stöðvuð í fyrirsát rétt fyrir utan Sana, ráðist síðan að henni - Saleh að lokum drepinn.

Það bendi til þess, að Saleh hafi gert tilraun til flótta! Líklega til fæðingabæjar hans, þ.s. hann kvá hafa átt virki undir stjórn eigin hersveita.

Vígstaðan við upphaf ársins, þ.s. stríðið er í pattstöðu líklega lítt breitt

Yemen map: There are rumours that Oman has already shut down its border posts with Yemen, which may indicate a new development

Bendi fólki á að skoða kortin -- en ég hef veitt því athygli sl. 3. ár síðan Saudar og bandamenn þeirra hófu þátttöku í átökum -- að þ.e. eins og að gamla skiptingin sé að rísa upp að nýju.

  1. En bandalag Saleh og Hútha hefur ráðið þéttbýlasta hluta landsins fram að þessu, og hersveitum studdum af Saudum og bandamönnum Sauda - lítt gengið í um 3 ár að breyta stöðunni úr ca. þeirri sem sést á kortinu að ofan.
  2. Eftir lát Saleh - er komin upp óvissa!

En spurningin sé væntanlega hvað þeir hópar sem voru í kringum Saleh, ákveða að gera.
En hann hafði stuðning nokkurra Araba-hópa sbr. "tribes."

Former Yemen president shot dead during heavy fighting in Sana’a

Ex-president Saleh dead after switching sides in Yemen's civil war

Ali Abdullah Saleh, varð forseti Arabalýðveldisins Yemen eða Norður Yemens 1978. Meðan Suður Yemen fylgdi Sovétríkjunum að máli - fylgdi Norður Yemen Vesturlöndum að máli. Samskipti Yemen ríkjanna tveggja voru vægt sagt stirð - borgarastríð í S-Yemen 1986 líklega veikti það ríki verulega. 1990 eftir eiginleg lok Kalda-stríðsins komust ríkisstjórnir landanna tveggja að samkomulagi um sameiningu. Aftur á móti risu upp deilur í tengslum við sameininguna, og stutt borgarastríð 1994 lyktaði með sigri ríkisstjórnarinnar í Sana - m.ö.o. Saleh.

Ali Abdullah Saleh, ríkti yfir sameinuðu Yemen til 2012, er hann var hrakinn frá í kjölfar margra mánaða innanlands ólgu og mótmæla gegn stjórn hans.

Þær ríkisstjórnir sem sátu í Sana eftir það - má kalla handbendi Saudi Arabíu. Saleh hafði fengið að halda öllum sínum eignum, var áfram áhrifamikil persóna í Yemen.

Fyrir þrem árum, tók Ali Abdullah Saleh þátt í uppreisn gegn ríkisstjórn landsins í bandalagi við Shíta sértrúarhóp (Zaidis sect) sem er fjölmennur minnihluti í Yemen -- svokölluð Húthí fylking er hernaðarhreyfing þess trúarhóps.

Framanaf gekk því bandalagi mjög vel í átökum, og höfðu um skeið meira en helmings landsins á sínu valdi - þar á meðal borgina Aden. En í kjölfar ákvörðunar Saudi Araba og bandamanna Saudi Araba um þátttöku í stríðinu.

Þá fljótt urðu Arabahersveitir Saleh og Shíta hersveitir Hútha - að hörfa inn á sín kjarnasvæði; þ.s. þeir hafa sameiginlega haldið velli í 3 ár.

  1. Nú er það spurning, hvort atburðir þeir sem lyktuðu með dauða - Saleh.
  2. Hafi opnað stöðuna að einhverju verulegu leiti?
  • Það virðist a.m.k. ljóst, að Ali Abdullah Saleh hefur reynt sitt hinsta plott, og tapað.

En það blasi við að hann hafi náð samkomulagi við Saudi Arabíu - enginn veit um hvað. En það hljómar sem svo að það hafi verið nægilega gott það tilboð - að hann ákvað að taka þá áhættu; að stynga rítingnum í bakið á þeim sem hann hafði barist við hlið á, í rúm 3 ár.

  • Dauði Saleh - hljóti að vera áfall fyrir þessa saudi-arabísku tilraun, til að umbylta stöðunni í Yemen; eftir 3 ár af pattstöðu.
  1. En það virðist sennilegt, að það bandalag sem Saleh hafði byggt upp utan um sjálfan sig, og haldið honum mikilvægum svo lengi.
  2. Geti verið í hættu á að sigla sinn sjó í kjölfarið.

--Það sé þá samt spurning, hvort að það geti samt verið smá tími þegar Húthar séu þannig séð - úr jafnvægi, sem hugsanlega Saudar og bandamenn, geta nýtt sér til - áhlaups.

--Það væntanlega kemur í ljós á nk. dögum.

 

Niðurstaða

Það kemur í ljós á nk. dögum hvort að Saudar geta að einhverju leiti nýtt sér atburðarásina í Yemen sl. daga sér til tekna. En fljótt á litið virðist sem að bandamenn Írans í Yemen, Húthar, með snöggum og að því er virðist - algerum sigri yfir hersveitum Ali Abdullah Saleh í Sana borg; hafi möguleika til þess að ná aftur fullu jafnvægi á sína vígsstöðu.

En það virðist blasa að Saudi Arabía hafði gert samkomulag við gamla bragðarefinn Saleh í von um að umbylta víggstöðunni í Yemen sem í 3. ár hefur verið pattstaða - þrátt fyrir mikinn kostnað Saudi Araba og bandamanna þeirra, og stöðugar loftárásir.

En nú eftir drápið á Saleh, og fullkominn sigur að því er virðist yfir hersveitum Saleh a.m.k. í Sana borg. Þá virðist a.m.k. að Húthar hafi sýnt fram á að því geti fylgt veruleg áhætta; að gera tilraun til að rísa upp gegn þeim.

Saleh virðist hafa haft utan um sig bandlag margvíslegra "tribal" Araba hópa í norðurhluta Yemen - - þeir hópar væntanlega velta fyrir sér sinni stöðu. Virðast a.m.k. síður líklegir til uppreisnar gegn Húthúm eftir lát Saleh og afhroð hersveita Sale í Sana borg.

Það sé þar með alls óvíst að nokkur veruleg breyting verði á vígsstöðunni í Yemen.

--Það geti verið áhugavert að veita athygli fréttum nk. daga frá Yemen.
--M.ö.o. hvort frekari atburðarás fer af stað, eða að mál snúi til baka til fyrri pattstöðu.

En sumir fréttaskýrendur velta því fyrir sér, hvort hersveitir studdar Saudum og bandamönnum Sauda -- geti tilraun til áhlaups á víglínur; í von um að víggstaða Hútha sé ekki í fullu jafnvægi akkúrat á þessum punkti.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband