Áhugavert að íhuga varanlegt ferðabann Trumps á þegna 8 erlendra ríkja - í ljósi morða á 59 Bandaríkjamönnum um daginn

Ég skal viðurkenna að þessi frétt fór hjá mér, en þann 24/9 sl. sendi Donald Trump frá sér nýja ferðabanns tilskipun. Munurinn á nýju tilskipuninni og þeirri gömlu er sá, að sú nýja hefur ótakmarkaðan gildistíma. Auk þess gildir hún fyrir 8 lönd þ.e. Íran, Líbýu, Sómalíu, Sýrland, Jemen, Chad, Norður Kóreu og Venesúela.

Trump issues indefinite travel ban for 8 countries including North Korea

More groups challenge Trump's latest travel ban in court

  1. Venezúela - Norður Kórea og Íran, hljóta að vera á bannlista - vegna deilna þeirra ríkja við Bandaríkin.
  2. En restin af löndunum eru annaðhvort í upplausn eða með afar veikt stjórnarfar þ.s. stjórnvöld hafa takmörkuð yfirráð yfir svæðum í eigin landi.
    --Þau lönd eiga að auki það sameiginlegt að vera uppspretta flóttamanna til Vesturlanda.
    --Þ.e. eiginlega það atriði sem mig persónulega grunar að mestu ráði.

En þau lönd hafa árum saman verið álitin - há áhættu, m.ö.o. að einstaklingur frá þeim fær ekki fararheimild til Bandar. nema eftir að hafa gengið í gegnum margra mánaðalangt ferli þ.s. hættir viðkomandi eru skoðaðir.

http://www.mercurynews.com/wp-content/uploads/2017/10/856486878.jpg?w=563

Vegna þess að Trump segir þetta snúast um öryggi borgaranna er áhugavert að íhuga skotárásina um daginn í Las Vegas!

Las Vegas shooting death toll rises to 59

Las Vegas gunman described as well-off gambler and a loner

Enginn hefur nokkra hugmynd enn af hverju 64 ára hvítur karlmaður hefur skothríð í gegnum glugga á 32. hæð á hótelherbergi á múg sem var að hlusta á Country tónslistarhátíð og drap 59 hátíðargesti.

Morðin virðast hafa verið framin með öflugum sjálfvirkum ryfflum sem hann átti.
Umtalsvert vopnasafn fannst í hótelherberginu.

  1. Þetta setur "obsession" Trumps gagnvart - meintri ógn af útlendingum í áhugavert samhengi.
  2. Þegar eldri hvítur karlmaður fremur mesta fjöldamorð sem orðið hefur í Bandaríkjunum af völdum skotárásar eins einstaklings.

--Þetta er ekkert annað en hryðjuverk.

Það virðist algerlega ekki koma til greina, að takmarka í nokkru aðgengi bandarískra þegna að ákaflega öflugum skotvopnum.

Meðan að Trump -- vill banna aðgengi heilla þjóða að Bandaríkjunum, án þess að auðvelt sé að sýna fram á að engin önnur úrræði dugi í staðinn til að tryggja þjóðaröryggi.

--En á meðan að lítið er gert til að sporna við útbreiðslu öflugra skotvopna af því tagi, sem gerðu Stephen Paddock 64. ára mögulegt að myrða 59 manns frá 32. hæð í gegnum glugga.

Þá munu atburðir af þessu tagi stöðugt voma yfir bandarískum þegnum!

 

Enn á æðsti-dómstóll Bandaríkjanna eftir að svara spurningum um lögmæti fyrra ferðabanns Trumps, en mannréttindahópar hafa þegar kært nýja bannið!

More groups challenge Trump's latest travel ban in court

Rétt að árétta að skv. þeirri útgáfu innflytjendalaga í Bandaríkjunum sem gilda í dag, eftir breytingu á þeim lögum á 7. áratugnum -- þá er tvenns konar mismunun bönnuð.
--Þ.e. á grundvelli þjóðernis - annars vegar og hins vegar - á grundvelli trúar.

Skv. lögunum frá 1922 var sett ferðabann á tilteknar Asíuþjóðir til Bandar., auk banns við því að fólk frá þeim tilteknu löndum er bjó þá þegar í Bandar. fengi ríkisborgararétt.

Það var mismunun af þessu tagi sem síðar var álitin óeðlileg og vísvitandi var bönnuð.

Þ.e. því álitamál hvort að algert ferðabann á þegna heilla þjóða geti staðist.

--Skv. lögunum frá 1922 voru engar takmarkanir á rétti forseta til slíkra aðgerða.
--En skv. breytingu á lögunum frá 7. áratugnum, hafa gilt ofangreindar 2-takmarkanir.

 

Niðurstaða

Mér virðist að atburðurinn í Las Vegas sýni vel fordómana sem líklega búa að baki ákvörðun ríkisstjórnar Bandaríkjanna um varanlegt ferðabann á tiltekin lönd - sem annaðhvort deila við Bandaríkin eða eru í vandræðum heima fyrir.

En þúsundir Bandaríkjamanna ár hvert láta lífið fyrir skotvopnaárásum af margvíslegu tagi -- í flestum tilvikum virðast atvikin litla athygli vekja þ.s. fáir látast í flestum einstökum tilvikum. Einungis þegar óvenju stórar árásir verða sem valda dauða umtalsverðs fjölda í einu, að athygli fjölmiðla vaknar: Gun violence in the United States.

Ég held að það geti enginn vafi legið á því, að mannfall meðal eigin borgara bandaríkjanna vegna gríðarlega útbreiddrar skotvopnaeignar -- sé margfalt stærri ógn fyrir líf og limi borgaranna; en útlendingar sem Trump beini einkum sjónum að séu líklegir að vera.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sko, kæri vinur ... ef þú hlustar á aðrar fréttir, en bara fréttir "moggans" (nasistaflokksins), þá færðu eftirfarandi.

* Kona nokkur hljóp um og öskraði að fólkinu "nú munuð þið allir deyja". (Hún var ekki hvít).

* Það er fleiri en ein byssa, sem skotið er af.

En fréttaflutningur flytur ekki þessa þætti hér, því það er ekki í pólitískum áhuga þeirra að gera það.

Þú ættir að snúa málinu á höfuðið ... ef ég vildi bara "drepa fólk".  Myndi ég ekki kaupa mér byssu til þess. Ef ég væri bara fátækur skíthæll, og hefði ekkert annað til stefnu ... færi ég út i nátturuna, og plokkaði þar nokkra sveppi ... banvæna sveppi.  Léti þá grassera, og síða byggi ég mér til "gas" bombu úr þeim ... mér tækist að drepa miklu fleir, á miklu styttri tíma.

Hvað er ég að segja með þessu? Hugmyndir þínar, um að þeir aðilar sem framkvæma svona voðaverk séu bara "klikk" og vilji drepa fólk ... er byggð á "skynsemisskorti". Hún byggist á óskhyggju, og ekki raunveruleikanum. Þetta eru allt aðilar sem eru að "fórna" lífi sínu fyrir trúna sína.  Trúin getur verið margspunninn ... pólitísk trú, eða trú á spaghetti skrýmslið. Þetta monster sem sumir kalla Guð, og eru að bíða eftir að "skríði" hingað niður og dreppi okkur alla ... nema þá.  Þeir eru ófáir, sem eru þreyttir á biðinni.

Hverjir "hagnast" á þessum aðgerðum? óhjákvæmilega, er það ríkisstjórn bandaríkjanna ... sem nú getur, eins og þú bendir á ... frjálslega sett á "einræði" til að "bjarga lýðræðinu".

hver er munurinn á þessum aðilum? munurinn er semantics.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 4.10.2017 kl. 10:06

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Trump mun einfeldlega geta sagt. að það, hve auðvelt það var fyrir Paddock að gera þessa árás sýni hættuna á því að hinir voðalegu múslimar geti það líka. 

Ómar Ragnarsson, 4.10.2017 kl. 10:24

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ómar, meðan að löglega er unnt að fara út í búð og kaupa sér hríðskotaryffla er það líklega rétt - að fólk með varanlega búsetu í Bandar. geti slíkt á jafns við ríkisborgara þeirra.
--En það þíðir að Bandar. viðhalda stöðugt þessu hættuástandi, að innan um íbúa Bandar. eru alltaf örfáir sem hlutfallslega sem beita skotvopnum til morða.
--Það að þeir geta útvegað sér auðveldlega hríðskotavopn þíðir að í hvert sinn geta þeir drepið mun fleiri en - ef t.d. reglur væru þær sömu og á Íslandi er kemur að skotvopnaeign.
___________

En þ.e. bandarískir ríkisborgarar eru mun fleiri - en útlendingar varanlega búandi í landinu, verða slíkir harmleikir ávalt mun tíðari framdir af innlendum Bandaríkjamanni.

    • Trump virðist vera að beita gamla bragðinu að beina reiði fólks að röngum aðila sbr. "scapegoats" eða hengja bakara fyrir smið.
      --Í stað þess að bjóða upp á lausnir.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 4.10.2017 kl. 10:48

    4 identicon

    Bandaríkjamenn hafa rétt fyrir sér, í að "halda" rétti sínum til vopna.

    Þessi voðaverk, er stærri í Evrópu ... þar sem engin eru vopnin meðal almennings.

    Fyrir utan það, þá eruð þið alltaf blindir fyrir "hver hagnast".  Horfið á þetta eins og börn, sem eruð að lesa ævintýri H.C.Andersens ... þar sem er "illt" og "gott" i baráttunni.

    Þetta er "glæpamál", og á ALLTAF að líta á slík mál, út frá því "hver hagnast".

    Þið ættuð að horfa á Kínverskar fréttir ... jafnvel þó þið skiljið ekki málið. Hver veit, gamli heilinn á ykkur gæti mögulega "lært" eitthvað, þó ekki væri það nema eitt eða tvö stök orð í Kínversku.

    Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 4.10.2017 kl. 11:32

    5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Nú er ég sammála þér Bjarne Örn rök þín benda á það augljósa.

    Helga Kristjánsdóttir, 4.10.2017 kl. 12:27

    6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Bjarne, ég hef einfaldlega engan áhuga á að svara þessu bulli þínu "um það hver hagnast." Um er greinilega að ræða klassískt samsæris-kenningabull.

    Hryðjuverk eru aftur í rénun í Evr. - greinilegt að lögregluyfirvöld hafa náð mestu stjórn á vandanum er gaus upp fyrir þrem - fjórum árum.
    --Þessar bylgjur koma og fara.

    Það farast gríðarlega mikið færri af völdum skotvopna í Evrópu en í Bandaríkjunum.

    Eins og vanalega er málflutningur þinn fyrst og fremst - endaleysa og kjaftæði.
    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 4.10.2017 kl. 22:12

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Nóv. 2024
    S M Þ M F F L
              1 2
    3 4 5 6 7 8 9
    10 11 12 13 14 15 16
    17 18 19 20 21 22 23
    24 25 26 27 28 29 30

    Eldri færslur

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (23.11.): 0
    • Sl. sólarhring: 6
    • Sl. viku: 24
    • Frá upphafi: 0

    Annað

    • Innlit í dag: 0
    • Innlit sl. viku: 22
    • Gestir í dag: 0
    • IP-tölur í dag: 0

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband