Getur vart verið slæmt að Mugabe virðist ekki lengur við völd í Zimbabwe

Fyrir nokkrum vikum hóf Robert Mugabe hreinsanir innan valdaflokks landsins, Zanu PF. Skv. sterkum orðrómi, var tilgangurinn að rýma fyrir eiginkonunni - Grace Mugabe, sem ef marka mátti frásögn fjölmiðla Robert Mugabe fyrirhugaði að gera að arftaka sínum.

En þegar Mugabe fyrir tveim vikum formlega rak varaforseta sinn, Emmerson Mnangagwa sem hefur það sjarmerandi gæluheiti - krókódíllinn, sem að sú skriða sem nú virðist hafa steypt Mugabe af stóli virðist hafa farið af stað.

Emmerson Mnangagwa virðist ekki endilega líklegur til að vera meiri lýðræðisinni en Mugabe, enda stjórnaði hann árum saman öryggissveitum Mugabes - þeim sem hann beitti til að berja á sínum pólitísku andstæðingum.

Hann er að auki einn þeirra er barðist með Mugabe á sínum tíma, er Mugabe fór fyrir hópi skæruliða gegn því sem á árum áður - var minnihlutastjórn hvítra.
--Það verður að ætla að tengsl Mnangagwa við herinn og sérsveitir landsins, hafi skapað honum öfluga persónulega valdastöðu.
--Fyrst að hann virðist nú vera búinn að taka yfir völdin í landinu!

Robert Mugabe og Grace Mugabe

https://www.newsday.co.zw/wp-content/uploads/2017/08/Grace-and-Robert-Mugabe.jpg

Eyes on the 'Crocodile' as Zimbabwe military sweeps to power

Zimbabwe military's statement after seizing power

Zimbabwe's army seizes power, Mugabe confined but "safe"

 

Ef marka má yfirlýsingar - er tilgangurinn að steypa hópi er myndast hefur í kringum eiginkonu Mugabe, Grace Mugabe!

Skv. því er þetta, valdabarátta innan valdaflokksins, ekki stjórnarbylting.
--Herinn hefur neitað því, að rétt sé að tala um - stjórnarbyltingu.

  • Það má ímynda sér, að Robert Mugabe verði formlega enn, forseti landsins.

En á hinn bóginn, miðað við þau hörðu orð er hann hafði látið dagana á undan falla um þá aðila sem hann hafði ákveðið að reka úr valdastöðum - Emmerson Mnangagwa, sem hann hafði m.a. sakað um - skort á trúnaðartrausti.

Hafandi í huga, að hingað til hefur manni virst Mugabe - alltaf lítt líklegur til að fyrirgefa.

  • Þá virðist manni óhjákvæmilegt annað, en að karlinum hafi raunverulega verið ítt til hliðar.

Hann gæti verið varðveittur í stofufangelsi - látinn koma fram á mikilvægum athöfnum flokksins - verið leiðtogi hans áfram að nafni til.

Ég held nefnilega að Mugabe sé þannig maður, að Emmerson Mnangagwa - geti ekki gefið eftir völdin að nýju, einmitt vegna þess að Mugabe fyrirgefi ekki.

Það verður að koma í ljós hvort nokkuð breytist í landinu, umfram það að völdin eru nú í höndum yngri manns -- 75 ára í stað 93.

  1. En hlutirnir þurfa að breytast, en aftur hallar á landið efnahagslega - stefnir í nýja óðaverðbólgu.
  2. Það sé líklega ekki enn of seint að bregðast við.

En Robert Mugabe virðist aldrei hafa haft nokkurn skilning á efnahagsmálum.
Það sé sennilega hin mikla ógæfa landsins, að það sé sennilega miklu fátækara í dag - en áður en Mugabe komst til valda fyrir rúmlega 30 árum.
--En ekki er ómögulegt fyrir þetta land, að snúa til baka.

  • Það á eftir að koma í ljós, hvort Mnangagwa reynist skynsamari stjórnandi.
    --Hann þarf ekki að vera sérlega fær, til að vera skárri en Mugabe.

 

Niðurstaða

Það var virkilega meir en löngu kominn tími á Robert Mugabe - þó sannarlega fyrr hefði verið. Það sýni vel hversu gersamlega ófær stjórnandi hann hefur alltaf verið - að í annað sinn er landið statt í dýfu ofan í ástand hratt vaxandi verðbólgu og efnahagsóreiðu. Þetta hefur verið ljóst í meira en ár. Á hinn bóginn virðast efnahagsmál ekki hafa spilað inn í fall Mugabes -- heldur græðgi eiginkonu hans í völd.
--Fall karlsins hafi komið til vegna hreinsana innan Zanu PF er virtust hafa þann megin tilgang, að ryðja sviðið fyrir eiginkonuna.

Þ.e. í sjálfu sér engin sérstök ástæða til að bera virðingu fyrir þeim, sem karlinn var að ryðja úr vegi -- þeir líklega hafa notið góðs af valdatengslunum innan flokksins í gegnum árin; hinn bóginn óvíst að betra hefði tekið við - með hópnum í kringum eiginkonuna.

Það sé áhugavert, að orðin "þjófagengi" sé beitt á þann hóp, af þeim er líklega hafa lengi verið þjófar sjálfir.

Það áhugaverða er, að það getur verið eitthvað til í þessu, að svo yfirgengileg hafi eiginkonan verið og hópurinn í kring -- að meira að segja gömlu þjófunum hafi blöskrað:
Sjá ->
Grace Mugabe.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband