24.9.2017 | 21:01
Frá hverjum mun enn nafnlaus flokkur Sigmundar Davíðs taka fylgi?
Augljósa svarið mundi einhver segja - frá Framsóknarflokknum; en það má alveg íhuga þá spurningu.
Sjá bloggfærslu Sigmundar Davíðs: Bréf til Framsóknarmanna, Sigmundur Davíð.
--En það má einnig velta því upp hvort SDG taki hugsanlega fylgi frá - Flokki Fólksins!
Eins og sést af lestri skýringa Sigmundar Davíðs, þá er hann með óskaplega harkalegar ásakanir gegn starfsfólki á skrifstofu Framsóknarflokksins og hugsanlega einhverju leiti að því fólki er vann fyrir Framsóknarflokkinn á umræddu flokksþingi -- sbr. ásakanir á þann veg að fólk hafi ekki fengið að mæta á þingið.
--Þ.s. ég var ekki þarna sjálfur, í það sinnið - ég get ekki svarað fyrir þetta.
--Hitt veit ég að hvert flokksfélag fær ekki að fara inn með nema ákveðinn fjölda, í hlutfalli við fjölda félaga í því félagi -- og það situr fólk í andyri og fer yfir lista með nöfnum, þegar fólk mætir og vill fá að fara inn í salinn; en þangað eðlilega mega einungis fara skráðir fulltrúar.
--Skv. þessum ásökunum, mætti fólk sem taldi sig vera í rétti til að mæta, en fékk ekki.
Fyrir þessu liggja að sjálfsögðu engar sannanir - einungis að því er virðist orð aðila er telja sig hafa verið fulltrúa með rétti, en skv. þeim lista er lá fyrir - voru þeir ekki slíkir!
--Enginn hefur stigið fram og viðurkennt að listum hafi verið skipt.
--Ég veit ekki betur en að listum sé skilað með tilteknum fyrirvara á skrifstofu flokksins.
Þá væntanlega beinist ásökunin að skrifstofu flokksins - meðan SDG sjálfur var þar enn formaður.
Fyrir utan þetta, virðist Sigmundur Davíð - taka því ákaflega harkalega ef einhver býður sig fram gegn honum í NA-Kjördæmi, en skv. hans orðum er það gerðist síðast - var það aðför að hans persónu.
--Nýverið kynnti Þórunn Egilsdóttir um framboð í 1. sæti í NA-Kjördæmi gegn Sigmundi Davíð - eins og sést af lestri greinar Sigmundar Davíðs - virðist hann taka því afar illa!
"Nú býður sami þingmaður sig fram aftur. Sem fyrr hvattur til dáða af þingmönnum flokksins í Suðurkjördæmi og öðrum úr hópnum sem staðið hafa að fyrri atlögum." - Öllu skynsömu fólki má vera ljóst hversu vitlaust það er að endurtaka leikinn frá því í fyrra og eyða þeim skamma tíma sem er fram að kosningum í tilraun til að hrekja burtu þá sem ekki dansa eftir pípu hópsins sem endurheimti fyrri völd í flokknum fyrir ári."
M.ö.o. tekur hann þessum mótframboðum afar afar - illa! En hann virðist túlka það mótfamboð sem skipulagða atlögu að hans persónu -- eins og hann virðist túlka fyrra mótfamboð.
Hann talar einnig um mótframboð gegn Gunnari Braga í sama stíl.
"Atlagan að Gunnari Braga Sveinssyni er þegar langt komin, skipulögð og framkvæmd af þeim sem sáu um atburðarásina á flokksþinginu."
Það áhugaverða er að Gunnar Bragi hefur líst því yfir, að hann bjóði sig áfram fram fyrir Framsóknarflokkinn: Gunnar Bragi stefnir á sæti hjá Framsókn.
--Gunnar Bragi skv. því tekur ekki mótfamboði eins illa og SDG.
--Gunnar Bragi m.ö.o. ætlar að vera áfram í Framsókn.
- En ég fæ ekki betur séð, að það sem SDG talar um sem sannanir fyrir því að - - áfram sé skipulega vegið að sér, séu mótframboð gegn honum og þeim sem hann lítur á sem sitt fólk.
- Áhugavert ef SDG er að taka þeim mótframboðum það illa, að þau séu kornið sem að hans mati fylli mælinn og geri honum ófært um að vera áfram í Framsóknarflokknum.
Takið t.d. eftir því sem hann skrifar undir fyrirsögn: Valkostirnir.
--En það virðist sem sagt að hann líti á þetta allt sem persónuárásir, sbr. mótframboð - það að þurfa að standa í því að verja sitt sæti innan flokksins "sem vart er sérstaklega óvenjulegt í ísl. pólitík" - og þær útstrikanir er hann varð fyrir er voru nærri nægilega margar til að færa hann niður um sæti.
--Fyrir utan virðist hann ósáttur við ríkjandi stefnu flokksins, en segir þó ekki í hverju.
--Og hann virðist ósáttur við stöðu flokksins, sem hefur takmörkuð áhrif þessa dagana.
Til samans sé þetta það sem hann hafi ekki áhuga á að taka þátt í.
- Sannast sagna skil ég ekki alveg hvað hann vill.
--En Framsókn þarf alltaf að semja við aðra flokka um stefnumál, ef mynda á samstjórn með öðrum.
--Og ráðuneyti eru ekki endilega mörg, þegar ekki er um að ræða 2-ja flokka stjórn.
- Hann talar um, róttæka rökhyggju sem stefnu.
--Sannast sagna skil ég ekki alveg hvað það er.
Rétt að hafa í huga að Framsókn hefur aldrei almennt séð verið róttækur flokkur.
Róttækni og miðju-stefna, fer ekki saman! - Hann vill flokk sem stendur með því sem er rétt, og treystir sér til þess þó á móti blási.
--Það hljómar sem að ekki sé um miðjuflokk sem hann vill stofna.
--En róttækir flokkar með róttæk sjónarmið af einhverju tagi, geta tæknilega staðið vörð um þau -hvað sem tautar og raular- en það virkar yfirleitt ekki nema flokkar slíkir haldi sig utan ríkisstjórna.
Annars þurfa þeir að semja um mál, veita málamiðlanir.
En róttækni og málamiðlanir yfirleitt fer ekki saman. - Hann vill flokk sem standi vörð um grunngildi en standi þó fyrir framförum.
--Alltaf spurning hvað menn meina með grunngildum.
En ef hann spilar inn á þjóðernishyggju - þá yrði fljótt ljós ein möguleg meining.
Ef maður tekur mið af orðum Sigmundar Davíðs - gæti verið að hann sæki frekar að Flokki Fólksins! En mér virðist fljótt á litið stefna SDG töluvert önnur en dæmigerð Framsóknarstefna
En það fer afar oft saman að flokkar sem segjast standa vörð um grunngildi - taki þjóðernis sinnaðan pól á þá meiningu. Grunn-gildin m.ö.o. séu þjóðleg.
--Það má þó nálgast á fleiri en einn veg.
En þ.e. til jákvæð þjóðernishyggja, slík gæti t.d. lagt áherslu á þætti í þjóðlífi sem taldir eru í hættu á að glatast -- og/eða á vörn tungumálsins, sem gæti birst í aukinni áherslu á tungumálakennslu og áherslu á að verjast áhrifum ensku.
Neikvæð þjóðernishyggja gæti tekið þann pól í hæðina, að leggja áherslu á aðstreymi erlends fólks til Íslands - að teikna upp þá mynd af slíku fólki að það ógni íslenskum hefðum, gildum, ísl. tungu o.s.frv.
--Það liggur ekki fyrir hvorn pólinn SDG tekur.
Ekki hefur a.m.k. komið fram nokkuð þekkt nafn sem fer fram með SDG í hinn nýja flokk.
--Enginn þingmaður virðist ætla að fylgja SDG, a.m.k. enginn enn stigið fram.
--Lilja varaformaður sagðist harma ákvörðun Sigmundar Davíðs.
Ef það er rétt, að ónefndur flokkur Sigmundar Davíðs sæki fylgi til þjóðernissinnaðra Íslendinga.
Þá gæti hann einmitt reitt einhver atkvæði af Flokki Fólksins.
- Framsóknarflokkurinn ætti að eiga ágæta möguleika á því að verjast slíkri aðsókn -- með því að færa flokkinn til vinstri; t.d. leggja áherslu á velferðarmál.
- Bendi á að flokkurinn titlaði sig - velferðarflokk og félagshyggjuflokk, lengi á 10. áratugnum.
--Það gæti veitt Framsóknarflokknum tækifæri til að sitja í vinstri-stjórn sem líklega er framdunan!
--En sögulega séð hefur Framsóknarflokkurinn ávalt grætt fylgi á vinstri stjórnarsamstarfi.
Hinn bóginn verður Framsóknarflokkurinn líklega óvenju veikur flokkur í þetta sinn.
Það gæti veikt samningsstöðu hans og áhrif innan slíks samstarf.
Slíkt auðvitað skilar sömu áhrifum í samstarfi til hægri.
Niðurstaða
Mín skoðun er að Framsóknarflokkurinn ætti að verjast afleiðingum þess áfalls sem brottför Sigmundar Davíðs getur reynst vera, með þeim hætti að leggja áherslu á félagsleg málefni í komandi kosningum.
Eða með öðrum orðum, á velferðarmál.
En Framsókn hefur sögulega oft farið fram með þess konar áherslur.
Ef flokkur SDG væri á sama tíma með - þjóðernissinnaðar áherslur.
--Þá skapaðist nægileg fjarlægð milli þeirra flokka.
Þannig að flokkur SDG gæti þá í staðinn, orðið að ógn fyrir Flokk Fólksins, svokallaðan.
Brottfar SDG getur verið tækifæri fyrir Framsókn að horfa til vinstri.
En nú er vinstri sveifla akkúrat í augnablikinu, fólk horfir mjög til þarfar fyrir velferðarúrræði.
--Mig grunar í þessu geti legið tækifæri fyrir kosningarnar framundan.
Flokkurinn getur vart stefnt að öðru en að ná hugsanlega sama fylgi og síðast.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.9.2017 kl. 08:59 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég spái því að svanasöngur Framsóknarflokksins sé í nánd.
Hrossabrestur, 24.9.2017 kl. 21:11
Ef enginn þingmaður fylgir SDG er óvíst að tilkoma framboðs SDG hafi slík áhrif.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.9.2017 kl. 21:53
Ég held að mörgum kjósendum gæti nú fundist að Framsóknarflokkurinn sé loks tækur aftur til að verða fyrir valinu á kjörseðlinum.
Skeggi Skaftason, 25.9.2017 kl. 09:57
Það gæti farið þannig. Held samt að hann þurfi samtímis að taka áherslu á velferðarmál. Held hann þurfi þátttöku í vinstri stjórn til að skapa að nýju fjarlægð sín á milli og Sjálfstæðisfl.
--Mér líkaði miklu betur við uppnefnið "hóruna" en "hækjuna."
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 25.9.2017 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning