Harkaleg deila skollin á milli Bandaríkjanna og Tyrklands - Bandaríkin loka á afgreiðslu VISA umsókna frá Tyrklandi

Þetta verður að teljast á hæsta máta óvenjuleg aðgerð, að Bandaríkin -- loki á afgreiðslu VISA (tímabundið davalarleyfi) til Bandaríkjanna frá Tyrklandi. En þessi lokun hefur þegar truflað fyrirhugaðar ferðir þúsunda tyrkja er hugðu á ferðir til Bandaríkjanna í margvíslegum erindum.

Rétt að benda á, að Bandaríkin hafa ekki lokað á VISA frá Rússlandi - fram að þessu.
Og Tyrkland telst enn bandamaður Bandaríkjanna, og meðlimur að NATO.
--En greinilega eru samskipti Bandaríkjanna og Tyrklands komin á það lægsta hitastig sem þau hafa verið í, eiginlega sennilega frá því að Tyrkland gekk í NATO fyrir áratugum.

US relations with Turkey take another turn for worse

Turkey urges U.S. to review visa suspension as lira, stocks tumble

http://www.lib.utexas.edu/maps/middle_east_and_asia/turkey_physio-2006.jpg

Sendiherra Bandaríkjanna beinlínis segir Bandaríkin treysti ekki lengur að starfsmenn þeirra í Tyrklandi séu öruggir!

Málið gýs upp vegna óútskýrðar handtöku starfsmanns á skrifstofu á vegum Bandaríkjanna í Tyrklandi - sem skv. fréttum hefur með að gera, samvinnu milli tyrkneskra lögregluyfirvalda og bandarískra lögregluyfirvalda.
--Skv. sendiherra Bandaríkjanna í Tyrklandi, hafi sendiráðinu ekki tekist að komast á snoðir um það, hverjar væru ástæður handtökunnar.

Meðan tala tyrknesk yfirvöld um málið, eins og að samhengi sé milli þess starfsmanns og Gulems -- tyrknesks klerks sem yfirvöld Tyrklands hafa nú lengi heimtað að fá framseldan, saka starfsmanninn um tengsl við meint Gulemista samsæri.

Faðir starfsmannsins í Bandaríkjunum, á hinn bógin - segist sannfærður um það, að tyrknesk yfirvöld hafi í reynd handtekið son hans -- til þess að beita bandarísk yfirvöld þrýstingi til að afhenda Gulem.
--M.ö.o. sé sonur hans í gíslingu tyrkneskra yfirvalda.

  • Greinilega sætta Bandaríkin sig ekki við slíkar aðfarir, að bandarískir ríkisborgarar - starfsmenn þeirra sendiskrifstofa -- séu handeknir í grunuðum pólitískum tilgangi.

Bandarísk yfirvöld virðast á þeim buxunum að viðhalda frystingu á afgreiðslu VISA frá Tyrklandi -- þangað til að þau hafa fengið starfsmanninn afhendan, aftur.

  • Erdogan á móti, frysti VISA afgreiðslur frá Bandaríkjunum til Tyrklands.

Þessi frysting gæti varað í töluverðan tíma, þ.s. Erdogan virðist orðinn einkar þver í seinni tíð, og seinn til að gefa eftir. En væntanlega skaðar hún að einhverju leiti a.m.k. tyrkneskan efnahag, en við fréttirnar um deiluna lækkuðu hlutabréfaverð á tyrkneskum hlutabréfamörkuðum og tyrkneska líran féll nokkuð á alþjóða mörkuðum einnig.

 

Niðurstaða

Krísan í samskiptum milli Bandaríkjanna og Tyrklands, hlýtur að teljast algerlega einstök í sögu samskipta meðlimalanda NATO innbyrðis - eiginlega síðan NATO var stofnað 1949. Hve slæm samskiptin eru orðin, og hve hratt þau hafa farið versnandi upp á síðkastið. Og að auki, hve margt annað bendi til þess að þau geti frekar en hitt - versnað enn frekar á næstunni, sbr. deilur um Kúrdasvæðin í Sýrlandi og Írak - en Bandaríkin hafa stutt Kúrda upp á síðkastið ástand sem vaxandi mæli er þyrnir í augum Erdogans. Margt virðist benda til þess að Erdogan sé þessa dagana að sjóða saman nokkurs konar, and-Kúrdabandalag - við Íran og stjórnina í Bagdad. Og líkur virðast á að þau lönd í sameiningu láti hugsanlega sverfa til stáls gegn Kúrdum á næstu vikum eða mánuðum.
--Hafandi þetta allt í huga, auðvitað deiluna um Gulem, að samskipti Tyrklands og eiginlega allra annarra NATO landa hafa farið hratt versnandi sl. örfá ár.
--Þá virðist komin ástæða til að efast um að bandalag Tyrklands við Bandaríkin og NATO - lifi mikið lengur.

Einhvern veginn efa ég að Erdogan kjósi bandalag við Rússland, en verið getur að hann haldi að bandalag við Íran - geti skapað Tyrklandi hugsanlega nægilega sterka stöðu til að standa á eigin fótum án NATO, án Bandaríkjanna og án Rússlands.
--Það gæti orðið svo að deilur um Kúrda leiði til endaloka bandalagsins við Tyrkland, þegar sú deila bætist í hinn sístækkandi sarp deilna við Tyrkland Erdogans.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi greining þín, hlítur að teljast "vafasöm" þar sem þú í gær varst að tala um Kúrda.  Kúrdar eru "hryðjuverkamenn" í Tyrklandi.  Samstarf Bandaríkjamanna við Kúrda, ofan á "beint" samstarf þeirra við ISIS hlýtur að skapa "spennu" mill ríkjanna. Tilræðið gegn Erdogan, hlýtur einnig að skapa spennu þar sem klerkurinn er talinn helsta "vandamál" í þessu máli.

Staða Bandaríkjanna hér, hlýtur einnig að teljast "óvinveitt" Evrópu, í öllum atriðum.  Hér áður, átti klerkurinn Khomeini aðsetur í Frakklandi.  Nú á þessi klerkur "aðsetur" í Bandaríkjunum.  Frakkland gróf undan Íran á sínum tíma, og núna grefur Bandaríkin undan Tyrkjum.

Þú sagðir í gær að lönd eiga enga vini, einungis hagsmuni ... hér er dæmi um hagsmuni, sem eru andstæðir Tyrkjum.

Fyrir utan það, að Bandaríkjamenn styðji Kúrda ... hafa þeir einnig stutt Kúrda við að ná yfirráðum yfir ríkum olíuauðlyndum í Sýrlandi.  Hin "ótrauða" framför Kúrda á svæði ISIS, þar sem þeir mættu engri mótspyrnu ... er einnig athyglisverð.  Að bandaríkjamenn hafi einnig gengið inn í búðir ISIS, án þess að "screen"-a þau, eru einnig athyglisverð.

Einu aðilarnir, sem eru í "raunverulegri" baráttu við ISIS, eru Rússar ... en bardagar Kúrda, SDF og Bandaríkjamanna í Raqqa, má teljast "athyglisverð" á margan hátt. Því hún er í raun eina "mótstaða" sem ISIS hefur sýnt Kúrdum, SDF eða Bandaríkjamönnum.

Hafðu hugsfast að þúsundir kristinna og vestrænna manna hafa þurft að líða og deyja fyrir hönd ISIS.  Þessi "samvinna" Bandaríkjanna við ISIS er þar af leiðandi "andstæð" hinum almenna bandaríska borgara.  Þetta mun, fyrr eða síðar, því hafa gífurlegar afleiðingar í heimsmálum ... og spurningin er, eins og oft áður, hvar Bandaríkin eru í þessari samvinnu.  Eru þeir "asninn", "jálkurinn" eða "húsbóndinn". Það er ólíklegt að þeir séu "húsbóndinn", en líklegra að þeir séu "jálkurinn" frekar en "asninn".  Þetta vita Tyrkir, sjálfsagt ... og eru að spila hér pólitískt spil til að koma á viðræðum bak við tjöldin.

Hverjir séu "húsbóndinn" er mikilvægt atriði, því "húsbóndinn" verður tekin fyrir ... fyrr eða síðar.  Núna, eru önnur mál á dagskrá ... og andmæli þín við "Rússa" eru að mínu mati ... villi-trú.  Rússar eru þarna, til að gera það sem "bandaríkjamenn" gátu ekki ... í þeirri pólitísku aðstöðu sem þeir voru ... og eru.  Rússar hurfu úr Afganistan, og Bandaríkjamenn tóku við ... og gera nákvæmlega það sama og Sovétríkjunum mistókst að gera.

Rússar og Bandaríkjamenn eru ekki þeir "óvinir" sem fólk almennt heldur ... að mínu mati.  Enda hefðu þeir farið í hvorn annan fyrir löngu, ef svo væri ...

Hvað kemur út úr þessu öllu ... verðum við að bíða og sjá ... en "húsbóndinn", hver sem hann er ... og fylgisveinar hans ... verða fyrr eða síðar teknir fyrir.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 10.10.2017 kl. 08:27

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne, hvað er hryðjuverkamaður er oft einfaldlega - "point of view." Það á sérstaklega við í þessu tilviki. Erdogan gerir engan greinarmun á samtökum Kúrda innan Tyrklands og innan Sýrlands - sem Bandaríkin hafa valið að gera að sínum bandamönnum. Og Erdogan greinilega lítur á vaxandi styrk sýrlenskra Kúrda sem Bandaríkin hafa stutt sl. 2-3 ár, sem ógn við hagsmuni Tyrklands.
--Sama virðist eiga við samtök Kúrda í Írak, ef þau samtök hefja tilraun til þess að slíta þau Kúrdahéröð alfarið frá Írak, eins og nú lítur úr fyrir.

    • Orðalaginu, hryðjuverk er í dag, gjarnan misbeitt -- en á árum áður, mundi ætíð hafa verið talað um, skæruliða Kúrda innan Tyrklands -- meðan talað var um hryðjuverkasamtök í öðru samhengi, þá samtök sem ekki voru að berjast fyrir réttindum einstakra þjóðahópa.

    • Yfirleitt eru hryðjuverkasamtök með markmið að skapa glundroða -- ekki þau að ná stjórn á landsvæðum, eða berjast fyrir réttindum tiltekinna hópa.

    Þá hefur sögulega yfirleitt verið talað um, skæruliðasamtök eða skæruheri -- eftir umfangi átaka. Maður á ekki að -kokgleypa- endilega skilgreiningar stjórnvalda, blint.

    "Staða Bandaríkjanna hér, hlýtur einnig að teljast "óvinveitt" Evrópu, í öllum atriðum.  Hér áður, átti klerkurinn Khomeini aðsetur í Frakklandi.  Nú á þessi klerkur "aðsetur" í Bandaríkjunum.  Frakkland gróf undan Íran á sínum tíma, og núna grefur Bandaríkin undan Tyrkjum."

    Þarna ertu að gleypa skilgreiningar Erdogans - hráar. Slíkt á maður aldrei að gera. Hvað gerir þann hóp að hryðjuverka-öflum? Það sem ég sé, er valdabarátta milli aðila sem áður voru bandamenn.
    --Að Erdogan ákvað, að hann einn ætti að ráða.
    Ekkert bendi til þess að samtök Gulems séu í nokkru lík samtökum Komeinis. Nema fullyrðingar Erdogans, sem maður á að sjálsögðu ekki gleypa hráar.

      • Þú gleymir því, í átökum er sannleikurinn fyrsta fórnarlambið -- Erdogan ákvað að hjóla í sinn gamla bandamanna, og samtök hans -- samtök sem áður studdu Erdogan til valda.
        --Erdogan hefur greinilega ákveðið að afflytja málstað síns gamla bandamanns, og samtaka hans.

      • Sannarlega íslamista samtök - en slík sem ekki er vitað um eitt einasta dæmi um, að hafi staðið fyrir hryðjuverkum.

      "Þessi "samvinna" Bandaríkjanna við ISIS er..."

      Þ.e. engin samvinna Bandar. og ISIS. Ef þú vilt, af hverju tæmdi Assad fangelsi sín af íslamistum, ca. 2013? Hleypti þeim lausum? Þessi atburður raunverulega gerðist?
      --Og af hverju, einbeittu ISIS samtökin sér frá 2013 til 2015 nær einungis að árásum á önnur andstæðingasamtök Assads?
      --Meðan að, Assad og ISIS áttu mjög sjaldan í átökum.
      --Og af hverju voru 99% loftárása Rússa fyrstu 10 mánuðina, á aðra hópa en ISIS?

      Nær allt bendi til þess, að Assad hafi um tíma - haft óformlegt samkomulag við ISIS. Að sleppa fylgismönnum ISIS úr fangelsi, getur hafa verið liður í því -- um hríð hafi það hentað Assad, að ISIS réðist að öðrum hópum meðan að Assad fókusaði einnig á þá hópa.
      --Þetta getur hafa verið örvæntingar samkomulag Assads, en þó svo hafi það gefið ISIS skotleyfi og gert því kleyft að byggja sig mun hraðar upp innan Sýrlands, sem síðan gerði ISIS mögulegt að ráðst inn í Írak.

      Ef einhver hafði samvinnu við ISIS -- var það Assad, mjög mikið af óbeinum sönnunargögnum bendir til þess.
      --Síðan þegar Rússar tóku stóraukinn þátt í átökum, hafi Assad ekki lengur þurft á því samkomulagi að halda.
      --En samt hafi liðið a.m.k. 10 mánuðir, áður en Rússar og Assad og Íranar, hafi af alvöru hafið átök gegn ISIS.

      -----------------

      Fyrir utan Kúrda -- eru það Bandaríkin sem hafa staðið gegn ISIS. Það ætti að vera fullkomlega óvéfengjanleg staðreynd. Sbr. að hafa vopnað Kúrda bæði í Sýrlandi og Írak - gegn þeim, og þeirra loftárásir hafa innan Sýrlands og Íraks -- hafa allan tímann beinst fyrst og fremst gegn ISIS.
      --Þegar menn halda á lofti samvinnu milli Bandar. og ISIS -- eru menn augljóslega að bulla.

      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 10.10.2017 kl. 09:48

      3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

      Fyrir rúmu ári var Bandrískur prestur, sem starfað hafði í Tyrklandi um árabil, fangelsaður án saka. Þrátt fyrir mikla pressu á Tyrknesk stjórnvöld að láta hann lausan eða bera á hann lögmætar sakir hefur allt komið fyrir ekki. Erdogan og stjórn hans eru smám saman að einangra Tyrkland frá umheiminum, nema kannski þeim ríkjum sem eru á sama kaliber og þeir sjálfir.

      Tómas Ibsen Halldórsson, 10.10.2017 kl. 11:11

      4 Smámynd: Snorri Hansson

      Það eru einhverjar breytingar í aðsigi :

      1)         Tyrkir og EU,US  virðast ekki geta komið sér saman um eitt eða neitt og fjarlægjast. Sem er ekki gæfulegt þar sem Tyrkir eru í NATO.

      2)       Rússar og Tyrkir  gera nýverið stóra og athyglisverða viðskipta samninga. Þ.e. matvæli og ferðamenn. Tyrkir  fá gasið tengt,og Rússar eru að ljúka smíði á stóru kjarnorkuveri í Tyrklandi.  Ríkin ákveða að hjálpast að við að ljúka Sýrlandsstríðinu. Nú og rússínan í pylsuendanum, Tyrkir eru að festa kaup á færanlegum S-400 loftvarnarkerfum !!?

      3)      Íran og Tyrkland eru í viðræðum um Kúrda og fl. !!?

      4)      Sádar og Rússar halda stóran fund og vilja auka öll viðskipti, gera ráðstafanir til að hækka

      olíuverð, stofna risa „orku sjóð“ og Sádar vilja S-400 !!?

      Stærstu tíðindin eru samt eflaust þau að það er að fjara undan Petrodollar en um það er alls ekki fjallað í vestrænum fjölmiðlum.

      Snorri Hansson, 10.10.2017 kl. 11:30

      5 identicon

      Að Erdogan sé "ógn", er ég sammála ... en eins og þú, þá tek ég hvorki aðra hlið né hina ... ég þekki ekki "Gulems" og það er ekki í fyrsta skipti sem einhverjum klerki er fórnað fyrir málstað "herskárra" afla.

      Þú gleimir einnig tvennu í þessu samhengi, og það er "hvernig tókst Assads mönnum innan Deir Ezzor að sleppa undan ISIS í tvö ár".  Og síðan, "Af hverju var Rússneski hershöfðinginn drepinn".  Það síðara velti ég fyrir mér, hvort hann hafi ekki verið að "granska eftir því af hvernig Assads menn innan Deir Ezzor komust undan svona lengi".

      Ég velti fyrir mér öðru í þessu samhengi, og það er "hverju hleypti Angela Merkel inn í Evrópu".  Hún borgaði jú Erdogan miljarða Evra fyrir að sópa flóttamannavandamálinu undir mottuna, svo ekki var kellan að hjálpa flóttamönnum.  Mig grunar, að meðal flóttamannanna hafi verið Evrópskur "grunn" styrkur, sem ekki mátti opinbera. Þú verður að athuga nokkra hluti í þessu dæmi, Rússar hafa aldrei "skotið" á kanann í Sýrlandi ... og þeir hafa einungis veitt Assad "málamiðla" loftvörn.  Ég "tel" Rússa vera "bolabíturinn", sem kaninn gat ekki sett af stað sjálfur.

      Afstaða Rússa hefur altaf verið að skæruliðar Al Nushra, og annarra séu í fylgi með ISIS.  Það sé þannig sem vopn og nauðsynjar hafi komist í hendur þeirra ... skoðaðu að ISIS fékk nánast allar sendingar sem Bandaríkjamenn sendu til hjálpar.  Sendingar tyrkja inn í Idlib, lenti einnig í höndum ISIS ...

      Samvinna milli ISIS og bandaríkjamanna sem "þjóð" er augljóslega ekki til staðar.  En Bandaríkjamenn hafa "aðstoðað" ISIS, hvort sem þeir hafa gert það viljandi eða fyrir slysni.  Fyrir slysni getur maður haldið fram, en maður lendir samt í vandræðum ... því kaninn er ekki svo vitlaus að gera sömu mistök mörgum sinnum.  Þess vegna sagði ég "húsbondin" í fyrri grein, og benti á að kaninn væri "dráttar-jálkurinn", þeas, ekki viljugur en ekki heldur asni ... síðan þarftu að fara alla leið tilbaka til 2003, þegar ISIS er annars vegar.  Að fara einungis tilbaka til 2013, er bara óskhyggja.  Að Islamistar sem Assad sleppti úr haldi hafi farið í hóp Sunni jihadista er ekkert ólíklegt, en það er ekki upphafið af þessu.

      Þú verður að athuga það, að allir þessir aðilar hafa eitthvað að vinna og 'cui bono' gildir í þessu tilviki.  Það var í þágur Bandaríkjanna þá, og Evrópu að hefja stríð í Sýrlandi og Lýbíu.  Það var ekki í hag Sýrlands ... en eins og ég sagði, að Assad hafi séð sér færi á að sleppa "andstæðingum" Al Nushra úr haldi, sem síðan gegnu í lið ISIS, er mjög líklegt.  En það er engu að síður alveg ljóst, að tilvist al nushra, al qaida, isis er fyrst og fremst produkt af "irak, lýbíu" og þeirr staðreynd að ýmiss öfl innan Evrópu, Bandaríkjanna og Ísrael vildu "sundra" Sýrlandi, Írak og Lýbíu.

      Cui Bono - í þágu hvers.

      Að segja að sá "dauði" sé sekur um dauða sinn ... er hugarfar glæpamanna Einar.  Svo illa gefinn ertu ekki. Þetta hugarfar hefur margsinnis skotið upp kollinum meðal Bandarískra ráðamanna, Evrópskra og Ísrael ... þar sem þeir ásaka "fórnarlambið" (ef fórnarlamb skal kalla) um að vera skaðvaldurinn.  En eins og máltækið segir, þá skrifar sigurvegarinn mankynsöguna. En staðreyndin er sú, að Evrópa, Bandaríkin og Ísrael hafa "óskað" sundrungu þessarra landa.  Sjá má uppdrög af nýju korti af mið-austurlöndum, frá því fyrir Íraks stríðið.  Hversu "raunveruleg" sú mynd er, eða ekki ... þá er hugarfarið til staðar, og ekki verður dregið það burt að sundrunin er í þágu þeirra sem sem hana rituðu.

      Síðan ertu að fara gegn staðreyndum.  Það er staðreynd að bandaríkin vildu skapa þessar styrjaldir, samanber vitnisburð gen. Clarke.

      Og sannleikurinn Einar, er sá ... að við hér erum sek um glæpi. Og þessir glæpir verða teknir upp, hvort sem þad verdur gert nú eða síðar ... eins og ég sagði í fyrri grein.  Húsbóndi þessarra mála, og fylgisveinar hans verða teknir fyrir ... því ekkert af þessu er í þágu okkar hér. Hvorki Kúrdar, ISIS, Evrópskir "insurgents", Zionista-bull eða Bandarísk hernaðaróskhyggja.

      Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 10.10.2017 kl. 11:37

      6 identicon

      Snorri, aldrei að treysta Rússum.  Enn síður ef þeir eru tilbúnir að selja þér vopn.  Rússar hafa alltaf leikið þann leik að "taka rúsínuna úr pylsunni" áður en þeir selja hana.  Samanber Írak 1993 ... þeir voru gersamlega varnarlausir, því Rússar gáfu þeim enga "varahlutina".  Sem dæmi þá hafa þeir selt flugvélar til Kína, en Kína hefur samt ekki tekist að kópíera flugtækni þeirra ... vegna þess að "leyndarmálið" vantar í þær vélar sem þeir selja.  Eins og er, er "leyndarmálið" í málmblöndu sem þeir framleiða ... annað dæmi er, að Assad er með fullt af Rússneskum anti-aircraft skeytum, en duga þeim skammt ... við vitum því ekki hversu "góð" S-400 er í raun.  Allir hergagna framleiðendur auglýsa "græjur" sínar, sem "frá guði komið", en reynist sjaldan vera það.

      Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 10.10.2017 kl. 11:50

      7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

      Snorri Hansson, þú ert að oftúlka mál -- Rússar og Tyrkir eru ekki í samvinnu í Sýrlandi. Rússar og Tyrkir hafa einfaldlega, gert samkomulag um skiptingu áhrifasvæða. M.ö.o. Rússar virðast hafa eftirlátið Erdogan viss svæði í Sýrlandi nærri landamærum Tyrklands.
      --Líklega er Pútín einfaldlega að fókusa bjargir Rússlands, á það að tryggja þau svæði innan Sýrlands sem skipta Rússland máli.
      Og hann virðist eftirláta Erdogan það að fást við vopnaða hópa í Idlib héraði - þar með eftirláta Tyrklandi, Idlib hérað.

      Varðandi gassölu - þá virðist þú ekki vita af nýlegum samningi Erdogans við Ísrael, um kaup á gasi frá svokölluðu "leviathan" gassvæði þar.
      --Hinn bóginn, er ekki það gas enn farið að flæða til Tyrklands!
      En það samkomulag ætti að fjármagna fyrir Ísrael -- nýtingu þess svæðis.

      Óþekkt er, hvort það þíðir að Erdogan hafi í huga, að skipta Rússlandi út þegar kemur að gasi. Það getur einnig verið, að hann vilji dreifa gaskaupum Tyrklands.

      Tyrkland er sannarlega að kaupa kjarnorkuver af Rússlandi.
      --Hinn bóginn, er Tyrkland í eðli sínu, keppinautur Rússlands um völd og áhrif í Miðausturlöndum og í Kákasus jafnvel.

      Þó svo að Erdogan hafi ákveðið að kaupa S400 - virðist mér ósennilegt að mikið traust muni ríkja milli einræðisherranna tveggja.

      "Stærstu tíðindin eru samt eflaust þau að það er að fjara undan Petrodollar en um það er alls ekki fjallað í vestrænum fjölmiðlum."

      Ertu enn að halda uppi þessu "petro-dollar" rugli?
      Það er sennilega ein vitlausasta kenning allra tíma!

      Þ.e. einfalt að sjá hvaða gjaldmiðlar eru háðir olíu -- með því að sjá hvaða gjaldmiðlar sveiflast mest í gengi, þegar verðlag á olíu sveiflast.

      Að sjálfsögðu eru það gjaldmiðlar þeirra landa, þeirra gjaldeyristekjur eru stærstu hlutfalli olía og gas!
      --Þannig rís og hnígur Rúblan t.d. í hvert sinn með olíuverðlagi.
      --Eins og krónan okkar á árum áður, reis og hneig í takt við gengi sjávarútvegs á Íslandi á árum áður.

      Olíuverð á sama tíma hefur vart haft mælanleg áhrif á verðlag dollars.

      "   Íran og Tyrkland eru í viðræðum um Kúrda og fl. !!?"

      Hver eru vandræðin? Þeir vilja ekki sjálfstæða Kúrda.
      --Höfum við á Íslandi ástæðu til að styðja sameiginlega stefnu þessara landa, að halda Kúrdum niðri?

      "Sádar og Rússar halda stóran fund og vilja auka öll viðskipti, gera ráðstafanir til að hækka"

      Þau viðskipti hafa verið mjög óveruleg í gegnum árin - virðist Saudar hafi samþykkt að kaupa S400 eldflaugakerfi.
      --En löndin 2-eru með nokkurs konar, hræðslubandalag, um það að leitast við að halda uppi heims olíuverði.

      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 10.10.2017 kl. 12:36

      8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

      Bjarne, ég tek yfirleitt nákvæmlega ekki neitt mark á yfirlýsingum frá Rússlandi.

      Al Nusra er al-Qaeda tengt - ef mig mismynnir ekki. ISIS eru ekki sömu samtökin.
      --ISIS er um margt með mikla sérstöðu meðal Íslamista samtaka.
      Þ.e. "claim" al Baghdadi að vera "calif" þ.e. trúarleiðtogi allra Múslima.

      ISIS viðurkennir þar með ekki nokkra aðra Íslamista, sem raunverulega Múslima - þ.s. einungis kenning ISIS sé rétt, hafi Múslimar einungis val um að ganga í ISIS, ef þeir eiga að fá viðurkenningu ISIS á því að vera múslimar.

      Á hinn bóginn, hafa engin önnur íslamista samtök - sagst ein hafa rétt til að skilgreina Íslam.

      "Að fara einungis tilbaka til 2013, er bara óskhyggja."

      ISIS var stofnað 2013. Það sé tilgangslítið að fara lengra til baka. Þó að í ISIS hafi gangið margir sem áður voru í öðrum öfgahópum -- eru slíkar tengingar ákaflega óbeinar og óljósar til aflestrar.
      --Þ.e. staðreynd að Bandar. höfðu al-Baghdadi um tíma í varðhaldi.

      En flest bendi til þess að starfsm. Bandar. hafi ekki áttað sig á hve hættulegur hann væri á þeim tíma. Bandar. hafa gert fullt af mistökum í meðferð þeirra á Íslamistum.
      --Flest bendi til að það séu raunveruleg mistök.

      Hið stóra tækifæri Íslamista er síðar urðu að ISIS -- var upplausnin í Sýrlandi eftir 2011. Að þar varð til valdatóm á stórum svæðum.
      --Án þess niðurbrots Sýrlands, hefði ISIS aldrei náð að byggja sig upp.

      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 10.10.2017 kl. 12:46

      9 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

      Spurning hvort Qatar deilan komi inn í þetta, en Tyrkir hafa staðið með Qatar en Bandaríkjamenn með Saudum. Hvað hangir á spítunni varðandi Qatar deiluna skil ég ekki.

      Eitt er þó víst, eitthvað stórt er í aðsigi, samanber ummæli Trumps nýlega, um að núna væri lognið á undan storminum. Það er eitthvað mjög alvarlegt að fara að gerast.

      Sveinn R. Pálsson, 10.10.2017 kl. 13:11

      10 Smámynd: Snorri Hansson

       Hann Einar Björn er alveg hneykslaður á að ég eiði orðum í Petrodollar. Ég skora á fólk að googla málið og mynda sér sína eigin skoðun . Nú eða byrja á að lesa þessa grein :

      http://ftmdaily.com/preparing-for-the-collapse-of-the-petrodollar-system/

      ( If you have never heard of the petrodollar system, it will not surprise me. It is certainly not a topic that makes it's way out of Washington and Wall Street circles too often. The mainstream media rarely, if ever, discusses the inner workings of the petrodollar system and how it has motivated, and even guided, America's foreign policy in the Middle East for the last several decades. )

       

      Nú síðan er ágætt að kynna sér hvað t.d.  BRICs  er , því með því að lesa meira en þér er uppálagt, þá færðu nýja sýn.

      Snorri Hansson, 10.10.2017 kl. 13:55

      11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

      Snorri, ég hef kynnt mér þessa kenningu - hún er rugl.
      M.ö.o. hún stenst enga rökræna skoðun.
      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 10.10.2017 kl. 15:07

      12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

      Sveinn, Trump var að tala um - Norður Kóreu.
      Varðandi Quatar - þá styður Erdogan það dvergríki, greinileg.
      Tyrkland er með herstöð í Quatar - þannig hindrar beinar hernaðarárásir granna Quatar á Quatar.
      **Það getur verið að myndast - samstaða milli Tyrklands og Írans.
      Erdogan er auðvitað að leitast við að skapa Tyrklandi, valdastöðu á svæðinu.
      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 10.10.2017 kl. 15:10

      13 identicon

      "In Syria we backed ... some of the wrong people and not in the right part of the Free Syrian Army. Some of those weapons from Benghazi ended up in the hands of ISIS. So we helped build ISIS." - Gen. McIninerny

      The Islamic militant group ISIS [also known as ISIL], formerly known as Al-Qaeda in Iraq, and recently rebranded as the so called "Islamic State"

      Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 10.10.2017 kl. 15:41

      14 identicon

      Thu ert algerlega blindur fyrir atrunadinum ... en thad eru margar spurningar i thessu daemi.  Sem daemi ma nefna, ad "islamistar" eins og ISIS seu ad drepa alla adra Islamista ... er bara bull, engin naer itokum med thvi ad drepa alla.  Their mynda bara ovini.

      cui bono

      Thu matt alveg trua thvi Einar, ad "akkurat nuna" medan a deilunni og stridinu stendur.  Er litid gert, en a medan thu truir vitleysunni er verid ad skoda og ransaka alla hluti thessara mala.  Og sama hvort Islendingar, Sviar, Bandarikjamenn eda Russar eiga i hlut ... tha mun daudi miljona muslima, og tugi thusunda kristinna og vestraenna manna ... draga storan dylk a eftir ser.

      Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 10.10.2017 kl. 15:45

      Bæta við athugasemd

      Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

      Um bloggið

      Einar Björn Bjarnason

      Höfundur

      Einar Björn Bjarnason
      Einar Björn Bjarnason
      Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
      Nóv. 2024
      S M Þ M F F L
                1 2
      3 4 5 6 7 8 9
      10 11 12 13 14 15 16
      17 18 19 20 21 22 23
      24 25 26 27 28 29 30

      Eldri færslur

      2024

      2023

      2022

      2021

      2020

      2019

      2018

      2017

      2016

      2015

      2014

      2013

      2012

      2011

      2010

      2009

      2008

      Nýjustu myndir

      • Mynd Trump Fylgi
      • Kína mynd 2
      • Kína mynd 1

      Heimsóknir

      Flettingar

      • Í dag (23.11.): 2
      • Sl. sólarhring: 6
      • Sl. viku: 26
      • Frá upphafi: 856026

      Annað

      • Innlit í dag: 2
      • Innlit sl. viku: 24
      • Gestir í dag: 2
      • IP-tölur í dag: 2

      Uppfært á 3 mín. fresti.
      Skýringar

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband