Enginn vafi virðist á því að forsætisráðherra Lýbanons sé í haldi í Saudi-Arabíu, og að afsögn Saad al-Hariris hafi verið merkingarlaus

Forseti og ríkisstjórn Lýbanon hafa tekið þá afstöðu, að afsögnin sé merkingarlaus þar til að Saad al-Hariri hafi haft tækifæri til að snúa til baka til Lýbanon og skýra sína afstöðu.
Frásögnin af því hvað gerðist er Saad al-Hariri forsætisráðherra Lýbanons, lenti í grennd við Riyadh þann 3/11 sl., hefur smám saman verið að afhjúpast umliðna daga.
Reuters fjallaði um málið í þessari áhugaverðu frétt: Exclusive: How Saudi Arabia turned on Lebanon's Hariri.

Saad al-Hariri

https://english.almanar.com.lb/framework/includes/uploads/2016/10/manar-00378980014769814785.jpg

Laugardaginn 4/11 sl. var alþjóðafjölmiðlum sent myndskeið af Saad al-Hariri, þ.s. hann hélt stutta tölu, þar á meðal - lýsti yfir afsögn sinni sem forsætisráðherra Lýbanons. Auk þessa, gagnrýndi hann Íran og Hezbollah með afar harkalegum hætti.
--Þetta kom allt eins og þruma úr heiðskýru lofti, enginn átti von á þessu í Lýbanon - þaðan af síður ráðgjafar Hariri né fjölskylda!

Skv. Reuters eru nokkrar áhugaverðar staðreyndir ljós!

  1. Saad al-Hariri, hafði sagt ráðgjöfum sínum innan ríkisstjórnar Lýbanon, að þeir mundu aftur taka upp þráðinn varðandi málefni þau sem ríkisstjórnin væri með á sinni könnu - mánudaginn 6/11 sl. Greinilega ætlaði Hariri þá vera kominn til baka.
  2. Hann hafði sagt fjölmiðlum að hann mundi ræða við fulltrúa þeirra á Sharm al-Sheikh sunnudaginn 5/11 sl., þegar hann átti fyrirfram ákveðinn fund með Abdel Fattah al-Sisi.
  3. Hariri hafði heimsókt Saudi-Arabíu einungis fáeinum dögum fyrr, hitt þá krónprins Saudi-Arabíu og Thamer al-Sabhan sem er ráðherra í ríkisstjórn Saudi-Arabíu er hefur um málefni Persaflóa að gera.
    --Hariri hafi látið taka mynd af sér með Sabhan, þ.s. báðir sjást brosandi.

Reuters segist hafa rætt við ráðgjafa Hariri í Lýbanon - og sá hafi eftirfarandi kenningu um fundinn sem Hariri átti í Saudi-Arabíu, nokkrum dögum fyrr.

  1. What happened in those meetings, I believe, is that (Hariri) revealed his position on how to deal with Hezbollah in Lebanon: that confrontation would destabilize the country. I think they didn’t like what they heard,
  2. "The source said Hariri told Sabhan not to “hold us responsible for something that is beyond my control or that of Lebanon.”"
  3. "But Hariri underestimated the Saudi position on Hezbollah, the source said. “For the Saudis it is an existential battle. It’s black and white. We in Lebanon are used to gray,” the source said."

Mér finnst þetta mjög áhugavert frásögn - en skv. henni hafi Saad al-Hariri verið spurður af krónprinsinum og Saban, hvort hann hygðist beita sér gegn - Hezbollah.

Og Saad al-Hariri hafi sagt, að það væri ekki á færi stjórnarinnar í Lýbanon að mæta kröfum landstjórnenda í Saudi-Arabíu.

  • Augljóslega sé það rétt!

Frá þeim punkti, hafi landstjórnendur í Saudi-Arabíu undirbúið að koma Saad al-Hariri frá.
--Ef marka má Reuters, er eldri bróðir Saad - Bahaa al-Hariri í Saudi-Arabíu.
--Segja meðlimir Hariri stórfjölskyldunnar, hafa borist kröfur Saudi-Araba að Hariri klanið mundi lýsa yfir hollustu við, Bahaa al-Hariri í stað Saad al-Hariri.

Hinn bóginn er Saad al-Hariri kjörinn forsætisráðherra Lýbanon!
Haft er eftir meðlimum Hariri fjölskyldunnar að það virki ekki þannig innan Lýbanon, að skipt sé um forsætisráðherra með þeim hætti - að menn falli á hné og lýsi yfir hollustu.

  • Baha al-Hariri er sagður hafa aðra afstöðu til Hezbollah, en Saad al-Hariri.
    --En gengið hafi verið framhjá eldri bróðurnum, er Saad al-Hariri varð fyrir valinu, sem frambjóðandi Hariri fjölskyldunnar síðast er kosið var til forsætisráðherra í Lýbanon.

Sjálfsagt afar sennilegt, að sveigjanlegri afstaða Saad - hafi eitthvað með það haft að gera.
Alls ekki ólíklegt að sá bróðirinn hafi verið valinn, er líklegri hafi verið til að geta viðhaft samvinnu við Hezbollah.
--En þegar Hezbollah er greinilega sterkari aðilinn, þá má segja að valið sé ekkert.
--En krafa Sauda um "confrontation" þíddi líklega einfaldlega það, að Hezbollah mundi aftur - eins og fyrir um áratug, senda herlið sitt inn í Beirut og taka borgina.

En þá studdu Saudar uppþot Súnní-Araba í Lýbanon gegn Hezbollah, átti Hezbollah ekki í miklum vandræðum með að hafa betur. Augljóst virðist að sú saga mundi einungis endurtaka sig.

  1. Fátt bendi til annars, en að Hezbollah mundi sigra með skjótum hætti, í endurnýjuðum borgaraátökum innan Lýbanon.
  2. Það gæti leitt til harmleiks, þ.e. landflótta a.m.k. að einhverju verulegu leiti þeirra hópa er stæðu hugsanlega að slíkri uppreisn gegn Hezbollah.

Líklega skilja Lýbanir mæta vel, að veikari hóparnir innan Lýbanons - eiga sennilega enga möguleika að mæta kröfum Saudi-Arabíu. Hinn bóginn, virðist fátt benda til þess að stjórnendur í Riyadh ætli að auðsýna skilning á stöðu mála innan Lýbanons - á þeim takmörkunum sem staða annarra hópa en lýbanska Shíta er háð.

Eins og ég benti á um daginn, geti einungis Ísrael breytt stöðunni: Er stórhætta á nýju Miðausturlanda-stríði?.

 

Niðurstaða

Eins og ég benti á um daginn, virðist mér algerlega ljóst að Saudi-Arabar eiga einungis einn möguleika - ef þeir ætla að breyta að einhverju verulegu leiti stöðunni innan Lýbanons og Sýrlands.
--Það er að fá Ísrael í lið með sér!

Einungis herlið Ísraels hafi þann styrk sem mundi til þurfa, ef ætti að veikja stöðu Hezbollah og Írans - í Sýrlandi og Lýbanon. Innlendir aðilar í Lýbanon, megni það engan veginn að setja hömlur á getu Hezbollah að beita sér gegn hagsmunum Saudi-Arabíu.

Það sé því sennilega engin von til þess, að Saudi-Arabía geti beitt þannig þrýstingi á Lýbanon - að leiðtogar lýbanskra Súnníta breyti sinni afstöðu - sem Saad al-Hariri sé fulltrúi fyrir.

Þannig að ef Saudi-Arabía lokar á samskipti við Lýbanon, beitir landið efnahagsþvingunum - þá hafi það líklega einungis þau áhrif að binda endi á áhrif Sauda alfarið innan Lýbanons.

--Einungis ef Ísrael er tilbúið að hefja stríð gegn hagsmunum Írans og Hezbollah, geti sú útkoma breyst!
--Það þíddi auðvitað að Ísrael væri komið þá í stríð við Íran.

  1. Ísrael getur auðvitað flæmt Íran frá Sýrlandi, hernumið hvort tveggja Sýrland og Lýbanon.
  2. Ef Ísrael væri tilbúið að færa þær mannfórnir sem til þess mundi þurfa, hafi Ísrael herstyrk til þeirra hluta.

En Ísrael mundi ekki geta knúið Íran til að hætta styrrjaldarátökum. Rétt að muna að Íran barðist við Saddam Hussain árin 1980-1988, og sýndi að Íran var tilbúið til mjög verulegra mannfórna.
--Veikleiki Ísraels "in war of attrition" er að Ísrael hefur líklega ekki langt úthald.

Íran mundi líklega skipuleggja gríðarlega víðtækan skæruhernað innan Sýrlands og Lýbanons.
Áætlunin einfaldlega sú "to bleed Israel dry."
--Sem gæti einfaldlega virkað.

Það eru megin rökin fyrir Ísrael að hika, að óvíst er að Ísrael yrði sigurvegarinn í slíkri rimmu.
Í löngu og mannskæðu stríði sigrar yfirleitt landið sem hefur lengra úthald.
--Ef Ísrael fæst ekki með í leik, kem ég ekki auga á neitt sem Saudi-Arabía getur afrekað.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband