8.10.2017 | 20:42
Síðustu vígi ISIS í Sýrlandi og Írak að falla?
Her stjórnvalda í Bagdad kynnti að síðasta meiriháttar vígi ISIS í Írak væri fallið: Isis loses last main urban stronghold in Iraq. Skv. orðrómi nú í kjölfar falls Hawija ætla hersveitir Bagdad stjórnarinnar - næst að ráðast að Kirkuk.
--Þ.e. hefja átök við Peshmerga hersveitir íraskra Kúrda.
--Nýtt Íraksstríð gæti verið í uppsiglingu.
Lokaatlaga að Raqqa kvá hafin: Final assault on Islamic State in Raqqa. Sókn hersveita studdar af Bandaríkjunum hefur virst sækja að ISIS, frá norðurbakka Efrat.
Stjórnvöld í Damaskus sögðust hafa umkringt al-Mayadin suðaustur af Deir al-Zor, en hersveitir Damakus stjórnarinnar virðast sækja að, sunnan við Efrat: Syrian army encircles IS in al-Mayadin.
Eins og ég hef áður á bent, eins og að Efrat fljót stefni í að verða landamæri fyrir 2-protectorate, þ.e. Rússl. og Írans annars vegar og hins vegar Bandaríkjanna.
Virðist skammt í að ISIS ráði engum landsvæðum lengur! Hinn bóginn virðist nýtt stríð í uppsiglingu innan Íraks
Skv. þessu er ljóst að ótti þeirra sem sáu fyrir sér ISIS ná öllum Miðausturlöndum, hefur verið langtum meiri en ástæða var til. En ISIS náði aldrei að hernema fjölmenn landsvæði, þ.s. íbúar vildu ekkert með ISIS hafa.
--Sú staðreynd að íbúar Súnní meirihlutasvæða sem ISIS náði, veittu ekki mótspyrnu.
--Meðan að ISIS tókst ekki að sigrast á svæðum þ.s. hópar íbúa stóðu þétt saman gegn ISIS.
Sýni þvert á móti að ISIS var aldrei nærri eins öflugt og sumir óttuðust.
Hinn bóginn getur verið ástæða að óttast hið nýja stríð í uppsiglingu innan Íraks.
En áhugavert er að íhuga að Erdogan flaug í sl. viku í heimsókn til Bagdad, vart kemur annað til greina en að hann hafi fengið að vita af slíkum áförmum Bagdadstjórnar.
Erdogan getur stutt við stríð Bagdad stjórnarinnar, án þess að hefja sjálfur beina þátttöku.
- Þetta getur sett Bandaríkin í nokkra flækju, en þau greinilega hafa dælt vopnum í Kúrda sl. 2-3 ár, og þau hafa komið sér upp aðstöðu á Kúrdasvæðum innan Íraks og Sýrlands, auk þess að Kúrdar hafa rekið fyrir Bandaríkin þjálfunarbúðir.
- En málið er, að þau hafa samtímis stutt Bagdadstjórnina í átökum hennar við ISIS. En líklegt virðist að átök við Kúrda af hálfu Bagdadstjórnarinnar -- fái engan stuðning frá Washington. Við það gætu samskipti Washington og Bagdad töluvert kulnað.
Spurning þá hver mundi græða á þeirri útkomu?
- Það getur vel verið að Erdogan sé að leitast við að mynda nokkurs konar, and Kúrda bandalag.
- En Erdogan treysti sér ekki að beita sér með beinum hætti, meðan að Bandaríkin hafa herstöðvar og mannafla á nokkrum stöðum innan svæða Kúrda.
--Rétt að benda á að auki, að Erdogan hefur verið að styðja við Quatar í átökum Quatar við nágrannalönd við Persaflóa. En eitt bitbeit bandalagsríkja Saudi Arabíu - eru jákvæð samskipti Quatar við Íran.
- Nettó útkoman gæti verið að Erdogan sé að leitast við að mynda samstöðu við Íran - og þá sé rökrétt að verma samskiptin við Bagdad.
--Fókus Erdogans sé gegn Kúrdum.
--Sem geti verið sameiginlegir hagsmunir Bagdadstjórnar - Teheran og Ankara.
--En einnig á að efla áhrif Tyrklands.
Meðan að áhugavert geti reynst vera að veita því athygli.
Hversu langt Bandaríkin ganga í framhaldinu í því að halda Kúrdum á floti.
--En Kúrdar virðast mjög viljugir bandamenn, ef Kanar vilja kosta því til að halda þeim á floti. En ef Kanar fást til þess, yrðu Kúrdasvæðin eiginlega að bandarísku "protectorate" þ.e. nánast ekki mögulegt fyrir þau að halda velli, án Bandaríkjanna.
Sem ætti að gera þau að afar afar þægum bandamönnum.
Niðurstaða
Get ekki svarað því hvort að mál enda þannig að Kúrdasvæðin endi sem bandarískt "protectorate" en klárlega eiga Kúrdar enga langframa von um ástand er nálgast raunverulegt sjálfstæði a.m.k. að einhverju leiti - nema að hafa öflugan bakhjarl.
En að sumu leiti líta mál þannig út að það geti verið að stefni í þá átt, sbr. hvernig Kúrdar hafa verið öflugt bakbein í því að þurrka ISIS út - þó Bandaríkin hafi einnig stutt við sókn Bagdad stjórnar gegn ISIS, meðan að Íranar og Rússar hafa stutt Damaskus í svipaðri viðleitni.
Innan Sýrlands getur virst að Efrat fljót verði landamæri áhrifasvæða, Bandaríkjanna annars vegar og Írans/Rússl. hinsvegar. Sýrlenskir Kúrdar virðast ráða öllu sem máli skiptir innan þess svæðis innan Sýrlands er virðist líta út að stefni í að hugsanlega vera bandarískt "protectorate." En líkleg sókn Bagdadstjórnar gegn íröskum Kúrdum, hugsanlega með stuðningi Erdogans - getur flækt stöðuna í Írak, ef maður gerir ráð fyrir því að Kúrdar þar einnig séu nokkurs konar bandarískt "protectorate."
Hvað Bandaríkin gera með þá stöðu, á eftir að koma í ljós. En sjálfsögðu geta þau tæknilega haldið Kúrdasvæðum uppi þó - Bagdad, Ankara og Teheran - leitist við að þrengja að þeim.
--Kúrdar yrðu þá rökrétt ákaflega þægir bandamenn Kana, ef staðan spilast þannig.
- Það gæti alveg verið hentug staða fyrir Bandaríkin, að eiga annan Miðausturlanda bandamann, eins öruggan og traustan Bandar. og Ísrael hefur lengi verið.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vandamálið í öllu þessu, er áfram spurningin "hverjir standa að baki ISIS".
Rússneski hershöfðingin, sem tók Dei Ezzor var myrtur ... svona "persónuleg" aðstaða er einkenni bandaríkjamanna. Sem er sú afstaða sem Rússar taka. Þeir benda á, að upplýsingar hafi borist ISIS, í gegnum bandaríkjamenn og Kúrda á hvar maðurinn væri staddur. Vandamálið með þetta er jú, svona vinna Bandaríkjamenn ... ekki ISIS eða Kúrdar. Annað vandamál, er að Rússar hafa einnig sýnt loftmyndir, hvar ISIS hermenn hafa fengið "aireal recognosance" upplýsingar, sem einungis geta komið af gerfihnattamyndum. Sem gerði ISIS kleift að komast óséðir að Homs svæðinu.
Hverjir geti staðið að baki ISIS, eru Bandaríkjamenn, Ísrael eða Kúrdar. Að Kúrdar séu "viljugir" í ýmislegt, er ekkert ólíklegt. En að þeir séu "keldan" ... alveg útilokað. Bandaríkjamenn hafa oft á tíðum verið í hernaði, vegna "False Flag" ... spurningin hefur alltaf verið, hvort þeir séu og noti "Svarta Pétur" (ISIS) til að koma kringumstæðum af stað, sem gerir þeim kleift að heyja stríðið.
Þetta er 1'an. Hver er 2'an ... jú Ísrael. Það er ekkert útilokað, að Ísrael standi að baki "Svarta Pétri", til að fá aðstöðu til að kljúfa mið-austurlönd og verða "stóra-Ísrael", eins og svo margir sekja þá um.
Vandamálið er, að ég get ekki séð að Bandaríkin eða Ísrael sjái sér langtíma hag í þessu. Ísrael lýtur óneitanlega út sem "þrjótur" í dæminu ... get ekki séð, hvernig Ìsrael sjái sér hag í að vera "ævilangur" þrjótur, því slíkt getur aðeins haft einar afleiðingar ... og það er "endalok" Ísraels sjálfs. Sama hversu langt, eða stutt tímabil það tekur ... þeir sem standa að baki þessu, hljóta því að vera "andstæðingar" Ísrael, hvort sem þeir séu innan eða utan Ísraels sjálfs (foreign or domestic).
Sama á við Bandaríkin ... þau eru gjaldþrota af þessu.
Mér sýnist, Bandaríkin láti leiða sig á asna eyrunum ... með "gulrófu" fyrir framan nefið, og séu að missa allt. Þeir eru þegar búnir að missa pólitíska yfirburði sína. Ísrael séu blórabögglar (hafa alltaf verið). Spurningin er síðan, hvort "Kúrdar" sé traustsins virði ... sjálfur tel ég svo ekki vera. Fólk, eins og Kúrdar, sem svíkur allt og alla í eigin hagnaðarskyni eru aðeins hægt að treysta svo lengi sem hagur þeirra er sömu megin og kanans.
Ólíklegt að það verði viðvarandi, því Kúrdar munu fyrr eða síðar vilja fá "viðurkenningu" nágrannaríkjanna ... sem fæst einungis með "hlíðni" þeirra. Þannig að það er bara spurning, hvar, hvernig og á hvaða stundu ... þeir svíkja merki.
Ísrael er að mörgu leiti í sömu aðstöðu ... þeir neyðast til að spila "janus", þó ekki sé nema að einhverju leiti.
Spurningin er, hvort Bandaríkjamenn og Rússar hafi vit á því að koma sér út sem fyrst ... og hvernig tryggja megi öryggi vestrænna ríkja, eftir umbreitingarnar.
Hérna er svo raunveruleg staða í Sýrlandi
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 9.10.2017 kl. 09:12
Bjarne, "því Kúrdar munu fyrr eða síðar vilja fá "viðurkenningu" nágrannaríkjanna ... sem fæst einungis með "hlíðni" þeirra."
Kúrdar hafa prófað það nú í áratugi hvað það merkir að hlíða þeim. Af hverju ættu nágrannaríkin að skipta skoðun frá þeirri er þau hafa viðhaft um áratugi -- að vilja ekkert kúrdneskt sjálfstæði? Meðan nágrannaríkin hafa þá afstöðu, geta Kúrdar ekki annað en - staðið með Bandar. - ef þ.e. mat Bandar. að þeim henti að hafa þá sem bandamenn.
--Eins og einhver einu sinni sagði, lönd hafa ekki vini - þau hafa hagsmuni.
--Sameiginlegir hagsmunir séu það sem er - besta límið er kemur að samskiptum ríkja.
Bandalög snúast alltaf um hagsmuni. Eða hvaða bandalag gerir það ekki?
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.10.2017 kl. 10:09
Sammála þér í að lönd hafi fyrst og fremst "hagsmuni", ekki "vini".
En síðan kemur á móti, hversu "langtíma" þessir hagsmunir eru ... sem dæmi, tvö þúsund ár eru liðin og ekki hefur "vandamálum" mið-austurlanda verið breitt. Hagsmunirnir þar, eru að sjálfsögðu "olía og gas", en eru hagsmunir einstakra "olíu"-fyrirtækja og "hergagna"-framleiðenda þess virði að vandamálin séu gerð að "heimsvandamáli" ... og cui bono?
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 9.10.2017 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning