20.11.2017 | 02:37
Spurning hvort valdaferill Angelu Merkel er á enda?
Skv. fréttum hafa tilraunir hennar til stjórnarmyndunar runnið út í sandinn. Flokkur Frjálsra Demókrata yfirgaf stjórnarmyndunartilraun Merkelar ásamt hennar eigin flokki Kristilegum Demókrötum og Græningjaflokknum þýska.
--Skv. yfirlýsingu Christian Lindner hafði ekki tekist að ná ásættanlegri lendingu um málefni fátæks fólks frá löndum utan Evrópu sem sækist eftir landvist í Þýskalandi.
--Sama gilti um umhverfismál.
Christian Lindner: Today there was no progress but rather there were setbacks because targeted compromises were questioned, - It is better not to rule than to rule falsely. Goodbye!
Þetta kemur mér þannig fyrir sjónir, að hans eigin flokksmenn hafi gagnrýnt þær málamiðlanir sem voru á umræðustigi á milli flokkanna. Lindner þá orðið ljóst, að þíðingalaust væri að halda áfram.
Merkel's fourth term in doubt after would-be partner pulls out
Euro slides after German coalition talks break down
Hugsanlega verða nýjar þingkosningar!
En Merkel sagðist ætla að hitta forseta Þýskalands, Frank-Walter Steinmeier, til að tjá honum að henni hafi mistekist stjórnarmyndun.
--Það þyki benda til þess, að hún ætli ekki að prófa myndun minnihlutastjórnar með Grænum.
Eftir slæma kosningu virðist ekki sérdeilis líklegt að þýskir kratar verði áhugasamir um myndun annarrar samsteypustjórnar með Kristilegum Angelu Merkelar.
--Þó það sé ekki heldur unnt að fullyrða, alls ekki.
Ef kosið verður aftur, ef Steinmeier rýfur þing - þá óttast hópur stjórnmálaskyrenda að AfD auki fylgi sitt frekar.
--Ef það gerist, gæti staða Merkelar sem formanns Kristilegra orðið fallvölt - þá eiginlegur stjórnmálaferill hennar hugsanlega á enda kominn.
Ég er ekki að óska henni falls - hún hefur verið valdamesti leiðtogi evrópsks ríkis í rúman áratug -- og það er óhætt að segja, að ekki eru allir sáttir við útkomuna.
Sumir hafa gengið svo langt að - álíta hana, leiðtoga hins Vestræna heims.
Vegna þess leiðtogaleysis sem sé til staðar af hálfu Bandaríkjanna síðan Trump tók við.
--Þ.s. tómarúm virðist ríkja í Hvíta-húsinu, fremur en leiðsögn.
- Merkel hefur þó alls ekki verið í nokkurri þeirri aðstöðu til að standa undir vonum af slíku tagi, og ef stefnir í aðrar kosningar - og þær leiða til frekari taps fyrir Kristilega; og aftur til fylgisaukningaf AfD.
- Þá gæti stjórnmálaferli hennar þar með snarlega lokið.
Það gæti þá breyst töluvert stefnan í Þýskalandi, ef Kristilegir mundu taka hægri kúrs.
En í síðustu þingkosningum, leiddi Merkel Kristilega inn á miðjuna í stað þess að sækja á móti AfD - þá greinilega þrengdi hún fylgislega að þýskum Krötum er fengu hraklega kosningu.
En sá kúrs gæti snarbreyst ef Merkel fellur, við hugsanlegan annan kosningaósigur - ef maður gerir ráð fyrir að sá armur Kristilegra er vill þrengja að AfD mundi ná völdum í flokknum.
Ef það yrði, gætu þýsk stjórnmál farið í svipaðan kúrs og Austurrísk. Með stórhertri innflytjendastefnu, og megin hægri flokkinn í sókn gegn megin innflytjenda andstöðuflokknum - sem þíddi, í því að taka að verulegu leiti upp stefnu þess flokks.
- Þetta er ekki orðið enn.
- Kannski verður önnur samsteypustjórn yfir miðjuna.
- Eða að Merkel heldur velli eftir aðrar kosningar, þ.e. tekst að halda sjó í næstu kosningabaráttur.
Engin niðurstaða er fyrirfram gefin!
Niðurstaða
Punkturinn í þessum vangaveltum er sá, að stjórnmálaferill Angelu Merkel getur verið kominn í hættu - eftir hrun tilraunar hennar til að mynda stjórn. Óvarlegt virðist a.m.k. við fyrstu sýn að gera ráð fyrir því að þýskir Kratar slái sér til aftur í hægri-vinstri stjórn. Þannig að líkur virðast manni a.m.k. töluverðar á nýjum þingkosningum. Ef það verður ofan á, þá mundi verða spennandi að fylgjast með velgengni Kristilegra Demókrata annars vegar og hins vegar velgengni AfD.
Ef Merkel er heppin, þá fölnar innflytjendamálið í hugum þýsks almennings, eftir allt saman hefur aðflutningur til Evrópu verið ívið minni þetta ár, þ.s. samvinna ESB við stjórnvöld í Tripoli eða V-Líbýu virðist hafa þetta ár dregið úr streymi flóttafólks yfir Miðjarðarhaf, og samningurinn við Erdogan sem gerður var 2016 virðist vera að virka.
Og önnur mál fara þess í stað í forgrunn.
Óþarfi að gefa sér fall Merkelar fyrirfram - fram að þessu hefur hún sennilega haft fleiri pólitísk líf en 9.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning