Norður-Kóreu virðist hafa tekist að þróa eldflaug er getur náð til allra borga í Bandaríkjunum eða allra borga í Evrópu

Skv. bandarískum stjórnvöldum var flauginni skotið frá héraði rétt sunnan við Pyongyang kl. 18:17 GMT. Það þíðir 17 mínútum yfir 6 skv. íslenskum tíma þ.s. miðtími er notaður hér.
Flaugin er áætluð hafa flogið ca. 1000km. áður en hún féll í Japanshaf, en í stað þess að fljúga yfir Japan í gennd við Sapporo eins og flaug skotið var 15. sept sl., virðist hún hafa fylgt ferli sem leiddi til hærri hámarks flughæðar en áður hefur sést, sbr:

North Korea launches new high-altitude missile

North Korea fires ICBM, splashes in Sea of Japan

James Mattis - "It went higher, frankly, than any previous shot they’ve taken," - "It’s a research and development effort on their part to continue building ballistic missiles that could threaten everywhere in the world basically."

Eins og sést skv. áætluðum endapunkti - hefur hærri ferill þítt að flaugin endaði í Japanshafi, áður en hún náði að Japansströndum.
Ég verð að gera ráð fyrir að NK - hafi vísvitandi ákveðið að taka ekki að nýju áhættuna af því, að flaugin mundi fljúga yfir Japan eins og flaugin er skotið var upp í september.

https://ichef.bbci.co.uk/news/624/cpsprodpb/7841/production/_90658703_north_korea_hwanghae_missile_mapv2.jpg

Þessi flaug er virðist þar með mun öflugri en flaugin sem skotið var 15. sept sl.

Skv. nýjum fréttum var flughæð flaugarinnar yfir 4000km - NK segir 4.750km. Þ.e. miklu hærra en lægsta svokölluð - brautarhæð þ.s. gerfihnettir geta svifið í geimnum. Í sept. náði flaug rúmlega 3000km. en flaug nokkru lengra.

Fyrst að hún féll samt niður, eins og sú fyrri - var hún ekki á nægum hraða til að ná á sporbraut. flaugin frá sept. var metin geta farið í ca. beinni línu nærri 6000km.

En nú er sagt að hin nýja flaug hafi hámarks fluglengd upp á 13þ.km.

North Korea says new ICBM puts U.S. mainland within range of nuclear weapons

Takið eftir hversu langt flaug er fer 6000km. dregur og síðan flaug er fer 10þ.km.

https://cdn.images.express.co.uk/img/dynamic/78/590x/secondary/North-Korea-news-Hawaii-missile-range-how-far-attack-1030028.png

Eins og sést vantaði síðast ca. 2000km. upp á drægið til að slík flaug mundi tæknilega ná til A-Evrópu. Hin nýja flaug virðist vera öflugari og hafa haft verulega lengra drægi.

En NK þarf flaug með 10þ.km. drægi til að ná Bandar. almennilega -- ef nýja flaugin hefur 13þ.km. drægi þá sannarlega tæknilega nær hún öllum helstu borgum Bandar. og sama gildi þá einnig um Evrópu. Slík flaug næði einnig tæknilega til Íslands.

  • Eins og sést á kortinu, dekka varnarflaugar NATO í Póllandi og Rúmeníu þessa hættu töluvert vel.

Val NATO á staðsetningu í þeim löndum, virðist vel valið ef marka má kortið.

  • En alls ekki er unnt að útiloka að NK - nái síðar meir að þróa slíka stærri eldflaug.

Ef þetta er allt rétt virðist NK-hafa náð markmiðum sínum í eldflaugatækni.
Þó enn sé ekki vitað hvort NK-hafi tekist að þróa "reentry vehicle."

Ég leyfi lesendum að ráða í viðbrögð Donalds Trumps.
En ég ætla ekki að gíska á hvað hann nákvæmlega meinti.

Donald Trump: "We will take care of it," - "It is a situation that we will handle."

--Nú eru mjög margir með getgátur hvað hann akkúrat meinti.
--Þ.e. auðvitað til þekkt bandarísk ensk merking á hugtakinu "I'm gonna take care of it."
En óvíst að hann hafi meint þetta akkúrat þannig.

 

Niðurstaða

Kom Jong Un sýnir bersýnilega að hann ætlar ekki að láta hertar refsiaðgerðir - sem m.a. Kína stjórn tekur þátt í -- stöðva þróun langdrægra eldflauga. Ekki er enn vitað hvort NK hefur tekist að þróa svokallað "reentry vehicle" þ.e. geimhylki utan um kjarnaodd með hitaskjöld - til að forða því að kjarnasprengjan brenni upp á leið inn í gufuhvolfið. En slík eru forsenda þess að langdrægar flaugar er fara alla leið upp í geim - geti flutt kjarnasprengjur alla leið til skotmarks þúsundir km. í burtu.

Hinn bóginn þurfa skammdrægar flaugar ekki slíkan búnað - þ.e. þær fara aldrei það hátt að þær yfirgefi alfarið andrúmsloftið -- þá dugar "aerodynamic fairing" væntanlega. Þannig að NK getur þá væntanlega beitt kjarnavopnum með notkun skammdrægra flauga er mundu t.d. ná um allan Kóreuskaga, og hugsanlega eitthvað inn fyrir landamæri Kína - tæknilega séð.

Þetta þíði að - innrás í NK sé líklega útilokuð. Þ.s. NK mundi örugglega ekki hika að beita kjarnavopnum gegn sérhverri innrás, þó það kostaði marga borgara eigin lands lífið.
--Óvíst að Bandaríkin geti tryggt örugga eyðingu kjarnavopna NK - með lofthernaði.
--En skammdrægar flaugar er unnt að fela víða, þær geta auk þess verið í einhverjum þeirra fjölmörgu neðanjarðarbyrgja sem stjórnvöld NK hafa byggt í gegnum árin.
--Það væri rökrétt af NK að dreifa sprengjuberandi slíkum flaugum á a.m.k. nokkra staði. Til að lágmarka líkur á að allar væru eyðilagðar.

Ég held þar með að mjög miklar líkur séu á að NK-mundi geta beitt kjarnavopnum gegn innrás.

Þ.s. innrás sé líklega óhugsandi - þá sé erfitt að sjá hvað mikið meira sé unnt að gera, í tilraunum til að stöðva NK.

  • En ólíklegt virðist að Kínastjórn sé tilbúin að taka áhættu á hugsanlegu falli stjórnarinnar í Pyongyang - innanfrá ef aðgerðir væri hertar frekar.
  • En, ef átök mundu hefjast innan valdastéttar NK - er ekki hægt að útiloka beitingu kjarnavopna.

Geislun gæti þá borist til Kína með vindum og valdið miklu tjóni.

 

Kv.

 
G
M
T
      
 
 
 
Text-to-speech function is limited to 200 characters

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Sæll Einar. Hafa menn gert athuganir á því hvaða áhrif yrðu af kjarnorkusprengju sem yrði sprengd við hafflötinn? Geta t.d. N-Kóreumenn sprengt þannig sprengju og valdið öflugri flóðbylgju á vesturströnd Bandaríkjanna?

Sveinn R. Pálsson, 29.11.2017 kl. 09:15

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

ÖRYGGISRÁÐIÐ gæti vel stöðvað N-kóreu með einföldum hætti ef að viljinn væri fyrir hendi án þess að vopnum yrði beitt að fyrra bragði: 

Ef að kína  og rússar myndu alveg hætta að selja      N-kóreu olíu að þá skilst mér að landið myndi lamast eftir 6 mánuði:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2202073/

--------------------------------------------------------------------------

Í raun er kína þarna orðin samsek N-kóreu fyrir að gera ekkert:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2200552/

Jón Þórhallsson, 29.11.2017 kl. 13:06

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sveinn R. Pálsson, líklega ekki nema hún væri sprengd - undir yfirborði sjávar. En Bandaríkin gerðu fræga kjarnorkutilraun við Bikini eyju á Kyrrahafi - þ.s. prófuð voru áhrif kjarnasprengju á flota af skipum.
--Þá var sökkt slatta af þýskum - japönskum og bandarískum herskipum frá Seinni-Styrrjöld.
Það var engin flóðbylgja en tilraunin sýndi vel fram á að kjarnasprengja mundi fara illa með flota ef slík sprengja væri sprengd nægilega nærri rétt fyrir ofan yfirborð sjávar.
--Því fylgdi engin flóðbylgja.
----------------
Hinn bóginn hugsa ég að slík sprengja mundi valda stærra manntjóni, með því að láta hana springa beint yfir borg.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.11.2017 kl. 22:26

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jón Þórhallsson, bæði löndin - Kína og Rússland eru þar um, samsek. Hinn bóginn efa ég persónulega að löndin væru til í að láta NK - raunverulega lamast með þeim hætti.
--Löndin tvö vita sem er, að NK - er ekki að beina flaugunum að þeim.
--Það veldur NATO löndum og Bandar. margvíslegum vanda og kostnaði, að núlla þessa hættu út með uppbyggingu eldflaugavarnakerfa.
Sem Rússl. og Kína geta síðan mótmælt - notað sem afsökun til að efla eigin vígbúnað - sem meint mótvægi við eflingu NATO landa á eldflaugavarnarkerfum.

Ég hugsa stjórnendur Rússl. og Kína séu ekki endilega sorgmæddir yfir því veseni sem það líklega mun skapa fyrir NATO lönd.
--Þó hvorir tveggja stjórnendurnir væru sennilega ólíklegir til að viðurkenna slíkt.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.11.2017 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 856029

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband