Ríkisstjórn Spánar setur Katalóníu undir beina stjórn, formlega rekur héraðsstjórnina - héraðsþingið og lögreglustjóra héraðsins, fyrirskipar nýjar héraðsþingskosningar

Sjálfsagt vita flestir, að héraðsþing Katalóníu á föstudag samþykkti yfirlýsingu um sjálfstæði. Það var auðvitað þegar ljóst, að ríkisstjórn Spánar var með í undirbúningi að setja Katalóníu undir beina stjórn. Einungis spurning um það, hvoru megin þessarar helgar sú aðgerð mundi fara fram!
--Sennilega hefur því héraðsþingið og héraðsstjórnin ákveðið, að það væri engu að tapa.
--Yfirlýsingin um sjálfstæði, er auðvitað -- bein storkun við stjórnina í Madríd.

Spain's Rajoy sacks Catalan government, calls snap election

Spain sacks Catalan government after independence declaration

Sjálfstæðissinnar í Barcelona fagna sjálfstæðisyfirlýsingunni!

https://socialistworker.co.uk/images1412/Image/2017/2578/catalonia-declaration-independence-crowds-celebrate.jpg

Teningnum kastað!

Mariano Rajoy brást við eins og vænta mátti - héraðsþingkosningar skulu fara fram þann 21/12 nk.

Það kemur í ljós eftir helgi, hvort ríkisstjórn Spánar - lætur handtaka framámenn héraðsstjórnarinnar, jafnvel einhverra þeirra héraðsþingsmanna sem studdu sjálfstæðisyfirlýsinguna.

En mér mundi ekki koma á óvart, ef helstu foringjar sjálfstæðissina verði látnir sæta ábyrgð - fyrir það sem skv. spænskum lögum og stjórnarskrá, eru skýr lögbrot.

Þannig virðist Rajoy nálgast málið, að þetta snúist um að halda uppi lögum og reglu.
Héraðsstjórnin, sé skv. Rajoy að slíta sundur lögin og reglu landsins, auk þess skv. því sem Rajoy segir - sýni vanvirði hún lýðræðið.

  • Kannski meinar Rajoy það þannig, að einungis almenn kosning allra Spánverja - geti heimilað sjálfstæði Katalóníu.
    --Sjálfstæðissinnar virði ekki vilja hinna héraðanna.

En það virðist ekki verulegur stuðningur við sjálfstæðissinnaða Katalóna - utan Katalóníu.

  1. Hvað sjálstæðissinnaðir Katalónar gera, á eftir að koma í ljós.
  2. En fátt virðist á þeirra færi umfram, skipulagða borgaralega óhlýðni.

Hafandi í huga, að sjálfstæðissinnar hafa getað safnað allt að milljón manns í einu til að mótmæla, þegar mest hefur legið við.

Hljómar sennilegt að þeir séu færir um að skipuleggja, fremur víðtæka óhlýðni.
Það kemur þá væntanlega fram eftir helgi, hvort að ber verulega á einhverju slíku.

Það má alveg hugsa sér, svo víðtæka slíka - að efnhagur héraðsins nemi nokkurn veginn staðar.

  1. Mariano Rajoy getur engan vegið vitað fyrifram, hvort næsta héraðsþing verður með annan meirihluta en sjálfstæðissinnaðan.
  2. Rajoy sé með ákvörðun um að slíta héraðsþinginu, þá einfaldlega að -- kasta upp teningnum.

Ef hann fær aftur sjálfstæðissinnaðan meirihluta, þá mundi það flækja stöðuna enn frekar - a.m.k. fyrir ríkisstjórn Spánar.
Það verður þó að bíða með þær pælingar þar til sú útkoma liggur fyrir.

 

Niðurstaða

Ég verð ekki enn var við nokkurn umtalsverðan vilja í Madríd, að semja við sjálfstæðissinnaða Katalóna. Það virðist frekar á hinn veginn, að afstaðan í Madríd hafi stífnað - orðið enn þverari ef eitthvað er.

Það getur þítt, að málið fari í raunveruleg átök - sem væntanlega hefjast þá á umfangsmikilli borgaralegri óhlýðni. En spænsk ríkislögregla er þá líkleg til að beita sér gegn þeim mótmælum, sérstaklega ef þau blokkera aðgengi að mikilvægum stöðum - og trufla verulega efnahag héraðsins.

Hvernig Spánarstjórn vinnur með slíka togstreitu, mun væntanlega ráða miklu um það - hversu langt þau átök geta farið. En ég sé alveg þann tæknilega möguleika, að róttækir sjálfsstæðissinnar grípi til vopna.

Þetta getur vel orðið að skærustríði eins og Spánn glýmdi við lengi í Baskahéröðum. Það gæti alveg gerst, að fólk neyddist til að flýgja sum svæði. Ef átök yrðu veruleg, og þeim fylgdi tjón á innviðum.

--Ennþá sé þó tæknilega mögulegt að semja um einhvers konar millilendingu. Áður en málin færast hugsanlega á verulega alvarlegra stig.
--Hugmynd Spánarstjórnar eða draumur virðst á þann veg nú, að almenn kosning skili héraðsþings meirihluta er væri ekki sjálfstæðissinnaður.

Kannski mundi vilji til samninga vakna í Madríd, ef fer á hinn veginn. En með því að slíta héraðsþinginu er sennilega algerlega ljóst, að Madríd ætlar ekki a.m.k. að sinni að semja um nokkurn hlut við sjálfstæðisinnaða Katalóna. Hugsanlega breytist sú afstaða, ef kosningarnar skila aftur sjálfstæðisinnuðum héraðsþings meirihluta.

Það kemur þá í ljós 21/12 nk.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband