14.10.2017 | 01:19
Tilraun Trumps til að eyðileggja kjarnorkusamninginn við Íran - mun gera samkomulag við Norður Kóreu enn erfiðara en áður
Trump gat í raun og veru í ræðu sinni ekki bent á eitt atriði - sem sannarlega væri brot Írans á kjarnorkusamningnum. Alþjóða kjarnorkumálastofnunin "IAEA" hefur einmitt nýverið staðfest, að Íran fylgi ákvæðum 6-velda samningsins. Auk þess, hafa eigin sérfræðingar ríkisstjórnar Bandaríkjanna - einnig staðfest að Íran standi skil á ákvæðum samningsins.
Tæknilega sagði Trump ekki upp kjarnorkusamningum - en hann sagði, að ef viðræður ríkisstjórnar Bandar. við meðlimaríki samkomulagsins, bera ekki árangur í samræmi við hans vilja -- verði kjarnorkusamningum sagt upp: Trump "cannot and will not" certify Iran's compliance.
Iran, EU and Russia defend nuclear deal
Russia says Trump's 'aggressive' stance on Iran doomed to fail
Rouhani says Iran will stay in nuclear deal only if it serves interests
Bretland, Frakkland, Þýskaland, Rússland - sögðust mundu virða áfram samkomulagið við Íran, og hafa engan áhuga á uppsögn þess.
Fyrir utan það, hafa löndin áður hafnað því að gera tilraun til þess, að endursemja um samkomulagið við Íran.
Það virðist ekki líklegt að löndin hafi áhuga á að taka þátt í nýjum refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar á Íran.
Trump virðist vera að takast að láta Bandaríkin virka einangruð í málinu.
Íran er ekki einungis stærra land en Írak, heldur miklu mun fjöllóttara!
Hvað á ég við, að ef Bandaríkin labba frá Írans samkomulaginu, þá skaði það möguleika Bandaríkjanna til að semja við Norður Kóreu?
Málið er, að Bandaríkin eru þá að labba frá samkomulagi - sem Alþjóða kjarnorkumálastofnunin, hefur staðfest að Íran stendur við, er ekki brotleg gagnvart.
Stofnanir Bandaríkjastjórnar sjálfar, höfðu að auki staðfest það sama - auk þess að hin löndin er tóku þátt í samkomulaginu, hafa að auki staðfest slíkt hið sama.
- Punkturinn er sá, að Kim Jong Un líklega ályktar þá, að ekki sé unnt að treysta Bandaríkjastjórn, til þess að standa við gert samkomulag.
- Sem líklega geri það að verkum, að enn ólíklegra verði að stjórnvöld í Norður Kóreu, bakki frá stefnu sinni að efla sinn kjarnorkuvopnavígbúnað.
M.ö.o. sé Donald Trump að skaða sína stefnu hvað Norður Kóreu varðar.
Vandamálið sem gagnrýnendur átta sig ekki á, er hve veik staða Vesturvelda var gagnvart Íran!
- Niðurstaða samnings sýni að samningsstaðan gagnvart Íran var einfaldlega veik - þ.e. tilraunir til að stöðva prógramm Írans höfðu allar beðið skipbrot.
- Íran var þrátt fyrir allar þær tilraunir mjög nærri því að ráða yfir nægu magni auðgaðs úrans til að geta hafið smíði kjarnasprengju -- þ.e. úrans sprengju, en kjarnasprengju má einnig smíða með plútoni svokallaða plútonsprengju.
Málið er að Íran hafði lært af mistökum annarra, sbr. og komið mikilvægustu þáttum sinnar áætlunar fyrir í fullkomlega sprengjuheldum byrgjum - undir fjöllum Írans.
--Þ.s. líklega ekki einu sinni kjarnasprengja hefði getað grandað þeim.
Bandaríski herinn var búinn að áætla, þ.e. í tíð George Bush, hvað þyrfti til að tortíma kjarnorkuprógrammi Írana -- George Bush lét ekki til skarar skríða.
--En áætlunin gerði ráð fyrir innrás á bilinu 40-60þ. manna herliðs bandarísks er mundi taka mikilvæg svæði í Íran þ.s. mikilvægir þættir kjarnorkuáætlunarinnar væru, og eyðileggja þau mannvirki.
--Síðan mundi herinn yfirgefa Íran.
- Augljóslega hefði slík aðgerð mjög miklar afleiðingar - þaðan í frá. Bandaríkin væru þá stödd í stórfelldri Mið-austurlanda styrrjöld.
- Og ég er nokkuð viss, að Íranar mundu reynast miklu mun erfiðari andstæðingar heldur en her Saddams Hussain -- fyrir utan að Íran er mjög fjöllótt.
- Og Íran mundi án vafa gera allt til að starta kjarnorkuprógramminu aftur í slíkri sviðsmynd, og líklega takast að smíða sprengju í formlegu stríðsástandi við Bandaríkin.
--Vart þarf að nefna hve hættuleg staða það gæti orðið.
Niðurstaðan er m.ö.o. sú að það var hreinlega ekki mögulegt að stöðva Íran.
Þannig að það varð að reyna "Blan B" að bjóða Íran -- gulrætur til að stoppa kjarnorkuprógramm sitt.
- Ég hef ekki heyrt neitt það "Plan C" frá gagnrýnendum sem líklega skilaði annarri niðurstöðu en þeirri.
- Að Íran mundi ræsa kjarnorkuprógramm sitt að nýju og fljótlega verða kjarnorkuveldi eins og Norður Kórea.
- Niðurstaða - að Bandaríkin væru þá stödd í tveim kjarnorkudeilum/krísum.
Það sé afar ósennilegt að Evrópa fylgi Bandaríkjunum.
Ef Bandaríkin einhliða segja samkomulaginu upp fyrir sína parta.
--Málið sé einfaldlega það að kjarnorkusamkomulagið hafi verið skársta niðurstaða í boði.
--Það hafi ekki breyst!
Niðurstaða
Eins og ég hef áður rökstutt, tel ég að Bandaríkin mundu tapa sjálf á uppsögn kjarnorkusamkomulagsins, þar sem að fá ef nokkur lönd mundu fylgja Bandaríkjunum að máli með slíka einhliða uppsögn. Auk þess að líkur mundu stórfellt vaxa, ekki minnka, á því að Íran mundi raunverulega láta verða af því að ljúka smíði sinnar fyrstu kjarnorkusprengju -- úran sprengju líklegast.
Íran ræður yfir eldflaugum eins og Norður Kórea, ekki alveg eins langdrægum eða fullkomnum.
En íranskar eldflaugar líklega ná um öll Mið-austurlönd, og hugsanlega jafnvel til S-Evrópu.
--Bandaríkin mundu þá einfaldlega koma sér í þá verri stöðu, að þurfa að glíma við stöðuga kjarnorkuógn fyrir sín bandalagsríki á Mið-austurlanda svæðinu.
--Möguleiki á kjarnorkustríði innan samhengis Mið-austurlanda mundi geta skapast.
Mið-austurlönd eru nægilega hættuleg fyrir - takk fyrir!
Ef bátnum er ekki ruggað gagnvart Íran - er alls ekki öruggt að Íran síðar meir láti af smíði kjarnavopna - en ég tel það nærri fullkomlega öruggt að þau drífi sig í það ef samkomulaginu væri sagt upp.
Það er ekkert sam Bandaríkin geta raunverulega gert til að hindra eða stöðva Íran.
Þannig að það ætti að blasa við öllum, að engin skynsemi sé í því að rugga þessum bát!
- Því má síðan bæta við, að uppsögn samningsins gagnvart Íran, sé líklegt að víxlverka með neikvæðum hætti á kjarnorkukrísuna gagnvart Norður Kóreu - getur hugsanlega útilokað möguleika á samkomulagi við Norður Kóreu.
--Þ.s. stjórnvöld þar mundi líklega draga þá ályktun af uppsögn Bandaríkjanna á samkomulaginu við Íran, þrátt fyrir að Íran standi við það samkomulag, að Bandaríkjunum sé einfaldlega ekki unnt að treysta að standa við gerða samninga.
--Þannig getur farið svo að Trump tryggi þvert á sína fyrirætlan báðar neikvæðu útkomurnar, að Íran verði kjarnorkuveldi, og að Norður Kórea nái fram sínum markmiðum einnig.
--Það fari þannig eins og Pútín sagði, að Norður Kóreumenn muni frekar bíta gras, en gefast upp.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning