Brúnkol skaffa enn 24% af raforku Þýskalands, steinkol 17% - enn stefnt af lokun kjarnorkuvera

Sá þessa umfjöllun á vef Der Spiegel: Can Germany Break Its Lignite Habit?. Þar sem þess er spurt hvort Þýskaland geti hætt að nota brúnkol.

Brúnkolavinnsla veldur óskaplegum umhverfisskaða!

Photo Gallery: A Painful Exit from Brown Coal

Eins og sést á myndinnil, er stórvirkum moksturstækjum beitt, sem skófla brúnkolunum upp úr jarðlaginu - eftir að mokað hefur verið niður á brúnkolalagið.

Áður en þetta gert, þarf svæðið að hafa verið rækilega þurrkað - þ.e. vatn leitt á brott. Sú aðgerð að sjálfsögðu er ákaflega skaðleg náttúrunni -- sjá tilvitnun í grein Spiegel:

"RWE was permitted to pump ground water from hundreds of square kilometers in the Rhineland to make way for its open-cast mines. This caused enormous damage to the landscape in the form of fissures, sinkholes and erosion." - " No one knows what will happen if the water level rises again in 20 or 30 years. Some experts fear that entire stretches of land, including villages, could be flooded."

Þegar grunnvatnið er leitt í burtu - eðlilega súnkar jarðvegurinn saman. Ef um mjög djúp jarðvegslög er að ræða - geta sjáanleg ummerki verið töluverð.

Þessi vinnsla er enn stórfelld:

"And each year, 170 million tons of brown coal are mined in Germany...." - "Even the most modern lignite power plants only have an efficiency rate of just over 40 percent. Older plants from the 1970s and 1980s, many of which are still in operation, only reach rates of around 30 percent."

Brennsla brúnkola er afar óskilvirk - orkulega séð, og skilur eftir sig mikla mengun.

Síðan er rafmagnið frá brúnkola-orkuverunum selt á lægra verði en orka frá orkuverðum er brenna gasi - brennsla sem mengar hlutfallslega mun minna; sem þíðir að brúnkolavinnslan a.m.k. miðað við núverandi verð - hindrar uppbyggingu gasvera er áttu að brúa bilið meðan skipt væri yfir í - endurnýjanlega orkuvinnslu.

"The electricity it produces exerts downward pressure on prices and makes natural gas-fired power plants unprofitable. Natural gas, though, was supposed to bridge the gap until a functioning system for renewables, including distribution and storage, could be established."

Umhverfisverndarsinnar mundu að sjálfsögðu svara þessu þannig - að greinilega sé óskaplegur umhverfis-kostnaður brúnkolavinnslu - ekki lagður á orkufyrirtækin er brenna brúnkolum.

Ef svo væri, mundi verð á rafmagni frá brúnkolaverum - vera það allra dýrasta.

Tvö fyrirtæki með öflug pólitísk ítök, og tvö héröð í Þýskalandi háð brúnkolavinnslu - beita ítökum sínum til að stoppa tilraunir til að binda endi á þessa vinnslu.

"The two firms combined employ 17,000 people and are fighting hard for the right to continue mining coal." - "...the Lausitz region and Leag in eastern Germany."

  1. Þetta eru héröð þ.s. AdD flokkurinn nýverið vann stóran pólit. sigur.
  2. Þ.s. að kostnaður við endalok brúnkolavinnslu er óskaplegur - en skv. lögum þarf að færa landið aftur í fyrra horf; sem augljóslega kostar óskaplega fjármuni.
  3. Og niðurlagning vinnslunnar mun kosta störf.

Þá er augljóst með hvaða hætti AfD mundi beita sér.

"The AfD immediately went on the attack, shrieking: "Saxony's CDU sells Lausitz jobs and demands money from the taxpayers!" Jörg Urban, the head of the AfD group in the Saxony state parliament, said the state would soon be "a new, regional poorhouse with no future, but a lot of wolves.""

Flokkur sem amast ekki við nýnasistum meðal eigin raða - á sennilega ekki í vandræðum með, að leiða hjá sér óskaplegan umhverfis-kostnað í því falinn; ef brúnkolavinnslu er fram haldið.

Fyrir utan ef hún heldur áfram, klárlega mun Þýskaland ekki geta dregið verulega úr útblæstri koltvíyldis - eins og er fyrirhugað.

  • En ástæðan fyrir óskaplegum kostnaði við stöðvun vinnslu - er auðvitað vegna þess gríðarlega inngrips í náttúrulegt umhverfi sem vinnslan veldur - auk mikils skaða á landinu sjálfu þ.s. vinnslan fer fram.

Til viðbótar þessu bætist - að RWE orkufyrirtækið er að nota tekjur af brúnkolavinnslunni - til að fjármagna kostnað við lokun kjarnorkuvera í sinni eigu.

"...profits from brown coal plants have already been earmarked to finance the phase-out of nuclear power. If those plants are shut down, the state would then not only have to pay for the reclamation of the open-cast mines but also for the expensive demolition of the nuclear power stations."

Þetta sýnir eina ferðina enn - hversu yfirmáta heimskuleg aðgerð það var hjá Merkel, að fyrirskipa lokun kjarnorkuvera.

Þvert á móti hefði átt að fjölga kjarnorkuverum - - eða a.m.k. halda þeim gömlu gangandi þangað til að kjarnaofnarnir væru úr sér gengnir.

--Þá hefðu kjarnorkuverin getað staðið til að brúa bil, meðan fókusað væri á að taka úr orkuvinnslu er brennir kolefna-eldsneyti.

  1. En í staðinn, þarf Þýskaland að fjármagna hvort tveggja samtímis.
  2. Loka kjarnorkuverunum og loka brúnkolavinnslunni.
  3. Til viðbótar auðvitað, að afnema vinnslu steinkola.

Áherslan á að loka kjarnorkuverunum - kom í kjölfar kjarnorkuslyss í Japan!

En sambærileg atburðarás þeirri er þar varð, er einfaldlega fullkomlega útilokuð í Þýskalandi.
M.ö.o. hvað gerðist í Japan - gaf í engu til kynna að þýsk kjarnorkuver væru hættulegri en menn áður héldu.

  1. Í Japan varð 9,5 Richter skjálfti - einn sá öflugasti er hefur mælst. Þýskaland á sama tíma er ekki jarðskjálfasvæði -- litlir skjálfar verða öðru hvoru. Sem í engu ógna byggingum.
  2. Japanska kjarnorkuverið stóð samt af sér skjálftann - en það stóð ekki af sér risaflóðbylgju er skjálftinn orsakaði.
  3. Þ.s. japönsku kjarnorkuverin eru við sjávarströnd vegna þess að Japan skortir stór vatnsföll, þannig að vatnskæld kjarnorkuver þar hafa verið reist meðfram sjó.
  4. Hinn bóginn eru þýsku kjarnorkuverinn inni í landi - þ.s. þýskaland hefur stór vatnsföll. Fyrir utan að svo stórar flóðbylgjur geta líklega ekki orðið við sjávarströnd Þýskalands.

Lokun kjarnorkuveranna verður mjög dýr - þann kostnað þurfti ekki að taka nærri strax. Þau gátu enn starfað a.m.k. 20 ár til viðbótar - jafnvel 30.

Þýskaland virðist standa frammi fyrir tveim kostum - þ.e. að leggja kostnaðinn á skattgreiðendur, í gegnum beina skattlagningu.

Eða að leggja kostnaðinn í orkuverð - er þíddi óskaplegan háan orkureikning.

Þegar Þýskaland glýmir við hægri sinnaða pópúlisma bylgju - væri greinilega ósnjallt að stórfellt hækka orkureikninga almennings.

 

Niðurstaða

Ég er alls ekki að tala gegn því að Þýskaland skipti yfir í endurnýjanlega orkugjafa - þrátt fyrir mikinn kostnað við þau umskipti. Enda sé umhverfis-kostnaður brúnkolavinnslu sérstaklega hennar óskaplegur augljóslega, einnig án þess að íhuga gríðarlega koltíyldismengun brúnkolavera.

Hinn bóginn, séu öll vandamálin að hrannast upp í einu - þ.e. vegna heimskulegrar ákvörðunar Merkel, að loka kjarnorkuverum - er gátu verið starfandi a.m.k. 20 ár til viðbótar; og þjónað því hlutverki að brúa bil innan orkukerfisins. En kostnaður við lokun þeirra hlaut alltaf að vera mikill - þann kostnað mátti bíða með að takast á við.

Þess í staðinn, er Þýskaland að takast á það samtímis - kostnaðinn við lokun kjarnorkuveranna og kostnaðinn við endalok, steinkola- og brúnkolavinnslu.

  1. Þessi kostnaður hlýtur að detta nú loks inn á þessu kjörtímabili.
  2. Þ.s. útlit virðist nú fyrir samsteypustjórn aftur milli Kristilegra Demókrata og þýskra krata -- eftir að í kjölfar gríðarlegs þrýstings frá atvinnulífinu, Schultz formaður krata samþykkti að skoða slíka samsteypustjórn.

Klárlega munu andstæðingar hægra megin við stjórnina, hamast á henni út af kostnaðinum.
Mun litlu skipta hvor leiðin verði farin - nema að ef stjórnin hræðis meir AfD en Frjálsa Demókrata, væri rökréttara að leggja kostnaðinn beint á skattgreiðendur.
--Enda AfD að fá mörg atkvæði þeirra sem eru ósáttir við sitt hlutskipti.
--Að stórfellt hækka orkuverð til almennings, mundi alveg örugglega skila enn fleiri atkvæðum til AfD, auk þess sennilega smætta aftur kjörfylgi stóru flokkanna.

Þó að sannarlega verði skattahækkanir líklega ekki vinsælar heldur - grunar mig að það sé skárri lendinging af tveimur slæmum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband