Gos í Öræfajökli yfirvofandi? Öræfajökulsgos gæti valdið manntjóni!

Vandamálið með Öræfajökul - er möguleikinn á sprengigosi, eins og 1362. En þá hófst gosið með óskaplegri sprengingu er þeytti miklu magni af ofsaheitri gjósku og kleprum yfir nærsveitir. Í því gosi fórust allir í byggðum nærri fjallinu, svæði sem þá var byggt og heitir í dag Öræfi en áður nefndist, Litla-Hérað: Growing seismic activity in Iceland's tallest peak has scientists worried.

https://www.stjornufraedi.is/media/jordin/popup/kviarjok26638h.jpg

Síðast varð heimurinn vitni af sprengigosi, er Mount St. Helens í Bandaríkjunum, sprakk - fullyrði ekki að Öræfajökulsgos verði akkúrat svona, en myndirnar sýna vel hve sprengigos eru hættuleg fyrirbæri - þ.e. ekki vitað hvort að gúlpur af þessu tagi myndast í Öræfajökli fyrir sprengingu, nútíma-eldfjallarannsóknir hafa ekki orðið vitni af Öræfajökulsgosi - hafið í huga Öræfajökulsgosið 1362 var miklu stærra en Mt.St.Helens gosið 1980:

Punkturinn er náttúrulega sá, að Öræfasveitin eins og leggur sig - verður samstundis hættusvæði og vitað er að gos er við það að hefjast, sérstaklega ef um er að ræða sprengigos eitthvað í líkingu við 1362 - 1727 gosið var miklu smærra, ekkert manntjón þekkt af því gosi.
--Hinn bóginn hafa mannaferðir nærri gosstöðvum verið miklu minni að umfangi 1727 en í dag, og það ár bjó enginn nærri fjallinu - eins og fyrir gosið 1362, það gos eyddi byggða svæðinu næst fjallinu, sem aldrei hefur með sambærilegum hætti byggst síðan.

Það sé þá ekki mögulegt að fullyrða að nærsvæði fjallsins séu ekki stórhættuleg, þó svo gosið yrði sambærilegra við 1727 gosið en 1362 gosið.
--Í dag sé mikið um gönguferðir um nærsvæðin og um Öræfi almennt.
--Hópar erlendra ferðamanna geti verið á svæðinu.

Flogið yfir Öræfajökul

Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi

Earthquake swarm in Öræfajökull volcano

Powerful earthquake in Öræfajökull glacier, Iceland's tallest peak

Mynd með færslu

Skv. fréttum hefur fundist nýr sigketill innan öskjunnar í Öræfajökli - ekki er vitað nákvæmlega hvað þarna er í gangi, en vísbendingar hafa þó verið um kvikuhreyfingar undir fjallinu sem sjáist á landrisi - eins og jarðfræðingar hafa útskýrt, að landris vegna aðstreymis kviku skapi þenslu eða úttútnun á landinu og við það opnist glufur - þangað sem vatn getur leitað, komist í tengsl við kviku - ofsahitnað og leitað upp.
--Við það myndast jarðhitasvæði.

Sennilegt virðist að jarðhitasvæði hafi myndast á botni öskjunnar.
Það sé nýtt miðað við ástandið sem verið hefur.
Það ásamt landrisi og nýlegum skjálftum sé skýr vísbending þess eldfjallið sé að vakna.
--M.ö.o. það styttist líklega í gos.

  • Það geti þó enn verið fleiri ár í það gos.

En það líklega þíði, að ég á eftir að upplifa gos í Öræfajökli, að við sem erum á lífi í dag, eigum eftir að upplifa Öræfajökulsgos.

 

Niðurstaða

Útlitið virðist vera að innan nokkurra næstu ára gæti komið nýtt Öræfajökulsgos. Þó það sé þannig séð ekki öruggt að fjallið gjósi innan nk. 10 ára - geti á hinn bóginn dregið mun örar til tíðinda en það. Einfaldlega sé það óþekkt, hve snögg atburðarásin er. Hvorki 1362 né 1727 hafi sjónarvottar verið af aðdraganda goss - uppi á fjallinu sjálfu. Né hafi verið skjálftamælar eða aðrar þær græjur nútímavísinda sem við höfum í dag.

Þannig að það sé í reynd ekkert hægt að segja - hverstu stuttur eða langur aðdragandinn kann að vera, þannig að þess vegna getur verið að gjósi á þessu kjörtímabili.
--Að í annað sinn verðum við vitni af gosi í fjalli sem síðast gaus á 18. öld.

Hinn bóginn séu Öræfajökulsgos sögulega séð mun hættulegri fyrirbæri, en Eyjafjallajökulsgos.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband