20.10.2017 | 15:45
Hvernig getur Ísland komist hjá brotum á Kyoto skuldbindingum?
Ég nenni ekki að endurtaka gamlar umræður á þeim grunni, að hnattræn hlýnun af manna völdum sé ekki það vel studd af vísindalegum gögnum - að líta beri á hana sem fullkomlega staðfesta.
--Vísa í gamlar færslur, fyrir þá sem vilja endurvekja slíka umræðu:
Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar - lét vita af því að allt útlit sé fyrir að Íslandi takist ekki að uppfylla þau metnaðarfullu markmið um minnkun losunar CO2 sem Ísland skuldbatt sig til að uppfylla skv. svokölluðum - markmiðum 2 skv. svokallaðri Kyoto bókun.
Ísland þurfi að kaupa losunarheimildir
- Hún stakk ekki upp á öðrum lausnum, en kaupum svokallaðra losunarheimilda.
- Eða að snarlega minnka losun fram til 2020 - sem í ljósi þess að nú er langt komið fram eftir 2017, líklega ópraktísk aðgerð.
Spurning hvort að tilraunaverkefni Orkuveitu Reykjavíkur - geti haft eitthvað vægi?
Um er að ræða smáskala tilraunverkefni um - kolefnisbindingu í grjót.
En hugmyndin er í sjálfu sér ekki flókin - byggist á þeirri þekktu efnafræðilegu staðreynd að kolefni úr koltvísýringi geti hvarfast við basaltgrunn landsins og myndað svokallað "carbonate rock" eða grjót með háu kolefnisinnihaldi.
- Þar sem að Ísland er nær allt úr basalti - þá er hér nóg af grjóti til að hvarfa við koltvíyldi.
- Hinn bóginn þarf sérstakar aðstæður svo slíkt hvarf eigi sér stað - á nægilegum hraða til að skipta máli.
- Þau skilyrði séu til staðar í - háhitakerfum.
--Þannig að málið sé að dæla niður afgangsvatninu frá borholum, í stað þess að sleppa því út í umhverfið.
--Blanda þá saman við það, koltvíyldi - sem væri skimað úr andrúmsloftinu með kolefnisgleypum.
Að sjálfsögðu þyrfti að gera þetta á nokkur þúsund sinnum stærri skala, en litla tilraunaverkefnið við Hellisheiðarvirkjun.
- Sennilega setja upp stóra kolefnisgleypa.
- Og niðurdælingu afgangsvatns.
- Þá þarf auðvitað að nota - varmaskipta til að hita kalt vatn með heitavatninu.
- Ekki nota uppdælda vatnið beint til húshitunar.
- Svo til sé staðar afgangsvatn til að dæla aftur niður.
- Þessu mundu fylgja sömu gallar og hafa fylgt niðurdælingarverkefnum OR.
- Þ.e. smáskjálftar.
--Mér hefur ekki virst þeir hafa reynst vera alvarlegt vandamál.
Þeir rökrétt koma einungis fyrsta kastið, þegar niðudælda vatnið fer að streyma inn í glufur og sprungur ofan í jörðinni - þá stundum losar það um spennu í bergi, en sú losun spennu auðvitað þíðir að skjálfti endurtekur sig ekki á sama stað.
--Þannig smá hverfa skjálfarnir eftir því sem á líður.
En tæknilega ætti að vera unnt að dæla verulegu magni af koltíyldi til varanlegrar varðveislu niður í bergrunn Íslands. En það sé varanleg varðveisla vegna þess að eftir að koltvíyldið verður að bergi, kemur það upp aftur einungis með veðrun - er getur tekið milljónir ára.
Sennilega bjargar slík aðferð ekki skuldbindingum Íslands fyrir 2020. Vegna þess að líklega sé tími til stefnu of naumur. En hún gæti skipt máli fyrir frekari skuldbindingar Íslands í framhaldinu.
Niðurstaða
Ég held að niðurdæling á koltíyldi til varanlegrar varðveislu í berggrunni landsins geti verið hluti af lausn Íslands þegar kemur að því að standa við -- alþjóðlegar skuldbindingar er snúa að vernd lofthjúpsins gagnvart vaxandi þéttni koltvíyldis í lofthjúpnum.
Það segir ekki að Ísland eigi ekki að - innleiða rafbíla.
Eða hugsanlega jafnvel - rafflugvélar í atvinnuflug á Íslandi.
Eru rafknúnar farþegaflugvélar framtíð innanlandsflugs á Íslandi?
Tezla ætlar að setja á markað, rafflutningabíl stóran.
Everything we know about Tesla's all-electric truck.
Hinn bóginn er margt við losun landsins sem ekki er auðvelt að glýma við - t.d. losun frá millilandaflugvélum, og losun frá skipum. Sú losun er í mjög stórum stíl.
- Niðurdæling á koltvíyldi gæti án gríns, verið eina færa leiðin fyrir Ísland - til að geta staðið við framtíðar skuldbindingar er snúa að verndun lofthjúpsins.
Kv.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:15 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað mega íslendingar menga mikið af CO2 á hverju ári?
Hver er okkar kvóti á ársgrundvelli?
Jón Þórhallsson, 20.10.2017 kl. 16:18
Best að líta á vef Umhverfissstofnunar: Losun Íslands.
Einnig þetta: Losun frá Íslandi verður að líkindum yfir heimildum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 20.10.2017 kl. 18:14
Það er alltaf varasamt að fullyrða eitthvað sem ekki er hægt að standa við, svo sem ruglið um að "öll orkuframleiðsla á Íslandi sé 100 prósent endurnýjanleg."
Gufuaflsvirkjanir til raforkuframleiðslu er eins og námuvinnsla, orkan klárast á nokkrum áratugum, - þetta er einfaldlega rányrkja.
Rétta talan er ekki 100% heldur líklega nær 75%, sem er alveg nógu góð tala og því alveg óþarfi að ljúga okkur sjálf og allar aðrar þjóðir fullar um þetta.
Þegar við getum ekki staðið við skuldbindingar um losun fáum við þetta í hausinn.
Ómar Ragnarsson, 21.10.2017 kl. 08:02
Ómar, það þarf ekki að líta á það sem rányrkju þó að auðlynd sé ekki endurnýjanleg. En er í sjálfu sér - rangt að nýta þ.s. ekki endurnýjast?
--Hérna erum við ekki að tala um, að útrýma dýra eða plöntutegund.
Hinn bóginn, skilst mér að þegar við erum að tala um -- háhitasvæði sem eru í nánd við virka kviku eins og t.d. svæði í grennd við hengilinn -- virki þetta með svipuðum hætti, eins og að nýta grunnvatn.
--Þ.e. aðstreymi vatns sé inn á svæðið, ef þú tekur af - eins og þú værir að nýta grunnvatn. En það sama gildi, ef þú dælir hraðar en nemur því aðstreymi, lækki vatnsstaðan á svæðinu.
--Trixið sé þá að finna út, hvert þetta aðstreymi sé - og dæla ekki af svæðinu, umfram það.
Ef tekið sé umfram, þannig að það lækkar þá geti þurft að hvíla svæðið þangað til aðstreymi vatns hækkar vatnsstöðuna aftur eða a.m.k. minnka dælingu að nægilegu marki að aðstreymi sé aftur meira en notkun.
**En það geti tekið mörg ár að læra á svæði -- hvað það akkúrat þolir án þess að það dali!
M.ö.o. finnst mér of langt gengið að líkja þessu við námuvinnslu - þegar verið er að nýta háhitasvæði.
--Auðvitað er unnt að vísvitandi að dæla meir en nemur aðstreymi inn á svæðið.
--Þá eðlilega dalar orkan þangað til að -- svæðið þarf af hvílast í einhverja áratugi.
Erlendis eru til grunnvatnssvæði sem endurnýjast ekki.
Það eru einnig til hér svæði með heitu vatni sem það gera ekki.
--Þá svæði sem ekki lengur eru tengd við kviku.
Þá sjálfsagt sé líking við námuvinnslu rétt.
En ég lít ekki á -- námuvinnslu sem rányrkju - þ.e. það sé eyðilegging að taka það sem ekki endurnýjast:
--Þegar við erum ekki að tala um að nýta -- plöntutegundir eða dýrategundir.
--Heldur málma eða þætti sem það skaðar ekki náttúruna til lengri tíma þó séu nýttir.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.10.2017 kl. 11:26
Ég held að það sé bara einfaldast að gera eins og aðrar þjóðir.
Segja bara ,Sorry.
Borgþór Jónsson, 22.10.2017 kl. 09:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning