5.11.2017 | 23:04
Game of Thrones - í Saudi Arabíu? Hreinsanir virðast hafnar í Saudi Arabíu, með handtökum 11 áhrifamikilla einstaklinga
Prins Mohammad bin Salman bin Abdulaziz Al Saud, krónprins Saudi-Arabíu virðist leitast eftir því að herða tök sín á Saudi-Arabíu. En hann er talinn sá sem raunverulega ræður, þó svo að enn sé hann ekki konungur, síðan hann steypti frænda sínum sem krónprins í hallarbyltingu - júní sl: Saudi prince was held in Mecca palace room during royal coup.
--Er talið víst að prins Mohammad bin Salman sé - hinn eiginlegi valdamaður Saudi Arabíu.
Hinn bóginn, er sjálfsagt erfitt fyrir utanaðkomandi að vita almennilega hvar völdin akkúrat liggja, síðan 2015 er Salman konungur gerðir hann að utanríkisráðherra - hefur ris prins Mohammad virst hratt.
Hinn 32 ára gamli prins, virðist vinna að ímynd hins sterka leiðtoga.
Sem utanríkisráðherra frá 2015 hefur hann keyrt hart á átökum við Íran - sérstaklega stríðið í Yemen verið nokkurs konar -hans barn- sem hann virðist hafa óspart notað í því skyni að efla sína ímynd meðal Saudi-arabísks almenning.
Að auki, virðast átökin við Quatar - rekin skv. vilja prins Mohammad, en krónprinsinn sem hann rak frá - virðist hafa verið andvígur þeirri stefnu, og verið þá vikið snarlega frá, hvort sem það hefði ekki annars hvort sem er gerst fyrr eða síðar.
--Það virðist, ákveðinn rauður þráður í stefnu prins Mohammad, harðlína gagnvart Íran.
--Ákveðinn pópúlismi af hans hálfu vekur einnig athygli.
- Hann titlar sig einnig "reformer" eða umbótamann, það má vel vera að honum sé nokkuð alvara með það atriði.
- Handtökurnar eru fyrirskipaðar, af rannsóknarráði gegn spillingu, sem prinsinn formlega stofnaði rétt fyrir helgi - og hann sjálfur situr í.
Að kalla þetta spillingu - frekar en valdatöku - er auðvitað möguleg nálgun ætlað að ófrægja þá sem hafa verið handteknir, þó erfitt sé að ímynda sér annað en þeir séu a.m.k. eitthvað spilltir.
En hinn bóginn, virðist manni ekki endilega öruggt, að þeir valkostir sem prinsinn býður upp á séu endilega minna spilltir -- en líklega verða þeir allir, handvaldir af honum.
Future Saudi king tightens grip on power with arrests including Prince Alwaleed
Saudi purge worries investors but may speed reforms
Saudi Arabia arrests princes, ministers and tycoons in purge
Ég ætla ekki að reyna giska á það, hvaða grugg er akkúrat í gangi í Saudi Arabíu, en eins og málin líta út -- sbr. handtöku yfirmanns "þjóðvarðaliðsins" eða "national guard" - þá virðist ljóst a.m.k. fljótt á litið, að krónprinsinn sé að færa valdþræði yfir til sinnar persónu.
--Hvað hann akkúrat gerir við þau auknu völd, á eftir að koma í ljós.
--En það má vel vera, að krónprinsinum sé alvara með - efnahagslegar umbætur, og einhverjar samfélagslegar umbætur - t.d. virðist hann ætla að heimila loks konum að aka bifreiðum.
--Hinn bóginn, geta aukin völd hans - í ljósi harðlínu afstöðu hans gagnvart Íran - þítt aukna áherslu Saudi-Araba á það stríð við Íran sem hefur verið háð "in proxy" hér og þar um Mið-austurlönd.
Ekki er það alls staðar -heitt stríð- eins og í Yemen.
Spurning hvort að eftirfarandi er einnig hluti af atburðarásinni?
- Forsætisráðherra Lýbanon sagði af sér, meðan hann var staddur í heimsókn í Riyadh. En athygli vakti að Hariri fordæmdi Íran mjög harkalega með hætti sem læðir að þeim grun að hann hafi verið að tala undir rós um Hezbollah - The evil that Iran spreads in the region will backfire on it, - Irans arms in the region will be cut off.
Hariri resignation threatens to destabilise fragile Lebanon
Hezbollah says Saudi Arabia forced Lebanese PM to quit
--Hezbollah varpar þar upp þeim skilningi, að þetta hafi verið ákveðið af krónprinsi Saudi-Arabíu, þá tóna orð Hariri - sem gætu verið skriptuð við harðlínustefnu prins Muhammad. - Skv. fréttum frá Riyadh, var eldflaug skotin niður rétt hjá höfuðborg Saudi-Arabíu, og sökuðu yfirvöld Saudi-Arabíu - Húthí hreyfinguna í Yemen, sem Saudi-Arabía hefur verið í stríði við um nokkurt skeið, um að hafa sent þá eldflaug.
Ballistic missile intercepted near Riyadh airport
France warns of ballistic proliferation after Houthis target Riyadh
Saudi-led coalition calls missile dangerous escalation of Yemen conflict
Ég er að velta fyrir mér hvort þessi atburður gerðist í raun og veru!
Þegar maður veltir fyrir sér loftlínunni milli Sana í Yemen og Riyadh.
--Þá á örugglega enginn annar radarstöðvar þarna á milli, heldur en Saudi-Arabía sjálf.
- Mér virðist þar með, að við höfum einungis orð yfirvalda í Saudi-Arabíu fyrir því, að þessi atburður hafi raunverulega gerst.
--Þó svo að franski utanríkisráðherran tjái sig, eiga Frakkar vart nokkuð í loftlínunni þarna á milli, sem hefur getað virkað sem - sjálfstæður sjónarvottur.
--Þannig væntanlega byggir hann mál sitt, á fullyrðingum yfirvalda í Riyadh.
- En ef þetta er allt hluti af atburðarásinni í Saudi-Arabíu um helgina, þ.s. 11 háttsettir einstaklingar voru handteknir -- og inn í þá atburðarás spili einnig afsögn Hariri forsætisráðherra Lýbanons, og fullyrðingar yfirvalda í Riyadh um eldflauga-árás frá Húthí hreyfingunni.
- Þá virðast skilaboðin af þeim - aukasennum geta verið.
--Um frekari átakastefnu gagnvart Íran.
En sumir óttast umrót í Lýbanon jafnvel - en þ.e. alveg ljóst að Hezbollah hreyfingin ræður gríðarlega innan Lýbanons, og vilja sumir a.m.k. meina að ríkisstjórn landsins, sé orðin ærið valdalítil í raunveruleikanum.
Ef það var ákvörðun krónprins Saudi-Arabíu einnig um helgina, að Hariri mundi hætta.
Sama tíma og Hariri hafi verið látinn senda frá sér köld kveðjuorð til Írans og Hezbollah.
--Þá má alveg spyrja sig þess, hverjar séu fyrirætlanir - Prins Mohammad bin Salman bin Abdulaziz Al Saud, varðandi Íran í því samhengi?
En það væri enginn greiði við Mið-Austurlönd, ef ný víglína milli Saudi-Arabíu og Írans, væri á næstunni opnuð í Lýbanon.
--Ég fullyrði að sjálfsögðu nákvæmlega ekki nokkurn hlut.
Niðurstaða
Nú er virkilega góð ástæða að velta fyrir sér - hver séu markmið krónprins Saudi Arabíu, Mohammad bin Salman bin Abdulaziz Al Saud.
Markmið um umbætur í landinu eru lofsverð, þó maður leyfi sér að efast um það atriði að - handtökur 11 valdamikilla manna þar á meðal yfirmanns þjóðvarðalið landsins, sé raunverulega þáttur í baráttu gegn spillingu. Frekar en að vera sennilega fremur það, að prinsinn sé að tryggja sig í sessi með því að ryðja úr vegi - valdamiklum aðilum sem ekki hafi verið hans stuðningsmenn.
En það getur verið ástæða að óttast þá átakastefnu er hann virðist viðhafa gagnvart Íran. Í því ljósi getur það vel verið að aukin völd til hans, einnig þíði aukna áherslu Saudi-arabíska ríkisins á valda-átök við Íran sem hafa seinni árin gosið upp í styrrjöldum "in proxy" á a.m.k. tveim stöðum í Mið-Austurlöndum. Það sé full ástæða að óttast, hugsanlega frekari útbreiðslu þess stríðs - Írans og Saudi-Arabíu.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 6.11.2017 kl. 22:57 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
Nýjustu athugasemdir
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Þó ég muni ekki fyrir hvað Obama fékk friðarverðlaun Nóbels Þá ... 18.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Huh? Nei, flóttamannastraumurinn er hluti af Cloward-Piven plan... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Grímur Kjartansson , - það hefur verið sannað að HAMAS hirti dr... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: USAID gat á engan hátt gert grein fyrir hvert allir þessir fjár... 17.2.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.2.): 4
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 520
- Frá upphafi: 860915
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 467
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning