29.11.2017 | 00:14
Norður-Kóreu virðist hafa tekist að þróa eldflaug er getur náð til allra borga í Bandaríkjunum eða allra borga í Evrópu
Skv. bandarískum stjórnvöldum var flauginni skotið frá héraði rétt sunnan við Pyongyang kl. 18:17 GMT. Það þíðir 17 mínútum yfir 6 skv. íslenskum tíma þ.s. miðtími er notaður hér.
Flaugin er áætluð hafa flogið ca. 1000km. áður en hún féll í Japanshaf, en í stað þess að fljúga yfir Japan í gennd við Sapporo eins og flaug skotið var 15. sept sl., virðist hún hafa fylgt ferli sem leiddi til hærri hámarks flughæðar en áður hefur sést, sbr:
North Korea launches new high-altitude missile
North Korea fires ICBM, splashes in Sea of Japan
James Mattis - "It went higher, frankly, than any previous shot theyve taken," - "Its a research and development effort on their part to continue building ballistic missiles that could threaten everywhere in the world basically."
Eins og sést skv. áætluðum endapunkti - hefur hærri ferill þítt að flaugin endaði í Japanshafi, áður en hún náði að Japansströndum.
Ég verð að gera ráð fyrir að NK - hafi vísvitandi ákveðið að taka ekki að nýju áhættuna af því, að flaugin mundi fljúga yfir Japan eins og flaugin er skotið var upp í september.
Þessi flaug er virðist þar með mun öflugri en flaugin sem skotið var 15. sept sl.
Skv. nýjum fréttum var flughæð flaugarinnar yfir 4000km - NK segir 4.750km. Þ.e. miklu hærra en lægsta svokölluð - brautarhæð þ.s. gerfihnettir geta svifið í geimnum. Í sept. náði flaug rúmlega 3000km. en flaug nokkru lengra.
Fyrst að hún féll samt niður, eins og sú fyrri - var hún ekki á nægum hraða til að ná á sporbraut. flaugin frá sept. var metin geta farið í ca. beinni línu nærri 6000km.
En nú er sagt að hin nýja flaug hafi hámarks fluglengd upp á 13þ.km.
North Korea says new ICBM puts U.S. mainland within range of nuclear weapons
Takið eftir hversu langt flaug er fer 6000km. dregur og síðan flaug er fer 10þ.km.
Eins og sést vantaði síðast ca. 2000km. upp á drægið til að slík flaug mundi tæknilega ná til A-Evrópu. Hin nýja flaug virðist vera öflugari og hafa haft verulega lengra drægi.
En NK þarf flaug með 10þ.km. drægi til að ná Bandar. almennilega -- ef nýja flaugin hefur 13þ.km. drægi þá sannarlega tæknilega nær hún öllum helstu borgum Bandar. og sama gildi þá einnig um Evrópu. Slík flaug næði einnig tæknilega til Íslands.
- Eins og sést á kortinu, dekka varnarflaugar NATO í Póllandi og Rúmeníu þessa hættu töluvert vel.
Val NATO á staðsetningu í þeim löndum, virðist vel valið ef marka má kortið.
- En alls ekki er unnt að útiloka að NK - nái síðar meir að þróa slíka stærri eldflaug.
Ef þetta er allt rétt virðist NK-hafa náð markmiðum sínum í eldflaugatækni.
Þó enn sé ekki vitað hvort NK-hafi tekist að þróa "reentry vehicle."
Ég leyfi lesendum að ráða í viðbrögð Donalds Trumps.
En ég ætla ekki að gíska á hvað hann nákvæmlega meinti.
Donald Trump: "We will take care of it," - "It is a situation that we will handle."
--Nú eru mjög margir með getgátur hvað hann akkúrat meinti.
--Þ.e. auðvitað til þekkt bandarísk ensk merking á hugtakinu "I'm gonna take care of it."
En óvíst að hann hafi meint þetta akkúrat þannig.
Niðurstaða
Kom Jong Un sýnir bersýnilega að hann ætlar ekki að láta hertar refsiaðgerðir - sem m.a. Kína stjórn tekur þátt í -- stöðva þróun langdrægra eldflauga. Ekki er enn vitað hvort NK hefur tekist að þróa svokallað "reentry vehicle" þ.e. geimhylki utan um kjarnaodd með hitaskjöld - til að forða því að kjarnasprengjan brenni upp á leið inn í gufuhvolfið. En slík eru forsenda þess að langdrægar flaugar er fara alla leið upp í geim - geti flutt kjarnasprengjur alla leið til skotmarks þúsundir km. í burtu.
Hinn bóginn þurfa skammdrægar flaugar ekki slíkan búnað - þ.e. þær fara aldrei það hátt að þær yfirgefi alfarið andrúmsloftið -- þá dugar "aerodynamic fairing" væntanlega. Þannig að NK getur þá væntanlega beitt kjarnavopnum með notkun skammdrægra flauga er mundu t.d. ná um allan Kóreuskaga, og hugsanlega eitthvað inn fyrir landamæri Kína - tæknilega séð.
Þetta þíði að - innrás í NK sé líklega útilokuð. Þ.s. NK mundi örugglega ekki hika að beita kjarnavopnum gegn sérhverri innrás, þó það kostaði marga borgara eigin lands lífið.
--Óvíst að Bandaríkin geti tryggt örugga eyðingu kjarnavopna NK - með lofthernaði.
--En skammdrægar flaugar er unnt að fela víða, þær geta auk þess verið í einhverjum þeirra fjölmörgu neðanjarðarbyrgja sem stjórnvöld NK hafa byggt í gegnum árin.
--Það væri rökrétt af NK að dreifa sprengjuberandi slíkum flaugum á a.m.k. nokkra staði. Til að lágmarka líkur á að allar væru eyðilagðar.
Ég held þar með að mjög miklar líkur séu á að NK-mundi geta beitt kjarnavopnum gegn innrás.
Þ.s. innrás sé líklega óhugsandi - þá sé erfitt að sjá hvað mikið meira sé unnt að gera, í tilraunum til að stöðva NK.
- En ólíklegt virðist að Kínastjórn sé tilbúin að taka áhættu á hugsanlegu falli stjórnarinnar í Pyongyang - innanfrá ef aðgerðir væri hertar frekar.
- En, ef átök mundu hefjast innan valdastéttar NK - er ekki hægt að útiloka beitingu kjarnavopna.
Geislun gæti þá borist til Kína með vindum og valdið miklu tjóni.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:35 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar. Hafa menn gert athuganir á því hvaða áhrif yrðu af kjarnorkusprengju sem yrði sprengd við hafflötinn? Geta t.d. N-Kóreumenn sprengt þannig sprengju og valdið öflugri flóðbylgju á vesturströnd Bandaríkjanna?
Sveinn R. Pálsson, 29.11.2017 kl. 09:15
ÖRYGGISRÁÐIÐ gæti vel stöðvað N-kóreu með einföldum hætti ef að viljinn væri fyrir hendi án þess að vopnum yrði beitt að fyrra bragði:
Ef að kína og rússar myndu alveg hætta að selja N-kóreu olíu að þá skilst mér að landið myndi lamast eftir 6 mánuði:
http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2202073/
--------------------------------------------------------------------------
Í raun er kína þarna orðin samsek N-kóreu fyrir að gera ekkert:
http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2200552/
Jón Þórhallsson, 29.11.2017 kl. 13:06
Sveinn R. Pálsson, líklega ekki nema hún væri sprengd - undir yfirborði sjávar. En Bandaríkin gerðu fræga kjarnorkutilraun við Bikini eyju á Kyrrahafi - þ.s. prófuð voru áhrif kjarnasprengju á flota af skipum.
--Þá var sökkt slatta af þýskum - japönskum og bandarískum herskipum frá Seinni-Styrrjöld.
Það var engin flóðbylgja en tilraunin sýndi vel fram á að kjarnasprengja mundi fara illa með flota ef slík sprengja væri sprengd nægilega nærri rétt fyrir ofan yfirborð sjávar.
--Því fylgdi engin flóðbylgja.
----------------
Hinn bóginn hugsa ég að slík sprengja mundi valda stærra manntjóni, með því að láta hana springa beint yfir borg.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 29.11.2017 kl. 22:26
Jón Þórhallsson, bæði löndin - Kína og Rússland eru þar um, samsek. Hinn bóginn efa ég persónulega að löndin væru til í að láta NK - raunverulega lamast með þeim hætti.
--Löndin tvö vita sem er, að NK - er ekki að beina flaugunum að þeim.
--Það veldur NATO löndum og Bandar. margvíslegum vanda og kostnaði, að núlla þessa hættu út með uppbyggingu eldflaugavarnakerfa.
Sem Rússl. og Kína geta síðan mótmælt - notað sem afsökun til að efla eigin vígbúnað - sem meint mótvægi við eflingu NATO landa á eldflaugavarnarkerfum.
Ég hugsa stjórnendur Rússl. og Kína séu ekki endilega sorgmæddir yfir því veseni sem það líklega mun skapa fyrir NATO lönd.
--Þó hvorir tveggja stjórnendurnir væru sennilega ólíklegir til að viðurkenna slíkt.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 29.11.2017 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning