Áhugaverð pattstaða í þýskri pólitík - flest bendi til nýrra þingkosninga - samtímis vísbendingar kosningar skili áframhaldandi pattstöðu

Ummæli áhrifamanns meðal Frjálsra Demókrata eru áhugaverð þ.s. Merkel var harðlega gagnrýnd - daginn eftir að formaður flokksins sleit stjórnarmyndunartilraun við Kristilega Demókrata annars vegar og þýska Græningja hins vegar.

Forsvarsmenn Græningja gagnrýndu Volker Flissing á móti, sögðu Christian Lindner formanns flokksins ekki hafa verið í viðræðunum af fullum heilindum - komu auk þessa fram með þá nýstárlegu kenningu, að Lindner hafi ákveðið að gera tilraun til að koma höggi á Merkel.

Merkel left searching for route out of crisis

Merkel refuses to resign despite breakdown of coalition talks

Volker Flissing: "Volker Wissing, blamed Ms Merkel for the failure of talks, saying they had been “chaotic” and accusing the chancellor of “completely misjudging the situation”." - "He said that after four weeks the partners could still not agree on more than 200 points."

Simone Peter: "Greens said the FDP were alone responsible for the breakdown. The FDP had “deceived the public” for four weeks, said Simone Peter, and had been “irresponsible, unserious, calculating”.

Jürgen Trittin: "a senior Green leader, said he suspected that in quitting coalition talks Mr Lindner had wanted to weaken Ms Merkel, or drive her from power." - "“But the way he did it could have the paradoxical effect that Ms Merkel comes out of this talks process strengthened . . . because she was seen as sensible and reliable,” - “He wanted to topple her,  and he has strengthened her.”"

Þessi skot fram og til baka - virðist mér ekki benda til þess að samskipti Græningja og Frjálsra Demókrata í viðræðunum hafi verið góð.

Hinn bóginn, varðandi kenningu Jurgen Tritting, þá er a.m.k. sá hluti að kjósendur gætu varpað sök hugsanlega á Frjálsa Demókrata - ekki endilega al galin.

En ef marka má orð forseta Þýskalands, Frank-Walter Steinmeier, þá er þetta versta pólitíska krísa sem Þýska sambandslýðveldið hefur átt við síðan stofnun - væntanlega talið frá stofnun V-Þýska Sambandslýðveldisins í Kalda-stríðinu.

Ekki hafi áður, stjórnarmyndunarviðræður runnið út í sandinn.
Kannski verða þýskir kjósendur, a.m.k. einhver hluti þeirra, reiðir yfir því ástandi.
Og kannski er það rétt hjá Tritting - að Merkel geti mjög auðveldlega komið sök á Christian Lindner, formann Frjálsra.
--Það gæti jafnvel farið svo að Merkel bæti stöðu síns flokks.

https://static.independent.co.uk/s3fs-public/thumbnails/image/2017/05/30/12/angela-merkel.jpg

Staða í nýrri skoðanakönnun bendir til svipaðrar niðurstöðu:
Merkel signals readiness for new election after coalition talks collapse

  1. Kristilegir Demókratar...31% (32,9% í sl. kosningum)
  2. Þýskir Kratar............21% (20,5% í sl. kosningum)
  3. AfD......................12% (12,6% í sl. kosningum)
  4. Græningjar...............12% (8,9% í sl. kosningum)
  5. Frjálsir Demókratar......10% (9,2% í sl. kosningum)
  6. Vinstri...................9% (8,9% í sl. kosningum)

Rétt að halda til haga, að kosningaslagur flokkanna getur haft nokkur áhrif.
Og Merkel og Græningjar gætu ákveðið að varpa sökinni eingöngu á formann Frjálsra.
Merkel getur vel átt inni nokkuð fylgi með velheppnaðri kosningabaráttu.

Í viðtali sagðist Merkel ekki hrædd við nokkurt og frekar kjósa kosningar en möguleikann á minnihlutastjórn.

Meðan Frjálsir Demókratar gagnrýna Merkel, þá hafa þýskir kratar ítrekað neitun sína að mynda stjórn með Kristilegum Demókrötum - líta svo á að mikið fylgistap flokksins er skv. könnun virðist ekki á leið til baka, komi í veg fyrir stjórnarþátttöku að þessu sinni.

  • Þetta virðist framkalla - pattstöðu!

German president says all parties have duty to try to form government

Frank-Walter Steinmeier, skoraði á flokkana að mynda stjórn hið fyrsta - sagði það skildu stjórnmálamanna að stjórna landinu.
--Greinileg áskorun til annars hvors þeirra flokka er sögulega hafa getað myndað stjórn með Kristilegum Demókrötum Angelu Merkelar.

En eins og sakir standa, virðast líkur sáralitlar!

Merkel hefur verið í 12 ár helsti stjórnmálaskörungur Þýskalands - fullyrt er af fréttaskýrendum, að t.d. Græningjaflokkurinn treysti engum af foringjum Kristilegra, nema Merkelu.

Ef Kristilegir Demókratar, mundu leita til hægri, í kjölfar hugsanlegs falls Merkelar sem leiðtoga flokksins - segjum að afloknum kosningum, ef sambærileg pattstaða blasir við áfram.
--Þá væri alls óvíst að slíkur nýr foringi Kristilegra, ætti í nokkru betri möguleika.

  1. En einungis ef staðan sem skoðanakannanir sýna breytist mikið.
  2. Mundu Kristilegir og Frjálsir ekki hafa nægt fylgi til að mynda 2ja fl. stjórn.
  3. Þó sannarlega væri tæknilega möguleg 3ja flokka stjórn -: Kristilegra, Frjálsra og AfD.

--Það væri kannski helst þessi möguleiki sem gæti orðið til við hugsanlegt fall Merkelar.
--Það þarf ekki að efast um að slík sveifla á stjórnun landsins mundi þíða stórfellt aukna hörku í málefnum innflytjenda, stefnumörkun nær núverandi ríkisstjórn Austurríkis.

  • Hinn bóginn, virðist Merkel enn hafa mjög sterka stöðu innan flokks Kristilegra Demókrata, sbr. fylgismælinu stuðning 85% félaga.

"Manfred Güllner, head of pollster Forsa said 85 per cent of CDU supporters want her to stand again. “She still has very strong backing in her own party,” he said. “I don’t think she’s been weakened in any way.”"

Hvað sem hver segir þá er flokkur Merkelar enn - langsterkasti flokkurinn.
Ef Merkel nær að klóra fram einhverja fylgisaukningu, mundi sennilega mikið þurfa að gerast til þess að hennar eigin flokkur - mundi yfirgefa hana.

 

Niðurstaða

Pattstöðuna í þýskum stjórnmálum er ekki endilega rétt að skrifa algerlega á sök Angelu Merkel. Þýskir Kratar töpuðu einnig stórt.

Það getur aftur á móti verið, að ákvörðun Merkel að sækja inn á miðjuna í stað þess að mæta AfD - með því að sækja á móti þeim flokki, hafi þrengt fylgislega stöðu þýskra Krata.
--En það mundi þá einnig segja, að þá hafi Merkel unnið slaginn við Schultz formann þýskra Krata.

En niðurstaðan var samt stórt fylgistap, en áður voru Kristilegir með í kringum 40%. Aukning fylgis til AfD var mjög svipað stór og fylgistap Kristilegra. Það geti bent til þess að hluti kjósenda Kristilegra hafi svissað yfir til AfD.

Það takast á þarna sjónarmið - hvort Kristilegir eiga að fylgja systurflokki sínum í Austurríki, og taka sjálfir harðlínustefnu í innflytjendamálum -- sem þíddi án vafa formannsskipti; eða að halda sig við ca. núverandi línu, með flokkinn staddan nær pólitísku miðjunni.

Formannsskipti gætu gert mögulega stjórn; Kristilegra, Frjálsra og AfD.
Ef kosningaúrslit væru nærri niðurstöðu skoðanakönnunar birt að ofan.

  • Það þíddi þá væntanlega endalok um nokkuð langa hríð, möguleika á samsteypum helsta hægri flokks Þýskalands við þýska stjórnmálaflokka vinstra megin við miðju.

Slík útkoma væri bersýnilega draumur a.m.k. sumra!
-----------------
Ef Merkel er áfram, er auðvitað þesskonar 3ja flokka stjórn útilokuð.
En þá í staðinn pattstaða, ef annaðhvort Frjálsir vilja ekki vinna með Græningjum.
Eða, ef þýskir Kratar neita að vinna með Kristilegum og Frjálsum.
--Þá er eiginlega framtíð þess pólitíska kerfis, frekar í höndum forystu Frjálsra og þýskra Krata, en Angelu Merkelar!

  • Þetta snýst um framtíðarstefnu Þýskalands!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband