26.9.2017 | 12:29
Stórsigur AfD í Þýskalandi flækir myndun næstu ríkisstjórnar Angelu Merkel! Ekki rétt að Merkel hafi búið til flóttamannakrísuna, en hún brást hún rétt við henni?
Ákvörðun Angelu Merkel sumarið 2015 að opna landamæri Þýskalands fyrir innflytjendum er mjög víða misskilin - en sú ákvörðun hefur verið ákaflega harkalega gagnrýnd. En útkoman varð sú að liðlega 1 milljón hælisleitenda og flóttamanna streymdi til Þýskalands.
- Málið var að Merkel var í ákaflega þröngri stöðu - gat einungis valið milli slæmra kosta.
--Spurningin var einungis - hvað var verri kosturinn. - En til að ryfja upp, hófst Sýrlandsstríðið 2011 - rúmlega 5 milljón Sýrlendinga flúðu átökin til nágrannalanda, flestir til Tyrklands en margir einnig til hinna nágrannalandanna.
- Frá og með 2012 var vaxandi straumur flóttamanna frá Sýrlandi til Evrópu - það bættist við annað aðstreymi fátæks fólks lengra að í atvinnuleit.
- Aðstreymið var þegar orðið mjög mikið 2014.
--Það var um haustið og veturinn það ár, sem kröfur Ítalíu og Grikklands, á þann veg að önnur ESB aðildarlönd deildu vandanum, urðu mjög háværar - en önnur ESB aðildarlönd höfðu fram að þeim tíma pent látið sem flóttamannavandinn væri ekki til, ekki tekið við flóttamönnum frá Ítalíu og Grikklandi, þar sem flóttamönnum fjölgaði hratt.
--Framvkæmdastjórn ESB samdi drög að samkomulagi þ.s. aðildarlöndin mundu deila flóttamönnunum milli sín í samræmi við reikniformúlu er tók mið af stærð lands og fjölmenni -- um vorið 2015 fór fram ein af þessum stóru ráðstefnum meðlimalanda ESB þ.s. rætt var slíkt samkomulag.
--Lyktir þess fundar var að það samkomulag var samþykkt í veginni atkvæðagreiðslu - gegnt andstöðu sérstaklega Ungverjalands.
- Þegar á reyndi neitaði forsætisráðherra Ungverjalands að taka þátt í samkomulaginu, og lokaði landamærunum snarlega.
--Samkomulagið hrundi þá um leið, því fj. annarra landa hætti þá einnig við þátttöku.
- Þegar þarna kom við sögu, sögðu fulltrúar Grikklands og Ítalíu Merkelu það -- að löndin mundu opna landamæri sín, heimila flóttamönnum að vafra yfir þau eins og þeim sýndist.
- Þegar þarna kom við sögu voru mörg hundruð þúsund flóttamanna og hælisleitenda staddir í Ítalíu og Grikklandi.
- Merkel tók þá snögga ákvörðun - án þess að ræða hana við fulltrúa landa í sínu næsta nágrenni, að taka við flóttamönnum er voru komnir til Grikklands og Ítalíu.
Þetta var auðvitað biðleikur hjá henni - en um sumarið 2015 hóf Merkel viðræður við Tyrkland.
En sumarið 2014 hafði megin flóttamannastraumurinn legið yfir Miðjarðarhaf. En vorið og sumarið 2015 lá hann þess í stað gegnum Tyrkland og yfir Marmarahaf til Grikklands.
Þó það væri gagnrýnt af mörgum þá náðist um haustið 2015 samkomulag við Erdogn af Tyrklandi, samkomulag sem tók gildi um vorið 2016 og hefur síðan virst nokkurn veginn virka.
- Ég veit þessa hluti vegna þess að ég hef fylgst mjög vel með fréttum af krísum innan ESB.
Margir hafa spurt sig, af hverju tók Merkel þessa ákvörðun?
- Hún var náttúrulega undir tímaþrýstingi, þ.e. Ítalía og Grikkland voru að opna landamæri sín í norður átt, hleypa hundruðum þúsunda flóttamanna lausum -- til að vafra um Evrópu.
- Þessi ákvörðun Grikklands og Ítalíu var augljós ógn við -- fyrirkomulag um ferðafrelsi innan ESB og opin landamæri milli aðildarríkjanna.
- En Grikkland og Ítalía - voru sjálf stödd í örvæntingar-ástandi. Þ.s. önnur aðildarlönd höfðu hreinlega fram að þeim tíma - leitt krísuna hjá sér. Meðan hafði vandinn safnast upp innan Grikklands og Ítalíu.
--Það var eins og að fj. fólks í Þýskalandi hefði aldrei frétt af flóttamannakrísu fyrr en sumarið 2015.
--Samt hafði hún verið að hrannast upp árin á undan.
--Köllum þetta, neyðarákvörðun Grikklands og Ítalíu, til að kalla fram viðbrögð. - Með því að ákveða að hleypa fólkinu til Þýskalands -- getur verið að Merkel hafi bjargað mikilvægum þætti innra markaðar ESB, þ.e. opnum landamærum.
--En um haustið 2015 fór fj. aðildarlanda ESB að loka landamærum sínum við Grikkland og Ítalíu.
--Klárlega var - Innri Markaðurinn sjálfur í stór hættu. - En með því að taka við 1.000.000 flóttamönnum rúmlega, þá minnkaði Merkel þrýstingin á - Innra-markaðinn, keypti sér sennilega tíma sem hún notaði til að semja við Erdogan! En Innri-markaðurinn er mjög mikilvægur fyrir þýskt atvinnulíf.
--Hann var greinilega í stórhættu.
--En viðbrögð hinna landanna hefðu örugglega orðið mun stærri, ef Þýskaland hefði ekki það ár tekið við bróðurparti aðstreymisins.
Um haustið og veturinn var síðan samið við Erdogan, og það samkomulag tók gildi snemma árs 2016.
Það var erfitt samkomulag, þíddi m.a. að ESB neyddist til að opna aftur á aðildarviðræður við Tyrkland -- þrátt fyrir að Tyrkland sé víðs fjarri því að uppfylla reglur ESB.
Kröfur Tyrklands leiddu auðvitað til þess að það tók allan veturinn að ná samkomulagi.
- En samkomulagið virðist virka.
- Það sést á því, að miklu færri flóttamenn hafa síðan streymt til ESB, þ.e. 2016 og 2017.
Sumarið 2017 hefur Merkel ásamt forsætisráðherra Ítalíu, verið að vinna með stjórnendum í Tripoli í Líbýu, til að minnka steymi flóttamanna yfir Miðjarðarhaf.
Það virðist hafa virkað a.m.k. að einhverju leiti: Spurning hvort Evrópuvirkið gegn flóttamönnum - gangi upp?
Mín skoðun er sú að Angela Merkel hafi gert sitt besta í þröngri stöðu.
Og lít ekki á harðar fordæmingar sem sanngjarnar!
- Merkel svaraði blaðamönnum sl. mánudag þannig: "If I consider that decision again, and think of what the alternatives were, for example using water cannon [on the refugees], I come to the conclusion that it was the best decision,"
- "But she was also at pains to stress her belief that the situation would not be repeated, due to mechanisms that had since been put in place, including humanitarian aid and the EUs controversial refugee deal with Turkey."
Mér virðist aðstæður raunverulega breittar, þ.e. samkomulagið við Tyrkland virðist halda. Flóttamenn hætta samt ekki að streyma að, en þeir hafa ekki gert það í nærri sama fjölda og áður en samkomulagið við Tyrkland tók gildi.
--Það samkomulag var algerlega verk Merkelar - mjög gagnrínt af mörgum, en virðist ganga upp.
En útkoman er sú að AfD vann stórsigur og Merkel er í erfiðri stjórnarmyndun!
- Kristilegir Demókratar....33%
- Þýskir kratar.............20,5%
- AfD.......................12,6%
- Frjálsir Demókratar.......10,7%
- Vinstri....................9,2%
- Grænir.....................8,9%
- Aðrir flokkar samanlagt....5,1%
En eftir mikið fylgistap vilja kratar ekki lengur stjórnarsamstarf. Þannig að Merkel þarf að mynda stjórn með Frjálsum Demókrötum og Grænum. Og það verður alls ekki auðvelt, þar sem stefna þeirra flokka í atriðum er á víxl. T.d. sé stefna Frjálsra og Græningja þveröfug í málefnum flóttamanna.
Germanys Jamaica option an arduous route for coalition hopefuls
Merkel faces tough coalition talks as nationalists enter German parliament
Merkel starts challenging task of trying to form coalition government
Það sem virðist hæfileiki Merkelar er að - finna miðjuna í pólitísku samstarfi.
Þannig að reikna má væntanlega með því að - stefnan gegn flóttamönnum verði harðari að einhverju leiti, en ekki að miklu leiti.
Frjálsir Demókratar vilja lægri skatta og setja sig fram sem atvinnulífsflokk.
Meðan að græningjar leggja áherslu á að leggja af kolabrennslu og flýta fyrir afnámi sprengiheyfla í bifreiðum.
--Það er búist við löngum samningaviðræðum.
--En talsmenn beggja flokka á mánudag þó þeir áður hafi talað niður þennan möguleika - voru gætnir í orðum, og lögðu á mánudag áherslu á hvað þeir séu sammála um, meðan þeir fóru færri orðum um ágreiningsmál en áður.
M.ö.o. virðast báðir nú vilja láta á það reyna hvort stjórnarmyndun með Kristilegum Demókrötum Merkelar gangi upp.
Niðurstaða
Til lengri tíma litið er hið eiginlega vandamál -tel ég- það að Miðjarðarhafið er fært yfir á litlum bátum -- nokkurn veginn hvar sem er frá suðurströnd Miðjarðarhafs. Það koma stormar við og við, en þeir eru ekki með tíðni storma á Atlantshafi né yfirleitt af sambærilegum vindstyrk. Oftast nær séu ríkjandi staðvindar stöðugir - breytilegir eftir árstímum. Veður flesta daga árs, mild. Síðan bætist við að fjarlægðir yfir ef siglt er beint í norður eru ekki það stórar.
Flóttamenn hafa margar leiðir yfir Miðjarðarhafið yfir til Evrópu. Þær auðveldustu eru þær stystu. En þeir geta alveg siglt beint til Frakklands - ef t.d. Frakkland lokaði við Appenina fjöll.
--Til þess að halda aftur af straumnum, þarf ESB líklega að múta stjórnvöldum allra landanna á strönd N-Afríku, með drjúgum fjárframlögum.
--Sl. sumar hefur ESB verið að styrkja stjórnina í Tripoli í Líbýu með slíkum fjárframlögum, gegnt því að þau hindri flóttamenn í því að leita út á hafið.
--En þess gætir þegar, að flóttastraumurinn sé að leita annarra leiða ekki síst yfir til Spánar. En öll suður-ströndin -ég ítreka- er fær yfir.
- Aftur á móti er engin leið að vita hversu vel slík lausn dugar til lengdar. Þar sem að flóttamenn eða fátækt fólk á leið til Evrópu þá safnast upp í þeim löndum í staðinn.
--ESB þyrfti þá væntanlega stöðugt að auka fjárframlög til landanna í N-Afríku.
--Eða að búa við þann möguleika, að þau slepptu snögglega miklum fjölda fólks yfir hafið.
Þetta auðvitað þíðir að ríkisstjórnir landanna á svæðinu, ekki einungis Tyrkland -- verða með öfluga leið til þess að kríja út peninga frá ESB.
En á sama tíma er erfitt að koma auga á hvað annað ESB getur gert.
Því klárlega vilja íbúar Evrópu margir hverjir ekki fá þetta fólk til sín.
En auðvelt er að sjá að uppsöfnun flóttamannabúða verður stórfelld í framtíðinni.
Þegar innan Líbýu blasir við sú útkoma að þeim er haldið við hræðilegar aðstæður.
--Þ.e. einmitt ein hættan, að þetta verði að -einangrunarbúðum- sbr. "concentration camps" með vopnuðum vörðum - varðturnum, gaddavír - jafnvel rafmagnsvír.
--Eiginlegum fangelsum fyrir flóttamenn.
Erfitt er að sjá að til lengri tíma ef sú er raunin að endirinn sé líklegur að vera góður.
Mér finnst líklegt að stór mannlegur harmleikur sé framundan, það getur tekið áratug fyrir krísuna að hefjast fyrir alvöru, en að þeim tíma liðnum gæti meira eða minna öll N-Afríka sprungið.
En auðvelt er að sjá að uppsöfnunin getur smám saman farið að ógna samfélagslegum friði innan landanna í N-Afríku - m.ö.o. ógnað innri stöðugleika þeirra landa fyrir rest, en talið er að fjölmennar flóttamannabúðir Palestínumanna innan Líbanon hafi raskað jafnvæginu í því landi og leitt til borgarastyrrjaldarinnar þar er stóð allan liðlangan 9. áratuginn.
--Sambærilegir hlutir gætu endurtekið sig í allri N-Afríku!
--Þá auðvitað mundi allt kerfið til varnar flóttamönnum þá endanlega hrynja í rjúkandi rústir.
-----------------
Fyrir utan þessar pælingar þá verður áhugavert að fylgjast með tilraunum Merkelar að mynda stjórn eftir kosningar. Það lítur ekki út fyrir að verða líklega auðvelt.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:20 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Velferðarkerfin í Evrópu hrynja ef engar hömlur verða settar á flóttamannastrauminn þangað frá Afríku og Asíu. Eina lausnin væri að Evrópulönd lokuðu fyrir innflæðið og legðu til umtalsverða fjármuni til uppbyggingar í heimalöndum flóttamannanna. En eflaust myndi það líka krefjast "alheimslögreglu" til þess að stilla til friðar í þessum löndum svo fólkinu yrði vært að búa heima hjá sér.
Kolbrún Hilmars, 26.9.2017 kl. 16:09
Kolbrún, þú ert líklega að tala um nýja nýlendustefnu.
En þ.e. engin leið að halda fólkinu heima fyrir eins og þú leggur til - ef það vill það ekki. En flest landamæri í Afríku eru hriplek í allar áttir því löndin hafa ekki efni á umfangsmiklu landamæraeftirliti.
--Einhver þarf þá að skaffa herliðið er ætti að sjá um málið, eða borga löndunum hreinlega stórfé ár hver fyrir að viðhalda nægilegu landamæraeftirliti.
--Hinn bóginn gætu slíkar lokanir skapað töluverða innlenda óánægju í þeim löndum hjá því fólki sem vill fara -- þá þarf væntanlega líka her, til að halda fólkinu niðri.
Nettó útkoma, nokkurs kona - ný nýlendustefna.
Hvaða Evr. land væri til í að skaffa fjölmenna heri til þess að halda þessu fólki heima fyrir?
--Ég held að þessi hugmynd sé -- fædd andvana.
Nema þú sért að tala um gríðarlega dýrt prógramm með afar háaum fjárveitingum til þeirra landa þ.s. stuðningur til þeirra væri hækkaður í háu margfeldi -- þ.s. borgað væri hreinlega alfarið fyrir nýja og rausnarlega efnahagsuppbyggingu. Löndin færð smám saman upp á 1. heims standard.
--Einhvern veginn efa ég að Evr. tími svo gríðarlega miklu fé sem slíkt mundi kosta.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 26.9.2017 kl. 16:41
Einar, ég veit að hugmynd mín er ófullkomin, en hvað geta evrópubúar annað gert ef þeir vilja halda eigin samfélagi í horfinu? Eins og þú bendir réttilega á kostar það óhemju fjármuni að byggja upp Afríku/Asíu, en þá kemur líka spurning um hvað það kostar okkur að tapa Evrópu. Hvert getum við flúið?
Kolbrún Hilmars, 26.9.2017 kl. 16:56
Kolbrún, þ.e. ekki hægt að dæma alla Asíu eða alla Afríku jafnt.
Í báðum heimsálfum hefur verið mikill hagvöxtur - efnahagslegt "take off" í fj. Afríkulanda á sér á hinn bóginn ekki stað fyrr en í kringum 2000.
--GSM væðing heimsins kvá megin ástæðan!
Þau lönd sem eru vandræðalönd í Asíu eru ekki mörg - en ástandið í þeim tilteknu löndum sé afar erfitt úrlausnar.
Varðandi Afríku -- er fj. landa þar í hraðri efnahagsuppbyggingu - en sú uppbygging er ekki langt komin!
--Síðan eru enn til í Afríku svæði þ.s. möguleikar til efnahagsuppbyggingar virðast afar litlir -- þá meina ég lönd á þurrsteppum Afríku, löndin rétt sunnan Sahara. Og nokkur lönd nærri miðbaug í Afríku.
Þetta séu lönd sem ráða yfir afar litlum auðlindum og samtímis íbúar eru almennt ómenntaðir og bláfátækir. Þegar saman fer hröð mannfjölgun.
--Þá er ungt fólk frá slíkum löndum tilbúið að hætta lífi sínu gegnt jafnvel einungis - veikri von um betra líf.
Þetta sjáum við á því að fólk þaðan sé til í að hætta lífi sínu tvisvar þ.e. Sahara auðnin þ.s. óþekktur fj. ár hvert ber beinin og síðan við komuna til N-Afríku, aftur að hætta lífi sínu á ferð yfir Miðjarðarhaf.
Það er nokkur fj. Afríkulanda sem - ef ætti að setja á betri efnahagsgrundvöll - líklega geta það einungis gegnt, mjög rausnarlegri efnahags aðstoð er mundi standa í langan tíma.
--------------------
Ég kaupi alls ekki þessa hugmynd að Evrópa sé beinlínis í hættu. Í alvöru talað er Það einungis lítill hluti Asíulanda sem er í vanda - vandi þeirra tiltekni að vísú krónískur -- síðan er það langtum minna en helmingur Afríkulanda sunnan Sahara sem - sem réttmætt er að tala um sem "basket case."
Mannfj. Evr. er yfir 600 milljón ef Rússl. er talið með. Af og frá að þjóðflutningar af slíkri gráðu séu sennilegir.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 26.9.2017 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning