Mun Mike Pompeo - verða utanríkisráðherra í stað - Rex Tillerson?

Sterkur orðrómur virðist í Washington að yfirvofandi sé að Donald Trump skipi Mike Pompeo - núverandi yfirmann CIA, utanríkisráðherra Bandaríkjanna "Secretary of State" í stað Rex Tillerson - fyrrum forstjóra Exon Mobile.

Þessi orðrómur hefur reyndar heyrst áður - en sterk undiralda virðist nú til staðar.

Trump considers replacing Tillerson with Pompeo

Trump considers plan to replace Tillerson with CIA chief - U.S. officials

Trump turnover - Tillerson would be latest to leave administration

Mattis on Tillerson departure: 'There's nothing to it'

Tillerson unaware of plan to oust him, Senator Corker says

 

Mike Pompeo og Rex Tillerson

https://thenypost.files.wordpress.com/2017/10/tillerson-pompeo-split-getty.jpg?quality=90&strip=all

Eins og kemur fram, kannast hvorki Mattis né Tillerson við sannleiksgildi þessa!

Pompeo er þekktur harðlínumaður - harður stuðningsmaður Ísrael, samtímis jafn gallharður andstæðingur Írans -- hann hefur að sögn látið frá sér ummæli þ.s. hann dásamar frammistöðu Trumps; sem líklega Trump hefur ekki þótt leiðinlegt að heyra.

Á sama tíma hefur Tillerson verið undir ámæli harðlínumanna innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna - fyrir meinta linkind gagnvart Norður-Kóreu og Íran, fyrir að styðja afstöðu Trumps gagnvart deilu Saudi-Arabíu við Quatar - ekki nægilega einarðlega, o.s.frv.

Þ.e. reyndar áhugavert að James Mattis virðist styðja Tillersons - en þeir tveir virðast hafa talað með svipuðum hætti innan ríkisstjórnarinnar; verið þannig séð "dúfurnar í hópnum."

Áhugavert að "Marine General" þekktur sem "Mad dog Mattis" sé - dúfan í hópnum ásamt Tillerson.

Það sýni sjálfsagt - hversu langt til hægri aðrir ráðherrar í ríkisstjórn Bandaríkjanna virðast vera.

  1. Með Mike Pompeo sem utanríkisráðherra - mundi utanríkisráðuneytið án vafa tala með sama hætti og Donald Trump -- en Pompeo hefur komið fram sem einarður stuðningsmaður Trumps, meðan að Tillerson hefur ítrekað virst beita sér til þess að milda stefnu ríkisstjórnarinnar, að því er best verður séð - með stuðningi Mattis.
  2. Það þíddi þá, að harðlína forsetans í utanríkismálum, mundi þá væntanlega vera framfylgt í mun meira mæli en fram að þessu.

--Spurning hvort að síðar snúi Trump sér að því að setja sér þægari hershöfðingja yfir varnarmál.
--En ef Mattis fer úr ríkisstjórninni einnig - eitthvað síðar, væri væntanlega enginn eftir aðrir en já-menn Trumps, fyrir utan starfsmannastjóra Hvíta-hússins. Sem einnig er hershöfðingi.

Ef Trump endaði einungis með - já-menn í kringum sig. Þá mundi væntanlega enginn verða eftir til að tékka af Trump.

En Trump hefur sagt Íran t.d. helsta útbreiðsluland hryðjuverka í heiminum. Trump vill greinilega taka upp einarðan stuðning við stefnu Saudi-Arabíu gegn Íran. Og gegn Quatar þ.s. Bandaríkin hafa herstöð -- en PENTAGON og Mattis hafa viljað fara varlega í því máli. Því gæti einnig fylgt, stóraukinn stuðningur Bandaríkjanna við - stríð Saudi-Arabíu í Yemen.

Á sama tíma, ótékkaður af, mundu væntanlega líkur á átökum við Norður-Kóreu einnig vaxa. En Trump hefur ítrekað látið fara frá sér ummæli í þá átt - að Norður-Kórea yrði lögð í rúst ef átök hæfust, og fyrr í vikunni sagðist hann mundu "take care" á vandanum tengdum Norður-Kóreu.

Hvorir tveggja utanríkisráðherrann og varnarmálaráðherrann, hafa verið talsmenn varfærni í þeim málum -- a.m.k. séð í samhengi ríkisstjórnar Bandaríkjanna.

 

Niðurstaða

Spurning hvort að stefni í að utanríkisstefna Bandaríkjanna á nk. ári taki enn ákveðnari kúrs í harðlínuátt en fram að þessu. En ef Pompeo tekur við af Tillerson - mundi utanríkisstefna Bandaríkjanna án vafa með ómenguðum hætti fylgja harðlínuafstöðu Trumps gagnvart Íran - ásamt hugmyndum Trumps um fulla samstöðu Bandaríkjanna með Saudi-Arabíu og Ísrael; í deilum þeirra landa á Mið-Austurlanda svæðinu.

Auk þessa að harka utanríkisstefnu Bandaríkjanna mundi þá væntanlega einnig fylgja harðlínuafstöðu Trumps gagnvart Norður-Kóreu.

Ef Tillerson fer - væri Mattis einn eftir til að halda aftur af þeirri harðlínu. Þá gæti það sama endurtekið sig - að grafið yrði undan Mattis og Trump á endanum sannfærður um að skipta honum út fyrir hershöfðingja með skoðanir nær afstöðu Trumps sjálfs.

Ef Mattis yrði einnig skipt út fyrir fylgismann Trumps - væri þá enginn með ráðherrastöðu eftir til að halda á lofti öðrum sjónarmiðum; það yrði þá - já-manna ríkisstjórn.
--Þá væri kannski óhætt að segja - guð hjálpi okkur öllum!

  • En þ.e. alveg óhætt að segja Trump mun meiri harðlínumann, en Bush nokkru sinni var.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband