18.10.2017 | 21:22
Trump segist ekki vilja auka gróða tryggingarfyrirtækja er selja heilsutryggingar - málið er að um var að ræða niðurgreiðslur svo fátækir gætu haft heilsutryggingar
Ef einhver man eftir -- fyrir örfáum mánuðum síðan, felldi Donald Trump út -- mótframlag til tryggingafyrirtækja, skv. þeirri áætlun hluti af svokölluðu "Obama care" greiddi bandaríska alríkið hluta af kostnaði fátækra Bandaríkjamanna við kaup á heilsutryggingum.
--Þegar Trump með tilskipun afnam þær niðurgreiðslur.
--Þá samtímis ógnar hann möguleikum fátækra Bandaríkjamanna til að endurnýja sínar heilsustryggingar, þegar næst kemur að endurnýjun þeirra.
--En ljóst er að margir þeirra, detta út úr aðgengi að bandaríska heilbrigðiskerfinu, ef þeir geta ekki lengur aflað sér heilsutrygginga.
Þetta er ljótt af honum svo hann fær mynd með grettu
Umtalið um að -auðga tryggingafyrirtækin- er ekkert annað en útúrsnúningur!
Tilgangur Trumps með þessu, var hreint skemmdarverk. En með þessu smám saman detta þær millónir manna -- sem fengu aðgengi að heilsutryggingum, sem ekki áður höfðu það aðgengi - áður en svokallað "Affordable Care Act" tók gildi, einnig gjarnan nefnt "Obama care."
Ég verð að kalla þetta -- hreina illmennsku!
- Á þriðjudag var tilkynnt að samkomulag væri í augsýn þ.s. niðurgreiðslurnar mundu vera endurreistar.
- Það virtist vera naumur meirihluti fyrir því í Öldungadeild Bandaríkjaþings - með atkvæðum Repúblikana og hluta Demókrata.
- En á miðvikudag sagði Trump hreint út -- að hann væri andvígur því, að endurreisa þessar niðurgreiðslur.
Niðurstaðan er einföld -- Donald Trump er "evil."
En ég get ekki litið mildari augum á það verk, að vísvitandi ætla að svipta milljónir fátækra Bandaríkjamanna, aðgengi að heilbrigðiskerfinu í Bandaríkjunum.
--Maður sem vísvitandi framkvæmir slíka aðgerð, verður að teljast illmenni.
White House says Trump opposes Senate's bipartisan Obamacare deal
On healthcare deal, Trump says he will not 'enrich' insurance companies
Niðurstaða
Ég verð að kalla það hreina illmennsku sem Trump er að gera með því að hindra endurreisn niðurgreiðsla til fátækra Bandaríkjamanna frá alríkinu - svo þeir geti áfram keypt sér heilsutryggingar. En þessi aðstoð hefur verið mjög mikilvægur þáttur í því, að fækka þeim Bandaríkjamönnum sem lengi hafa búið við stórskert aðgengi að bandaríska heilbrigðiskerfinu því þeir hafa ekki getað staðið straum af kaupum heilbrigðistrygginga.
--Þetta sé hrein og tær meinfýsi, og þar sem um er að ræða aðgerð sem á komandi mánuðum þegar kemur að endurnýjun trygginga mun leiða það fram að mikill fjöldi fátækra Bandaríkjamanna missir aðgengi að heilsutryggingum -- þar af leiðandi verð ég að kalla þetta, hreina og tæra illmennsku.
Útkoman er sú, að heilsu þessa fólks mun hraka - hærra hlutfall þess mun látast af sjúkdómum eða slysum, því það hefur ekki efni á því að greiða fullt gjald til lækna eða sjúkrahúsa, svo unnt sé að veita því þá heilsuvernd sem sjálfsögð er talin í Vestrænum samfélögum.
Þetta getur valdið a.m.k. tugum þúsunda ótímabærra dauðsfalla per ár á nk. árum.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 19.10.2017 kl. 08:55 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég get vel skilið þig í þessu sambandi, en það er nokkuð hér sem þú þarft að athuga.
Fátækir bandaríkjamenn hafa alla tíð haft aðgang að læknisþjónustu. Alla tíð. Hún er bara ekki eins "góð" og sú sem borgað er fyrir, og einkarekin sjúkrahús sendu oftast slíkt fólk á ríkissjúkrahús (Jú, þau eru til).
Bandaríkin voru leiðandi í læknisfræði, en við tilkomu Obamacare ... má deila um hvort fátækir hafi fengið "betri" hjálp. Þú munt sjálfsagt segja "JÙ", en aðrir munu segja "NEI". Báðir eiga eitthvað til síns máls, en sannleikurinn er sá að þú átt "minni" hlutan í því máli. Vandamálið er að "topp" þjónustan hvarf ... Obamacare, gerði læknishjálp fyrir þá sem voru efnaðri VERRI ... en ekki læknishjálp fyrir þá fátækari BETRI. Aðgengilegri, en ekki BETRI.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 19.10.2017 kl. 05:04
Bjarne, skilgreindu aðgang? Ef þú hefur ekki tryggingu - þarftu að greiða fyrir alla þjónustu fullu verði. Ef þú hefur ekki efni á tryggingunni - hefur þú vart efni á hinu heldur.
--Þ.s. það þíðir, að þú hefur einungis aðgengi að neyðarþjónustu - þ.e. hringja á sjúkrabíl, fá þig sendan inn á neyðarvakt.
Þá þarf að vera raunveruleg neyðarástand, annars færðu duglegan reikning sem þú líklega getur ekki greitt - í því tilviki elta rukkarar þig frá spítalanum og hirða allt sem þú átt. Og ef þú getur samt ekki greitt, ferðu í gjaldþrot.
------------
Ég get ekki kallað þetta - aðgengi að þjónustu. En það þíðir að þú missir algerlega að -- forvarnarstarfi heilsugæslu; að geta leitað til þjónustu vegna veikinda -- án þess að vera dauðveikur.
--Þegar þú þarft að leiða hjá þér veikindi alveg þangað til að þú ert dauðvona - er miklu líklegra að þú látist af veikindum, en ef þú hefðir getað leitað aðstoðar mun fyrr.
Þetta þíði án vafa að mun fleiri fátækir Bandaríkjamenn látast af sjúkdómum - dauðsföll sem væri unnt að hindra.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.10.2017 kl. 08:49
Ég r enginn sérfræðingur í Bandaríska heilbrigðissysteminu frekar en þú ,en mér sýnist að í Bandaríkjunum séu 33 milljónir manna með enga tryggingu og aðrar 30 milljónir með einhverskonar lágmarks tryggingu sem kostar allt niður í 30 dollara á mánuði. þessar ódýru tryggingar "Covera" væntanlega eitthvað minna en þær dýrari.
Það eru því um 60 millj. manna í Bandaríkunum með enga eða mjög lélega tryggingu. Þetta er svipað og íbúafjöldi Frakklands eða Ítalíu.
Segjum nú að Ítalía mundi leggja af alla heilbrigðisþjónustu nema neyðaraðstoð. Ég held að við getum verið sammála um að þjóðin mundi fljótlega byrja að hrynja niður vegna sjúkdóma.
Það er því augljóst að heibrigðisþjónusta í Bandaríkjunum er ekki með þeim hætti sem þú lýsir. Málið er mun flóknara og úrræðin fleiri.
Þetta vitum við af því að mældur árangur kerfissins er ágætur. Ekki á toppnum,en ágætur.
En við vitum líka að kerfið er afskaplega dýrt.
Greinin hjá þér ber með sér að þú hafir fallið fyrir einhliða áróðri þeira sem vilja breyta kerfinu.
Þetta er svona svipað ef einhver útlendingur mundi aldrei heyra neitt nema viðhorf VG. Viðkomandi mundi halda að íslensk heilbrigðismál væru í algerum ólestri og menn dræpust unnvörpum á götunum hérna.
.
Ástæðan fyrir þessu er gengdarlaus spilling innan kerfissins sem stafar af því að yfirvöld neita að taka á málinu.
Yfirvöld taka ekki á málinu vegna þess að yfirvöld í Bandaríkjunum eru líka gegnrotin af spillingu ,þar sem þingmenn þeirra eru beinlínis reknir fyrir mútufé ,ekki síst frá lyfja og heilbrigðiskerfinu.
Meðan æðstu yfirvöld eru svona maðksmogin af spillingu ,verður ekkert aðhafst. Ef einhver þingmaður reynir að taka til,sem aldrei gerist, væri hann umsvifalaust tekinn út af launaskrá lyfjafyrirtækja og heilbrigðisfyrirtækja. Fé væri síðan veitt til að taka viðkomandi niður með öllum ráðum.
Í fljótu bragði man ég ekki eftir neinu ríki sem er eins spillt og Bandaríkin. Ég held að það sé algert einsdæmi að þjóðþing hafi kerfi sem er ætlað til að auðvelda hagsmunaaðilum að greiða þingmönnum mútur ,eða hóta þeim eftir því sem við á.
.
Þess vegna mun í engu vera hreift við þessu ofurdýra sístemi.
.
Niðurstaðan er sú að það er langt frá að 60 millj. manna séu heilsulausir í Bandaríkjunum vegna skorts á læknisþjónustu.
Getur kerfið verið betra og ódýrara. Öruggllega.
En í rauninni kemur okkur ekkert við hvernig Bandaríkjamenn vilja haga sínum heilbrigðismálum ,það virðist sitt sýnast hverjum í því landi.
Borgþór Jónsson, 19.10.2017 kl. 11:03
"þarftu að greiða fyrir alla þjónustu fullu verði."
Þetta var ekki rétt ... Það eru þrenn skonar sjúkrahús í Bandaríkjunum. Public, non-profit og for-profit. Þessi "public" sjúkrahús voru ... rekin af ríkinu. Mörg fylki í Bandaríkjunum létu þessi "public" sjúkrahús fara á hausinn, og var ríkið skyldugt til að greiða læknisþjónustu sem önnur sjúkrahús neyddust til að standa undir. Þetta var dýrt fyrir ríkið, því að þó að sjúkrahús séu aðalega einkarekin ... var ríkið skyldugt til að greiða og veita aðgang að læknisþjónustu, fyrir þá sem ekkert áttu.
Allt umtal um tryggingakerfið, er hálfgert húllumhæ ... vandamálið í Bandaríkjunum er að heilsa bandaríkjamanna fer hratt hrakandi. Obama vildi bara losna við "baggan" af ríkinu ... og gerði "aðgengni" að sjúkrahúsum gegnum "tryggingakerfið" aðgengilegra. Fólk telur þetta ægilega gott, af því Obama var svartur og fólk eins og þú "heldur" að þetta sé einhverskonar Sovétríki-sjúkratrygging. Trúa skalltu í kyrkjunni ...
Ef ríkið á að standa undir bákninu, þarf að auka skattana ... þetta vill enginn ... ekki einu sinni þeir fátæku. Ríkið, vill ekki standa undir "public" sjúkrahúsum ... en tryggingakerfið, borgar sig ekki ... þannig að út úr dæminu, fyrr eða síðar, verður uppi "ríkis" tengt tryggingafélag sem stendur undir sjúkratryggingu almennings. Betri sjúkrahús, eiga auðveldar með að "neita" þér um aðstoð, því þú getur farið á non-profit, eða public sjúkrahús. M.ö.o. gæði þjónustunar minnkar.
Hitt er svo aftur á móti rétt, að hlutfall þeirra sem missa eigur sínar ... til dæmis eldri borgarar, minnkar fyrir vikið.
En allt umtal um að þetta sé einhver "draumur" er bara þvættingur. Hvort Trump sé með eitthvað "betra" má síðan deila um.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 19.10.2017 kl. 11:16
Borgþór, ef þú átt peninga - þá er kerfið mjög gott í Bandaríkjunum. Fyrir þá sem geta borgað, er þjónustan fyrsta flokks og á mjög háum gæðastandard.
---------------
Aftur á móti, ef þú átt ekki peninga eða mjög lítið af þeim -- hefur lengi aðgengi innan Bandaríkjanna fyrir slíka hópa, verið mjög skert.
Obama gerði tilraun til þess, að fækka verulega þeim sem ekki geta fengið fulla heilbrigðisþjónustu - með því að láta ríkið borga niður kostnað þeirra, eins og ég tala um að ofan.
--Afnam Trump þær bætur ekki fyrir mjög löngu.
--Og nú segist hann hafna samkomulagi á bandaríska þinginu, er hefði endurreist þær bætur.
Ef Trump heldur sig við sinn keip -- þá einfaldlega missa Þeir sem gátu keypt heilbrigðistryggingar, með stuðningi ríkisins -- af þeim fulla aðgengi að heilbrigðiskerfinu sem þeir höfðu í nokkur ár; eftir að "Obama Care" fór í gang.
Það þíðir, eins og ég benti á að ofan, að ótímabærum dauðsföllum meðal fátækra Bandaríkjamanna -- mun fjölga verulega að nýju.
En þeim hafði fækkað töluvert, meðan að stuðningskerfið sem innleitt var með "Obama Care" var í gangi.
-------------------
Ég nenni ekki að ansa þessu bulli þínu um spillinguna í Bandaríkjunum.
Það tíðkast í öllum löndum, ekkert frekar í Bandaríkjunum en annars staðar, að auðugir einka-aðilar hafa mikil pólitísk áhrif.
Í lýðræðiskerfi eru þau áhrif -- sýnilegri. Þ.s. þingmenn verða að gefa upp sitt bókhald eftir hverjar kosningar - þannig að styrkir fyrirtækja til þeirra; fara einfaldlega ekki leynt t.d. innan Bandaríkjanna.
En í einræðiskerfi sbr. innan Rússlands -- þ.s. fólk veit af spillingunni, en fjölmiðlar fá ekki að fjalla um hana - og fólk getur verið handtekið eða myrt, ef það fera að ræða slíkt opinberlega.
Þvert á móti er Rússland margfalt spilltara land. Umræðan þar sé aftur á móti kæfð vísvitandi af stjórnvöldum og þeim sem eru nátengdir stjórnvöldum. Allir fjölmiðlar annaðtvennt í eigu stjórnvalda, eða innanbúðarmanna er hafa þegið bitlinga frá stjórnvöldum og eru háðir þar með þeirra velvilja.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.10.2017 kl. 12:50
Ísland er miklu "spilltara" en öll þessi stórveldi samanlögð ... enda á hraðri leið inn í draumalandið, Sovétlýðveldið EU.
Af hverju?
Evrópubandalagið ... þetta "óþverra" veldi Stalínista í Evrópu ... flýtur af fátæku og heimilislausum Evrópubúum, sem eiga hvorki ofan í sig eða á, meðan "spillingar" liðið baðar sig í fjölmiðlum með því að þykjast vera "gott" fólk og bjarga einum múslima, eða kanski tveimur. Borgar síðan Erdogan "miljarða" til að sópa vandamálinu undir mottuna ... í líkpokum. Löndin eru á hausnum, og "heilsugæslan" er ónýt ... en hún virkar, meðan verið er að mynda hana fyrir sjónvarpið með mynd af einum múslima, til að fá rjóma ofan á kökuna. Þetta EU, sem þykist vera að vernda mannréttindi ... lætur níðast á einstaklingum án afláts, sem eiga sér "enga" von um betrumbætur því þeir verða að sanna brotið á sér ... en gögnin eru öll undir lás og slá. Ísland, í anda EU ... það má ekki móðga littla "flóttamanninn" sem er giftur 12-14 ára stúlku ... en það má botnlaust níðast á einstaklingi, sem er búinn að taka út sinn dóm.
Og þú talar um Rússa ... þeir eru þó "heiðarlegir" og eru ekki að fela skítin úr sér.
Hér, í Svíþjóð ... Heilbrigðiskerfið var einkavætt, með þeim afleiðingum að flestum var sagt upp ... ca. 1990. Síðan voru "vinir" og "góðvildarmenn" ráðnir tilbaka á 4-földu verði sem "consultants". Sjúkrahúsin eru tóm, og gamla fólkið fær að vera heima hjá sér þangað til það deyr ... en, Guð almáttugur ... blöðin og sjónvarpið er fullt af "aumingja" múslimum, "flóttamönnum" og "inflytjendum" sem fá "góða" þjónustu sem kostar ríkið okur fé. Meðan almennir borgarar geta étið skít, og engir eru þeir fjölmiðlarnir sem tala um málið.
Og þú ert að tala um Putin eða Trump ...
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 19.10.2017 kl. 13:39
Ég er ekki að mæla með að við tökum upp Bandaríska kerfið,enda virðist það í flesta staði verra en okkar. Allavega fyrir áhorfanda frá Íslandi sem þekkir kannski ekki kerfið til hlítar.
Þegar Obamacare kom til framkvæmda var það vissulega til bóta fyrir marga,en hafði í för með sér gríðarlegt sukk.
Ég held að flestir í Bandaríkjunum hafi verið sammála um það. Meira að segja Hillary.
Margir standa í þeirri meiningu að Obama hafi verið að koma á Skandinavíska modelinu ,en það er langt frá því.
Borgþór Jónsson, 19.10.2017 kl. 18:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning