Eru rafknúnar farþegaflugvélar framtíð innanlandsflugs á Íslandi?

Rakst á áhugaverða frétt á Reuters um bandaríska fyrirtækið Zunum Aero sem er með áhugaverða tillögu að skammdrægri farþegaflugvél - sem kvá minnka til muna kostnað við flugferðir á skemmri leiðum. Von fyrirtækisins er að auka notkun smærri flugvalla og draga þar með úr þvögunum á stærri flugvöllunum þaðan sem flest flugtök og lendingar eiga sér stað. Að auki er vonast eftir því að stytta þann tíma sem farþegar þurfa að bíða eftir flugi, þannig stytta heildar ferðatíma.

Boeing-backed, hybrid-electric commuter plane to hit market in 2022

How Zunum Aero’s hybrid-electric planes aim to transform flight starting in 2022

A real electric jet is just around the corner and it will change flying forever

Fyrsta flugvélin skal í loftið 2022 og er áætluð einungis 12 farþega!

Stærri vélar allt að 50 farþega yrðu þróaðar síðar.

  1. Um er að ræða þotu, og stendur til að hverflarnir verði hvor um sig knúnir af rafmagni. Vélin muni alltaf ganga fyrir rafknúnu hverflunum.
  2. Hinn bóginn vegna takmörkunar nútíma rafhlöðu tækni, verði venjulegur þotuhreyfill er gengur fyrir þotueldsneyti staðsettur í búknum, og látinn knýja rafal.
  3. Þannig er áætlað drægi litlu þotunnar 700 mílur eða rúmlega 1.100km. En væri aðeins um 160km. á rafhlöðum einungis miðað við núverandi rafhlöðu tækni.
  4. Hámarks almennur flughraði áætlaður 340 mílur eða rétt tæplega 550km/klst. Sem er sambærilegur hraði við túrbínuskrúfuþotu.
  5. Stefnt er að flughæð allt að 7.600 metrum, sem einnig er ívið minna en almennt í þotum. En meira en nóg fyrir stuttar flugleiðir.
  6. Til flugtaks er áætlað að vélin þurfi 2,200 fet. eða 670 metra. Þannig að vélin þá væntanlega getur notað litlar og stuttar flugbrautir sem víða er að finna.

Hugmyndin er að kostnaður per farþega per flogna mílu verði - eitt amerískt cent.
Það kvá að sögn fyrirtækisins - 1/5 af kostnaði við dæmigerða skrúfuþotu.

Þeir áætla flugfarið geti verið svo lítið sem 120$ eða um 17þ.kr. Sem að þeirra sögn sé 1/3 af dæmigerðu flugfari í Bandar. í dag.

Þeir vonast eftir því að bætt rafhlöðutækni skili 1.000 mílu drægi undir lok 3. áratugar þessarar aldar, og dreymir um það að einhverntíma seinna geti flugið allt farið fram knúið af rafhlöðum.

  1. Svokölluð "solid state" rafhlöður, sem eiga að vera betri en "lithium ion" kvá eiga að geta náð fram 50% a.m.k. aukningu á svokallaðri orkuþéttni. Þá er um að ræða rafhlöður úr algerlega föstu efni. Þekki ekki úr hvaða efnum.
  2. Þetta gæti verið næsta kynslóð rafhlaða. Og ef þær standast væntingar -- þíddi það að drægi rafbíla yrði undir lok 3. áratugar þessarar aldar líklega sambærilegt við drægi nútíma bensínbíls.

Það þíðir einnig að draumur um rafknúið flug færist þá einnig nær.

 

Niðurstaða

Ég sel auðvitað söguna ekki dýrari en ég keypti. En þessi hugmynd að flugvél fyrir skemmri vegalengdir - ef hún gengur algerlega upp eins og Zunum Aero vonast til. Gæti gert allar núverandi skammdrægar farþegavélar - tafarlaust úreltar.

Ef vélarnar reynast raunverulega vera umtalsvert ódýrari í rekstri, verður innanlandsflug a.m.k. nokkru minna dýrt en verið hefur fyrir farþega. 50 sæta flugvél mundi fara í loftið fyrir 2030. U.þ.b. á þeim punkti yrðu þá kanadísk smíðaðar vélar Flugleiða (neita að nota nýja enska nafnið)úreltar með öllu -- allar flugvélar af þeirri kynslóð mundu þá falla í andvirði, og flest flugfélög heimsins vilja skipta í vélar með hinni nýju tækni.

Það þíddi auðvitað risastóran markað fyrir þá sem fyrstir verða með flugvélar á markað sem nota þá tækni. Ef maður gefur sér að tæknin reynist eins byltingarkennd í -praxís- og Zunum Aero vonast eftir.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Rafhreyfillinn hentar sérstaklega vel við flugtök, því að togið er jafnt á öllum snúningi. 

Ómar Ragnarsson, 6.10.2017 kl. 00:48

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ég myndi heldur ekki selja söguna, dýrari en ég keypti hana. Þetta er argasta bull. 

Halldór Egill Guðnason, 6.10.2017 kl. 02:18

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ómar, bjóst við að það gæti verið lykillinn að baki þessu stutta flugtaki.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.10.2017 kl. 09:08

4 Smámynd: Epicure

Sæll Einar,

Ég neita einnig að nota enska nafnið á stærsta innanlansflugfélaginu en við skuluð hafa það á hreinu að það heitir Flugfélag Íslands en ekki Flugleiðir :)

Epicure, 21.10.2017 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband