22.11.2017 | 00:33
Hlutur Kína í valdaskiptum í Zimbabwe vekur áhuga
Financial Times vakti athygli á áhugaverðri staðreynd, nefnilega þeirri að Constantino Chiwenga hershöfðingi - sem stjórnaði aðgerðum hers Zimbabwe við valdatöku hers Zimbabwe í sl. viku.
--Var nokkrum dögum fyrr staddur í Peking borg.
Zimbabwe crisis turns spotlight on Chinas role in Africa
Constantino Chiwenga hershöfðingi ásamt Robert Mugabe fyrir nokkrum dögum
Ekki misskilja það þannig að ég amist við þessum líklegu afskiptum Kína
Þetta gæti veitt vísbendingu um stefnubreytingu í Kína - en fyrir nokkrum árum tapaði Kína stórfelldum fjárhæðum í formi tapaðra olíu-samninga við Gaddhafi; er Kína stóð með Gaddhafi fram í andlátið -- og nýir stjórnendur landsins rifu samningana sem Gaddhafi hafði gert.
Kína stendur mjög líklega frammi fyrir öðrum fjárhagslegum skandal - þegar nú er ljóst að Venezúela er formlega gjaldþrota. En Kína hefur lánað stjórnvöldum í Caracas stórfé.
--Og það má sennilega fullyrða þ.s. öruggt, að stórfé tapist.
Það var orðið ljóst, að Zimbabwe var á leið að nýju fram af bjargbrún - en að nýju stefni í óðaverðbólgu; en enn sé ekki of seint að framkvæma efnahagslegar neyðaraðgerðir.
--Það hljómar ekki ólíklega, að möguleikinn á 3ja áfallinu, hafi verið of mikið.
- Það mundi alls ekki koma mér á óvart, ef kínverskir aðilar hafa verið í óformlegum samskiptum við - áhrifamikla einstaklinga innan Zanu PF, valdaflokk Zimbabwe.
Kína hefur þó formlega neitað að hafa haft nokkur afskipti af málum.
Hinn bóginn, þarf ekki endilega að taka þá "formlegu neitun" alvarlega.
--En Kína hefur enn samskipti við stjórnvöld í Venezúela, og ekki má gleyma stjórninni í Súdan, auk S-Súdan.
- Hinn bóginn, þíðir þetta væntanlega það - að Maduro t.d. í Caracas - gæti þurft að spyrja sig þeirrar spurningar; hvort Kína gæti ákveðið að semja við stjórnarandstöðuna í landinu - um hugsanleg eða jafnvel væntanleg valdaskipti.
- En úr því sem komið er, held ég að valdaskipti í Caracas séu öruggt mál. Þó Maduro virðist keikur og öruggur í augnablikinu -- fjari mjög hratt undan landinu efnahagslega.
--Og landið nú formlega "default" þíðir að kröfuhafar geta ákveðið hvenær sem er, að beita dómstólum erlendis - til þess að taka lögtak í olíuförmum frá Venezúela.
--Sem mundi snarlega loka á eina tekjustreymi Caracas sem eftir er.
Ég held að Kína muni leita leiðar til að gæta hagsmuna sinna í Venezúela eins og það virðist vera að gera í Zimbabwe. En Kína líklega vill frekar að -- Maduro semji við stjórnarandstöðuna. En að það verði hugsanlega "messy" valdataka.
Bandaríkin geta þar um hafa opnað þægilega útleið - því skv. lögbanni sem Donald Trump lagði á nýjar útgáfur ríkisbréfa Venezúela - - er opin glufa þ.s. sala útgefinna ríkisbréfa Venezúela er heimil, ef formleg blessun kjörins þings Venezúela liggur fyrir.
Það sé alls ekki loku skotið - að í og með, megi lesa í stöðuna sem nú er komin upp í Zimbabwe að valdaskipti virðast þar fara fram með blessun Kína.
--Þrýsting einnig af hálfu Kína á Maduro, sem verður að fara frá greinilega, ef á að vera mögulegt að tryggja hagsmuni kröfuhafa, sem Kína telst tilheyra.
- En annars stefnir hagkerfið hvort sem er í algert skipbrot innan skamms.
--En vart bíða kröfuhafar mjög lengi með að grípa til lögtaka í þær einu eignir Venezúela sem nokkru máli skipta.
Kína vill örugglega frekar - að valdaskipti eða framtíðarlausn um stjórnun þess lands, liggi fyrir - fyrir þann punkt.
Sannarlega veitti Kína fyrir nokkrum dögum Caracas greiðslufrest, en það sé vart nema mjög tímabundin líflína; og það mundi virkilega ekki koma mér á óvart, að sendimenn Kína tjái sig skýrt við Maduro undir 4-augu.
Sjálfsagt fór ekki hjá nokkrum að Mugabe sagði formlega af sér!
Þeirri afsögn var fagnað á ákaft á götum Harare af fjölmenni er þusti út á götur og torg við fregnir af afsögninni: Zimbabwe's Mugabe resigns, ending four decades of rule. Emmerson Mnangagwa, varaforseti landsins sem Mugabe hafði sett af í innanflokks hreinsunum er hófust nokkrum vikum fyrir valdarán hersins í landinu - verður skipaður forseti landsins skv. frétt út kjörtímbil Mugabe þ.e. 2 ár: Mnangagwa will be sworn in as Zimbabwe president: ZANU-PF.
Rétt að nefna að Mnangagwa starfaði öll 37 valdaár Mugabe honum við hlið, var yfirmaður öryggismála - því sá sem sá um að berja á andstæðingum með öryggissveitum landsins. Það virðist því ekki sennilegt, að Mnangagwa sé lýðræðissinni.
--Þó rétt sé að veita honum tækifæri til að sýna hvernig hann velur að stjórna.
Niðurstaða
Kína getur verið að beita sér með öðrum hætti en áður - skv. þeirri áhugaverðu staðreynd að hershöfðingi Zimbabwe hers, sem stjórnaði aðgerðum hersins í valdaráni hers Zimbabwe; virðist örfáum dögum fyrr hafa heimsókt Peking. Í ljósi þess að Kína tapaði mjög miklu fé á falli Gaddhafis, og stefnir í að á nýjan leik að tapa stórfé á lánum veittum til stjórnvalda í Caracas í Venezúela. Þá getur það vel hugsast, að þegar stefndi í að efnahagur Zimbabwe væri að falla óðfluga fram af bjargbrún - að stefndi að nýju í óðaverðbólgu. Að Kína hafi einfaldlega fengið nóg af töpum af slíku tagi.
Í ljósi þessa, mundi það ekki koma mér á óvart, ef það geti dregið fljótlega til tíðinda einnig í Caracas. Enda stendur Kína þar - eins og ég benti á - frammi fyrir stórfelldu tapi. En að á sama tíma, er enn að einhverju leiti með snörum aðgerðum unnt að minnka það tap. Í tilviki Zimbabwe sé líklega ekki enn of seint með snörum efnahagslegum neyðaraðgerðum að bjarga efnahagnum fyrir horn - og þar með getu Zimbabwe til að standa við skuldbindingar gagnvart Kína.
--Skilaboðin frá Kína til þeirra landstjórnenda aðra sem Kína hefur lánað stórfé, gætu orðið á þann veg - tryggið okkar hagsmuni, eða þið víkið.
--Það vill þó svo heppilega til, að líklega eru það í báðum tilvikum einnig hagsmunir landsmanna Zimbabwe og Venezúela - að skipt sé um hendur við valdatauma.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856018
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er reyndar alveg óvíst að ástandið verði nokkuð betra þegar nýji forsetinn tekur við. Það verður að koma til kosningar í landinu.
Jósef Smári Ásmundsson, 22.11.2017 kl. 12:18
Ef hann ætlar að klára kjörtímabil gamla mannsins, þá er það ekki fyrr en eftir 2 ár.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.11.2017 kl. 12:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning