Meðlimir Damaskus stjórnarinnar - hóta að ráðast að liðssveitum bandamanna Bandaríkjanna, er ráða ca. þriðjungi sýrlensks landssvæðis

Eins og sést á kortinu að neðan, hafa hersveitir sem styðja stjórnina í Damaskus sjá rauðu svæðin, sókt fram gegn ISIS - frá einum bakka Efrat fljóts.
Meðan Súnní liðssveitir sem Bandaríkin hafa þjálfað í þjálfunarbúðum á umráðasvæðum Kúrda, studdar af flughversveitum Bandaríkjanna - hafa sókt fram gegn ISIS á hinum bakka Efrats.

  • Það hefur leitt til þeirrar freystandi ályktunar, að skipting Sýrlands blasi við.

Kort af víggstöðunni, sept. 2017!

https://southfront.org/wp-content/uploads/2017/09/15sep_syria_war_map.jpg

  1. En eftir snöggar ófarir Íraskra Kúrda í sl. mánuði þ.s. þeir misstu töluverð landsvæði yfir til hersveita sem styðja ríkisstjórnina í Bagdad.
  2. Virðist þeirri hugmynd hafa skotið rótum í Damaskus -- að það væri ef til vill ástæða að láta reyna á það, að leggja í liðssveitirnar sem Bandaríkin hafa búið til.

Það hafa nú a.m.k. tvisvar borist skýrar hótanir - í sl. viku frá liðsmanni íranska lýðveldisvarðarins, og nú frá Damaskus -- að lagt verði fljótlega til atlögu gegn þeim liðssveitum sem Bandaríkin hafa búið til, og styðja.

--Það mun auðvitað, ef slík atlaga hefst, þvinga bandarísk stjórnvöld til að ákveða sig - hvort þær ætla að tryggja skiptingu Sýrlands til frambúðar!
--Eða heimila liðssveitum Damaskus stjórnarinnar, væntanlega með fullum stuðningi Írans og íranska lýðveldisvarðarins -- að hertaka þau svæði sem hersveitir sem Bandaríkin nú styðja, þar með hersveitir Kúrda, ráða yfir.

Assad adviser says Turkish, U.S. forces 'illegal invaders' in Syria

Assad says Syria war does not end in Deir al-Zor

  1. Skv. ofrangreindri frétt vill greinilga stjórnin í Damaskus, ekki viðurkenna samkomulag milli Pútíns og Erdogans - sem gert var fyrir skömmu, þ.s. virtist sem Pútín heimilaði Erdogan fyrir sitt leiti, að hefja aðgerðir í Idlib héraði.
  2. Og fulltrúar Damaskus stjórnarinnar, nota sama "hryðjuverka-öfl" orðalag til að lýsa þeim sveitum sem Bandaríkin styðja - hvort sem um er að ræða hersveitir Kúrda eða Súnní Araba sveitirnar sem Bandaríkin bjuggu til úr sýrlenskum flóttamönnum, og þeir t.d. nota yfir liðsmenn ISIS.

En ég held að þessar hótanir þurfi að taka fullkomlega alvarlega!
Bandaríkin geta að sjálfsögðu mjög auðveldlega stoppað slíka framrás hersveita Damaskus stjórnarinnar - yfir Efrat fljót, með sínum flughersveitum, er því er að skipta.
--En það liggur óljóst fyrir, hvað stjórnin í Washington ætlar að gera.

Washington virðist í seinni tíð, tala um "federalization" þ.e. að Sýrland yrði skipt í sjálfstjórnarsvæði.
En Damaskus líklega með stuðningi Írana, virðist nú dreyma um að brjóta alla vopnaða andstöðu gegn Damaskus og Íran - innan Sýrlands, á bak aftur.

  1. Mér skilst að það sé stefna Donalds Trump að veikja Íran.
  2. Að gefa þessi landsvæði eftir, mundi gera Bandaríkin algerlega áhrifalaus innan Sýrlands - staðfesta Sýrland sem leppríki Írans, full yfirráð bandamanna Írans á því svæði.

--Sem klárlega gengi gegn markmiði yfirlýstu af hálfu Trumps að veikja stöðu Írans.
Hinn bóginn virðist í seinni tíð, nálgun Washington gjarnan í tilvikum vera "schizophrenic."

 

Niðurstaða

Eftir 2ja ára aðstoð Rússa, og fullri þáttöku íranska lýðveldisvarðarins í Sýrlandsstríðinu, ásamt Hezbolla liðssveitum - nær umráðasvæði bandamanna Írans nú yfir meira en helming landsvæðis Sýrlands. Á þessu ári hafa svæði undir stjórn ISIS skroppið hratt saman, undan sókn bandamanna Írans annars vegar og sókn bandamanna Bandaríkjanna hinsvegar.
--En þó svo að sín hvor fylkingin hafi sókt fram á sitt hvorum bakka Efrats.
--Hefur lengi blasað við hætta á átökum milli þessara fylkinga.
Það mundi að sjálfsögðu fara mjög nærri beinum hernaðarátökum Bandaríkjanna við Íran, ef Bandaríkin mundu stöðva hugsanlega eða jafnvel líklega árás liðssveita bandamanna Írans á liðssveitir bandamanna Bandaríkjanna með loftárásum.

Hótun um slíka árás er nú skýr og fullkomlega ástæða að taka alvarlega.
Óljóst þó hverjar fyrirætlanir Washington eru.
En ef þeir gefa þessi svæði eftir, þar með svíkja sína bandamenn, munu bandamenn Írans alveg örugglega með fullum stuðningi Írans - ná þeim svæðum öllum, líklega með töluverðu blóðbaði; og ekki ósennilega því - hugsanlega nokkrum viðbótar flóttamannastraum.

  • Bandaríkin þurfa líklega að ákveða sig mjög fljótt.
    --En ef þeir svíkja sína bandamenn, munu fáir treysta á Bandaríkin á átakasvæðum í framtíðinni.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og alltaf áður, þá eru þessar myndir þínar fleiri mánaða gamlar og sýna hvergi stöðuna eins og hún.  Mætti stundum halda að þú værir á málum hjá ISIS.

Síðasta staða ISIS í Al Bukhnan er nú fallin.  Algjör ringulreið ríkir þar, eftir gífurlegar sprengjuárásir Rússa á svæðinu.  Flótti bæði frá ISIS og almenningi, hefur verið siðustu daga og öll sjúkrahús lokuð almenningi.  En ISIS hefur einangrað öll sjúkrahús, þannig að þau eru einungis fyrir hermennina, og ekki almenning.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 8.11.2017 kl. 22:30

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne, þessi staða er frá sept. 2017 - ekki margra mánaða gömul, í dag er 8. nóv.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.11.2017 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856024

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband