Leiðtogi Kína áætlar Kína heimsveldi ca. frá og með 2050

Xi Jinping var um daginn staðfestur af þingi valdaflokks Kína sem leiðtogi landsins til frambúðar - ef mið er tekið af ræðu leiðtogans, ætlar hann sér að leiða Kína út 4 áratug þessarar aldar, m.ö.o. hann ætlar sér að leiða Kína langleiðina að mörkuðu endamarki.
--Almennt er talið nú að Xi Jinping sé valdamesti stjórnandi Kína a.m.k. síðan Deng, sumir vilja jafnvel jafna honum við Mao Formann.

https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/e/ed/Xi_Jinping_2016.jpg

Það veit í sjálfu sér enginn nákvæmlega hvað það þíðir, ef Kína nær takmarki sínu undir Xi að verða jafnoki Bandaríkjanna!

Saga Kína veitir eiginlega ekki nokkra fyrirmynd þ.s. Kína var aldrei - heimsveldi með hnattræn áhrif á öldum áður.
--Kína var klassískt landríki þ.e. landamæri þess þöndust út, þegar ríkið var öflugt.
--En síðan minnkaði umráðasvæði Kínakeisara, þegar ríkinu hnignaði.

En Kína átti aldrei nýlendur handan hafsins - eins og Evrópuveldin.

Kortið að neðan gefur nokkra hugmynd um skiptingu viðskipta Kína

https://assets.weforum.org/editor/fkpGAXKLf6Hskbik4yAgULhlknImKTWt1J5YFiRwf74.png

Það er forvitnilegt til samanburðar að sjá í hvaða löndum Kína hefur verið ráðandi fjárfestir!

https://static01.nyt.com/images/2015/07/06/world/asia/the-world-according-to-china-investment-maps-1436222568352/the-world-according-to-china-investment-maps-1436222568352-facebookJumbo.png

Eins og sjá má - hefur Kína fjárfest verulega í auðlinda-auðugum ríkjum Mið-Asíu, og í Írak - en vitað er að Kína er þar ráðandi fjárfestir í olíulindum.

En einnig umtalsvert í Afríkuríkjum -- sumir hafa jafnvel líkt því við, nýlendustefnu Evrópumanna; þó það sé kannski of langt seilst í samanburði.

En vart þarf þó að efa, að kínverskar fjárfestingar kaupa Kína þar samtímis áhrif og velvild.
--Ekki má gleyma því að Afríka hefur milljarð íbúa, er því framtíðar markaður líka.

Þó að Xi tali um - silkileið, virðast viðskipti samt enn óveruleg þá leið!

http://i.dawn.com/primary/2015/04/5534d1452b493.jpg?r=2074262836

En Kína er sennilega nú þegar orðið drottnandi ríki - Mið-Asíu, í stað Rússlands á árum áður; í krafti gríðarlegs fjármagns fyrst og fremst.
En þegar hefur Kína lagt leiðslur til Mið-Asíulanda, til að dæla því til Kína.

  • Ég velti því fyrir mér, hve mikil áhrif innan Rússlands - Kína mun smám saman öðlast, í krafti sinna auðæfa og fjárhagslegs afls.

En meðan Kína heldur áfram að vaxa efnahagslega á margfalt meiri hraða en Rússland - þá hljóti það að vera algerlega augljóst, að ekki sé um samskipti jafningja að ræða.
Kína verði hið drottnandi veldi - miklu öflugra en Rússland.
--Spurning hvort að Rússland, getur lifað það niður að verða hugsanlega "client" ríki Kína?

Þó það ástand sé ekki í dag - sé Xi ekki að hugsa um að jafna áhrif Rússland.
Kína sé löngu nú búið að því - og gott betur!

  1. Ég held að eitt af því sem vert verði að fylgjast með í framtíðinni, verði samskipti Rússlands og Kína.
  2. En, ég sé ekki fyrir mér bandalag, til þess sé staða landanna líklega of ójöfn - Rússar sennilega séu of stoltir til að vilja vera, leiddir af Kínverjum.

En meðan viðskipti Rússlands - fjárfestingar Kína, vaxa í rússnesku samhengi.
Þá vaxa óhjákvæmilega áhrif Kína, og þar með kínverska valdaflokksins, innan Rússlands sjálfs.
--Spurning hvort að valdakerfið innan Rússlands, geti umborið þá þróun áfram?

En það gæti alveg orðið spurning í fjarlægum héröðum nær Peking en Moskvu, hvort Moskva eða Peking réði meiru í slíkum rússneskum héröðum.
--Ég held að Mið-Asía verði "client" ríki Kína án vafa.

En útkoman fyrir Rússland sjálft sé ekki enn ráðin.
En Kína horfi á Bandaríkin, hvernig Kína geti orðið jafnoki þeirra.

 

Niðurstaða

Mörgu leiti er ris Kína spennandi þróun. En það yrði einstækt í heimssögunni ef slíkt ris mundi fara fram algerlega friðsamlega. Hinn bóginn á öld kjarnorkuvopna, hafa stóru löndin það vart sem valkost - að stríða með beinum hætti.

Eitt virðist ljóst, að Kína hefur engan áhuga á lýðræði - Xi stefnir á einsflokks ríki áfram til nk. áratuga. Og Xi hefur í seinni tíð verið að ljá hugmyndum eyra - að efla svokölluðu kínversku módeli fylgis erlendis; m.ö.o. selja einsflokks kerfið kínverska sem fyrirmynd fyrir heiminn.

Skv. því mun Kína hvetja fremur en hitt - til flokkseinræðis. Sem geti bent til þess, að í þeim löndum þar sem Kína verði dóminerandi - verði slíkt stjórnarfyrirkomulag líklega tekið upp, ef það væri ekki til staðar þegar.

Hinn bóginn, eru til lengri tíma blikur á lofti með hagvöxt í Kína - þ.s. að stefnan um eitt barn per fjölskyldu er að valda því að það fækkar í aldurshópum sem eru að koma inn á vinnumarkaðinn.

Það gæti hægt verulega á vexti Kína frá og með upp úr 2030. Ef tölur um mannfjöldaþróun eru réttar í þá átt, að skortur á vinnuafli sé sennilegur á 4. áratug þessarar aldar.
--Kína getur auðvitað tekið upp framleiðslu með róbótum - en það vart gefur Kína forskot í hagvexti, þegar Vesturlönd líklega verða farin að beita sömu framleiðslutækni.

Ef og þegar það gerist að hagvöxtur Kína skreppur saman niður undir svipaðan hagvaxtarhraða og á Vesturlöndum -- mundi tel ég áhuginn á kínverska módelinu, einnig dala.

  • Persónulega tel ég mjög líklegt að hraðari hagvöxtur Kína - munu líða hjá.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Silkileiðin er ein aðal ástæða vandamála Evrópu/Bandaríkjanna í dag. Ásamt olíunni. Tilraun Bandaríkjamanna með að vera einvalda leiðtogar er farin út um þúfur ... það má segja að hún fór út um þúfur 2006, þegar G.W.Bush ákvað að fara í heimstyrjöld.

Xi Jinping fékk sömu stöðu innan Kína, og Mao á sínum tíma.  Þetta þýðir ekki að maðurinn muni verða við völd næstu 100 árin ... slíkt er bara bull.  Það sem hann segir er að hann muni leiða Kína inn í 4 áratuginn, með öðrum orðum ... Kína, í hans augum, verður ráðandi heimsveldi árið 2050.  Þú þarft að reina að skilja málið almennilega, sem þú gerir nánast aldrei. Kína, er þegar heimsveldi ... en verður ráðandi efnahagssvæði, í kringum 2025 ... þetta eru engan Kínverskar spár.  Þegar Xi Jinping, segir "heimsveldi" ... þá meinar hann, að Kína muni geta ráðið við öll veraldar ...

Þú hefur engan skilning á því, hvað koma mun ... og eins og allir aðrir stendurðu og hrópar húrra fyrir þeim öflum, sem eru að koma þér, Íslandi og þínum ... í skítinn. Það segir gamalt máltæki, að ekkert er svo með öllu að ekki fylgi því eitthvað illt ... þetta er hin "illa" afleiðing "góðmenskunar".

"Persónulega tel ég að hraðari hagvöxtur Kína - munu líða hjá."

Trúa skalltu í Kyrkjunni.  Þú ert alltaf með "óskhyggjuna" og sérð aldrei skóginn fyrir trjánum.  Þú ert ekkert einn um þetta, þetta er vandamál sem hrjáir alla Evrópu ... og ÖLL Norðurlöndin ... alveg sérstaklega.

Evrópa er "möðguð" með "góðu" fólki ... sem er ekkert gott. Þetta eru "Angela Merkel" típur, sem birtast í blöðum með bros á vör ... en borga Erdogan bak við tjöldin, til að sópa burtu líkpokunum.

Evrópa, Ísland með ... er með fullt af fólki við stjórn, sem eru "fasistar" ... halda, bókstaflega ... að það sé "Guð", eða "Guðs rétta fólk". Afleiðingin er, að atvinna hverfur ... því verið er að "vernda" ákveðin hóp.  Borið við sig "öryggi", "skólagöngu á pappír" og annað þvílíkt. Hér "ætti" að vera "dugnaðurinn" sem leiðir fólk áfram ... samkvæmt hinni "amerísku" fyrirmynd ...

Og akkúrat hér, er vandamálið ... í Evrópu, og Bandaríkjum "nútímans" er talað um "amerísku fyrirmyndina" ... en hún er ekki til, verið er að "varðveita" ákveðna "forréttinda" hópa.  TIl dæmis kom hér um daginn kona af spönskum uppruna og sagði að "Stærðfræðingar" væri forréttindahópur hvítra ... bæði rétt og rangt.  Rétt, af því leit til að hér er ákveðinn forréttindahópur hvítra ... rangt að því leiti til, að viðkomandi persóna er ekki að minnast á þetta til að taka burt forréttindi, heldur til að öðlast "eigin" forréttindi.  Þetta er markmið allra svokallaðra "minnihluta" hópa.  Þeir eru á höttunum eftir forréttindum, ekki jafnrétti.

Í Kína, kommúnistaríkinu ... er aftur á móti möguleiki fyrir almenning að verða ríkir ... þar eru sömu möguleikar, og voru á Íslandi í kring um 1990.  Kína, í dag, eru Bandaríkin á árunum 1950 fram til 2001.  Árið 2001, afmarkaði endalok Bandaríkjanna sem "frelsistákn" Vestrænnar menningar ... og því miður, var enginn sem tók upp kyndilinn sem þeir lögðu niður.

Og þú Einar, ert eitt af stóru vandamálum Evrópu ... gersamlega steinblindur fyrir staðreyndum.

Og það er þér að þakka, og öðrum "góðmennum" í Evrópu ... AÐ KÍNA ER AÐ VERÐA RÁÐANDI HEIMSVELDI ÞESSA VERALDAR.

Vegna þess að þið eruð steinblind fyrir staðreyndum.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 27.10.2017 kl. 06:24

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Geisp - það lýsti enginn yfir heimsstyrrjöld. Kína verður ekki ráðandi stórveldi heimsins. Að sjálfsögðu hægir á hagvexti Kína - menn þurfa að leiða hjá sér allar efnahagslegar staðreyndir til að sjá það ekki, einungis spurning um - á hvaða áratug það gerist - - fólksfjöldaþróun óhjákvæmilega gerir það, ekkert sem Kína getur mögulega gert, getur hindra það - þetta er þegar meitað inn í stein, afleiðing - eitt barn per fjölskyldu stefnunnar; er mun leiða til skorts á verkafólki í Kína. Kína leiðtogar vita að sjálfsögðu af þessu, og eru með gríðarleg áform um - róbótvæðingu framleiðslu -- slík áform hafa Vesturlönd einnig, með sömu framleiðslutækni verður framleiðslukostnaður sá sami og samtímis framleiðni sú sama, sem þíðir að enginn hefur hagvaxtarlegt forskot. Þetta gerist klárlega áður en efnahagur per haus Kína hefur jafnað efnahag per haus Evrópu eða Bandaríkjanna. Þegar lítill sem enginn munur er á vexti Evrópu - Bandaríkjanna og Kína; talar enginn lengur um - kínv. efnahagslegt undur, og að sjálfsögðu verða hugmyndir á þann veg, að Kína taki allt yfir - enn einn tískan er leið hjá.

Kína getur orðið, jafnoki Vesturlanda -- heimsveldi í þeim skilningi. Kína mun ekki ráða heiminum. Kína hefur ekki sýnst nokkur einkenni þess, að vilja meira en -- nýja valdaskiptingu þ.e. ráða heiminum, með Vesturlöndum.
--Þ.e. einmitt þ.s. ég á von á, nokkurs konar - valdaskiptasamkomulagi þeirra á milli, á einhverjum punkti.
--Þ.s. áhrifasvæði verði formlega viðurkennd, og Kína fái ca. jöfn yfirráð yfir stofnunum á móti Vesturlöndum.
Þetta er alveg örugglega þ.s. Xi stefnir að, því hitt að Kína ráði öllu - er út í hött. Það gerist ekki.

    • Vandi við uppbyggingu svokallaðrar Silkileiðar, sem Xi Talar um, er sá að flutningsgeta með skipum er augljóslega margföld á við önnnur samgönguform. Þess vegna er megin út/innflutningsleið Kína á hafi.
      --Það breytist ólíklega.

    Þ.e. margfalt dýrari kostur, að byggja upp slíkar lestarlínur að þær hefðu sambærilega flutningsgetu.
    Að sjálfsögðu skiptir efnahagsleg hagkvæmni máli. Ef Kína færi að velja í staðinn miklu óhagkvæmari flutningsleiðir -- þá mundi það fljótt koma niður á efnahag Kína, með harkalegum hætti.
    --Þetta kemur aldrei í stað flutninga á hafi.

      • Þetta skipti einungis máli fyrir - landluktu löndi innan við Kína. Kina muni alveg örugglega ráða yfir þeim öllum - innan skamms, ef Kína ræður ekki yfir þeim nú þegar.

      • Áhugaverð spurning hvort Rússl. verður eitt þeirra landa sem Kína, dóminerar eða ekki.

      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 27.10.2017 kl. 10:49

      Bæta við athugasemd

      Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

      Um bloggið

      Einar Björn Bjarnason

      Höfundur

      Einar Björn Bjarnason
      Einar Björn Bjarnason
      Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
      Jan. 2025
      S M Þ M F F L
            1 2 3 4
      5 6 7 8 9 10 11
      12 13 14 15 16 17 18
      19 20 21 22 23 24 25
      26 27 28 29 30 31  

      Eldri færslur

      2025

      2024

      2023

      2022

      2021

      2020

      2019

      2018

      2017

      2016

      2015

      2014

      2013

      2012

      2011

      2010

      2009

      2008

      Nýjustu myndir

      • Mynd Trump Fylgi
      • Kína mynd 2
      • Kína mynd 1

      Heimsóknir

      Flettingar

      • Í dag (20.1.): 10
      • Sl. sólarhring: 10
      • Sl. viku: 65
      • Frá upphafi: 859307

      Annað

      • Innlit í dag: 10
      • Innlit sl. viku: 57
      • Gestir í dag: 10
      • IP-tölur í dag: 10

      Uppfært á 3 mín. fresti.
      Skýringar

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband