Getur Reykjavík beitt lausn Vancouver borgar til lausnar skorti á leiguhúsnæði?

Eins og flestir ættu a.m.k. að hafa frétt af, hefur leigumarkaðurinn í Reykjavík verið afar erfiður allra síðustu árin - leiga orðið afar dýr - það dýr, að til staðar er nú hópur Reykvíkinga sem mætti skilgreina húsnæðisfátæka.

Vancouver imposes sharp restrictions on Airbnb, homesharing sites

http://www.traveller.com.au/content/dam/images/g/m/z/z/b/r/image.related.articleLeadwide.620x349.gmzyec.png/1486092870406.jpg

Húsnæðisverðlag í Vancouver kvá hafa hækkað 75% á 5 árum, leiga einnig snarhækkað.
--Húsnæðisverð og leiguverð hafi af þessa völdum, orðið stórt þrætuefni meðal íbúa Vancouver borgar - kröfur sífellt háværari um virkar aðgerðir.

Skv. takmörkunum Vancouver borgar á leigu fasteigna í gegnum AirBNB eða aðrar sambærilegar vefsíður:

  1. Er einungis heimilt að leigja herbergi út frá íbúð eða húsnæði þ.s. þú býrð í að staðaldri.
  2. Eða leigja út húsnæði þitt í takmarkaðan tíma - meðan þú ert í frýi.

Óheimilt verði hér eftir að leigja í gegnum AirBNB eða aðrar sambærilegar vefsíður:

  1. Heila íbúð þ.s. þú býrð ekki í að staðaldri, þó svo hún sé hluti af þinni fasteign - sbr. kjallaraíbúð sem er hluti af þinni fasteign sem þú býrð í.
  2. Ekki heldur, leigja út afmarkaða séreign þ.s. þú býrð ekki í að staðaldri, þú sú sé innan þinnar eignarlóðar - t.d. annað hús eða smáhús innan þinnar lóðar.
  3. Ekki heldur leigja út heilu fasteignirnar, hvort sem þeim væri skipt í leiguherbergi eða leigðar sem heild, sem eru staðsettar annars staðar en sú eign þ.s. þú býrð.

Ég held að flestir þekki til þess, að í Reykjavík hefur allra síðustu ár verið í hratt vaxandi mæli stundað að leigja eignir í gegnum AirBNB eða sambærilegar síður.

--Til séu fasteignabraskarar sem í dag eiga fjölda húseigna hér og þar, hvort sem það eru einstaka íbúðir annars staðar en þeir búa eða heilu húsin - sem séu í þannig útleigu.
--Hjá óþekktum fjölda aðila, sé þetta orðin líklega nokkuð umsvifamikil atvinnustarfsemi.
--Til eru að auki þess dæmi, fólk reisi til útleigu smáhýsi á sínum eignalóðum.
--Auðvitað að afmarkaðar leiguíbúðir hluti af þeirra fasteign, séu þannig leigðar.

Enginn vafi að það sama hefur verið í gangi og í Vancouver að leiguíbúðir hafa verið að hverfa af almenna leigumarkaðnum - inn í útleigu þess í stað í gegnum AirBNB og sambærilegar síður.

Það hefur verið bent á að þessi þróun geti verið mikilvægur þáttur í því að verðlag á húsaleigu hefur hækkað mjög hratt og mjög mikið sl. 5 ár - alveg eins og í Vancouver.
--Alveg eins og í Vancouver, er risin alda óánægju.

  • Spurning því - hvað skal til bragðs að taka?

 

Niðurstaða

Lausn Vancouver borgar er auðvitað stórfellt inngrip í starfsemi þess fólks sem hefur í vaxandi mæli, gert það að sinni atvinnu að leigja húsnæði í sinni eigu út í gegnum AirBNB eða sambærilegar síður.
Það getur vart verið nokkur vafi að sambærilegar aðgerðir mundu geta skilað töluverðu auknu aðgengi fólks á almenna leigumarkaðnum að húsnæði til útleigu.
Að auki sé rökrétt að bætt framboð mundi skila a.m.k. einhverri verulegri lækkun á leigu.

--Spurning hvort að Reykvíkingar eiga að þrýsta á svipaða lausn og Vancouver borg hefur gripið til?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Þór Emilsson

Ég held að það væri nær lagi að Reykjavíkurborg færi að úthluta lóðum á öðrum svæðum en þéttingarsvæðum þannig að framboð á lóðum aukist og meira verði byggt, þá lækkar húsnæðisverð.

Emil Þór Emilsson, 15.11.2017 kl. 11:26

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þessi leið myndi skila fleiri leiguíbúðum fljótar inn á markaðinn en að úthluta lóðum Emil. Til framtíðar er það að sjálfsögðu leið að byggja meira .

Jósef Smári Ásmundsson, 15.11.2017 kl. 12:15

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Nákvæmlega, unnt að losa um leiguhúsnæði strax til að létta á vandanum - meðan framtíðarlausn er að fjölga lóðum í byggingu.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.11.2017 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 856011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband