Ástæða að ætla Michael Flynn hafi gert samkomulag við Mueller að vitna gegn sér mikilvægari aðila - spurning hversu nærri Donald Trump "special investigator" Mueller getur hoggið

Þú spyrja sig margir þeirrar spurningar - hvað felst akkúrat í þeim vitnisburði sem Micheal Flynn hefur boðið - sérstökum saksóknara Robert Mueller. En í eiðssvarinn viðurkenndi Flynn á föstudag hafa logið að FBI - sem telst minniháttar brot er varðar allt að 6 mánaða refsingu.

  1. Hinn bóginn benda nú nokkrir fjölmiðlar á, að Mueller hafi haft sannanir fyrir miklu mun alvarlegra athæfi á Flynn.
  2. Sem hefði getað þítt, 5 ára fangelsi.

M.ö.o. eru þeir að segja, Flynn hafa verið settan í krúfstykki - þeir fjölmiðlar vilja meina að skv. sínum heimildum, sé óhugsandi annað en að Mueller hafi samið við Flynn um að vitna gegn sér háttsettari manni.
--Þá samanborið við þá stöðu er Flynn áður hafði innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna.

  1. Ásökunin sem varðar 5-ára refsingur, snýr að mjög sérstöku plotti sem Flynn virðist hafa verið viðriðinn, að skipuleggja mannrán í samvinnu við ríkisstjórn Tyrklands - á Gulem klerki er býr í Bandaríkjunum.
  2. Skv. heimildum pressunnar erlendu - þá þáði Flynn 530þ.$ af tyrkneskum stjórnvöldum - talið að Flynn hafi brotið reglu í lögum, svokallaða "foreign agent" reglu. Sem kvá skilda bandaríska ríkisborgara - að veita bandarískum yfirvöldum upplýsingar um það með formlegum hætti, ef þeir gerast "agentar" annarrar ríkisstjórnar.

Sjá umfjöllun WallStreeJournal: Mueller Probes Flynn’s Role in Alleged Plan to Deliver Cleric to Turkey.

Michael Flynn og Robert Mueller

http://politicaldig.com/wp-content/uploads/2017/08/cousel-mueller-flynn-docs.jpg

Spurningin stóra er því sú - hver var sá háttsetti embættismaður ríkisstjórnar Bandaríkjanna, sem Flynn viðurkennir að hann hafi verið í samskiptum við, er hann laug að FBI?

Fjölmiðlamennirnir álykta, að þegar Flynn samdi við Mueller - hafi hann hlotið að hafa falboðið upplýsingar á móti; og að á endanum hljóti hann hafa opnað sig alveg fyrir Mueller.
Ella hefði Mueller ekki samþykkt, að láta Flynn sleppa með að vera refsað fyrir mun smærra brot.

  • Enginn veit í raun og veru hver sá maður er.

En flestir fjölmiðlamennirnir virðast giska á eiginmann Invönku Trump - Jared Kushner.

Trump notes Flynn lied to FBI, says his actions during transition were lawful

Flynn’s indictment tightens the noose on Trump’s White House

Michael Flynn guilty plea: what happened and what it means

Flynn Flipped. Who’s Next?

Mueller investigation takes a big step closer to Donald Trump

Michael Flynn’s Guilty Plea: 10 Key Takeaways

Hinn bóginn vekur athygli að skv. vitnisburði Flynns - þá hafði Flynn ítrekað samskipti við Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum - en málið er að skv. vitnisburði Flynn bar hann skeiti milli núverandi forseta Bandaríkjanna og ríkisstjórnar Rússlands, með milligöngu Sergei Kislyaks og Michael Flynn.

Það telst vera ólöglegt þ.s. á þeim tíma var Trump enn almennur borgari, að semja við erlent ríki um atriði tengdum utanríkismálum Bandaríkjanna.

Óvíst hve mikið veður þó sé unnt að gera út af því máli - þ.s. aldrei hefur verið refsað út á það lagaákvæði sem er um 200 ára gamalt "Logan Act."

  1. Síðan á væntanlega eftir að koma fram, hver er stóra sprengjan í vitnisburði Flynns.
  2. Sem leiddi til þess, að Mueller samþykkti "plea bargain" við Flynn.

En vanalega þíðir slíkt, ef samþykkt, að boðinn var vitnisburður gegn sér mikilvægara aðila.

 

Niðurstaða

Það helst sem má lesa úr rás atburða helgarinnar tengd rannsókn sérstaks saksóknara Roberts Mueller - á málum tengd núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna. Þá nánar tiltekið samskiptum aðila tengdum núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum 2016 er þeir aðilar höfðu einungis lagastöðu almenns ríkisborgara - við ríkisstjórn Rússlands í gegnum sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, Sergei Kislyak.

Virðist vera að Mueller telji sig hafa nú verkfæri í höndum, m.ö.o. Michael Flynn.
Hvað akkúrat það er sem Flynn lofaði honum að vitna um, kemur væntanlega fram síðar.

En rás atburða getur verið að nálgast, áhugavert stig - með Micheal Flynn sem lykilvitni.

  1. Ég bendi á að ég hef áður sagt, óvíst að Trump klári sitt kjörtímabil.
  2. Fyrir utan, að því má við bæta, að óvíst sé hann klári nk. ár í embætti.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband