Skipulega þrengt að Kúrdum í Írak af Bagdadstjórn og Tyrklandsstjórn

Auðvelt að gleyma því þegar athygli okkar beinist að Spáni og sjálfstæðisdeilu Katalóna við stjórnina í Madríd - - að önnur og sennilega mun varasamari sjálfstæðisdeila stendur nú yfir.

En ekki fyrir löngu héldu Kúrdar í Írak atkvæðagreiðslu um sjálfstæði, virðist þátttaka hafa verið mjög almenn og stuðningur Kúrda í Írak við sjálfstæði - mjög almennur; ef unnt er að taka mark á yfirlýsingum yfirvalda í Erbil höfuðstað Kúrda í Írak.

Síðan atkvæðagreiðslan var haldin - hafa stjórnvöld í Ankara - Bagdad - Teheran, sameiginlega fordæmt sjálfstæðistilburði íraskra Kúrda.

Og stjórnirnar í Bagdad, Ankara og Teheran - hafa hafið skipulagðar aðgerðir til að þrengja efnahagslega að svæði Kúrda í Írak.

Turkey to close border gates with Northern Iraq in coordination with Baghdad, Tehran

Iraq refuses talks with Kurds unless they commit to unity

Iraqi govt says Kurds must back country's 'unity' before talks

http://3.bp.blogspot.com/-JtfzbsHrjBM/UaO57Mf8KjI/AAAAAAAAAk4/emvMilpje6k/s1600/kurdistan%20-map.jpg

Nýtt stríð innan Íraks í uppsiglingu?

Forsætisráðherra Íraks - segir það skilyrði fyrir viðræðum, að Kúrdar hætti við sjálfstæðistilburði, afhendi landamæravörslu og stjórnun svæða til íraska stjórnarhersins!

Þetta hljómar eins og úrslitakostir eða "ultimatum" - þó neitar Haider al-Abadi því, að til standi að beita stjórnarhernum gegn svæðum Kúrda.

Á sama tíma, segja Kúrdar að stjórnarherinn sé með í undirbúningi árásir á umdeild svæði sem íraskir Kúrdar hafa nú ráðið síðan 2014 - er ISIS gerði innrás í Írak; þar á meðal borgina Kirkuk.

  1. Málið er að hersveitir íraskra Kúrda, Peshmerga, hafa algera stjórn á sjálfstjórnarsvæði Kúrda -- auk svæða sem Kúrdar hertóku er upplausn skall á N-Írak 2014 við innrás ISIS.
  2. Mikilvægust er borgin Kirkuk og olíuauðug svæði í hennar nágrenni. Þau svæði tilheyra ekki - viðurkenndum landamærum sjálfstjórnarsvæðisins.
    --En Kúrdar stjórna þeim svæðum, eigi að síður í fullkominni andstöðu við stjórnvöld í Bagdad.

Það virðist afskaplega ósennilegt að Kúrdar séu tilbúnir til þess, að eftirláta stjórn þessara svæða - baráttulaust.

Á sama tíma eru tíð fundahöld milli - Tyrklands, Íraks og Írans.
Lítið sem ekkert látið uppi af stjórnvöldum þeirra landa, um þá fundi - annað en þeir fara fram.

--Stríðshætta virðist algerlega augljós.

 

Engin leið að vita styrk hers Íraks vs. styrk Peshmerga

Eins og allir ættu að vita, fór íraksher miklar ófarir fyrir ISIS 2014 - og virtist um tíma í hættu á hruni. Til þess að verjast ISIS, þurfti Bagdadstjórn að kveðja til vopna - margvíslega sjálfstæða vopnaða hópa, sem ekki tengjast hernum með beinum hætti.

Aftur á móti í dag, virðist staða stjórnarhersins mun styrkari -- í kjölfar sigra ársins á ISIS í Mosul - reyndar var sú herför í samvinnu við Peshmerga sveitir Kúrda. En síðan þá hefur stjórnarherinn, beitt sér gegn ISIS sjálfstætt og virðist íslamska ríkið ekki lengur ráða stóru byggðalagi innan Íraks.

En sveitir Kúrda í Írak, Peshmerga - eru einnig mun sterkari en áður. Bandaríkin sendu til sýrlenskra og íraskra Kúrda mikið magn vopna síðan 2014 - auk þess að hefja þá loftárásir á umráðasvæði ISIS.

--Þannig að það verður að segjast, að ég treysti mér ekki að segja - hvor herinn er sterkari.
--Peshmerga nyti þess þó að verjast á undirbúnum varnarlínum.

  1. Hið allra minnsta ætla ríkin þrjú greinilega, að efnahagslega einangra íraska Kúrda - eins og þau geta.
  2. Þar sem svæði Kúrda eru landlukt, ætti slíkt efnahagslegt bann að geta verið - áhrifaríkt.
  • En það beinir einnig sjónum að Bandaríkjunum.

Kúrdar hafa verið gagnlegir bandamenn seinni árin - eftir allt saman. Bandaríkin hafa verið með aðstöðu á Kúrdasvæðum í Írak - síðan fyrir 2000.
--Bandaríkin, ef þau vilja, geta haldið Kúrdum á floti.

En án slíks stuðnings, væri erfitt að sjá Kúrda halda velli til lengdar.
Það verður ekki síst forvitnilegt að sjá, hvað Bandaríkin gera!

 

Niðurstaða

Það er áhugaverð þessi nýja samvinna Erdogans við stjórnina í Bagdad og stjórnina í Teheran. Þó hún snúist um sameiginlegar aðgerðir gegn Kúrdum. Þá gæti það vel orðið upphaf að umfangsmeira samstarfi ríkisstjórnanna þriggja á Miðausturlandasvæðinu.

Samskipti Tyrklands og Bandaríkjanna eru nú orðin vægt sagt afskaplega stirð. Meðan að það virðist frekar en hitt fjölga ástæðum þess að þau samskipti geti frekar versnað, en batnað.
--Auðvitað, ef Bandaríkin mundu ákveða að halda Kúrdum á floti.
--Vegna þess að þeir væru svo þægilegir bandamenn.

Þá gæti það orðið síðasta hálmstráið í bandalagi Bandaríkjanna og Tyrklands, hugsanlega.
Hinn bóginn, er vafasamt að Bandaríkin hafi lengur nokkurt umtalsvert traust til stjórnvalda í Ankara - hið minnsta virðast Kúrdar sæmilega traustsins verðir.

Samskipti Bandaríkjanna og Kúrda innan Íraks, hafa samfellt gengið vel alla tíð síðan á miðjum 10. áratug 20. aldar. M.ö.o. eru þetta orðin - langtímasamskipti.
--Í ljósi vaxandi vantrausts milli Washington og Ankara.
--Getur það alveg hugsast, að Bandaríkin veðji á Kúrda.

Það eina sem unnt er að segja með vissu, að deilan milli Kúrda og nágrannalandanna er að færast á mjög áhugavert stig.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kúrdar eiga engan rétt á því svæði sem þeir eru að taka sér í gegnum bandaríkin og styrjöldina í Sýrlandi.  Fólkið sem býr á svæðinu, eru ekki kúrdar nema að littlu leiti.  Og Kúrdar sem eru þekktir sem "hryðjuverkamen", og hafa staðið í því að myrða venjulega borgara og stuðningur þeirra við "ISIS" bæði í Írak og Sýrlandi, gera það að verkum að þeir eiga ekkert skilið að fá það heldur.  Afleiðing þessarra aðgerða, að gefa þeim "stærra" svæði en þeir eiga skilið, mun skapa "vandamál".  Hér eru bandaríkjamenn, og "húsbændur" þeirra ... að tryggja áframhaldandi óeirðir innan svæðanna.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 13.10.2017 kl. 05:31

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne, "Hér eru bandaríkjamenn, og "húsbændur" þeirra ... að tryggja áframhaldandi óeirðir innan svæðanna."

Það fólk er ekki heldur Shítar. Og þau svæði eru blönduð byggð Kúrda og Súnní Araba. Ég stórfellt efa að þó Súnní Arabarnir og Kúrdar séu ekki endilega - bestu vinir allra tíma. Að Shítar og Súnní Arabar séu það heldur -- eftir allt saman þá veittu Súnní Arabarnir á þeim svæðum, ISIS enga mótspyrnu er ISIS koma á vettvang.
--M.ö.o. sé ég ekki að Bagdad hafi endilega frekari rétt til þeirra svæða.

Og það eru ekki mörg ár síðan að það var borgarastríð milli Súnní Arabanna og Shítanna í S-Írak. M.ö.o. að hversu mikið hatur kann að vera milli Kúrdanna og Shítanna -- efa ég að það sé meira en milli Kúrdanna og Súnní Arabanna.
Það þíðir að ef eitthvað er -- væru óeirðir líklegri ef Bagdad hernemur þau svæði aftur.
--Hmm, Kúrdar eru eftir allt saman, Súnníar líka.
--Það ætti þá að vera auðveldara ef eitthvað er fyrir hina Súnníana að búa við "dominion" annara Súnnía -- en Shíta sem róttækir Súnníar hafa alltaf séð sem, trúvillinga.

Þetta sé líklega frekar spurning um herstyrk -- hvar þau landamæri svæða verða. Gamla góða máltækið "might makes right." Eiginlega hefur Írak alltaf verið stjórnað á þeim grundvelli.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.10.2017 kl. 08:50

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne, "Og Kúrdar sem eru þekktir sem "hryðjuverkamen", og hafa staðið í því að myrða venjulega borgara og stuðningur þeirra við "ISIS" bæði í Írak og Sýrlandi, gera það að verkum að þeir eiga ekkert skilið að fá það heldur."

Og þ.e. alger þvættingur að Kúrdar hafi stutt ISIS. Augljóst "mis-information" og það sama á við ásakanir að þeir séu - hryðjuverkamenn. En þú greinilega ert fljótur að gleyma því -- hve sannleikurinn er hratt affluttur þegar aðilar deila.

Ef þú vilt leita uppi aðila er sannarlega líklega vann um hríð með ISIS - þá væri það Assad af Sýrlandi.
--Kúrdarnir hafa verið eitt helsta vopnið gegn ISIS á svæðinu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.10.2017 kl. 10:38

4 identicon

Ég setti orðið "hryðjuverkamenn" innan gæsalappa af ásettu ráði ... þetta er náttúrulega eitthvað sem er haldið fram, og spurning hvort sé rétt.  Því er ekki að neita, að í norður Írak fékk SDF (Kúrdar) leifi til að labba inn á svæði ISIS án mótstöðu. Það er einnig staðreynd að Bandaríkjaher, labbaði inn í búðir sem ISIS hafði áður og settu sjálfir upp eigin bækistöðvar þar ... þetta í sjálfu sér, er ekki "note worthy", heldur hitt að þetta var gert af bæði ISIS og Bandaríkjaher án þess að þeir gerðu neina "screening" til að hreinsa svæðið.  Þeir virtust algerlega "treysta" ISIS hér.  Þetta er heldur ekki í fyrsta skipti að svo sé, Bandaríkjaher hefur verið tekinn fyrir að "flytja" ISIS með þyrlum ... slíkt aftur á móti er ekkert "sérstakt" við bandaríkjaher, því Rússar hafa einnig komið á "samkomulagi" við þá til að flytja þá burtu af svæðum.

Það stærsta vandamál með ISIS, er að þetta er Al Qaida í Írak ... sem bandaríkjaher er í beinni eða óbeinni samvinnu með.  Og það er staðreynd að hergögn frá Bandaríkjamönnum hafa lent í höndum þeirra.  Ég, tel ekki Bandaríkjamenn vera ábyrga í þvi sambandi ... heldur lít til Kúrda í því sambandi.  Einhver er sekur, ef ekki kaninn sjálfur þá bandamenn þeirra ... Kúrdar.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 13.10.2017 kl. 22:17

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne, þetta er óttalegur þvættingur - um var að ræða flutning á fjölskyldum í flestum tilvikum án vafa, látinna ISIS liða. Rússland hefur gert eitthvað svipað, flutt konur og börn - þangað sem þau væru ekki drepin. Sjálfsagt hugsanleg að einhverjir ISIS liðar hafi kosið að gefast upp frekar - en að sjá fjölskyldurnar vegnar; og heimilað herliði er hafði umkringt slíkar búðir að ganga inn mótstöðulaust.

Slíkt sýni þá að ISIS sé sigrað afl, það að Rússar - Kúrdar og Bandaríkjamenn hafi framkv. slíka flutninga.

Það er engin samvinna til staðar við ISIS - algert kjaftæði að halda slíku fram. Það hefur enginn ástæðu til slíks. Enginn getur mögulega haft nokkurt upp úr því.

Kúrdar hafa einmitt verið ákaflega gagnlegir í því að brjóta niður baráttuþrek ISIS. Þeir hafa tekið stór svæði er ISIS áður réð. Og sennilega drepið fleiri ISIS liða en nokkur annar -- fyrir utan Bandaríkin.

"Og það er staðreynd að hergögn frá Bandaríkjamönnum hafa lent í höndum þeirra."

Dö - ISIS tók mikið af hergögnum 2014 þegar her Bagdadstjórnar hrundi í N-Írak. Þetta er allt innantómt blaður hjá þér.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.10.2017 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband