1.12.2017 | 00:43
Mun Mike Pompeo - verða utanríkisráðherra í stað - Rex Tillerson?
Sterkur orðrómur virðist í Washington að yfirvofandi sé að Donald Trump skipi Mike Pompeo - núverandi yfirmann CIA, utanríkisráðherra Bandaríkjanna "Secretary of State" í stað Rex Tillerson - fyrrum forstjóra Exon Mobile.
Þessi orðrómur hefur reyndar heyrst áður - en sterk undiralda virðist nú til staðar.
Trump considers replacing Tillerson with Pompeo
Trump considers plan to replace Tillerson with CIA chief - U.S. officials
Trump turnover - Tillerson would be latest to leave administration
Mattis on Tillerson departure: 'There's nothing to it'
Tillerson unaware of plan to oust him, Senator Corker says
Mike Pompeo og Rex Tillerson
Eins og kemur fram, kannast hvorki Mattis né Tillerson við sannleiksgildi þessa!
Pompeo er þekktur harðlínumaður - harður stuðningsmaður Ísrael, samtímis jafn gallharður andstæðingur Írans -- hann hefur að sögn látið frá sér ummæli þ.s. hann dásamar frammistöðu Trumps; sem líklega Trump hefur ekki þótt leiðinlegt að heyra.
Á sama tíma hefur Tillerson verið undir ámæli harðlínumanna innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna - fyrir meinta linkind gagnvart Norður-Kóreu og Íran, fyrir að styðja afstöðu Trumps gagnvart deilu Saudi-Arabíu við Quatar - ekki nægilega einarðlega, o.s.frv.
Þ.e. reyndar áhugavert að James Mattis virðist styðja Tillersons - en þeir tveir virðast hafa talað með svipuðum hætti innan ríkisstjórnarinnar; verið þannig séð "dúfurnar í hópnum."
Áhugavert að "Marine General" þekktur sem "Mad dog Mattis" sé - dúfan í hópnum ásamt Tillerson.
Það sýni sjálfsagt - hversu langt til hægri aðrir ráðherrar í ríkisstjórn Bandaríkjanna virðast vera.
- Með Mike Pompeo sem utanríkisráðherra - mundi utanríkisráðuneytið án vafa tala með sama hætti og Donald Trump -- en Pompeo hefur komið fram sem einarður stuðningsmaður Trumps, meðan að Tillerson hefur ítrekað virst beita sér til þess að milda stefnu ríkisstjórnarinnar, að því er best verður séð - með stuðningi Mattis.
- Það þíddi þá, að harðlína forsetans í utanríkismálum, mundi þá væntanlega vera framfylgt í mun meira mæli en fram að þessu.
--Spurning hvort að síðar snúi Trump sér að því að setja sér þægari hershöfðingja yfir varnarmál.
--En ef Mattis fer úr ríkisstjórninni einnig - eitthvað síðar, væri væntanlega enginn eftir aðrir en já-menn Trumps, fyrir utan starfsmannastjóra Hvíta-hússins. Sem einnig er hershöfðingi.
Ef Trump endaði einungis með - já-menn í kringum sig. Þá mundi væntanlega enginn verða eftir til að tékka af Trump.
En Trump hefur sagt Íran t.d. helsta útbreiðsluland hryðjuverka í heiminum. Trump vill greinilega taka upp einarðan stuðning við stefnu Saudi-Arabíu gegn Íran. Og gegn Quatar þ.s. Bandaríkin hafa herstöð -- en PENTAGON og Mattis hafa viljað fara varlega í því máli. Því gæti einnig fylgt, stóraukinn stuðningur Bandaríkjanna við - stríð Saudi-Arabíu í Yemen.
Á sama tíma, ótékkaður af, mundu væntanlega líkur á átökum við Norður-Kóreu einnig vaxa. En Trump hefur ítrekað látið fara frá sér ummæli í þá átt - að Norður-Kórea yrði lögð í rúst ef átök hæfust, og fyrr í vikunni sagðist hann mundu "take care" á vandanum tengdum Norður-Kóreu.
Hvorir tveggja utanríkisráðherrann og varnarmálaráðherrann, hafa verið talsmenn varfærni í þeim málum -- a.m.k. séð í samhengi ríkisstjórnar Bandaríkjanna.
Niðurstaða
Spurning hvort að stefni í að utanríkisstefna Bandaríkjanna á nk. ári taki enn ákveðnari kúrs í harðlínuátt en fram að þessu. En ef Pompeo tekur við af Tillerson - mundi utanríkisstefna Bandaríkjanna án vafa með ómenguðum hætti fylgja harðlínuafstöðu Trumps gagnvart Íran - ásamt hugmyndum Trumps um fulla samstöðu Bandaríkjanna með Saudi-Arabíu og Ísrael; í deilum þeirra landa á Mið-Austurlanda svæðinu.
Auk þessa að harka utanríkisstefnu Bandaríkjanna mundi þá væntanlega einnig fylgja harðlínuafstöðu Trumps gagnvart Norður-Kóreu.
Ef Tillerson fer - væri Mattis einn eftir til að halda aftur af þeirri harðlínu. Þá gæti það sama endurtekið sig - að grafið yrði undan Mattis og Trump á endanum sannfærður um að skipta honum út fyrir hershöfðingja með skoðanir nær afstöðu Trumps sjálfs.
Ef Mattis yrði einnig skipt út fyrir fylgismann Trumps - væri þá enginn með ráðherrastöðu eftir til að halda á lofti öðrum sjónarmiðum; það yrði þá - já-manna ríkisstjórn.
--Þá væri kannski óhætt að segja - guð hjálpi okkur öllum!
- En þ.e. alveg óhætt að segja Trump mun meiri harðlínumann, en Bush nokkru sinni var.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning