Stefnir í drottun Vinstri Grænna í íslenskri pólitík? Vinstri stjórn eftir kosningar?

Eiginleg kosningabarátta er ekki hafin hjá flokkunum - en ef kosningar eru nærri mánaðamótum október/nóvember, hafa stjórnmálaflokkar ekki íkja mikinn tíma til þess að hreyfa að ráði til þá stöðu í könnunum er virðist birtast þessa dagana!
--Kosningabarátta á eftir klárlega að vera snörp og óvægin.
--Miðað við þessar tölur eru mál þau er fjölskylda formanns Sjálfstæðisflokks tengist að skaða.

VG stærsti flokk­ur­inn

Margir möguleikar í stjórnarmyndun

Fylgi flokkanna samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar.

Ef fylgisstaða VG er raunverulega þetta sterk upp úr kjörkössum!

Þá væri VG a.m.k. á nk. kjörtímabili - verulega drottnandi flokkur í íslenskri pólitík. Og væri þá sá flokkur kominn í enn sterkari stöðu en Samfylking var um hríð undir stjórn - Sollu. Samfylking fékk einnig mikið fylgi í fyrstu kosningunum er haldnar voru eftir hrun þ.e. 2009. En hefur síðan hrunið og fátt bendi til þess að Samfylking eigi raunhæfa möguleika að rétta úr sér.
--En nú er eins og að kjósendur ætli að flykkja sér um VG.
--Eins og kjósendur flykktu sér um Samfylkingu þegar Jóhanna fór fyrir þeim flokki 2009.

  1. VG + Píratar + Samfylking - skv. þessu hafa mjög nauman meirihluta saman.
  2. En Framsókn eða Flokkur Fólksins geta tæknilega komið í stað Samfylkingar, og gefið traustari meirihluta.
  • Persónulega mundi ég telja það geta a.m.k. tæknilega gengið upp, þ.e. VG + Píratar + Framsókn.
    --Ef Framsókn treystir sér til.
    --Og ef sæmilegur friður helst innan Framsóknar.

3-ja flokka stjórnir hafa oft starfað á Íslandi.
Síðasta stjórn var 3-ja flokka en með naumasta mögulega meirihluta.

3-ja flokka stjórnir með styrkari meirihluta hafa stundum náð að starfa allt kjörtímabil sitt.

 

Erfitt er að sjá að Bjarni Ben mundi vera formaður Sjálfstæðisflokks áfram ef þetta er útkoman!

Þeir sem þekkja vel til Sjálfstæðisflokks - mega koma með tillögur um það hver yrði hugsanlega næsti formaður. En ég á mjög erfitt með að sjá að BB - geti pólitískt séð lifað það af ef niðurstaða kosninga yrði nærri niðurstöðu nýjustu könnunar Félagsvísindastofnunar, könnun unnin fyrir MBL.

 

Niðurstaða

Það yrðu óneitanlega risastór pólitísk tíðindi á Íslandi ef VG - yrði langsamlega stærsti starfandi flokkurinn á þingi. Jafnvel þó það yrði einungis tímabundin útkoma, þ.e. eitt kjörtímabil. Þá væri það algerlega einstök staða fyrir þann flokk á Íslandi - sem er lengt til vinstri af starfandi þingflokkum.

En fyrirrennarar VG - aldrei nokkru sinni náðu þeirri stöðu.
Um hríð náði Samfylking að veita Sjálfstæðisflokki harða samkeppni, en sá flokkur var mun nær hinni pólitísku miðju stjórnmála.

Ef kosninganiðurstaða væri með þeim hætti að 3-ja flokka vinstri stjórn sé möguleg.
Væri það nánast öruggt sennilega að af slíkri stjórn mundi vera, auk þess að það mætti slá því föstu að formaður VG yrði í slíku tilviki forsætisráðherra.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristin stjórnmálasamtök

Þetta er náttúrlega fáránlegt: að VG fái 30% fylgi, flokkur sem er t.d. með gersamlega ábyrgðarlausa innflytjendastefnu, en kemst ekki lengi upp með það, þegar þetta fer að vitnast. Og þó stendur það skýrt eins og stafur á bók á stefnuskrá þeirra!

En einungis 46% tjáðu sig í þessari könnun, og þá mega menn hafa hugfast, að einna sízt vilja ýmsir þeirra tjá sig (við andlitslausa  innhringjendur), sem fylgja flokki sem margir hafa talað illa um í takt við andann á fréttastofu Rúv. Því er mælt eða ekki mælanlegt fylgi Íslensku þjóðfylkingarinnar í slíkri könnun ekki marktækt.

Kristin stjórnmálasamtök, 24.9.2017 kl. 01:34

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afsakaðu, Einar Björn, ég var að vinna að uppkasti greinar á Krist.bloggi og var óvart ennþá loggaður þar inn, þegar ég setti hér þessa aths., sem var auðvitað skrifuð í mínu nafni, ekki KS.

Jón Valur Jensson, 24.9.2017 kl. 01:37

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hlutfall þeirra er svöruðu könnun er ekkert áberandi mikið lægra en maður hefur oft áður séð. Þegar FF var ekki til. Liklegra að annað komi til þ.e. ahugaleysi að hreinlega nenna ekki að svara vegna algers ahugaleysis. Það hljómar ekki ólíklegt þetta hátt hlutfall álykti ísl. ömurleg vilja því ekki taka þátt eða almennt stjornmalaahugaleysi komi til. Hef miklu frekar trú á slíkum þáttum en þetta sé leynt fylgi fyrir einhvern tiltekinn flokk. Það virkar á  mig sem óskhyggja.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.9.2017 kl. 10:29

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Hluti af þessu fylgi VG er kannski einmitt þessi " Ábyrgðarlausa innflytjendastefna" sem mikill meirihluti þjóðarinnar er sammála. Að sama skapi má ætla að lítið fylgi Þjóðfylkingar ( innan við o,2% í næst síðustu könnun Gallup- ekki vitað úr síðustu könnun) megi rekja til þeirra öfga sem sá flokkur hefur í þessum málum.

Jósef Smári Ásmundsson, 24.9.2017 kl. 13:48

5 Smámynd: Merry

Sjálfur mun ég aldrei kosið VG sem eru ekki að hugsa neitt um hvað Íslendingar vill.

Merry, 24.9.2017 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856018

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband