Fulltrúar ESB og Afríkusambandsins funda - vegna krísu í samskiptum í kjölfar afhjúpunar á skipulagðri þrælasölu í Líbýu á afrísku flóttafólki

Afhjúpun CNN fyrir tveim vikum, hefur valdið töluverðu uppnámi - mótmæli hafa farið fram í nokkrum fjölda Afríkulanda og í sumum Evrópulöndum, í grennd við sendiskrifstofur Líbýu.
Afrískar þjóðir einnig hafa sakað aðildarþjóðir ESB um að eiga þátt í því að skapa þann vanda!

Frægt Videó CNN er sýnir þrælasölu!

Þetta Videó hefur beint sjónum að afskaplega illri meðferð sem flóttafólk lendir í - sem streymir frá fátækum löndum yfir Sahara auðnina. En gjarnan á það flóttafólk í viðskiptum við margvíslega glæpahópa, sem beita flóttafólkið oft á tíðum - óskaplegu harðræði.
--Skipulögð þrælasala virðist hafa viðgengist um einhverja hríð.

Guardian sagði fyrst frá þessu í apríl: Migrants from west Africa being ‘sold in Libyan slave markets’

Fréttaveitan CNN hefur fjallað um málið í nóvember: People for sale

Libya opens investigation into slave auctions following CNN report

  1. Tveggja daga ráðstefna fulltrúa ESB og fulltrúa Afríkusambandsins fór fram í þessari viku - sat Donald Tusk m.a. fyrir ESB.
  2. Miðað við frétt, er talað um að búa til sameiginlegar liðssveitir - til að bæta öryggi flóttafólks á leiðinni yfir Sahara - halda aftur af glæpahópum.
  3. En á hinn bóginn, þó það minnki hugsanlega harðræði flóttafólksins - þá vart er það endanleg lausn; en áætlað er að milli 700.000 - 1.000.000 afrísks flóttafólks sé í Líbýu nú.
    --Langsamlega fæst af því á raunhæfa möguleika á að fá að fara til Evrópu.

EU's Tusk: Africa, EU must cooperate to end 'horrifying' migrant abuses

U.N. welcomes move by Libya to help find refugee solutions

Erfitt er að koma á nokkra lausn á þessum vanda, en ef öryggi flóttafólksins á leiðinni er bætt - þá væntanlega fjölgar þeim frekar er komast til Líbýu.

Á sama tíma, er ESB að borga líbýskum strandgæslubátum fyrir að hindra flóttafólk í því að leita út á haf - síðan sl. sumar hafa líbýskir strandgæslubátar ítrekað rekið flóttabáta aftur að landi.

Hinn bóginn, er erfitt að sjá það sem einhverja endanlega lausn, að breyta Líbýu í risastórar - flóttamannabúðir.

Þó svo að ESB mundi borga verulega fyrir uppihald - þá mundi aðstreymið smám saman leið til þess, að flóttafólkið mundi telja margar milljónir.

  • 6,3 milljónir íbúa bjuggu í Líbýu fyrir upphaf átaka þar 2011.

Þegar það er haft í huga, þyrfti ekki endilega mjög mörg ár til þess, að Afríkumenn frá löndum sunnan Sahara - gætu orðið fjölmennari en Berbar og Arabar er búa í Líbýu - jafnvel samanlagt.

Væntanlega þarf þá að skipuleggja - nauðungaflutninga til baka til heimalands.

En vart sætta Líbýumenn sjálfir sig við það - að fólk frá löndum sunnan Sahara taki landið yfir.

Og ekki vilja Evrópumenn heldur taka við þessu fólki.

 

Niðurstaða

Það er alls enginn vafi að mjög margir Afríkubúar sem leita yfir Sahara í von um betra líf í Evrópu, hafa átt mjög grimm örlög. Óþekktur fjöldi bera beinin ár hvert einhvers staðar í Sahara sjálfri - þ.e. eru annað af tvennu myrtir af smyglurum eða látast af margvíslegum öðru harðræði á þeirri leið. Vitað hefur verið um nokkurt skeið að loksins er þeir koma til Líbýu er Afríkufólkið leiksoppar miskunnarlausra smyglara -- en CNN er fyrsti fréttamiðillinn til að afla skýrra sannana fyrir skipulagðri þrælasölu á vegum smyglhringja.

Þeir Afríkumenn sem leita Norður í veikri von um betra líf. Eru sennilega einn af þeim flóttaamannahópum í heiminum er á fæsta möguleika. En á sama tíma og ekkert stopp er sjáanlegt í aðstreymi bláfátækra efnahagsflóttamanna yfir auðnina. Þá fer afstaða Evrópumanna gagnvart efnahagsflóttamönnum - sífellt harðnandi.

Tæknilega er auðvitað unnt að skipuleggja nauðungaflutninga aftur til baka til heimalands - svo fremi að heimalönd samþykki móttöku þeirra. Í því samhengi blasi sennilega við að ESB aðildarlönd eiga þá fáa kosti aðra - en að lofa þeim löndum umtalsverðum peningum. Til að tryggja að þau taki sína landa aftur til baka.

En það eina sem virðist fullkomlega öruggt - sé að vandinn muni valda ESB aðildarríkjum miklum kostnaði í framtíðinni. M.ö.o. þau líklega þurfi að múta Líbýu til að stoppa áfram flóttafólk frá því að halda út á Miðjarðarhaf. Á sama tíma líklega þurfi ESB síðan að múta einnig heimalöndum flóttafólks - til að taka aftur við því flóttafólki til baka. Fyrir utan það, að ESB líklega þarf að fjármagna alla umsýslu og uppihald aðstöðu í tengslum við þetta flóttafólk - innan Líbýu.

En hafandi í huga vaxandi andstöðu innan aðildarlanda ESB gagnvart móttöku efnahagsflóttamanna frá fátækum löndum -- sé líklega fátt annað í stöðunni fyrir aðildarríki ESB; en að kyngja þessum framtíðar kostnaði.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 856030

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband