Lýbönsk yfirvöld telja forsætisráðherra landsins gísl Saudi-Araba

Forsætisráðherra Lýbanon, Saad al-Hariri, er sonur annars Hariri er var lengi forsætisráðherra Lýbanons. En fyrir fólk sem ekki veit, er í gildi í Lýbanon - kerfi þ.s. forsætisráðherrann er alltaf Súnní-Arabi. Meðan að forseti landsins, er alltaf frá hópi kristinna Maróníta. Á sama tíma, fær fjölmennur hópur Shíta um 40% landsmanna, alltaf nokkra ráðherra í ríkisstjórninni, samtímis sitt hlutfall þingmanna.
--En þ.s. Hezbollah hreyfingin, er eina Shíta hreyfingin í Lýbanon sem nokkru máli skiptir, og stjórnar raunverulega algerlega Shíta-svæðum innan Lýbanon, og er auk þessa - hernaðarlega séð, sterkari en hinn formlegi her Lýbanons.
--Hefur Hezbollah hreyfingin óhjákvæmilega gríðarlega mikil raunveruleg völd.

Ættaveldi virðast skipta miklu máli í þessu landi þess fyrir utan, og Hariri ættaveldið virðist drottnandi pólitískt séð meðal Súnní-Araba innan Lýbanons.
Þannig að það væri langt í frá einfalt, að skipta um forsætisráðherra - sem skv. valdaskiptafyrirkomulaginu, sem læst er í stjórnarskrá landsins - verður að vera Súnní-Arabi.

Þetta hefur að sjálfsögðu stjórnvöldum Saudi-Arabíu verið kunnugt!
Það hafi því verið öflug aðgerð, ef menn vilja valda veseni innan Lýbanon, að setja Hariri í varðhald - og þvinga hann að því er virðist, til að gefa út yfirlýsingar er hann gaf út sl. mánudag um afsögn þ.s. hann auk þess gagnrýndi Hezbollah með hætti sem ósennilegt væri að hann hefði ákveðið sjálfur að gera --> Sjá eldri færslu mína:
Saudi-arabísk stjórnvöld segja Lýbanon hafa líst yfir stríði

Fréttir:

France's Macron flies to Riyadh to see crown prince

Lebanon believes Saudi holds Hariri, demands return

Gulf states advise citizens against traveling to Lebanon

Lebanese 'decide who represents us'

Hezbollah calls on Saudi Arabia to cease interfering in Lebanon

Riyadh calls on Saudis to leave Lebanon ‘as soon as possible

Middle East tensions rise as Iran and Saudi Arabia jostle for power

https://english.almanar.com.lb/framework/includes/uploads/2016/10/manar-00378980014769814785.jpg

Emmanuel Macron ákvað í skyndi að heimsækja Riyadh frá Dubai þ.s. hann var staddur!

Umræðuefni heimsóknarinner 2: Lýbanon og Yemen. Macron sagði blaðamönnum í Dubai áður en hann steig upp í flugvél til Ryiadh, að hann legði áherslu á stöðugleika Lýbanons og að lýbanskir stjórnmálamenn ættu að vera frjálsir í Lýbanon. Til viðbótar sagði hann, að Saudi-Arabar yrðu að heimila hjálparflug til Yemen þ.s. mikill mannfjöldi sé háður erlendri mataraðstoð.

Macron m.ö.o. ætlast til að Ryiadh heimili Hariri að snúa heim. Forseti Lýbanons hefur sagt - ekki viðurkenna afsögn Hariris, nema að Hariri sjálfur staðfesti hana í eigin persónu eftir heimkomu til Lýbanon.

  1. Stefna Saudi-Arabíu virðist vera að byrtast, sbr. yfirlýsingar frá Saudi-Arabíu og bandamönnum Saudi-Arabíu við Persaflóa, þ.s. þeirra fólki var sagt að drífa sig heim frá Lýbanon - að auki voru gefnar út yfirlýsingar þ.s. þeirra þegnar voru varaðir við því að ferðast til Lýbanons.
  2. Innan Lýbanons virðast pólitíkusar álíta Hariri í gíslingu í Saudi-Arabíu, og krefjast þess að hann verði látinn laus og fái fararleyfi til Lýbanon.

Á sama tíma hafa helstu hópasamtök Lýbana, kvatt til stillingar í landinu.
Ekki hefur borið á mótmælum eða látum á götum úti vegna málsins.

  1. Það að Saudi-Arabar og bandamenn, ætla greinilega að binda endi á túrisma þeirra landsmanna innan Lýbanons, er augljóst form efnahagslegra refsiaðgerða.
  2. Ef mið er tekið af aðgerðum þeirra landa gegn Quatar - þá væntanlega fylgja frekari efnahagslegar refsiaðgerðir í kjölfarið.

--Þá væntanlega hefur Saudi-Arabía ekki samkomulag við Ísrael um hugsanlegt stríð, eins og ég velti fyrir mér í gær: Er stórhætta á nýju Miðausturlanda-stríði?.
--Sem betur fer að sjálfsögðu, því það síðasta sem Mið-austurlönd þurfa á að halda, er frekari óreiða.

 

Mohammad bin Salman bin Abdulaziz Al Saud, krónprins Saudi-Arabíu heldur að slíkar aðgerðir styrki stöðu Saudi-Arabíu í Lýbanon, þá skilur krónprinsinn líklega ekki venjulegt fólk!

  1. En efnahagsaðgerðir sem ætlað er að stuðla að veikingu efnahags Lýbanon - sem "collective" refsing til Lýbana, fyrir það að Hezbollah hreyfingin hafi risið upp þeirra á meðal.
  2. Slíkar aðgerðir munu að sjálfsögðu hafa þveröfug áhrif, að auka enn frekar áhrif Írana í því landi.

En Lýbanar verða þá að leita að viðskiptum í aðrar áttir - en til Persaflóa-araba. Þ.s. Sisi af Egyptalandi ætlar að hafna allri þátttöku í aðgerðum gegn Lýbanon, þó hann hafi tekið þátt í aðgerðum gegn Quatar t.d. - þá væntanlega haldast samskipti Egyptalands og Lýbanons þau sömu áfram.

Lýbanar geta einnig leitað eftir viðskiptum til Tyrklands - sem er áhugavert að nefna, að hefur herstöð í Quatar, og þar með raunverulega ver Quatar gagnvart Saudi-Arabíu.

Auk þessa, að augljóslega standa frammi fyrir þeim kosti, að leita í vaxandi mæli til Írana.

  • Þvert á móti, þá líklega innsigli aðgerðir Saudi-Araba, fullan aðskilnað milli Lýbanons og Saudi-Arabíu - en á árum áður var Saudi-Arabía mjög áhrifamikil í Lýbanon.

M.ö.o. sé ég ekki með hvaða hætti þær aðgerðir geta þjónað markmiðum krónprinsins, að veikja stöðu Írans -- reyndar er erfitt að koma auga á nokkra þá stefnu sem krónprinsinn hefur viðhaft sl. 2-3 ár síðan sól valda hans fór að rísa innan Saudi-Arabíu, sem hafi skilað tilætluðum árangri.

--En stríðið í Yemen hefur þróast í pattstöðu, sigur Saudi-Araba virðist fjarlægjast frekar en hitt.
--Aðgerðir Saudi-Arabíu, virðast einfaldlega hafa flýtt fyrir þeirri þróun sem þeir óttuðust sem möguleika, að Húthí fylkingin svokallaða gerðist náinn bandamaður Írans.
--En árásarstríð Saudi-Araba sem núverandi krónprins hóf, hafði þá afleiðingu að Húthar urðu að leita á náðir Írana, og eru þar með í dag - þ.s. Saudar óttuðust "self fulfilling prophecy."
--Aðgerðir sem krónprinsinn einnig fyrirskipaði gegn Quatar, eru ekki heldur að skila nokkrum sjáanlegum árangri - Quatar líklega einnig hefur þurft að sækja meir til Írans.

  • M.ö.o. virðist mér allt virka öfugt hjá krónprinsinum - og hann virðist ekkert læra af reynslunni.

 

Niðurstaða

Sem betur fer virðist mér ekki að stjórnin í Ryiadh hafi það spil í hendi að hefja nýtt stríð. Það þíði að Ryiadh hafi líklega einungis þau sömu aðgerðaspil í hendi og gegn Quatar. Sem hingað til, vegna stuðnings Tyrklands sérstaklega - auk þess að Bandaríkin auk Tyrklands einnig hafa þar herstöð; hefur engu sjáanlegu skilað fyrir Ryiadh enn sem komið er og fátt bendi til þess að Quatar sé í uppgjafarhugleiðingum.

Slíkar efnahags refsiaðgerðir í tilviki Lýbanons séu ólíklegar að hafa í nokkru þau áhrif að veikja stöðu Hezbollah innan Lýbanons, né sé það sennilegt að slíkar aðgerðir veiki áhrif Írans innan Lýbanons.
--Þvert á móti, þá væntanlega tryggi þær aðgerðir endalok áhrifa Saudi-Araba í því landi.

Mér virðist smám saman verða betur ljós, að krónprins Saudi-Arabíu sé einfaldlega ekki sérdeilis snjall stjórnandi - en ég virkilega kem ekki auga á nokkurt utanríkisstefnuatriði þegar kemur að deilum Saudi-Arabíu við Íran eða önnur lönd innan Mið-Austurlanda, sem hægt er að líta svo á að hafi spilast stjórnendum Saudi-Arabíu í hag.

  • Ef Saudi-Arabía hefur ekki Ísrael með sér, þá sé það nánast ekki neitt sem máli skipti, sem Saudi-Arabía geti gert Lýbanon eða Hezbollah hreyfingunni.
    --Aðgerðir Saudi-Arabíu sýni þá einfaldlega fram á veikleika Ryiadh, sem snjallara hefði sennilega verið að láta vera að auðsýna.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband